Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Page 31
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982. 31 99^jódfélagskerfi' friálshyggjuiiiiar litþurrkar aUt persénufreká" seg'ir meðal annarsí umsögn Hjalta Krlst- geirsson- arhag- fræðings hyggjuna Frjálshyggjan og atvinnulrfið Birgir Björn Sigurjónsson segir svo í bók sinni, Frjálshyggjan (blaösíðutöl í sviga): „Hagfræði frjálshyggjunnar er hin vísindalega réttlæting á aðför- inni að undirstéttinni í kapítaliskum samfélögum. Hún felur í sér fræðilega uppsetningu á þeim markmiöum og þeirri hegöun einstaklinganna (þ.e.a.s. þeirra einstaklinga sem taka þátt í markaðsstarfseminni) sem leiðir til niöurstöðu er þjónar einum hagsmunahóp betur en öðrum (193). Samkvæmt frjálshyggjunni eru einstaklingar alltaf seljendur á aðfangamörkuðum: vinnustunda eða hráefna eða fjármagnsvöru. Sérhver aðfangaseljandi ber úr býtum viröi jaðarframlags síns framleiðsluþáttar (þ.e. „sannvirði” — HjK) ef markaðs- lögmálin fá ráöið stefnunni... Vinnustundaseljendum og kapítalist- um er þó ólíkt fariö fyrir þá sök að hin- ir fyrrnefndu fórna eigin vinnu en hinir síðartöldu einkum vinnuframlagi ann- arra. Og vinnustundaseljendur selja tíma lífvera með félagsþarfir, bæði í og utan vinnutíma, en kapitalistar selja aðgang að notkunartíma á dauðiun tækjum (38). Frjálshyggjan gerir ráð fyrir því að verð á aðföngum jafnt sem afuröum ráðist á sérhverjum markaöi utan áhrifasvæðis fyrirtækja... Verðið (hljóti) að jafnast út fyrir tilverknað samkeppninnar (40). Ekkert getur bannað fólki aö hittast og ræða saman i lýöfrjálsu landi, hvaöan sem það kemur og hvert sem umræðuefniö er. Allt bendir til þess að slík umræða ... tjái tilhneigingar markaöarins til að finna sér önnur form með minni sam- keppni og auknum ágóöamöguleikum en þau sem samkeppnishagkerfið býður upp á (61). Við slíkar kringum- stæður sem telja verður harla almenn- ar... verða slagoröin um neysiu- eða neytendastýrð hagkerfi frjálshyggju- manna beinlínis hlægileg (40—41). Fyrirtæki hafa almennt greiðari að- gang að upplýsingum um framleiðslu- ferli en einstaklingar... Þessi aöstöðu- munur og það að fyrirtækin eru eig- endur framleiöslutækjanna setur fyrir- tækin í yfirburðaaöstöðu gagnvart ein- staklingum, hvað varðar verðlagningu afurða og aöfanga sem keypt eru hjá einstaklingum (þ.e.a.s. vinnuseljend- um) (43) ... hér að framan hefur verið á það bent, aö upplýsingastreymi er ófullkomið og sá ófullkomleiki sé fremur í hag fyrirtækjum en einstakl- ingum. Nú má ganga einu skrefi lengra og benda á að y firráð fyrirtækja (framleiðenda) yfir upplýsingum um aöföng og afurðir, eiginleika þeirra og verð, byggjast á tilteknu skipulagi hagkerfis með tilliti til eignarréttar, sem mótar einstaklinga þess skipulags rétt þeirra og gildismat (47). Það sem hér er verið að gagnrýna frjálshyggj- una fyrir lýtur aö því frelsi sem frjálshyggjumenn segja hana inni- halda ... frelsið í samkeppnishag- kerfinu felst fyrst og fremst í ákvörðunarvaldi um val á vörum og vöruígildum sem í boði eru. Þess konar vöruvalsfrelsi kemur persónufrelsi harla lítið við óar eð vörutengsl eru ekki jafngild persónutengslum.. Frelsið í frjálshyggjunni ec og hefur alltaf verið frelsi þeirra sem eiga þær vörur sem aðrir þurfa mest á að halda, og hlutverk markaöarins er að halda þessu fyrirkomulagi við (49). Samkvæmt frjálshyggjunni eru aðilar framboðs og eftirspurnar frjálsir undan hagsmunabaráttu og stéttar- andstæðum, stýrast aðeins af sam- keppni og ágóðakapphlaupi... Frjálshyggjuhagfræðin fæst aðeins við að útskýra undantekningaraöstæður, jafnvægið, og notar til þess forsendur sem útilokað er að uppfylla. Haglikön frjálshyggjunnar gefa þess veyia enga hugmynd um raunverulegt ástand og eru jafnfjarri veruleikanum ogforsendur hennar” (203). Frjálshyggjan og milliríkjaverslun Ennfremur segir Birgir Björn í hag- fræðiriti sinu um frjálshyggjuna: „Mikilvægasta einkenni milliríkjavið- skiptanna seinni hluta aldarinnar er án vafa hin mikla uppsöfnun fyrir- tækja í úrvinnslugreinum í hendur fárra aðila. Verðmætasköpun fjöl- margra fyrirtækja er oröin meiri en sumra þjóöríkja. Annað einkenni fjölþjóðlegrar verslunar er það að fyrirtækin starfa í mörgum löndum samtímis. Þriðja einkennið er uppbygging fjölþjóðlegra fyrirtækja... (er) starfa í mörgum greinum efna- hagslifsins samtímis til að torvelda eftirlit með starfseminni og tryggja arðsemina. Stærð þessara fyrirtækja veldur yfirleitt annað tveggja einka- sölu eða fákeppni á markaöi afurðar þeirra, sem