Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. JOL! 1982. Svart útlit í byggingamálum Akureyringa: 400 manns geta átt von á uppsögnum En af hverju á Akureyri f rekar en annars staðar? „Því er ekki aö neita aö viö sjáum fram á flótta byggingamanna héðan frá Akureyri. Þaö eru engin töfraráð til við þeim vanda, sem upp er kominn. Eg óttast mest aö þetta sé aöeins byrjunin, aö fleira fylgi á eftir,” sagöi Jóns Sigurösson, for- maöur atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar, í samtali viö DV. Eins og fram hefur komiö er mikið atvinnuleysi yfirvofandi meö haust- inu í byggingariðnaöi á Akureyri. Nefndar hafa veriö tölur um 400—430 manns sem eigi á hættu aö missa at- vinnu. Uppsagnir eru þegar hafnar og virðast múrarar vera fyrstir á lista. Hópur trésmiöa er nú búinn aö fá uppsagnarbréf og alit útlit fyrir aö þaö sama blasi viö málurum, pípulagningamönnum og öðrum sem við byggingariönaöinn starfa. Þetta er afleiöing mikils samdráttar í byggingu íbúöarhúsnæöis og fjár- skorts til framkvæmda á vegumhins opinbera. Þeim opinberu verkefnum sem á dagskrá eru, veröur lokiö meö haustinu og engir peningar hafa fengizt enn til að halda áfram viö næstu áfanga þeirra. En hvaö hefur gerzt? Hefur Akureyri gleymzt? Er markaöurinn tæmdur? „Nei, Akureyri hefur í sjálfu sér ekki gleymzt, heldur er þaö iðnaöurinn. Þaö er engu líkara en menn hafi almennt ekki trúað því hversu slæm staöa iönfyrirtækja er í raun og veru. Og þar sem Akureyri byggir sitt atvinnulíf aö langmest- um hluta á iönaði, meira en nokkurt annaö bæjarfélag, hljóta afleiöing- arnar aö koma fram hér fyrst. Þaö má bjarga einhverju með því aö kreista út fjármagn til frekari opinberra framkvæmda, en til aö snúa þessari þróun viö þarf fyrst og fremst aö skapa þeim stóru og öflugu fyrirtækjum, sem hér starfa, viðun- andi rekstrarskilyröi, gefa þeim möguleika á aö f járfesta,” sagöi Jón. Illa haldið á spilunum „Þaö hefur veriö ákaflega illa haldiö á spilunum af þeim, sem sjá eiga um að útvega fjármagn til framkvæmda og uppbyggingar hér,” sagöi Höröur Túliníus hjá Hýbýli, einu stærsta byggingafyrirtæki bæjarins. „Þetta er þróun sem ekki veröur breytt í einu vetf angi og því er maður frekar svartsýtm. Viö sjáum fram á algjöra ládeyöu meö haustinu, en reynum þó aö klóra í bakkann. Höfum jafnvel reynt aö bjóða í verkefni austur á f jöröum og í Reykjavik. En þaö sjá allir aö viö stöndum illa aö vígi í samkeppni viö fyrirtæki á þessum stööum.” Hjá Híbýli eru milli 50 og 60 manns i vinnu og má reikna meö aö um helmingi þeirra veröi sagt upp nú um mánaðamótin. Svipaö hljóö var í Aöalgeiri Finns- syni byggingameistara. „Eg er þeg- ar búinn aö segja upp 23 smiðum.” Hjá honum starfa alls um 70 manns. „Þaö hefur veriö mjög dauft yfir þeim sem eiga aö reka erindi okkar hjá fjárveitingavaldinu. Þeir hafa veriö linir aö berjast,” sagði Aöalgeir. Svartara en '68? „Ég man ekki eftir eins slæmum horfum frá því aö ég kom hingaö 1959,” sagöi Marinó Jónsson, for- maður Meistarafélags bygginga- manna á Norðurlandi. Þaö hafa oft komið slæmir tímar eins og ’68-’69, þegar iönaðarmenn fluttu í hópum til Svíþjóðar og Ástralíu en alltaf var einhver von. Það sem hér vantar er aukin atvinna almennt. Stöönunin