Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 14
14, DV. MIDVIKUDAGUR 28. JOLl 1982. AD HUGSA FYRIR HINA - FORSJÁRSTEFNAN Aö undanfömu hefur veriö talsvert ritað og rætt um hin tíöu slys sem hent hafa mótorhjólaökumenn. Málshefjandi í umraeðunni, Ásmund- ur Brekkan yfirlæknir, lýsti í stuttri blaðagrein þeim hroöalegu afleiöing- um sem mörg þessara slysa hafa haft. Hann lýsti einnig hugmynd sem hann telur vera til úrbóta, þ.e. til aö fækka mótorhjólaslysum. Hann spyr hvort þaö sé skeröing á persónufrelsi að einfaldlega banna innflutning á mótorhjólum. Fleiri hafa oröiö til aö taka undir meö Ásmundi í þá veru, aö líklega sé réttast að bjarga lífi og limum þessara ólánsömu ungmenna með því að banna bifhjól. Ástæöan fyrir að þessi grein er skrifuð er sú aö ég tel þessa hug- mynd ekki aðeins slæma, heldur líka óskynsamlega og í hæsta máta órétt- láta. Hver er va/durínn aðhverju? Til aö byrja á byrjuninni er rétt aö tæpa á örlítilli hugsanaskekkju sem viröist hrjá menn varöandi þessi mál. Hver á sök á hver ju ? Þorbjörn Broddason segir í DV 21. júlí sl., þar sem hann vitnar í grein Einars Vaidimarssonar læknis: „Einar leggur fram töluleg gögn sem geta talist taka af öll tvímæli (fyrir þá sem þess þurfa með) um sérstakar hættur sem stafa af mótor- hjólum.” (HK. feitleitraöi). Þarna er sagt að hættan á slysi stafi af mótorhjólinu sjálfu. Er rétt að segja að hluturinn sjálfur sé hættulegur? Flöskur má nota til að slá fólk í höfuðið meö, en er það rétt aö álíta fiöskur hættulegar? Sam- kvæmt mínu viti er ekki rétt aö álíta hluti hættulega af því aö sumir menn eiga þaö til aö fara óvarlega meö þá. Mikli misskilningurinn er sá, aö þaö er ekki mótorhjólunum aö kenna aö slysin veröa, heldur fólkinu sem ekur þeim. Meö oröum Þorbjöms Brodda- sonar eru þaö ekki, „sérstakar hættur sem stafa af mótorhjólum” heldur stafar sérstök hætta af þeim ungu mönnum sem aka óvarlega eöa hættulega á mótorhjólum. Á að hengja marga fyrír fáa? Nú eru flestir, sem fjalla opinber- lega um þessi mál, sammála um, aö slysin hljótist af gáleysi ökumann- anna á bifhjólunum. Of hraöur akstur, verið aö reiða eða einhver önnur óaögætni. Þó ég sé ekki sam- mála svo einhliða túikun á málinu er mér ljóst aö þar er stór þáttur af svarinu. En þá er spurt: Hvaö um alla þá sem ekki lenda í slysum fyrir óaðgætni? Hvaö um alla þá sem eru varkárir og fylgja jafnan umferöar- reglum? Hvað um þá sem hafa jafn- vel atvinnu af mótorhjólaakstri og aldrei gera neinum mein, hvorki sjálfum sér né öörum? Er rétt aö banna þeim aö aka bifhjólum vegna hinna sem misnota þau? Eg held ekki, því þaö er skerðing á persónu- frelsi þeirra, sem aka bifhjólum eins og gert er ráö fyrir og þeir eru miklu fleiri. Skyit þessu mætti spyrja margra spuminga: Á aö banna áfengi vegna þei'rra sem misnota það? En tóbak? A aö banna kaffi vegna þeirra sem fara á sjúkrahús meö magasár vegna kaffiþambs? Eða sælgætisát vegna tannskemmda? Þessi dæmi eru að sjálfsögöu ekki eins alvarleg og þegar ökumaöur bifhjóls veröur örkumla eöa hreinlega lætur lífiö á svipstundu í slysi, en öll eiga þau við það, aö sumir misnota það sem aörir kunna aö fara með. Ein persóna velur aö breyta á ákveðinn hátt og uppsker samkvæmt því. Forsjáin Eflaust eru einhverjir til sem vildu hreiniega banna alla þessa hluti, telja öll þessi gæöi tóma vitleysu sem allir geta verið án. Til eru þeir, og eru margir, sem jafnan hafa ráöiö aö banna þegar eitthvaö óæskilegt skeöur. Nokkrir þeirra voru í borgar- stjórn Reykjavíkur og lokuöu heita læknum í Nauthólsvík þegar nokkrir drukknir óvitar fóm sér þar aö voöa á nóttunni, þrátt fyrir alla hina sem ekki geröu það, en höfðu þar frekar