Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Page 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvœmdastjóri og útgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fráttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12-14. SÍMI 86811. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33’ SÍMI27022. Afgraiðsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot. mynda- og piötugerð: HiLMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF. SKEIFUNNi 19. Áskriftarverð á ménuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Gengissig deginu og hækkun Súrasti bitinn vaxta á kvöldin Eftir mikið japl og jaml og fuður í margar vikur sprakk loks stóra bomban. Alþýðubandalagið hefur fallist á skerðingu launaverðbóta um hvorki meira né minna en 10%! Um þetta atriöi hefur hnífurinn staðið í kúnni. Allar þær viðræður og umræður, sem staðið hafa að undanförnu, hafa í rauninni snúist um þaö eitt, hvernig og hvort verð- bætur á laun skyldu skertar. Efnahagsvandinn er tvíþættur. Annarsvegar rýrnandi þjóðartekjur, hinsvegar bullandi verðbólga. Til aö bregðast við hvorutveggja hefur það blasað við, að með einhverjum hætti yrði að sporna viö launahækkunum. Launaskerðing er óhjákvæmileg sem liður í almennum efnahagsráöstöfunum ef stjórnvöld vilja veita minnsta viðnám. Auðvitað var og er margt annað, sem krukka þarf í: gengi, vexti, búvöruverð, fiskverð, verðlag almennt. En hvernig sem menn veltu dæminu fyrir sér, var sú stað- reynd ekki umflúin, að vísitala framfærslukostnaöar mundi hækka um 13% um næstu mánaðamót og allt að 20% um mánaðamótin nóv./des, að öðru óbreyttu. Alþýðusamtökin og launþegahreyfingin höfðu gert sér grein fyrir framvindunni. ASÍ féllst á tiltölulega hóflega hækkun grunnlauna í síöustu samningum og gekk jafnvel undir það jaröarmen að fallast á verðbótaskerðingu um 2,9% um næstu mánaðamót. Þannig var hún að búa sér til vígstöðu, í þeirri von, að ékki kæmi til frekari skerðingar. Áður hafði ASI fallist á skerðingarákvæði Ölafslaga vegna viðskiptakjara, sem þýöir í raun um 2% skerðingu til viðbótar. Þessar tilslakanir verkalýðshreyfingarinnar reynast dropi í hafið. Enn þarf að skera- og það hraustlega. Þaö hefur verið erfiður biti að kyngja. Alþýðubandalag- ið hefur ávallt ætlað af göflunum að ganga, þegar stjórn- völd hafa gripið til slíkra skerðinga. Slagorðið um „samningana í gildi” og „kosningar eru kjarabarátta” voru sett fram í þeim anda. I örvæntingu sinni hafa alþýðubandalagsmenn leitað útgöngu úr sjálfheldunni, þæft málið í þeirri von að unnt væri aö klæða launaskerð- inguna loðnum búningi. Enn er verið að þrátta um form og orðalag og efni bráðabirgðalaga er ófrágengið í ríkis- stjórninni. Allt eru það nýju fötin keisarans. I ljósi þeirra efnahagserfiðleika sem nú blasa við, er ástæða til að fagna þeirri viðurkenningu stjórnarflokk- anna, aö einhverju verður að fórna, svo aö snúa megi hinni neikvæðu þróun við. Án skerðingar á verðbótum launa veröur því miður ekki við neitt ráðið. Stjórnmála- menn allra flokka, líka Alþýðubandalagið hefur alla tíð siglt undir hafi verkalýðsflokks, sem alfarið hefur neitað því að skerðing launa væri nauðsynleg aðgerð í efnahags- málum. Flokkurinn hefur haldið því fram að kosningar væru kjarabarátta; að hann mundi vernda launþega gagnvart kaupránsflokkunum. Það vígi er hrunið. Sú launaskerðing sem nú er í vændum er meira en áður hef- ur þekkst. Að þessu leyti hafa sögulegir hlutir gerst í íslenskri stjórnmála- og verkalýðsbaráttu. Stjórnarliðið verður að kyngja hinum súra bita launaskerðingarinnar. Það verð- ur almenningur einnig aö gera. Bitinn sá er afleiðing stjórnarstefnu sem einnig er orsök hans. Sá biti er súrast- ur. ebs. Þorgeir Ljósvetningagoði mun hafa lagst undir feld forðum daga til að hugsa málið, eins og þaö er kallað, og komst aö því búnu að þeirri niður- stööu að Islendingar skyldu hafa ein lög í landinu og einn siö, en ekki minnist ég þess að hann hafi talað um gengisfellingar og vaxtahækkan- ir í ræöu sinni, enda vafasamt að þá hafi verið til efnahagssérfræðingar og öruggt mál að Seðlabankinn var ekki tU, því að hann er víst ekki tU enn. Aö minnsta kosti er mér sagt að menn hafi veriö að taka grunninn að bankanum síðastliðin tíu ár, eöa lengur, og finnst mér það í sjálfu sér ekki langur tími, því að það gefur auga leiö aö ekki dugir nema stór- hýsi yfir lánsfjárskortinn og gjald- eyrisvarasjóðinn svo ekki sé minnst á gróöa verslunarinnar. En verslunarmenn eru vist búnir aö byggja hús sem stendur í Kringlu- mýrinni og ég hélt lengi vel aö væri verkamannabústaðir eða íbúðir fyrir aldraöa, en hvaö þeir ætla aö gera við húsið veit ekki nokkur maöur að öðru leyti en því áð efstu hæðina; ■ ætla þeir aö nota til að