leiðir til verðlagningar samkvæmt því. Fjórða mikilvæga ein- kennið lýtur að aöstöðu fjölþjóðlegra fyrirtækja sem að mestu leyti eru óháð öflun lánsfjármagns utan frá, einkum vegna verðlagningaraðferða sinna. I fimmta lagi er mikilvægt einkenni alþjóðlegra auðhringa að þeir leita í sivaxandi mæli til útjaöra iðnvæðingarinnar og jafnvel til van- þróaöra landa, til að verða sér úti um sterkari markaösaðstæður á innkaupa- markaði aðfanga. I sjötta lagi... flest stærstu fjölþjóðafyrirtækin eru í eigu bandarískra aðila” (217). I framhaldi af þessu bendir Birgir Bjöm á aö Island telst til rikja í útjaðri heimsverslunar- innar og fær að kenna á markaðsað- stöðu fjólþjóðafyrirtækja á afurða- mörkuðum sínum. Erlend risafyrir- tæki á Islandi, Alusuisse og Elkem (Straumsvík ogGrundartangi), grund- valla aöstöðu sína á lágu afurðaverði. I þriðja lagi er að þvi að hyggja að íslensk fyrirtæki erlendis skila ekki arðsemi sinni til móðurfyrirtækjanna á Islandi nema að litlu leyti. Varöandi alþjóðaverslun almennt bendir Birgir Bjöm á gengisstefnu Bandaríkja- stjómar, evródollaraflæðið, verðlags- aðgerðir og fákeppnisaöstæöur stór- fyrirtækjanna og segir þetta „sýna svo ekki verður um villst hagsmunasam- hengið milli hagfræða frjálshyggjunn- ar og stórfjármagnsjöfranna í Bandaríkjunum” (219). Frjálshyggjan og samgöngumál Til að bera vitni um hagfræði og hag- skipulag frjálshyggjunnar hef ég kosið aö leiöa fram hagfræðing úr aldurs- hópi andmælanda míns, Birgi Bjöm Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur — máisvari fólagshyggjunnar. Sigurjónsson, en hann hefur unniö sér það til viðurkenningar að rita heila bók um þær skoðanir sem hér eru á dag- skrá. Mér sýnist Birgir Björn gera við- fangsefninu góð skil í bók sinni, raunar fyllri en það á skilið, — rökfærsla hans er bæði fjölþætt og tillitssöm, en hér kemur það til að Birgir Bjöm miöar fremur við umræðu erlendis en hér- lendis. Af sjálfu leiöir að tilvitnanir í bók BBS hlutu að verða brotakenndar, og bið ég hann og aðra lesendur vel að virða. — Ég hyggst ekki teygja lopann undir þessari fyrirsögn. Aðeins vil ég benda á það að samgönguhugsjón frjálshyggjunnar væri sú að leggja niður allt áætlunarflug íslenskra aðila til útlanda en vonast eftir að erlend félög líti til okkar í náð svo sem einu sinni í mánuði. Þeim mun betur gæti hópflugið aðlagast eftirspurninni. Frjálsh yggjan og félagsleg þjónusta Frjálshyggja er einkennilegt öfug- mæli því að þjóðfélagskerfi hennar (að vísu hvergi til í hreinni mynd nema í hugarórum) mundi gersamlega út- þurrka allt venjulegt persónufrelsi, samtakafrelsi og pólitískt frelsi. Omenguð frjálshyggja þýðir nefnilega að engar þjóðfélagsstofnanir megi vera til nema markaðsstofnanir (þ.e. fyrirtæki rekin í ágóðaskyni) og ekki megi reka nein erindi í þjóðfélaginu nema á markaðsgmndvelli. Það má ekki hafa uppi áróður fyrir neinum málstað (bindindisáróður truflar markaðinn!), það má ekki greiða at- kvæði um nokkra skoðun eða nokkra framkvæmd (einu gildu kosningarnar felast í því að velja vörur í búð). Sem sagt: það er ekki nóg að afnema almannatryggingar og útrýma verka- lýðsfélögum, það verður líka að banna starfsemi stjórnmálaflokka. Flestir frjálshyggjumenn telja þó að rikisvald eigi að vera til staðar svo að kerfið falli ekki um sjálft sig: þess vegna skuli vera her, lögregla og dómstólar sem ekki lúti markaðsreglu, en Friedman yngri gengur lengra og vill meina að Ragnar í Alnum eigi bara að hafa sína eigin löggu og sín eigin svarthol suðrí Straumsvík! Slíkt þjóðfélag er fárán- leikinn uppmálaöur og raunar óhugs- andi nema í kúgunarkerfi svo altæku að helst er að nefna Kampútseu til samjafnaðar. Um þetta skulum viö ekki tala í alvöru, síst hér á Islandi. Um hitt skulum við tala við þá sem endilega vilja leika riddara ömurleik- ans, að boðorð frjálshyggju, einnig þau boðorð sem skemmst ganga, mundu fljótlega gera okkur Islendinga að aulum og afglöpum, jafnt í menningar- málum sem efnahagsstarfsemi. Reglan um greiðan og jafnan aðgang allra aö auðlindum lands og sjávar (burt með landhelgina, b jóöum Lands- virkjun upp!) þýðir vitaskuld innrás slíkra fjölþjóðarisa sem enginn inn- fæddur gæti staðist snúning. Þaö er ekki lengi gert að þurrausa okkar auð- lindir, og þá yrðu hér eftir lítt mannaðar verbúðir sviplíkar hval- veiðistöðinni Georgíu sem Bretar endurunnu svo frækilega í upphafi her- hlaups síns í Suðurhöf nú fyrir skemmstu. — Var svo einhver að tala um félagslega þjónustu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.