ánægju og skemmtan. Þessi tilhneiging er slæmur kvilli sem kallast stjómlyndi og er geysi- algengur á meöal stjórnmálamanna og ráöamanna ýmiskonar. Hann er lika algengur á meöal annarra. Kjallarinn Haraldur Kristjánsson Þessir ágætu menn sem eru þannig haldnir, ganga meö þá flugu í höföinu, að þeir séu hinir einu réttu til aö velja þaö sem hinum borgurun- um er fyrir bestu. Nú er ekki þar meö sagt aö þeir séu slæmir menn eöa illa innrættir. Fjarri því. Þeir einfaldlega trúa því að þeir séu aö gera rétt meö því aö hugsa fyrir hina og þeim verði þakkað þegar frá líöur. Þess vegna líður þeim skelfing vel í hjartanu þegar búiö er aö banna eitthvað sem gæti verið einhverjum óvitanum til baga. Óskynsam/egt — ómögu/egt Nú ætti fáum aö dyljast, aö mér þykir þessi tilhneiging manna eöa „sálarkvilli” skelfing slæmur og af- leiöingar boöanna og bannanna jafn- an óréttlátar. En þá er eftir aö nefna hversu þessi tilhneiging er óskyn- samleg. 1 þjóöfélagi okkar eru menn iöu- lega viö einhverjar athafnir sem koma þeim í koll. Þaö er endalaust hægt að nefna þá hluti sem fram- kvæmdir eru og menn súpa síöan seyðið af. Flestir læra síöan af reynslunni og brenna sig ekki áftur á sama hlutnum. Menn læra og þroskast af eigin reynslu og reynslu annarra. Meö því aö reyna sifellt að seilast inn í athafnir manna og segja þeim hvaö sé rétt og hvaö rangt, skynsamlegt og óskynsamlegt, er sífellt verið aö minnka möguleika þeirra á sjálfstæðu vali og almenn- um þroska. Þróunin er síöan sú, aö sjálfstæöi einstaklingsins glatast og hann veröur endanlega ánetjaöur „þeim sem hugsa”, — valdhöfunum. Fræðs/a er lausnin Engum manni getur dulist aö um- ræddur slysafaraldur, sem orðið hefur kveikjan aö öllum þessum skrifum er hræöilegt vandamál sem ráöa þarf bót á. Þaö á þó ekki að gera með skeröingu á persónufrelsi þeirra sem ekki skapa vandamálið, heldur meö því aö tala um fyrir hinum. Því er rétt að taka undir meö Einari Valdimarssyni lækni í greinarstúf hans í Morgunblaöinu fyrir skömmu þar sem hann telur það „eðlilega kröfu til viökomandi yfirvalda” (væntanlega umferöar- og fræðslu- yfirvalda) aö þau láti þessi mál til sín taka. Á sama hátt og þeir félagar í Slysavarnafélagi Islands telja aö áróöur um varúö viö siglingar á ám og vötnum hafi borið árangur hin síðari ár, ættu þeir Ásmundur Brekk- an yfirlæknir og Þorbjöm Broddason að velja sér þann göfuga málstaö aö brýna fyrir ungmennum þessa lands varúö í meöferö bifhjóla. Haraldur Kristjánsson. SAMTÖKIN 78 —athugasemd vegna viðtals í DV við Guðna Baldursson Formaöur Samtakanna 78 hefur undanfariö birt yfirlýsingar í nafni Samtakanna varöandi grein og myndir í timaritinu Samúel og sann- ast þar orö dr. Josephs Goebbels, áróðursmeistara Þriðja ríkisins, aö ef menn ætla að ljúga, sé best aö gera það rækilega. Margnefndar myndir í Samúel voru birtar meö fullu samþykki allra sem á þeim sjást, enda ekkert tiltökumál fýrir fólk með heilbrigða skynsemi. Svo ekkert sé undanskilið skal þó tekiö fram aö ein mynd er beinlínis birt í heimildarleysi, en það er mál sem formaður Samtakanna veit ekkert um og við freistumst til að segja að komi honum ekkert viö. Enginn hefur séö ástæöu til aö kvarta yfir þessum myndum nema formaöur Samtakanna og einn stjórnarmanna. Við því væri nú fátt að segja ef þau héldu sig viö sannleikann og segöu sem er, að þeim þyki Samúel vera „sorprit” og ekki „réttur vett- vangur” fyrir „baráttuna”. Meö því væru þau einungis aö opinbera sína eigin fordóma, þröngsýni og snobb, en a.m.k. ekki aö segja vísvitandi ósatt. Þau halda því fram í yfirlýsingum sinum, aö þeir sem ræddu viö Samúel séu nýliðar hjá Samtökunum og hafi umsvifalaust veriö reknir