Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 30
30 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982. f frjálshyggju- menn eða félags- hyggfumenn réðn nkjum hérlendls: Hvernig yrðl þá umhorfs í þ|ðð- málnm? - hagfræðingamir Geir H. Haardeog Hjalti Kristgeirs- son krafðir svara —síðari reinar Eins og lesendur helgarblaösins muna eflaust eftir birtust í blaöinu fyrir tveimur vikum greinar þeirra Geirs H. Haarde hagfræðings og kollega hans, Hjalta Kristgeirssonar, þar sem þeir svöruðu spurningunum hvernig umhorfs yröi hérlendis ef annaöhvort félags- hyggja eöa frjálshyggja heföu einar umboö til stjórn- unar landsmála. Svaraði Geir þessari spurningu út frá sjónarhóli frjálshyggjunnar sem hann og aðhyllist og Hjalti öfugt. I greinum sínum hér á eftir hafa þeir meö sér verka- skipti að þessu leyti. Sem fyrr er rétt að staldra örlítið við þau hugtök sem vitnað veröur í, þar eö mismunandi eða villandi notkun þeirra getur valdið misskilningi og þar með verið þröskuldur í vegi skynsamlegra skoðanaskipta á þessum vettvangi. Þetta á ekki sízt við þegar hugtökin snerta höfuðviðfangsefni í stjórn- málum og þjóðfélagsumræðum. Því er rétt að gera grein fyrir því hvaða merkingu hugtökin „félags- hyggja’ og frjálshyggja” hafa í svörunum hér á eftir. Hér er um andstæð hugtök að ræða. Annars vegar stjórnmálastefnu sem leggur til að einstaklingarnir leysi vandamálin í samvinnu og án þess að nokkur sé herra yfir öðrum. Arðrán manns af manni sé ekki við lýði og sjálfstjórn fólksins og samvinna sé ráðandi í framleiðslukerfinu. Eignaréttur eins geti ekki hindrað frelsi annars. Hins vegar stefnu sem setur frelsi einstaklingsins í öndvegi, frelsi borgaranna til orðs og æöis innan þeirra marka sem óhjákvæmileg eru siöuðu samfélagi. Við lausn efnahagslegra við- fangsefna leggur síðarnefnda stefnan áherzlu á milli- göngu markaðarins. Hin fyrrnefnda ríkisins. Það má loks lengi velta því fyrir sér hvaða nöfn þess- um stefnum falla bezt. Síðarnefnda stefnan hefur þó á síðari árum einkum verið nefnd frjálshyggja á ís- lenzku sem er þýðing enska hugtaksins „libertarian- ism”. Hin fyrrnefnda er tíðum nefnd á íslenzka vísu félagshyggja, eða einfaldlega sósíalismi. -SER. Geir H. Haarde hagfræðingur — málsvari frjálshyggjunnar. JtíkKiHiMikiinin allsrádandl í hagkerfifda^- hyggjunnar’’ segirmeðalanirarsíiinisögn GeirsH. Haarde hagfræöings um félagshyggjuna Félagshyggjan og atvinnulrfíð Búast mætti viö því aö ríkisrekstur yröi yfirgnæfandi rekstrarform í því hagkerfi sósíalismans, sem félags- hyggjumenn stefna aö á Islandi. Þetta kemur skýrt fram í stefnuskrá Alþýöubandalagsins. Líklegt er aö rikiseinokun og ríkiseinkasala yröi alis ráðandi á f jölmörgum s viöum. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður benti réttilega á þaö í sjónvarpsþætti um stóriöju nýlega aö í hagkerfi þar sem öll stærstu fyrirtæki eru í eigu ríkisins er frelsi ein- staklinganna stefr.t í stórhættu. Oþarft er aö benda a dæmin frá lög- regluríkjunum austan járntjalds máli Guömundar til staöfestingar. Við þessa hættu er svo því aö bæta að þaö er margendurtekin reynsla aö verömætasköpunin er minni í miö- stýröu hagkerfi grundvölluöu á sósíal- isma en í markaöshagkerfi grundvöll-. uöu á atvinnu- og athafnafrelsi. Síðar- nefnda hagkerfiö er hagkvæmara í þeim skilningi aö afrakstur þjóöar- búsins er meiri miöaö viö sömu auölindir og tiikostnaöur minni. Þess vegna er meira til skiptanna í slíku kerfi og hægt aö verja meira fé til félagslegrar þjónustu, samgöngumála og annarra þarfra verkefna. Hagkerfi sósíalismans dæmir sig því þegar úr leik af hagkvæmnisá- stæðum. Þegar viö bætist sú hætta á mannréttindaskerðingu sem reynslan sýnir aö hefur fylgt miöstýringunni í sósíalískum hagkerfum, er ljóst aö slíkt kerfi stendur jafnframt á siöferði- legum brauöfótum. Félagshyggfan og milliríkja verzlun Stefna islenzkra sósíalista er aö færa helzt alla utanríkisverzlun lands- manna til opinberra einokunarfyrir- tækja. Eöa eins og segir í stefnuskrá alþýöubandalagsins: „Utanríkis- verzlun skal aö meginhluta færast á hendur opinberra aðila.” Því mætti gera ráð fyrir að frelsi í innflutningi yrði stórlega takmarkaö og inn- flutningsverzlun færð í hendur ríkis- stofnunar sem flytti inn sjálf eöa út- hlutaði innflutningsleyfum. Enn meiri miöstýring yröi í útflutnings- verzluninni en nú er og ekki ótrúlegt aö þar yröi komið á fót ríkiseinkasölu. Engum blööum er um þaö aö fletta aö hagsmunir neytenda yröu ekki efstir á blaði hjá „Innflutningsverzlun ríkisins” og hagkvæmnin sæti tæpast í fyrirrúmi hjá „Utflutningseinkasölu ríkisins” í sæluríki sósíalismans á Islandi. Félagshyggjan og samgöngumál Gera má ráö fyrir að einokunar- fyrirtæki ríkisins yrðu alls ráöandi í samgöngumálum. Flugrekstri yrði komiö í hendur hins opinbera sem ræki „Aeroflot” íslenzka ríkisins og í siglingum mætti búast viö aö eitt „Ríkisskip” yröi taliö nægilegt til að sinna flutningaþörfum þjóöarinnar. Sama máli gegndi vafalaust um aöra þætti samgöngumála og fjarskipta. Ekki er ólíklegt að miöstýringunni á þessu sviöi myndu fylgja einhverjar takmarkanir á „óþörfum feröalögum” og „bruðli” einsogferöumalmennings til sólarlanda. Búast mætti viö þess háttar takmörkunum í innflutnings- verzluninni sömuleiöis. Félagshyggjan og félagsleg þjónusta Ekki treysti ég mér til að spá fyrir um þaö í smáatriöum hvemig umhorfs yröi á þessu sviði á Islandi veröi komið hér á sósíalísku hagkerfi. Hins vegar er ljóst af því sem fram er komiö aö framan, að í slíku kerfi yröi minna til skiptanna og því minna fé til ráöstöfunar til félagslegrar þjónustu en í frjálsu hagkerfi. Enda er reynslan sú í þeim ríkjum sem tekið hafa upp sólsíalíska búskarparhætti aö þar er svo- kölluð félagsleg þjónusta mun lakari en annars staöar. Eg tel þetta skipta mun meira máli en þaö hvort hin félagslega þjónusta yröi öll á vegum opinberra aðila eins og yrði í sósíalíska kerfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.