Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982. 11 Norrænt þing um iífedlis-iyf jafræði: „Merkilegasta rann- sóknarsvið áratugaríns — segir Jóhann Axelsson prófessor 1 siöasta helgarblaði sögöum viö svolítið frá taugaboðefnum (neurotransmitters), sem við töldum „stjórna mannlegri hugsun, andlegri hegðun, skapbrigðum, starfsemi vöðvanna og því nær allri likams- starfsemi”. Viö ályktuðum að ekki væri, ,ósennilegt að níundi áratugurinn yrði kallaður áratugur neurotrans- mittera”. Áhugasömum lesendum DV gefst einstakt tækifæri til að fræðast um flest það sem vitað er í dag um þetta heillandi svið læknisfræðinnar, tauga- boðefni, ef þeir hafa tök á að sækja XVII. norræna þingið um lífeðlisfræði og lyfjafræði, sem haldið verður að Hótel Loftleiðum dagana 29,—31. ágúst næstkomandi. Heiðursgestur þingsins er Svíinn Ulf S. von Euler, sem fékk nóbelsverð- launin áröi 1970 fyrir uppgötvanir varðandi taugaboðefni, geymslu þeirra, losun og niðurbrot, eins og segir í greinargerð nóbelsnefndar- innar sænsku. DV leitaði til forseta þingsins Jóhanns Axelssonar, prófessors í líf- eðlisfræði við læknadeild Háskóla Islands, sem svaraði fúslega spurningum okkar. „Jú, það er rétt að það er gífurleg gróska í rannsóknum varðandi taugaboöefni. Menn hafa nálgazt viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og framfarir hafa verið ótrú- lega örar. Það er þess vegna sem við ætlum þessu þvervísindalega rann- sóknarsviði svo mikiö rúm í dagskrá þingsins.” — Hvað geturðu sagt okkur um von Euler? „Hann deildi nóbelsverðlaununum i lífeðlisfræði árið 1970 með þeim Bernard Katz og Julius Axelrod fyrir brautryðjendastörf og uppgötvanir varðandi taugaboðefni. Hann fann taugaboðefni, sem hlaut nafnið „Substance P” þegar árið 1930. Prostaglandin og vesiglandin fann hann 1935, piperidine 1942 og loks noradrenalin ’46. Noradrenalin miðlar boöum frá sympatiskum eða adren- ergum taugaendum til þeirra líffæra, sem þær taugar stjórna, svo sem hjarta og sléttra vöövafruma í æðum, lungum, meltingarvegi og víðar. Fundur þess var því stórkostlegur áfangi og von Euler hefur að mestu helgað sig áframhaldandi rannsóknum á því efni.” — En það eru fleiri erindi en von Eulers, sem eru helguð taugaboð- efnum. „Já, bæði hafa margir framúr- skarandi vísindamenn á sviöi tauga- boðefna þegið boð okkar um að flytja sérstök erindi um rannsóknir sínar eða Jóhann Axelsson, forseti þingsins. Julius Axelrod. Beraard Katz. skipuleggja málþing um það, sem er að gerast í dag á þessu sviði. Einnig munu þeir hefja og stjóma gagnrýnum umræðum um áður birtar niðurstöður varðandi taugaboðefni, sem kynntar verða á veggspjöldum. Þannig mun til dæmis Stephen Thesleff, sem er prófessor í lyfjafræöi í Lundi, taka aö sér að gagnrýna 14 nýjungar sem kynntar veröa sunnudaginn 29. ágúst undir samheitinu „Neurotrans- mitters”. Þriðjudaginn 31. ágúst mun Tomas Hökfelt, sem er prófessor í vefjafræði í Stokkhólmi, flytja erindi um rann- sóknir sínar á hlutverki nýfundinna taugaboðefna í heila. Erindi sitt nefnir hann „Neurons with multiple synaptic messengers”. Sama morgun flytur Sune Rosell, prófessor í lyfjafræði við sama háskóla, erindi um lífeölisfræðilegar og lyfjafræðiiegar rannsóknir á „Substance P”. Thesleff, sem ég nefndi áðan, flytur einnig sérstakt erindi mánudaginn 