úr þeim. Því er til að svara, aö annar er eini stofnfélagi Samtakanna, sem Guöna Baldurssyni hefur ekki tekist að hrekja úr félaginu og hinn er sá stjórnarmaður, sem kosinn var á síöasta aðalfundi félagsins til aö sjá um skemmtanahald þess. Fréttin um brottreksturinn er hrein lygi. Til þess aö reka fólk úr félaginu þarf meira en eitt pennastrik. Samkvæmt félagslögum verður aö halda stjómarfund og gefa viðkomandi kost á að skýra málavexti. Það hefur ekki verið gert. Or því að fariö er aö telja upp lyg- arnar er lika viöeigandi að geta þess eina atriöis í yfirlýsingunni, sem satt er, aö annar mannanna hafi ekki komið á aöalfund Samtakanna. Kannski er þaö vamið og hallaaislegt að tilgreina ástæöuna, en þaö varpar kannski líka ljósi á þær hUöar mann- lífsins, sem Guöni Baldursson vill ekkert af vita. Ástæðan var sú að til hans hringdi maður í miöri mis- heppnaðri sjálfsmorðstilraun og baö hann aö hjálpa sér á Slysavarð- stofuna. Þetta er ekki tilraun til aö koma einhverri Florence-Night- ingale-gloríu á viökomandi, auövitað var þetta einskær tilviljun en kannski líka ábending um það, aö allt mannréttindakjaftæöi er lítils viröi á viö raunverulega hjálp til þeirra sem þurfa á henni aö halda og aö þaö fólk sem Samtökin 78 ættu aö ná til er fólk af holdi og blóöi en ekki bara einhver „minnihlutahópur” sem er viss prósentutala af þjóð- félaginu. Hverpassar í kerfið? Það er hægur vandi aö gleypa í sig nokkrar fræöibækur þjóöfélagsfræð- inga um kynvillu (svo maöur noti nú DV málfariö en ekki Samúels), setja sér svo reglur um þaö hvemig fyrirmyndarhommar eigi aö vera, (vera venjulegur í klæöaburöi og háttemi, taka þátt í pólitísku starfi o.s. frv.) og útiloka svo alla frá félagsstarfinu sem ekki passa í kerfið. Þannig hafa Samtökin 78 starfaö hingaö til. Þaö er skýringin á þessari' undarlegu þögn sem veriö hefur um félagiö. Tökum sem dæmi viðbrögð G.B. Við frétt DV um Spartacus Gay Guide: Auðvitað er það ekkert nema hræsni og yfirdrepsskapur aö segja aö „meginmarkmið félagsins sé aö veita upplýsingar og fræðslu um hvaðeina sem lýtur aö samkyn- hneigð” og láta svo eins og Spartacus (feröaleiöbeiningabók kynvillinga segir DV) sé eitthvað sið- spillt fyrirtæki sem græöi á aöstöðu þeirra sem veröa að fara í utanlands- ferðir til aö sinna áhugamálum sínum. Þetta er svo mikið mgl að maöur veit varla hvar til á aö taka. Vissulega er hægt að óska sér aö heimurinn væri ööruvísi, en þaö er nú einu sinni staðreynd aö hvar sem er í heiminum hittast hommar á vissum stööum. Þaö geta veriö kaffi- stofur, barir, næturklúbbar, gufu- böö, kvikmyndahús, almennings- klósett, skemmtigaröar og hverveit hvaö, m.a.s viss lína í neöanjaröar- lestinni í Madrid á vissum tímum er sögö vera full af skemmtilegu fólki.. . sem sagt hommamir láta enga hvít- flibbakarla segja sér að þama sé við- eigandi aö hittast og þama ekki. Nú er þaö svo að þaö er misjafn sauður í mörgu fé og þótt sumir homma- barir séu vel rekin menningarfyrir- bæri eru aörir þannig aö þaö er bein- línis hættulegt lífi og limum óreyndra feröalanga að hætta sér þar inn fyrir dyr. Spartacus er bara listi yfir þessa staði, með örstuttum upplýsingum um hvers konar fólk sæki staöinn, hvort vændi sé þar á ferðinni og síðast en ekki síst hvort staöurinn sé hættulegur. Útíaðaka? Þetta eru allt raunverulegir hlutir sem formaöur „baráttuhóps gegn fordómum og misrétti” telur kannski fyrir neðan sína viröingu aö ræöa um, en dylgjur um fjárplógs- starfsemi eru þó það síðasta sem ætti að láta frá sér fara. Þarna er sami hugsanagangurinn á feröinni og ráöiö hefur geröum formanns Sam- takanna 78 frá stofnun þeirra. Koma ekki nálægt neinu sem hugsanlega gæti