Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. JCLl 1982.
11
VIÐTALIÐ:
Sigraði aðstoðarmann Kortsnojs „tvöfalt”:
„ÉG SPÁIKYNSLÓDA-
SKIPTUM í SKÁKINNI”
segirMargeir
Pétursson sem
náði glæsi-
legum árangri í
landskeppni
gegn Bretum
á dögunum
„Ég átti aö sjálfsögðu ekki von á
svona góðum árangri. Eg hefði verið
ánægður með 1—1,” sagði Margeir
Pétursson skákmaður í stuttu spjalli
við blaðamann DV. Tilefni viðtalsins
var hinn glæsilegi árangur Margeirs
í landskeppni viö Breta á dögunum.
Margeir tefldi þar á 3. borði fyrir Is-
lands hönd á móti hinum kunna stór-
meistara Stean, fyrrverandi aðstoð-
armanni Viktors Kortsnojs. Margeir
gerði sér lítið fyrir og vann tvöfaldan
siguráStean,2—0.
,,Skákirnar voru báðar frekar
skemmtilegar,” sagði Margeir. „Eg
hafði hvítt í fyrri skákinni og fór var-
lega í sakirnar. Hann tefldi frekar
nýstárlega. I örlítið betri stöðu fór
hann að reyna að vinna peð sem
hann mátti ekki taka en varð síðan
að taka. Við það lenti hann í slæmri
stöðu og eftir að mér haföi tekizt aö
einfalda taflið var ég kominn með
unnið endatafl,” sagði Margeir.
„Fann þvingaða leið"
Stórmeistarinn Stean ætlaöi sér að
sjálfsögðu að ná fram hefndum i síð-
ari skákinni. Margeir valdi því ró-
lega byrjun sem hann þekkir vel.
,Stean taldi sig vera með betri stöðu
þegar skákin var í jafnvægi og hélt
áfram sinni áætlun að sækja,” sagði
Margeir sem síðan kvaðst hafa
fundiö þvingaða tíu leikja leiö sem
leiddi til vinnings. ,,Það voru
skemmtileg umskipti í þessari skák,
róleg barátta sem leiddi yfir í sókn,”
sagði Margeir.
Þrátt fyrir hina ágætu frammi-
stöðu Margeirs fór hin öfluga brezka
skáksveit með sigur af hólmi með
minnsta mun 8,5—7,5.
Lagði Larsen að velli
Aðspurður um hver væri sterkasti
skákmaðurinn sem hann hefði lagt
aö velli til þessa sagði Margeir að
það væri danski stórmeistarinn Bent
Larsen. „Vandamálið er að við, ungu
skákmennimir hér heima, Jón L.,
Helgi, Jóhann og ég, fáum ekki svo
mörg tækifæri til aö keppa viö þessa
frægukalla.”
Margeir sagði að sveitin sem Is-
lendingar tefldu fram gegn Bretum
væri undir eðlilegum kringum-
stæðum langsterkasta sveit sem Is-
lendingar ættu. „Þeir sem eru í
keppnisæfingu stóðu líka vel fyrir
sínu. Friðrik og Ingi R. hafa hins
vegar ekki teflt töluvert lengi og eru
því ekki í alvöru þjálfun og það sagði
til sín,” sagðiMargeir.
Aðspurður um möguleikana á
góðum árangri islenzku sveitarinnar
á Olympíumótinu í haust sagði
Margeir að ljóst væri orðiö að Friðrik
yrði ekki með þar „vegna framboðs-
málanna”. Sagði Margeir að það
væri náttúrlega missir fyrir sveitina
þegar Friðrik væri í fullri æfingu.
Hann benti hins vegar á að ungu
mennimir fjórir sem mest tefldu
fyrir Island á síðasta Olympíumóti,
þ.e. Helgi, Jón L., Jóhann og
Margeir, ásamt stórmeistaranum
GuðmundiSigurjónssyni, semmyndi
tefla með sveitinni í haust, hefðu
fengið 7 vinninga gegn 3 á sínum
borðum gegn Bretum. „Þetta hlut-
fall er auðvitað gott veganesti,”
sagðiMargeir.
Byrjaði sex ára gamall
Margeir byrjaði að tefla sex ára
gamall í Vogaskóla. Eftir heims-
meistaraeinvígi þeirra Fisdiers og
Spasskís, í Reykjavík 1972, jókst
áhugi hans mjög á skákinni og vakti
hann fyrst athygli er hann varð ungl-
ingameistari Reykjavíkur 1973.
