Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVKUDAGUR 28. JULl 1982. Fimm stór innbrot í skartgripaverzlanir á þessu ári: „Þurfum að fara að víg- búast gegn þessarí Chicago-stemmningu” segir Sigurður Steinþórsson, formaður Félags íslenzkra gullsmiða „Það er ljóst að við þurfum að fara að vígbúast gegn þessari Chicago- stemmningu,” sagði Siguröur Stein- þórsson, formaður Félags islenzkra gullsmiða, er fréttamaöur DV ræddi viö hann vegna hinna tiðu innbrota i skartgripaverzlanir aö undanfömu. Sigurður sagði að stjórn félagsins myndi koma saman til fundar í dag til aö ræða hvernig hún ætti að bregð- ast við vegna þessarar þróunar. Hann sagði að á fundinum yrði vænt- anlega fyrst og fremst rætt um tryggingamál og nauðsynina á bætt- um þjófavamarkerf um. Greinilegur stigsmunur Sigurður sagði að það hefði alltaf verið vinsælt að brjótast inn í skart- gripaverzlanir. Áður hefðu þessi inn- brot yfirleitt verið framin af drukkn- um mönnum, sem brotið hefðu rúðu og síðan hlaupiö á brott og oftast náðst. Núna væri greinilegur stigs- munur orðinn á þessu og fimm stór innbrot sem virtust skipulögð hefðu verið f ramin á árinu. „Okkar fyrirtæki var alveg „nor- malt tryggt”, sagði Sigurður um verzlun sína, Gull & Silfur á Lauga- vegi, þar sem brotizt var inn 8. apríl sl. Hann sagði að í því tilfelli hefðu tryggingamar greitt efniskostnaðinn að mestu og væri stærsta tapið fólgið í sölutapi þ.e. að missa út úr veltunni nokkurra mánaöa framleiöslu. Aðspurður kannaðist Sigurður viö að tryggingafélögin væru oröin óró- leg vegna þessa máls og vegna þess að þjófavarnakerfi skartgripaverzl- ananna væm svo ófullnægjandi. Yröu þau mál rædd á stjómarfundin- umídag. Réttarkerf ið seinvirkt Hann sagði það gagnrýnivert að þeir menn sem handteknir hefðu verið vegna slíkra mála væm „settir beint í umferð aftur.” Réttarkerfið gengi of hægt. „Það er eins og þeir þurfi bara játningar til að vera ánægðir og það kannski hæpnar játn- ingar, ” sagði Sigurður aö lokum. Alls hafa fimm stór innbrot verið framin í skartgripaverzlunum á þessu ári. Brotizt var inn í verzlun Sigurðar, Gull & Silfur, þann 8. apríl og var skartgripum fyrir um 800 þús- und krónur stolið. Það er jafnframt eina innbrotiö sem tekizt hefur að upplýsa. Nítján ára gamall piltur játaði aö hafa verið þar að verki og fannst allt þýfið eftir að kunningi hans reyndi að smygla hluta þess til útlanda. Tvö innbrot hjá Kornelíusi Tvívegis hefur verið brotizt inn í Úra- og skartgripaverzlun Kome- líusar Jónssonar á Skólavörðustig. Fyrra innbrotið var í lok marz og var þá stolið fyrir um 150 þúsund kr. og síðan aftur í Iok síðustu viku er stoliö var f yrir nálægt 900 þúsund kr. Um helgina 10.—11. júlí var brotizt inn í Gullsmiðastofuna, Laugavegi 20b og skartgripum stolið fyrir um 400 þúsund krónur. Loks var brotizt inn í skartgripaverzlun Benedikts Guömundssonar að Laugavegi 11 um siöustu helgi og stoliö skartgripum fyrir um 100 þúsund krónur. Alls em þetta því fimm stór innbrot á árinu og verðmæti þýfsins nálægt 2,4 mill- jónir króna. Þar af er þýfi að verð- mæti nærri 1,6 milljónir kr. enn i höndum innbrotsþjófanna eða aö þeir hafa þegar komið þvi í verð. -GAJ. Or glugga Úra- og skartgripaverzlunar Komelíusar Jónssonar. Or þeirri verzlun hefur verið stoUð skartgripum fyrir um eina milljón í tveimur innbrotum. DV-mynd: S. Radarmálið: Nefndin skilaði áliti Nefnd sú, sem Steingrímur Her- mannsson skipaði til að kanna hugsan- legar lausnir á deilum um radarað- flugsstjórn í Reykjavík, skilaði áliti í fyrradag. Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu, kvaðst ekki geta skýrt frá efni skýrslunnar að svo stöddu. Og að óvíst væri hvert framhaldiðyrði. I nefndinni áttu sæti Halldór S. Kristjánsson, Haukur Hauksson og Guðmundur Matthíasson. Þremenn- ingarnir fóm á fund ráðherra í gær, ásamt flugmálastjóra. -GSG Helgihald á Þingvöllum Efnt verður til umfangsmeira helgi- halds á Þingvöllum en að vanda lætur dagana 31. júlí og 1. ágúst. Að þessu standa Þingvallaprestur og starfshóp- ur úr Grensáskirkju í Reykjavík. Sam- vistir hef jast inni á Leirum klukkan 14 á laugardag með ávarpi séra Heimis Steinssonar og söng undir stjóm Þor- valds Halldórssonar og sönghóps úr Grensáskirkju. Klukkan 15 verður farin gönguferð og skoðunarferð um söguslóðir og lagt upp frá Þingvalla- kirkju, klukkan 17.50 er tónlist á dag- skrá, en laugardegi lýkur með sam- komu og fjölbreyttri dagskrá klukkan hálf ellef u um kvöldið. A sunnudag verður messa á Leirum með nýrri tónlist sem sönghópurinn annast, Þingvallaprestur prédikar og lýkur messunni með altarisgöngu. Styrktarfélag SOGIMS Fjölskylduhátíð um verz/unar- mannahe/gina að Sogni — Ölfusi Hátíðin hefstki. 20.30 föstudag30. jú/í með dans/eik Fjolbreytt fjölskyldudagskrá fram á sunnudag kl. 14.00. FJÖLMENIMUM Þingmenn og ráðherrar skoðaðir: Gunnar greiðir hæstu skattana Alþingismenn og ráðherrar lenda i skattaskoðun DV í dag. Sem viö mátti búast sjást háar tölur. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra greiðir hæstu skatta einstakling- anna í úrtakinu. Guðmundur J. Guð- mundsson er hins vegar lægstur. Hann greiðir ekki nema um 15% af því sem Gunnargreiðir. Lesendur hljóta að taka eftir háum sköttum Guðrúnar Helgadóttur og Sverris Hermannssonar. Bæði eru hærri en ráðherramir Steingrímur og Svavar. Geir Hallgrímsson greiðir hæsta eignaskattinn. Albert Guðmundsson og Steingrímur Hermannsson virðast einnig eiga nokkuömiklar eignir. Meðalútsvar ráðherranna þriggja í úrtakinu er um 28.500 krónur. Sé sú tala framreiknuö til dagsins í dag og fundin út laun á mánuði fæst tala i kringum 45 þúsundkrónur. Meðalútsvar þingmanna, annarra en ráðherra, er um 20 þúsund krónur. Sú tala framreiknuð segir okkur að meðallaun þeirra séu yfir 30 þúsund krónur á mánuði. Það skal tekið fram aö hér er um skatta af tekjum ársins 1980 aö ræða. -KMU. Alþingismenn og ráöherrar tekjusk. eignarsk. útsvar skattar alls Albert Guðmundsson 92.763 7.552 29.890 151.797 Eiður Guðnason 33.268 1.582 14.990 54.337 Geir Hallgrímsson 70.453 14.576 24.100 112.793 Guðmundur J. Guömundsson 9.215 1.096 14.120 26.099 Guðmundur G. Þórarinsson 31.142 2.004 14.370 45.040 Guörún Helgadóttir 90.120 0 29.910 123.970 Gunnar Thoroddsen 123.785 3.257 39.900 173.498 Kjartan Jóhannsson 33.429 1.810 21.060 59.126 Ólafur G. Einarsson 30.025 294 14.320 45.453 Salóme Þorkelsdóttir 38.780 0 15.280 56.040 Steingrímur Hermannsson 71.621 5.779 23.120 101.459 Svavar Gestsson 48.050 0 22.770 71.617 Sverrir Hermannsson 76.867 3.898 27.080 111.009 Vilmundur Gylfason 34.818 0 16.630 52.046 I kvöld kiukkan 20.30 verður haldiö Olafsson landlæknir erindi, sem nefn- málþing í tengslum við sýningu, sem ist: „Hvers vegna lengist ’ævi Islend- nú stendur þar yfir í tilefni af ári aldr- inga svo mjög?” Mun landlæknir leita aðra. Á málþinginu flytur Olafui nýrra skýringa á því máli í erindi sinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.