njóta útsýnis- ins. Og nú á að taka af kaupmönnum gróðann, því aö það er aö koma kreppa sem sneiðir að sjálfsögðu hjá húsi verslunarinnar eins og engiUinn foröum í Egyptalandi fór framhjá dyrum ísraelsmanna vegna þess aö þeir höfðu slátraö lambi. Nú er ég ekki fróður um hag verslunar en þó sé ég svo sem enga sérstaka skyn- semi í því að þótt landbúnaður, sjáv- Háaloftið BenediktAxelsson c arútvegur og iðnaður tapi, þá sé nauðsynlegt aö verslunin geri það iíka. Á hinn bóginn er auðvitað gott aö hafa samræmi í hlutunum og treysti ég núverandi stjórn tU að leysa þessi mál tU hagsældar fyrir þjóðina eins og önnur, en þó vil ég biðja hana fyrir alla Ufandi muni að eyða aurunum ekki í einhvern óþarfa eins og vegagerð eða sjálfvirkan sima handa þeim sem nú búa við handvirka kerfið, sem var fundið upp löngu áður en ráðherrar fæddust og lagt niður í hinum siðmenntaða heimi, einnig, áður en þeir fæddust. Þótt ég sé jafnlangt f rá því að vera efnahagssérfræðingur og tunglið er frá sólinni vU ég samt sem áður vara stjómvöld við aö nota peningana til þess að kaupa eitthvað fyrir þá. Ef þau gera það er nefnilega hætt við að gróðinn lendi aftur hjá kaupmönnun- um og er þá verr af stað farið en heima setiö og hætt við að ef stjórn- völd ætla aö leika sama leikinn tvisv- ar verði kaupmenn einfaldlega búnir aöslátra lambi. Krónur og launaumslög Nú standa yfir viðræður um svo- nefnda kjarasamninga opinberra starfsmanna og hefur ríkið tekið upp nýja stefnu í samningagerð sem er fólgin í því að lækka fyrst kaupið hjá — I DV þriöjudaginn 10. ágúst sl. skrifaði Jónas Kristjánsson ritstjóri leiöara um pólitískan vilja og þátt frjálsra fjölmiðla í að skapa hann. I greininni nefndi ritstjórinn nokkur dæmi um slík mál, þar sem póUtisk- ur vUji haföi annaöhvort náðst eða ekki náðst. Þau dæmi eru athyglis- verð fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna þess að ritstjórinn haUar réttu máU í frásögn sinni. af sumum þeirra. Hvers vegna hann gerir það er ekki upplýst. Ástæðan er örugg- lega ekki sú að hann viti ekki betur. Þaögerir hann. Verðtrygging fjárskuldbindinga A einum stað í forystugreininni segú Jónas Kristjánsson orðrétt: „Verðtrygging fjárskuldbindinga haföi lengi kraumað í stjórnmála- flokkum og frjálsri f jölmiðlun, þegar Framsóknarflokkurinn gerði hana að sínu máli í stjórnmálalega aðgengUegu formi og fékk henni framgengt að verulegu leyti.” Stefna um jákvæða raunvexti; verðtryggingarstefnan; var fyrst sett fram af Alþýðuflokknum í kosningastefnuskrá flokksins voriö 1978. Hún var eitt af kjarnaatriðun- um í boðskap flokksins um ger- breytta efnahagsstefnu og jafnframt það einstaka atriði í stefnuskrá flokksins sem sætti mestrí andstöðu annarra stjórnmálaafla. AUir aðrir framboðsaöilar lýstu t.d. andstöðu sinni við raunvaxtastefnuna, bæði fyrir og eftú kosningamar 1978. Verðtrygging fjárskuldbindinga var kjamaatriði í tiUögum Alþýðu- flokksins á róstusömum ferU ríkis- stjómar Olafs Jóhannessonar vetur- inn 1978/1979. Hún var m.a. eitt’af atriðunum í frumvarpi flokksins um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum sem hann lagði fyrú samstarfsaðila sína í desembermánuði 1978 og sömuleiðis í öUum tUlögum flokksins að efnahagsaögerðum síðar um veturinn. Þegar tUlögur Alþýöu- flokksins um verðtryggingu fjár- skuldbindinga fengust loksins teknar inn í frumvarp þáverandi ríkis- stjórnar um stjóm efnahagsmála, sem síöar fékk heitið „Ölafslög”, var það gegn hörðum mótmælum Alþýðubandalagsúis og áhöld vom um hvort ýmsir þingmenn Fram- sóknarflokksins fengjust tU þess aö styðja verðtrygginguna. Samkvæmt þessum lögum áttu vextir að hafa náð verðbólgustigi fyrú árslok 1980. Um leið og Alþýðu- flokkurinn hvarf frá áhrifum í ríkis- stjóm sammæltust Framsóknar- flokkurinn og Alþýðubandalagið hins vegar um fyrst að fresta þessum áformum laganna og síðan um að Ieggja þau til hliðar. I sjónvarps- þætti á sl. vetri lýsti Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, því yfir að í verðtryggingarmálunum hefði hann látið glepjast til liös við sjónarmiö Alþýðuflokksins, sem aldrei skyldi verið hafa. Hefur þróun peninga- mála enda á þessu ári oröið til samræmis viö fráhvarf ríkis- stjórnarinnar frá verðtryggingar- stefnunni. Þetta veit auðvitað hvert manns- barn í landinu. Hvers vegna Jónas Kristjánsson vill endilega ganga þvert á almannavitneskju og halda því fram aö Framsóknarflokkurinn sé höfundur verðtryggingar er mér satt að segja hulin ráðgáta. Auðvitað veit hann betur. Röng landbúnaðar- stefna Á öðram stað í umræddum leiðara segú Jónas Kristjánsson: „Nokkrú menn geta t.d. sýnt skað- semi hins hefðbundna landbúnaðar, mjólkurvara og lambakjöts, ár eftú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.