viröist alger, íbúöir eru hættar aö seljast, nema þá í verkamannabú- stöðum. Og lítilla fanga er að leita hér í nágrannabyggöarlögum.” Togarar og sykurmolar „Þetta ástand sem nú vofir yfir á Akureyri er afleiöing af rangri stefnu í atvinnumálum um langan tíma. Því veröur ekki kippt í lag meö einu pennastriki eða einum togara, eins og gert var á Þórshöfn. Nema þingmenn leggist á eitt aö kreista út eina sykurmolaverksmiðju eöa svo,” sagöi Lárus Jónsson þingmaöur. „Eg vísa því alfariö á bug aö ekki hafi veriö bent á hvaö væri aö gerast. Þaö er löngu ljóst aö fjárfesting hefur veriö beint inn á alrangar brautir í landinu, iönaöarfyrirtæki hafa ekki fengiö sinn skerf. Og þaö er skammvinn lausn, sem bara bjarg- ar fáum, að veita meira fé til opinberra framkvæmda hér. Aöra björgun sé ég þó ekki í bili. Ríkissjóður ekki tómur „Við erum nógu harðir, þing- mennirnir,” sagöi Stefán Jónsson. „Eg held aö myndin sé máluö töluvert svartari en hún er, eins og alltaf þegar beöið er um peninga. Fjöldi byggingamanna á Akureyri hefur eins og í Reykjavík miöast viö mjög hraöa uppbyggingu. Það er erfiöara aö byggja nú en áöur og þaö breytist ekkert fyrr en meö nýrri húsnæöislöggjöf. Einnig hefur sam- dráttur í opinberum framkvæmdum veriö mikiÚ á Akureyri á sama tima og ofþensla er í Reykjavík. Hér veröur aö grípa til hendinni meö aðstoð frá því opinbera. Mér skilst aö ríkissjóður sé ekki tómur núna. ” Flúiðtil ReykjavNcur? Á sama tíma og svo voveiflega horfir í atvinnumálum þeirra Akur- eyringa, er aö sögn kunnugra slegizt um iönaöarmenn í Reykjavík. Er þaö þá oftast sá sem hæst býöur er þjónustuna fær. En er raunhæft aö flýja til Reykjavíkur? „Þaö er yfirdrifiö að gera hjá okkur í dag og geysimikil spenna í byggingariðnaði, eins og reyndar hefur verið tvö síðastliðin ár,” sagði Kristinn Kristinsson, form. Meist- arafélags húsasmiða í Reykjavík. „Við gætum auðveldlega tekiö viö hópi Akureyringa til vinnu í dag. Hvaö gerist þegar líða tekur á haust- iö og veturinn, þori ég ekki að spá um. Ég er þó ekkert alltof bjartsýnn, miöaö viö þann samdrátt sem ríkir almennt í landinu í dag. ” „Annars finnst mér að þetta á- stand á Akureyri þurfi engum aö koma á óvart. Þarna hefur veriö mikið framboö á lóöum og geysiöflug og fullkomin byggingafýrirtæki risið. Þau eru einfaldlega búin að metta markaðinn. Eg veit ekki yfir hvaöa fólk þeir hafa veriö aö byggja þarna undanfarin ár.” >JB. Mikið atvinnuleysi í byggingariðnaöi er yfirvofandi á Akureyri með haustinu. Menn óttast að það sé aðeins byrjunin á öðru verra. 1 Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Loftf imleikar græningja Hermann Jónasson var mikill glímukappi eins og menn muna. Sagt er að hann hafi jafnvel tekið menn glimutökum á fundum þá er honum þótti seint ganga að ná samkomu- lagi. Steingrimur sonur hans hefur ekki náö neinum viðlika tökum á glímunni og er það miður. Annars hefði honiun kannski tekist að fá Ragnar og Svavar til að fallast á nið- urtaininguna margumtöluðu með þvi að leggja þá klofbragði á einhverjum þrasfundinum i rikisstjórninni. Þeir fundir viröast hins vegar ganga út á það eitt að leggja á ráöin um hvernig megi enn hanga við völd án þess að gera nokkurn skapaðan hlut tii að ráöa