Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Page 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR18. AGUST1982.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Flestir vilja tín-
an garö en fáir
nenna að vinna
Limgerði má klippa til allt sumarið
ef vill, en hægvaxin limgerði eins og
birki og fjallarifs nægir að klippa einu
sinni eða tvisvar yfir sumartímann.
Smámsaman vilja limgerðin vaxa úr
sér og verða gisin neðst. Þá er hægt að
yngja þau upp með því að klippa alveg
inn að gömlum viði. Limgerði á helzt
að klippa þannig að það mjókki upp þvi
að þá fá neðri greinarnar næga birtu.
Til að draga ekki úr vextinum er
öruggast að klippa aðeins aðra hlið
limgerðis í einu, en hina hliöina ári
síöar.
Stofntré ber að forma strax á unga
aldri, en ekki fyrr en þau eru komin í
dvala á haustin. Þegar greinar eru
klipptar af skal gæta þess aö ekki veröi
eftir stubbar, því að í þá sækja sveppir
Trén bundin upp
Uppbinding á trjám er mikilvægur
liður í garðvinnu. Séu trén 1—2 metra
há þá þarfnast þau stuönings í nokkur
ár. Þá eru réttar uppbindingar
nauðsynlegar. Bandspotti sem notaöur
hefur veriö við uppbindingu gleymist
stundum og skerst þá inn í börkinn.
Greinar og jafnvel heil tré hafa eyði-
lagzt vegna þessa. Girðingastaurar
eru ágætis trjástoð, síðan er gúmmí-
slanga klippt niður og hverjum hring
snúið á átta. Snúninginn er nauösyn-
legt að hafa á milli trésins og stoðar-
innar, svo að ekki myndist sár á tréð
eftir nudd. Sérhannaðar trjástoðar-
festingar er einnig hægt að fá hjá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur og kostar
ein festing 25 krónur , en hún er borði
það drepist hvort sem er í haust.
Margar tegundir illgresis eru fullar af
fræjum sem dreifast en spíra ekki fyrr
en næsta vor. Þetta á við um haugarfa,
hjartaarfa, lambaklukku og gullbrá
svo að eitthvað sé nefnt.
Rótarillgresi eða fjölært illgresi
heldur áfram að vaxa þangað til frost
kemur í jörðu. Það er því mikilvægt að
fjarlægja allt sh'kt áður en rætumar
verða of miklar. Einæra illgresið er
laust og hafi garöurinn eitthvað verið
hirtur i sumar, þá er viðhaldií
auðvelt. Það er því eingöngu á stöku
staö sem einæran arfa má sjá og þarf
að f jarlæg ja. Rótariilgresi er m jög f ast
í jöröu og dugir ekki aö fjarlægja nema
ná rótinni með. Eina leiðin er að moka
undir njólann eða það illgresi sem um
ræðir.
Þarna hefur verið útbúið gott skjól fyrir rósatré og annan gróður, en það er heldnr
mælt með strigaefni en plasti.
Burtmeð trjámaðk
Fiðrildi eru mikið að flökta kring um
runna og tré. Þá hefur trjámaðkur
púpað sig og úr pipunum koma þessi
fiörildi. Þau em Ula séð i görðum því
að þau sækja í opin sár trjáa. Aöallega
verpa þau í reynivið og þá þar sem fúi
er komin i trén. Með þessu þarf að hafa
eftirlit, skera fúa úr og klippa ljóta
sprota til að létta á trjánum. Ekki er
ráðlagt að klippa nema öll lauf séu
fallin. Akidan úöunarefni vinnur á
móti trjámaðki og þeirri starfsemi
sem í kring um hann myndast. Það má
einungis nota á lauftré en ekki barrtré!
Oftast eru notaðar dælur til úðunar, en
Akidan efnið kostar rétt innan við
hundraö krónur og ber að nota það á
plöntur sem eru komnar í dvala.
