Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Side 32
32
DV. MIÐVKUDAGUR18. ÁGUST1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Lék Beethoven
i tólf tíma
Bandarískur píanisti telur sig hafa
sett tvö heimsmet. Hann tók sig til og
lék allar 32 sónötur Beethovens á einu
bretti. Tók spilamennskan tólf
klukkustundir og fór fram í banda-
ríska Viktoríu-safninu í Nevada. Var
hljómleikunum útvarpað beint af út-
varpsstöð borgarinnar. I því er einmitt
annað heimsmetið fólgið. Starfsmenn
stöðvarinnar og Gary fullyrða að
aldrei áður hafi svo löng útsending á
klassískri tónlist farið fram
viðstöðulaust. Hitt heimsmetiðervita-
skuld fólgið í því að spila allar sónötur
Beethovens á einumtónleikum.
Reyndar stóð spilamennskan ekki
yfir „nema” í níu klukkustundir, því
að píanóleikarinn tók sér 15 mínútna
hlé aöra hverja klukkustund og
hálftíma hlé fyrir siðasta
klukkutímann.
110 manns greiddu 40 krónur fyrir
að hlýða á spilamennskuna. 15 þeirra
entust til að hlusta á alla hljómleikana.
Kristín, fyrrverandi vændiskona frá Danmörku. Hún þekkti Richard Burton og Picasso hér áður fyrr.
Dönsk vændiskona með
einstakan bakgrunn
Dönsk vændiskona, búsett í
Englandi, hefur verið mikið í fréttum
aö undanförnu vegna óvenjulegs lífs-
ferils. Kom hún meðal annars fram í
sjónvarpi og dönsk blöð hafa tekið við
hana viötöl.
Kristín — eins og hún kallar sig —
fékk alvarlegan sjúkdóm árið 1979 og
varð að hætta störfum við fyrirtæki
sem hún rak. Lifði hún þá, ásamt
tveim sonum sínum, á styrkjum frá
ríkinu. Nægðu þær greiðslur engan
veginn til framfærslu fjölskyldunnar.
Ákvað Kristín því að hefja störf sem
vændiskona.
Hún er 51 árs ættuö frá Oðinsvéum
og er móðir hennar frægur rithöfundur
í Danmörku. Nú lifir Kristín á ríkis-
framfærslu og framlögum frá móður
sinni sem hún fær send vikulega.
En þaö sem einna mesta athygli
hefur vakiö er fortíð hennar. Hún var
þekkt ljósmyndafyrirsæta áður fyrr.
Einnig sat hún fyrir hjá Picasso, sem
hún kynntist töluvert vegna starfa
fyrsta eiginmanns sins. Sá var list-
málari. Þá var hún einnig vel kunnug
leikaranum Richard Burton. Kristin
hefur gifzt þrisvar sinnum. öðrum
manni sínum hefur hún lýst sem
kynvilltum Itala, sem var í tengslum
við Mafíuna. Þriðja manni sínum
kennir hún um, að nú skuli hún lifa við
sult og seyru í fátækrahvefi í Fulham í
London.
En Kristín vonast nú til að betri tið
sé í vændum hjá henni og sonunum.
Hún hefur nú skrifaö endurminningar
sínar, sem koma munu út i Bretlandi
innan tíðar. Stefna hannar er því sú að
feta í fótspor móður sinnar. Hún var 48
ára þegar rithöfundarferill hennar
hófst. Kristín hefur einnig í hyggju að
skrifa skáldsögur.
Kristín lýsti því yfir, að í vændið
færi hún ekki aftur. Slíka auðmýkingu
gæti hún ekki afborið. Synir hennar
vissu um atvinnu móöurinnar og voru
að hennar sögn mjög óánægöir yfir
þessu.
117
ára
Japani
Schigechiyolzymifrá Japan hélt ný-
lega hátíðlegan 117. afmæhsdaginn
með því að fá sér glas af Shoríiu. Mun
þaö vera sykurbrennivín.
Og hver skyldi vera leyndar-
dómurinn á bak viö þennan háa aldur?
Izymi er meö þaö á hreinu, að eitt glas
á dag af Shochu á þar stærstan þátt.
Hann fæddist 28. júni 1865.
DV
-Eittblað-
Tvöiold áhrif
Bandarikjamaður nokkur tók sig til og lék sónötur Beethovens i einni lotu, nú
fyrir skömmu.
UNGFRÚ ÍSRAEL
ER HERMAÐUR
Það er ekki algengt að hermenn
vinni fegurðarsamkeppni. Sú var samt
sem áöur niöurstaöan í Israel fyrir
stuttu.
Hin 19 ára Debi Hess, hermaöur í
ísraelska hemum var kjörin „ungfrú
Israel 1982”. Er þaö mál manna aö her
landsins hafi sýnt á sér nýja hlið meö
þessu. Ungfrúin kveðst þó ekki ætla aö
hafa hermennskuna aö framtíðar-
starfi, heldur hefur hún meiri áhuga á
fy rirsætustörf um.
Félagar hennar í hernum eru sagöir
mjög ánægöir meö aö hafa Debi innan
sinna raða — og hver skyldi lá þeim
þaö?
Ungfrú ísrael í vinnugallanum.
Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af Viktoriu Principal og nýja félaganum
hcnnar, skurölækninum Dr. Harry Glassman. Voru þau stödd á veitingahúsi á
Beveriy Hills sem heitir Adriano.
Viktoría með
skurðlækni
Dallas leikkonan Viktoría Principal
hefur nú fundið sér nýjan félaga. Sá
heitir dr. Harry Glassman og er
bandarískur skurðlæknir. Hann sér-
hæfir sig í plastískum aögeröum. Hafa
þau eytt öllum sínum frístundum
saman aö undanförnu. Viktoría er nú
33 ára en læknirinn mun vera 38 ára.
Viktoríahafðiekkifyrr sagtskiliö
viö söngvarann fræga Andy Gibb þeg-
ar hún tók saman viö milljaröa-
mæringinn Adnan Kashoggi. Kashoggi
haföi þá skömmu áöur misst konu sína,
Soraya Kashoggi, 40 ára, í fangið á
Robert nokkrum Rupley. Rupley þessi
er 24 ára og vitaskuld vel stæöur með
afbrigðum. Rupley og Soraya gengu í
þaö heilaga fyrir skömmu enda engin
furöa þar sem þau eiga von á barni
saman.
En Viktoría undi ekki hag sínum
meö milljarðamæringnum Kashoggi
og lét hann lönd og leið. Tók hún svo
skjótt saman viö skurðlækninn, hvaö
sem það samband kann aö vara lengi.