fram úr vandamálum líðandi stundar. Það væri til of mikils mælst að fara fram á framtíðarplön. Þótt Steingrimur Hermannsson hafi ekki lagt fyrir sig glímu hefur hann stundaö loftfimleika og færist nú allur i aukana í þeim efnum. Til- þrifin eru hins vegar slík, að enginn sem borfir á lætur sig dreyma um að ráðherrann sleppi við brotlendingu. Slikt skiptir i sjálfu sér ekki máli nema vegna þess, aö ekki er annað! fyrirsjáanlegt en ýmsir beri skaöaj af þessum tilburðum Steingríms. Ráðherrann hirðir nefnilega ekki um að koma upp öryggisneti milli sin og almennings. Þeir fá því skellinn sem síst eiga það skilið. Menn setti hljóða er Steingrimur Hermannsson tilkynnti að hann hefði einhliða ákveðið að svipta Flugleiðir leyfi til að fljúga áætlunarflug til Amsterdam og Diisseldorf og að Arn- arflug skyldi eitt sitja að þessum leiðum. Röksemdir ráðherrans um að þetta væri gert til að koma í veg fyrir samkeppni eru slíkt bull að menn göptu. Dómgreind almennings er ekki svo slök, að hægt sé að bjéða fólki upp á slikt. Því hver kom þess- ari samkeppni á? Enginn annar en Steingrimur Hermannsson. Daginn eftir að samkeppni er talin nauðsyn- leg er hún orðin hættuleg! Hins vegar er það deginum ljósara að það eru ekki hagsmunir almenn- ings að hér séu starfandi mörg áætl- unarflugfélög. Mönnum er nokkj sama hvort flugvél er máiuð i græn- um Framsóknarlit eða bláum einka- framtakslit þá flogið er milli landa. Aðalatriðið er að ferðatíðni fullnægi markaðinum og að þjónusta sé góð. Síðast en ekki sist verða fargjöld að vera eins lág og unnt er hverju sinni. Nú er komlð á daginn að samkeppnin má ekki hafa nein áhrif á fargjöldin. Og hvað stendur þá eftir? Jú, valið milli bláa iitsins og þess græna. Til þess að koma Framsóknarlitnum í loftið er ekki hikað við að svipta Flugleiðir umtalsverðum tekjum með því að sparka þeim burt af leið-. um er félagið hafði óður. Nú vita ailir að flugfélög verða ekki rekln af viti nema hægt sé að tryggja lágmarksnýtingu á mann- skap og tækjum. Flugleyfi Amar- flugs til tveggja eða þriggja borga nægir ekki til að halda félaginu á floti, jafnvcl þótt flugvélakosturinn hætti að tærast upp. Og félagiö er með tugmilljóna skuldabagga á bak- inu síðan það bjargaði kraftaverka- mannlnum frá gjaldþroti. Það verö- ur ekki veifað neinum gróða á næsta aðalfundi Amarflugs og hvað gerir Steingrímur þá? Verður bágur fjár- hagur tveggja flugf élaga til að lækka fargjöldin og hver græðir á því að hafa tvö veikburða flugfélag í stað þess að efla eitt sem ríkið á f jórðung í? Ekki þýðir að kalla þessar spum- ingar upp til Steingríms Hermanns- sonar þar sem hann hangir uppi í köðlunum, löngu búlnn að missa allt jarðsamband. Eins og bent var á í ritstjómar- grein þessa blaðs fyrir nokkru er það skaðl, að menn erlendis skuli al- mennt ekki vita af gjörðum Stein- grims Hermannssonar. Hins vegar getur varla orðið löng bið á því, að erlend stórblöð fái fregnir af þeirri sérstöku flugmálastefnu sem hér hefur verið tekin upp. En hún er aðallega fólgin í því að vilja veita Flugleiðum aðstoð með annarri hendi en reka rýting í bak félagsins með hinni. Allt undir yfirskini þjóð- arhags aö s jálfsögðu. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.