hneykslaö einhvern, útiloka raunveruleikann ef hann passar ekki í kerfið og koma svo meö dylgjur um siöleysi og glæpastarfsemi. Aldrei hefur þaö samt komið jafn berlega i ljós og í viðtali DV viö Guöna Baldursson í sunnudagsblaöinu 17.7 sl. Þar byrjar hann á aö skjóta sér undan því aö svara hve margir séu í Samtökunum. Auðvitað veit hann það, en þar sem félagsgjöld eru greidd á hálfs árs fresti og enginn félagsfundur hefur veriö haldinn frá síðasta aöalfundi kveinkar hann sér bara viö aö segja sannleikann, aö þaö séu kannski bara fjórir eöa fimm. Viö því er kannski ekkert aö segja en svo berst talið aö aðalefni viötalsins, myndunum og greininni í Samúel, þessari óhæfu aö fólk skuli leyfa sér aö minnast á homma og lesbíur án alls misréttisgaspurs og harmakveins, og þá tyggur hann upp sömu ósannindaþvæluna sem vikið er aö hér aö framan. Að myndimar hafi verið birtar í heimildarleysi, sem er ósatt, aö viðkomandi menn hafi ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið, sem er ósatt, og aö þeim hafi veriö vikiö úr félaginu, semerósatt. Þó kastar tólfunum þegar talið berst að Hótel Vík. Maöurinn hefur talent til að skrifa kriminalróman. Máliö er einfaldlega það, aö þegar deildarstjórinn á Hagstofunni sá fram á þaö aö hann yrði aö um- gangast hommana í bænum dags- daglega og litla, huggulega mann- réttindafélagið hans yröi dregið upp úr skrifborösskúffunni á Flyðru- granda og allt mannréttindagasprið reynt í bláköldum veruleikanum, þá hljóp hann bara í baklás, þaö var ein- faldlega ekki hægt. Kannski er þaö 1 ósköp mannlegt. Kannski er það líka ósköp mann- legt að geta ekki viðurkennt það. En þaö er ekki mannlegt að þykjast berjast fyrir réttindum fólks og rægja þaö svo meö öllum tiltækum ráðum. Ef þaö er rétt, sem Guöni Baldursson heldur fram í viötalinu viö Dagblaöið og Vísi, að tuttugu til þrjátíu þúsund manns á íslandi séu hómósexúal, (maður veröur nú aö treysta Hagstofunni til að fara rétt með tölur), og ættu þar með erindi til Samtakanna 78 á einn eöa annan hátt, hvemig í ósköpunum ættu þá aðalstöövar Samtakanna 78 aö veita meira „skjól fyrir afskiptum yfir- valda af innflutningi og dreifingu fíkniefna” en biðskýliö á Hlemmi? Þótt hann hafi heyrt einhverjar kjaftasögur um eitthvert fólk, sem einhvemtíma hafi búiö á Hótel Vík og sé meö þaö á heilanum aö „þetta bara fylgi húsinu” þá hljóta aö vera einhver takmörk fyrir því sem fólk getur látið út úr sér í fjölmiðlum. Nema hann sé að drótta einhverju að Kvennaframboöinu? Einhvem veginn tekst sumu fólki alltaf að hafa endaskipti á hlutunum og Guöni Baldursson er þar algjör meistari. Meira aö segja á sínu sérsviði, for- dómunum gegn hommum og lesbíum, tekst honum að snúa hlut- unumviö. Yfirleitt er þaö kenning þeirra, sem nennt hafa aö hugsa um þessi mál aö fólk almennt eigi auöveldara meö aö sýna þessu fyrirbæri umburöarlyndi úr f jarska, ef svo má segja, þaö ristir þá kannski ekki dýpra en svo að það sem ekki káfar á þeim komi þeim ekki viö, eða bless- aðir mennirnir, ætli þeir megi ekki ráöa því sjálfir hvað þeir gera. Hins- vegar veitist fólki erfiöara aö sætta sig viö þaö, að kærasti dótturinnar skilji viö hana og fari aö búa með manni. Kannski er þetta dálitið hliö- stætt viö það aö fólk er kannski til í aö viöurkenna alkóhólisma sem sjúkdóm en telur manninn í næsta húsi bara vera fyllibyttu. Guöni Baldursson í Dagblaðinu og Vísi: ,,En fordómarnir bitna ekki aöallega á viökomandi einstaklingum, heldur beinast þeir öllu heldur aö hómó- sexúal hneigö sem slíkri. . . ”Gæti þaö veriö aö einhver sé bara hrein- legaútiaöaka? Guömundur Sveinbjörnsson, Veturliði Guðnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.