Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 48
Bæjarstjóraskipti í Kópavogi í gær: Vanþóknun á vinnu- brögðum meiríhluta —gagnvart Bjarna Þór Jónssyni, f ráfarandi bæjarstjóra, segir í bókun sjálfstæðismanna „Viö lýsum yfir vanþóknun okkar á vinnubrögöum meirihlutans gangnvart Bjama Þór Jónssyni frá- farandi bæjarstjóra,” sagöi Richard Björgvinsson oddviti sjálfstæðis- manna í Kópavogi er hann las upp bókun flokksins á fyrsta bæjarstjóm- arfundi nýkjörinnar bæjarstjómar í gær. Á fundinum var Kristján Guömundsson félagsmálastjóri Kópavogs kosinn bæjarstjóri í staö Bjarna Þórs. Sömu flokkar fara áfram meö meirihlutastjóm, Alþýöuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur. Starfsfólk bæjarskrifstofa Kópa- vogs fjölmennti á fundinn. Þegar kosningu var lokiö hyllti fólkiö Bjarna Þór meö lófataki og færði honum blómakörfu aö gjöf. Bjarni Þór þakkaði samstarfsfólki sínu samstarfiö og óskaöi nýkjörnum bæjarfulltrúum heilla. Richard Björgvinsson sagöi í áöur- greindri bókun að fráfarandi bæjar- stjóri heföi verið vaxandi maöur í störfum sínum, fyrst sem bæjarrit- Bjarni Þór Jónsson, fráfarandi bæjarstjóri: „Þetta er pólitísk kosning” „Þetta er pólitísk kosning, sam- komulag sem flokkamir hafa náð,” sagði Bjarni Þór Jónsson fráfarandi bæjarstjóri í Kópavogi. „Þar sem ég hef ekki starfaö pólitískt má segja að enginn samstarfsflokkanna hafi talið sig vera aö hafna sínum manni. Þegar ég var ráðinn var það ein meginforsendan hjá þeim aö finna mann sem allir gætu fallizt á. Þá var eingöngu veriö aö ráöa bæjarstjóra en nú blandast fleiri þættir inn í dæmiö. Ég var búinn aö hafna því að taka aö mér starfið, þegar til mín var leitaö á sínum tíma, en þaö var gengið fast eftir því aö ég tæki það.” Bjarni Þór sagðist nú byrja á því aö taka sér frí enda ekki um annað aö ræða. Hann myndi átta sig á stöö- unni og sjá síöan til í rólegheitum. -JH. ari og síðar bæjarstjóri. Viöbrögö starfsfólks á skrifstofunum bentu til þess aö hann heföi verið góöur hús- bóndi og vinsæll. Hann sagöi þaö fyllilega hafa veriö gefið í skyn af fulltrúum meirihlutaflokkanna aö um lengri ráöningu yrði aö ræöa ef þeir störfuöu saman eftir kosningar. Þá heföi Alþýöubandalagiö lýst stuöningi sínum við bæjarstjórann í kosningabaráttunni. Sjálfstæðismennimir fimm neit- uöu síðan aö taka þátt í kosningu bæjarstjóra. Björn Olafsson fulltrúi Alþýöu- bandalagsins las upp bókun meiri- hlutans þar sem fram kom aö meiri- hlutaflokkarnir heföu engu lofað um áframhaldandi starf bæjarstjórans. Þaö væri hins vegar staðreynd aö Alþýöubandalagiö heföi lýst yfir trausti sínu á bæjarstjóranum og stæði svo enn, en sá stuðningur þyrfti ekki að þýöa áframhaldandi ráön- ingu. Aö lokinni þessari bókun kom enn fram bókun sjálfstæðismanna, þar sem þeir töldu bókun meirihlutans aumt yfirklór og geröi skömm þeirra einungis meiri. Á fundinum var Rannveig Guðmundsdóttir, annar fulltrúi Alþýöuflokksins, kosin forseti bæjar- stjórnar. I bæjarráð vom kosnir Björn Olafsson, Guðmundur Odds- son og Ragnar Snorri Magnússon frá meirihlutanum en Richard Björg- vinsson og Bragi Michaelsson af hálfuSjálfstæöisflokksins. -JH. tarfsmenná bœjarskrifstofum Kópavogs fjölmenntu á bæjarstjórnarfundinn igær. Þegar kosinn hafði verið nyr bæjarstjón afhentu samstarfsmenn fráfarandi bæjarstjóra, Bjarna Þór Jónssyni, blómakörfu. Hann var sioan