Nú næstu daga verður litið á haust-
laukaúrvalið, athugað verð á þeim og
hin réttu vinnubrögð könnuð. Rétti
tíminn til að huga að þeim er einmitt
nú og munum við innan skamms birta
greinarstúf sem f jallar um þetta efni.
-RR.
Margar jurtir sem blómstraðu
snemma í sumar era famir að visna.
Túlípanaleggi og aðra slika skal ekki
fjarlægja, heldur aðeins toppinn af
blóminu, en leyfa leggnum að vera
fram að vori. Fræin er tilvaliö að
hirða, en það verður að gera áður en
þau dreifast með vindinum. Bezt er að
taka fræin þegar fræhúsin eru farin að
opnast og fræin orðin brún. Fræin er
bezt að geyma í bréfpokum og forðast
ber að láta þau í plastpoka, þá kemur
fyrir að þau mygla.
Nú er bezti tíminn til aö færa til
fjölærar plöntur. Sumar þeirra era nú
í miklum blóma og því gott að koma
þeim fyrir fljótlega eftir blómgunar-
tímann. Þá hefur maður jurtimar í
fullri stærð og getur séð hve mikiö
svæði þær þekja. I vor er verra að eiga
við þetta, þá eru blómin að vaxa og
koma til. Tré og ranna er þó betra að
færatilávorin.
Það liggur mikil vinna í fallegum garöi, en hún er vel þess virði. Hafberg Þóris-
son skrúðgarðyrkjumaður sýnir okkur hve laglega garða má gera á einfaldan
hátt.
og bakteríur, sem síðar valda
skemmdum á trénu. Oftast tekst plönt-
unum að græða sárín, sé rétt að farið
við klippinguna. Það er mikilvægt aö
greinar séu skornar af alveg við stofn-
inn, eða við aðra grein, svo að sárið
komi eins náiægt safasteymi trésins og
unnt er. Verði grein brotin af tré og
einhver hluti hennar skilinn eftir, þá
stöðvast safastreymi í greinina og
búturinn visnar.
Ef nauðsynlegt er að f jarlægja gilda
grein af gömlu tré, á að byrja á því að
saga upp í greinina að neðan, þó dálítið
frá stofni, til þess aö koma í veg fyrir
að börkurinn rifni frá þegar greinin
dettur. Síðan er greinin söguð af ofan
frá, rétt við stofninn. Sárið er jafnað
meö beittum hnífi og borið á það
trjátjara eða olíumálning, brún eöa
grá. Trjáklippingar geta hafizt eftir
lauffall. Verð á trjáklippum er frá
100—200 krónur, en limgerðisklippur
frá 100—350 krónur.
og klossi, eins og sjá má á meðfylgj-
andi myndum. Tilbúnir staurar fást
þar einnig. Metra langur staur kostar
35 krónur en 1.50 m 45 krónui'.
Viökvæma runna eins og alparósa-
ranna er nauðsynlegt aö byggja yfir
fyrir veturinn. Þá er strigi bezta yfir-
breiðsluefnið, en ekki plast, því aö
undir því getur oröiö heitt og loftlaust.
Tilfallandi timbur má nota eða jafnvel
bambusstangir. Strigaefni er 180 cm
breitt og er verð á hverjum metra um
20 krónur. Gott er að ýta mold upp eftir
leggjum á rósarannum, það gefur
þeim betra skjól í haust- og vetrar-
kulda. Lengstu hluta trjánna ber að
klippa af og leggja afklippugreinarnar
yfir rannann eða stinga þeim inn í lim-
gerðið. Það þéttir trén og styrkir þau
þegar vindar eru miklir.
Rótararfí reyttur og
fjölærar plöntur fluttar
Blgresi er nauðsynlegt að fjarlægja
úr görðum, en ekki hugsa sem svo að
Það vex mörgum í augum að ráða við hátt og miklð gras. Þeir sem taka slika vinnu að sér fá greitt um 500 krónur
fyrir garðinn. DV-myndir RR