30. ágúst um áður óþekktan hátt á losun boöefna úr taugaendum. Erindið nefnir hann ,,A new type of transmitter release” og eru uppgötvanir hans á fárra vitorði, svo nýlegar eru þessar rannsóknir. Nýlega hefur verið sýnt fram á að taugakerfi meltingarvegar er sjálf- stæðara og flóknara en áður var haldið, með fjölda taugaboðefna. Það gefur meöal annars möguleika til rannsókna á eiginleikum taugakerfa almennt og beinast augu manna mjög að því. Einn af brautryðjendunum á þessu sviði, Geoffrey Bumstock, prófessor í líffærafræði við University College London, skipuleggur málþing og stjómar umræðum um þetta merki- lega taugakerfi. Hann hefur kvatt til Svíana Dick Delbro og Stefan Leander og Islendinginn Kristján R. Jenssen, en þeir hafa allir nýlega gert ýmsar uppgötvanir varðandi taugaboðefni meltingarvegarins. Auk þeirra munu taka þátt í umræðum þeir Hökfelt og Rossell, sem áður vom nefndir, og prófessor Bjöm Folkow, sem er afreksmaður um rannsóknir á blóð- rásinni. Allar horfur eru á því að þeir sem áhuga hafa á taugaboðefnum eigi fullt erindi á málþing þetta. Þaö fer fram á Ulf S. vonEuler. þriðjudag fyrir hádegi. Síðdegis sama dag verða svo flutt 6 stutt erindi, sem fjalla um ósjálfráða taugakerfið svo- nefnda. Hér er um að ræða áður óbirtar niðurstöður, sem margar varða taugaboðefni. Það má því ýkjulaust segja að á þessu þingi ætti að fást talsverð innsýn í þaö rannsóknarsvið, sem DV taldi með nokkmm rétti á laugardaginn var, merkilegasta rannsóknarsvið þessa áratugar á sviði læknavísinda”, sagði prófessor Jóhann að lokum. VEGUM LOKAÐINN í SMÁLÖND „Við íbúar í Smálöndum vökn- uðum nú eftir helgina viö vondan draum þvi búiö var að grafa í sundur báða vegina inn í hverfið gegnt Gufu- nesvegi,” sagði Logi Asgeirsson í samtaliviðDV. „Þessar framkvæmdir em gersamlega að okkur forspurðum og ríkir mikil reiði í hverfinu vegna þessa.” Sambandið átti lóð þarna sem síðan var stækkuö yfir vegina og vom hafnar framkvæmdir við byggingu vöruskemmu á staðnum. DV hafði samband við Olaf Guðmundsson yfirverkfræðing hjá gatnamálastjóra og sagði hann þetta ummálið: „I raun og vem liggur þriöji veg- urinn inn í hverfið meðfram hita- veitustokkunum og er hann fær núna. Annars er verið að leggja bráðabirgðaveg inn í hverfið og kemst hann í gagnið á næstu dögum.” -gb. Báðir vegirnir inn í Smálönd fyrir ofan Artúnshöfða vora grafnir sundur að íbúunum forspurðum. DV-mynd: Bj.Bj. „Gangvirkið” á þýzku Skáldsaga Olafs Jóhanns Sigurðs- sonar, „Gangvirkið”, er nýkomin út á þýzku. Otgefandi er Aufbau-Verlag í Austur-Þýzkalandi. Þýðandinn er Owe Gustavs sem áður hefur þýtt ýmsar íslenzkar bækur við góöan oröstír, þar á meðal „Litbrigði jarðarinnar” og „Bréf séra Böðvars” eftir Olaf Jóhann. Á þýzku hefur „Gangvirkið” hlotið nafnið „Das Uhrwerk”. Það er lýsing á Reykjavík hernámsáranna, eins og hún speglast í augum Páls Jónssonar, upprennandi blaðamanns. Framhald verksins,” Seiður og hélog”, verður einnig þýtt á þýzku og kemur út hjá Aufbau-Verlag. Þriðja og síðasta bindi skáldverksins um Pál Jónsson og hemámið er enn í smíðum hjá höfundi, Olafi Jóhanni Sigurðssyni, en mun vera langt komið og birtist væntanlega á bókamarkaði fyrir þessi j ól eða á næsta ári. fjölritum isam- \dsegurs \ Seekjur* sendunt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.