Hann tefldi í landsliðsflokki árið
1975, þá aðeins 15 ára gamall, og
Margeir Pétursson: Fáum ekki ncg tæklfæri til að keppa við hina frægu.
DV-mynd Þó. G.
varð efstur ásamt þremur öðrum og
ef honum hefði tekizt að vinna þar
sigur einn hefði hann orðið lang-
yngsti Islandsmeistari í skák. Svo
fór þó ekki því Bjöm Þorsteinsson
sigraði í úrshtakeppninni.
,^Eftir Reykjavíkurmótið 1978, þar
sem ég vann Larsen, komst ég í
mikið stuð og tókst þá á skömmum
tíma að tryggja mér alþjóðlegan titil
á þremur mótum og varð síðasti al-
þjóðameistarinn sem Max Euwe út-
skrifaði.”
Margeir stundar nú nám í laga-
deild Háskóla Islands og hefur því
minni tíma en áður fyrir skákina.
Hann var spurður hvort hann stefndi
ekki að stórmeistaratitli. „Auðvitað
verður maður aUtaf að hafa eitthvert
markmið en ég er nú fyrst og fremst
að þessu vegna ánægjunnar. Eg er
t.d. lítið að pæla í atvinnumennsku á
næstunni.”
Kynslóðaskipti í skákinni
Aðspurður um hverja hann teldi
líklegasta tU að komast áfram úr
áskorendaeinvígjunum, en eitt
þeirra er nú hafið, sagði Margeir að
hann teldi þá Tukmakov og Ribli Uk-
legasta til að komast áfram úr mót-
inu sem nú stendur yfir í Las
Palmas. „Eg spái því að það verði nú
kynslóðaskipti í skákinni, að margir
af þessum gömlu eins og Petrosjan,
Spasskí og jafnvel Polugaevskí faUi
út en nýir menn eins og RibU,
Timman og Tukmakov taki við.”
Margeir kvaðst spá því að hinn
ungi sovézki stórmeistari Kasparov
yrði næsti áskorandi Karpovs um
heimsmeistaratitilinn en bætti því
við að Timman og Svunn Anderson
gætu veitt honum mikla keppni ef
þeir kæmust áfram úr mUUsvæða-
mótunum. -GAJ.
Fjölritum
sam-
dsegurs
Saekjum
sendum
FJOLRITUN
LJÓSRITUN
VÉLHITUN
250
Eigum á lager sérhannaðar grjót-
grindur á yfir 50 tegundir
SÉRHÆFÐIRIFIAT 0G CITROEN VIOGERDUM
BIFREIÐA UflVERKSTÆÐIÐ
SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI7 78 40 knastás
Toyota Carina GrandLux.
sfálfsklptur, Arg. '81. aklnn 23.000
km, dökkblár.
Verð: 128.000.
Toyota Cress/da
statíon, árg. 78. s/átfsk.. akinn
76.000km.
Verðkr. 95.000.
■
Toyota Corona Mark II
árg. 77. ekinn 70.000km, grænn.
Verðkr. 70.000.
Toyota Corolla KE—30
árg. 78, ekinn 74.000 km, grár-
sanseraður.
Verðkr. 68.000.
Toyota Cressida
árg. 80, ekinn 60.000 km, Ijós-
grænn.
Verðkr. 118.000.
Toyota Cressida
statíon árg. 78, ekinn 43.000km.
Verðkr. 88.000.
Toyota Corona Mark II,
árg. 77, ekinn 70.000km.
Verðkr. 70.000.
Datsun220 C dísi/,
árg. 79. ekinn 137.000km, blár.
Verðkr. 90.000.
(Lakk þarfnast viðgerðat.
Toyota Cressida,
4 dyra, árg. 78, blár.
Verðkr. 87.000.
Toyota Crown
supar Saloon, árg. 80. ekinn
14.000 km, silfur-sanseraöur, 6
cyl., bein innspýtíng, rafmagns-
rúður/læsingar.
Verðkr. 220.000.
Ford Bronco
árg. 74, gulur, 8 cyl., upptekin
vál. öll bretti ný. Verð ca 100.000.
Skipti möguieg á ódýrari.
Einnig:
Datsun 200
árg. 78, ekinn 64.000 km.
Verðkr. 8S.000.
(Skipti möguleg á ódýrari).
@TOÝOTA SALUMNN
OPIÐ ALLA LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5.
Nýbýlavegi 8, sími 44144.'