Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982. f „Sikfleyingar hafa tekið í§lend - ingum mjog vel — enda eiga þeir margt sameiginlegt segir Pétnr BJörnsson, fararstjóri á Sikiley Náttúruleguröin er mikil á Sikíley, eins og má sjá hér á myndinni sem er tekin á ströndinni skammt frá Naxos. Þegar Sikiley ber á góma verður manni strax huesað tíl Mnfínnnar á ítalíi1 og þeirrri glæpa sem iieuiii ,ia gegnum árin. Þegar maður kemur til Sikileyjar eru það ekki skuggalegir menn sem taka á móti manni heldur elskulegt fólk og ræðið sem nýtur þess að lifa í fallegu umhverfi. íbúar Sikileyjar eru glaöværir og náttúrufegurð eyjarinnar á vart sinn líka í veröldinni. Þá er menning Sikileyinga á mjög háu stigi og eiga norrænir víkingar stóran þátt í menningunni og mótun mannlífsins þar. islendingar eru nú byrjaðir að herja á eyjuna, að hætti hinna fomu víkinga. Ferðaskrifstofan Utsýn er með reglulegar ferðir þangað í sum- ar, þar munu Islendingar njóta lífsins í suðrænu andrúmslofti og rómantík. Utsýn býður upp á dvöl í baöstrand- arbænum Naxos sem er stutt frá ferðamannabænum Taormina. Taor- mina er í 300 m hæð yfir gullnum bað- ströndum sem eru við rætur eld- fjallsins Etnu. Þetta er geysilega fal- legur bær og 5 km fyrir ofan hann er miðaldabærinn Castelmolo, með alla sína töfra. Aöaldvalarstaður Utsýnarfarþega er sumarhúsasvæði sem er reist inn- an um blómstrandi aídintré. Smá- hýsin eru á tveimur hæðum og geta ferðalangarnir verið út af fyrir sig. Svæöið sem húsin eru á er afgirt og með vörzlu allan sólarhringinn. Á svæðinu er stór sundlaug, sólbaðsað- staða, tennisvellir, veitingastaöir og kjörbúð þar sem allar nauðsynjar fást. Þá er stutt á ströndina og hafa islendingar aðstöðu á lokaðri bað- strönd, sem fylgir Holiday Inn hótelinu. Aðalfararstjóri Utsýnar á Sikiley er Pétur Björnsson sem þekkir sögu Italíu einna bezt Islendinga. Eigin- kona Péturs er Guðrún Vilhjálms- dóttir sem er lærð hjúkrunarkona. Ég átti þess kost að ræöa lítillega við þau Pétur og Sistu, eins og Guðrún er kölluð, þegar ég ferðaðist meö lands- liöinu í knattspyrnu til Sikileyjar á dögunum og buðu þau upp á ökuferð upp í fjallabæina Taormina og Castemolo. Sikiley er heillandi — Pétur, hvað hefur Sikiley að bjóða, sem N-Italía hefur ekki? — Sikiley er ósnortnari heldur en N-Italía og má segja að hún sé líkari italíu, eins og hún var fyrir 10—15 ár- um. Þegar maður fer t.d. inn á Sikil- ey, þá kemst maður í tengsl við lifnaöarhætti, sem hafa verið á eynni öldum saman. Maður sér fólk hér vinna landbúnaðarstörf viö mjög frumstæð skilyrði — það notar enn þann dag i dag asna þegar það vinnur. Maöur sér þorp sem eru hvorki með raf- magn né síma AUt þetta Snnst mér heiliandi á margan hátt. Þannig lifnaö- arhættir eru að visu til á S-Italíu einnig nú í dag. En að þessu leyti er SfltQey ómenguö og það má segja aö iðnvæöing á Sfldley hafi aðeins hafizt að hluta. Veðursældin mikil — Fara Islendingar héðan ánægð- ir? — Já, ég hef ekki orðið var við ann- aö. Isiendingar eru ánægðir með veðursældina hér. Fyrsti hópurinn sem kom hingaö var að vísu óhepp- inn, þar sem það var óvenjulega slæmt veður á Miðjarðarhafinu þeg- arhanndvalisthér. Islendingar eru ánægðir með við- mót fólksins á Sikiley, sem er mjög einstætt. Þeir verða strax varir við vináttu og hlýjan hug Sikileyinga, sem eru mjög glaðlyndir. Sikileying- ar hafa tekið Islendingum vel, enda eiga Sikileyingar og Islendingar margt sameiginlegt. Þeir búa á eyju eins og við og um aldir hafa þeir ver- ið fyrst og fremst bændur og fiski- menn. Þá búa þeir á eyju, sem er eld- virk eins og Island. Hér er stærsta eldfjall Evrópu, sem er Etna. Ég hef orðið var við að allir þeir innlendu aöilar sem ég hef unniö með og komizt í tengsl við Islendinga — þjónar, bilstjórar og annað þjónustu- fólk, segjast vart hafa kynnzt elsku- legra og þægilegra fólki en Islending- um. Segja að Islendingar séu þolin- móðir og kunni að þakka fyrir sig. Pétur Björnsson fararstjóri og eiginkona hans, Guðrún Vilhjálmsdóttir. ÐV-myndir: Sigmundur. Menningin er mikil á Sikiley Pétur sagði að menning Sikiley- inga ætti sér langa sögu og hún væri mikil. Eitt glæsilegasta blómaskeið menningar hér á Sikiley var þegar Normannar réðu hér ríkjum á 11. og 12. öldinni, eða á ritunartíma Is- lendingasagnanna. Þá tdómstraöi hér ríki Normanna, sem voru mála- liðar páfa. Þaö tók Normanna hálfa öld að leggja updir sig Sikiley, með þrautseigju og hörku. Þá var hér ríki Araba. Heimsveldi Araba var þá aö gliðna í sundur og notfærðu Normannar sér erjur þeirra til að koma undir sig fótunum. Þeim tókst smátt og smátt að ná hér undirtökun- um. Stjóm þeirra var mild og réttlát og Normannar efldu jarðrækt á eyj- unni. Sfldley er eins og pottur, semí er heflt mörgum ólíkum menningum. Menningu frá Grikklandi og Italíu með ívafi frá Normönnum, Spán- verjum og Aröbum. Normannar hrærðu síöan i honum og bættu í kryddi, þannig að það varð feikilega góður grautur úr. Á þeirra tímum var talið að höfuðborgin Palermo hefði verið ein stærsta borg Evrópu og talin á þeim tíma glæsilegri, öflugri og auöugri en Róm. Menning- arlífið var meira en í Rómaborg, sem var þá eiginlega lítið sveita- þorp. — Hefurðu trú á því að Sikiley eigi eftir að verða eins vinsæll ferða- mannastaður og Spánn hjá íslend- ingum? — Það er erfitt að segja um þaö. Spánn er og verður alltaf geysilega vinsæll ferðamannástaður. En ég hef trú á því að Sikiley eigi eftir að falla Islendingum vel í geð. Náttúru- fegurðin er mikil hér og fólkið á eynni er einstaklega viðmótsþýtt. Það kunna Islendingar svo sannar- lega að meta. Þá hefur Sikiley upp á mikiö að bjóða og hægt er fyrir Islendinga að velja um mikið af kynnisferðum til að sjá marga mjög áhugaverða staði — og þá hér í grenndinni við Naxos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.