hylltur með lófataki. Á myndinni fær Bjarni Þór kveðjukossinn og blómakörfuna. DV-mynd Bjarnleifur. Bæjarstjórn Njarðvíkur: Fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins segir af sér — vegna endurráðningar bæjarstjóra Júlíus Rafnsson, bæjarfuUtrúi Sjálf- stæðisflokksins í Njarðvík, sagöi af sér á fundi bæjarstjórnar í gær. Ástæöa afsagnarinnar er endurráön- ing Alberts K. Sanders í embætti bæjarstjóra. Albert hefur gegnt störf- um bæjarstjóra tvö síðastliðin kjör- tímabil. Sjálfstæöisflokkurinn á fjóra fuUtrúa í bæjarstjórninni og er því meö hreinan meirihluta. Þrír þeirra vUdu endur- ráða Albert. Júlíus Rafnsson kraföist þess að embættið yröi auglýst laust tU umsóknar. I kosningabaráttunni haföi Júlíus lofaö kjósendum því aö staðan yrði auglýst. Þegar endurráöa átti Al- bert treysti Júlíus sér ekki tU að sitja áfram í bæjarstjón því aö það væru svik viðkjósendursína. I viðtah viö DV í gær sagöi Áki Granz, efsti maður á lista sjálfstæðis- manna í kosningunum, aö Júlíus einn hefði verið á móti ráöningu Aiberts. ,,Á fundi bæjarstjórnarflokks og full- trúaráös Sjálfstæðisflokksins var endurráöningin samþykkt meö 18 at- kvæðum gegn einu. Auk þess höföum viö stuðning Félags ungra sjálfstæöis- manna. Við töldum okkur hafa náö samkomulagi um að meirihlutinn réði ef til ágreinings kæmi, en greinilegt er aö svo var ekki, ” sagöi Aki. Hann kvaöst vera ákaflega leiöur yf- ir ákvöröun Júlíusar og aö enginn ágreiningur annar heföi komið upp. Júlíus Rafnsson var í ööru sæti á hsta Sjálfstæðisflokksins. Við embætti hans tók Sveinn R. Eiríksson. -GSG. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR12. JtNÍ 1982. Ian Burden, lagahöfundur og svuntu- þeysaleikari Human League, brá sér í skoðunarferð til Vestmannaeyja í gær. Hann sést hér við komuna til Reykja- víkur, vopnaður myndavél en væntan- lega hafa honum gefizt myndefni í eyj- unum. í dag birtist DV opnuviðtal við meðlimi Human League. DV-mynd Ragnar Th. Gengissigið frá 1. júní: Dollar hefur hækkað um 2,3% Gengissig krónunnar heldur áfram. BandaríkjadoUar hefur síöan 1. júní hækkaö úr 10,852 krónum í 11.104 kr. eöa um 2,3 prósent. Aðrar myntir hafa margar breytzt lítiö gagnvart krónu. Pundiö hefur þessa 10 daga hækkaö gagnvart íslenzkri krónu um 0,45%, norsk króna um 0,9% og sænsk um 0,7%. Þýzka markið stendur nánast ó- breytt. Dönsk króna og svissneskur franki hafa lækkað gagnvart íslenzku krónunnium0,2%. -HH Bensín hækkar Samkvæmt heimildum sem bárust DV í gærkvöldi hækkar bensíniö í dag. Hver lítri hækkar um 1 krónu og 25 aura, eöa úr kr. 9,45 í 10,70. Ingiríður drottn ing væntanleg Hennar hátign Ingiríður drottning kemur í heimsókn til Islands 19. júní og dvelur hér sem gestur forseta Islands til 23. júní. Sólbaðsveður suðvestanlands Nokkuö góöar hkur eru á sólbaðs- veöri fyrir þá sem staddir veröa á suð- vesturhomi landsins um helgina; á svæðinu sunnan Breiöafjaröar og vest- an Mýrdalsjökuls. Þar má gera ráö fyrir að léttskýjaö verði og hlýtt. Bezta veöriö á landinu verður að öll- um líkindum í uppsveitum Borgar- f jaröar, Ámes- og Rangárvallasýslu. Norðanlands veröur hins vegar skýj- aö og fremur kalt en úrkomuhtið. Nánar er sagt f rá veörinu á bls. 47. -KMU. LOKI Meiríh/utínn í Kópavogi lýsti yfir fullum stuðningi við bæjarstjórann með því að reka hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.