Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. JOLI1982. Spurningin Ætlarðu að taka þátt í ann- arri umferðinni í Heima- bingói DV og Sjálfsbjargar sem hefst 9. ágúst nk. niugi Eysteinsson verkamaður: Veit þaö ekki. Stunda það mjög litiö að spila í bingóum. Og aldrei veriö svo heppinn að vinna. Nei, tók ekki þátt í fyrstu um- ferðinni. Sveinn Jóhannsson pípulagningamaö- ur: Það getur vel verið. Spila mjög litið í bingóum en þó kemur það fyrir. Aldrei verið svo heppinn að vinna. Bragi Þorsteinsson verkfræðingur: Ja, ég hef nú bara ekki heyrt um þetta bingó fyrr. Og reikna ekki með að taka þátt í því. Spila aldrei í bingóum. Steinn Karlsson lögregluþjónn: Nei, það ætla ég ekki. Hef ekki tíma. Starfs- ins vegna er ég á flækingi úti á landi og sé því ekki DV nógu reglulega til að taka þátt í leiknum. Guðmundur Arason verkamaður: Reikna ekki með því. Konan tók þátt í fyrstu umferðinni og hafði mjög gaman af. Reyndar hefur hún mjög gaman af að spila í bingóum. Sjálfum finnst mér þetta ekki eins spennandi. Guðgeir Jónsson iþróttakennari: Nei, það ætla ég ekki að gera. Spila nefni- lega aldrei í bingóum og hef aldrei gert. Lesendur Lesendur Lesendur Hjólreiöamenn borgí tryggingar? Jóhanna Ragnarsdóttir hringdi: Mig langar til að segja frá óskemmtilegri reynslu er ég varð fyrir nýlega. Umrætt atvik henti mig á Hverfis- götu. Var ég að ganga út á götuna þegar hjólareiöamaður kom á miklum hraöa og hjólaði mig niður. Míu-ðist ég illa og auk þess eyðilögðust buxumar mínar. Þrátt fyrir að hjólreiöamaður- inn hefði hjólað mig niður þá hug- kvæmdist honum ekki að athuga hvort ég hefði meitt mig, heldur hjólaði hann áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Eg vil því spyrja þá sem um þessi mál fjalla hvað ég geti gert frekar vegna þessa atviks. Hverjir bera til dæmis ábyrgðina? Og hvernig er með tryggingarnar? Er fólk tryggt fyrir áföllum sem þaö hlýtur af völdum hjól- reiðafólks? Spurt er hvort fólk sé tryggt fyrir áföllum, sem það hlýtur af völdum hjólreiðafólks. Athugasemd við auglýsingu Olafur Guðmundsson skrifar fyrir hönd Vídeós-ports sf. Við hjá Vídeó-sport sf. viljum gera athugasemd við auglýsingu er birtist á bis. 9 í DV þann 23. júlí síðastliðinn. I auglýsingunni er farið með alrangt mál. Er þar sagt á ákaflega áberandi hátt að auglýsandinn, sem er vídeó- leiga, sé sú eina með kvöldþjónustu. Vídeó-sport sf. hefur nú haft opið í um átta mánuði. Og frá upphafi hefur verið opiö til klukkan 23.00 alla daga vikunnar. Finnst okkur því fyrmefnd auglýsing í meira lagi ósmekkleg. Ennfremur bendum við fólki á að lesa smáauglýsingar DV um vídeó- leigur. Þar kemur glöggt fram að þær eru margar opnar á kvöldin. Vonandi sjá forráðamenn þessarar vídeóleigu sóma sinn í því að breyta auglýsing- unni og fara þar með rétt mál. Þankabrot um þingmann Sunnlendingur skrífar: Þingmaðurinn Eggert Haukdal rit- aöi Gunnari Thoroddsen forsætisráð- herra nýlega bréf. Þar tjáði hann, að sökum hræöslu sinnar viö Rússa gæti brugðið tíl beggja vona um stuðning sinn við rikisstjómina. Hann mun þó hafa látið í það skína, að ögn kynni að rjátlast af honum Rússahræðslan fengi hann nokkrar kringlóttar úr lands- sjóðskassanum. Yröi þá kannski ekki með öllu vonlaust um stuðning sinn við stjórnarskömmina enn um sinn. Ef af slíkri stuðningsframlengingu yrði, er líklegt aö hún geti í bezta falli enzt út hundadagana. Garnagaul í landssjóðskassa Ragnari Amalds er meinilla við þessi síendurteknu upphlaup þing- mannsins og skyndiárásir hans á landssjóöskassann utan fjárlaga. Hefur Arnaldsinn gefið í skyn aö kass- inn sé nær tómur og litið annað úr honum aö hafa en garnagaul og önnur aðskiljanleg hljóð sem lítt heyrast á al- mannafæri. Fyrir skömmu skrifaði Vilmundur Gylfason grein í DV þar sem hann ger- ir Rússabréfiö og upphlaup Eggerts þingmanns að umræðuefni. Segir Vilmundur aö upphlaup þessi hafi átt sér stað um þaö bil mánaðarlega, og telur litt séö f yrir enda þeirra. Losa sig við Bergþórshvolskross Vafalítið væri skársti kostur ríkis- stjómarinnar að segja af sér og losa sig þar meö við þennan Bergþórshvols- kross sem hún hefur borið með kristi- legri þolinmæði siöan á Agötumessu 1980. Það er hvort eð er tiltölulega skammt til loka kjörtimabilsins og sú stjóm sem við tæki yrði vafalaust sami grautur í sömu skál og nú er, án tillits til flokksheita, svo þetta breytir í sjálfu sér engu. Næsta ríkisstjóm mun ekki leggja i það tvísýna fyrirtæki að byggja tilveru sína á stuðningi Eggerts, þar sem það hefur rækilega sýnt sig hvaö hann hefur verið anzi slæmur af „þessu mánaöarlega” á yfirstandandi kjör- tímabili.ogkvillinnánefaorðinnkrón- \ ískur. Líklegt að sagan frá 1979 endurtaki sig Það er kannski óþarft að vera með bollaleggingar um þessa hluti því engin vissa er fyrir að Eggert verði þingmaður eftir næstu kosningar. Fyrir kosningamar næstu er mjög trú- legt að sagan f rá 1979 endurtaki sig eða að um rifrildi og togstreitu um efstu sætin á lista sjálfstæðismanna í Suður- landskjördæmi verði að ræða. Brott- hlaup Eggerts 1979 bætir ekki aðstöðu hans í þeim slag. Og fái hann ekki það sæti sem hann vill, hleypur hann enn, og fer í „einkaframboð” sem yrði æði tvisýnt. Við siðustu kosningar fékk Eggert talsverðan slæðing af fylgi frá óánægðum kjósendum úr Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi og Framsókn, en það fylgi er honum nú að mestu tapað. Heima í héraði hafa margir andstæð- ingar Eggerts stutt óviljandi við bak hans með yfirdrifnum og klaufalegum áróðri gegn honum, en ekki mun það gera þann herslumun sem nægja myndi til að fleyta honum inn á hið „háa” Alþingi i næstu kosningum. En þó er fátt sem fortaka má í þessu efni ef hörðustu andstæðingar Eggerts set ja stóraukinn damp á katlana þegar nær dregur kosningum. „Hann mnn þó hafa látið i það skina að ögn kynnl að rjátlast af honnm Rússahræðslan fengi hann nokkrar krlnglótt- ar úr landssjóðskassanum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.