Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR 21. ÁGUST1982. •3 • Lækjargata er einhver mesta hryggðarmynd af götu sem til er í nokkurri höfuð- borgl lrÉg held aö það væri mikilsvert að byggja hús hér í miðborginni, eða í námunda við hana, fyrir þetta fólk. Þannig ætti mikið húsnæði að geta losnað.” — Eru uppi einhverjar ákveðnar hugmyndir um byggingu slíkra íbúða semþúnefnir? „Hugmyndir þessu að lútandi eru í athugun. Ég gæti vel hugsað mér að byggja þrjú til fjögur tólf til fjórtán hæða hús meðfram Skúlagötunni fyrir smærri íbúðir. Þangað ætti eldra fólk, sem vill flytjast úr sínu stóru íbúðum, að geta flutt inn.” Við ætíum að draga verulega saman í stjórnkerfínu — Hvaða lóðir ertu með í huganum undir þessi háhýsi? „A lóðum Eimskipafélagsins til að mynda. Hugsanlega á lóð Sláturfélags- ins þegar þaö flytur og einnig mætti hugsa sér að finna þessum húsum stað þar sem Völundur er til húsa núna ef um það gæti samizt. ” — Verða fasteignagjöld lækkuð að einhverju ráði á þessu ári? „Þau verða lækkuö núna við næstu fasteignaálagningu í desember.” — Hvaða gjöld verða þá lækkuð og hversumikið? „Það verða eingöngu fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem verða lækkuö í þessum fyrsta umgangi. Þau verða lækkuö niður í það sem þau voru áður fyrr. Þau fara þá niður í 0,421% ef við berum okkur saman við það sem áður þekktist. Hugsanlega verða þau lækk- uð enn meira, til þess að gera þau algjörlega sambærileg við það sem tíökast i nágrannalöndum okkar.” — Hvaöa skattar koma í staðinn? „Engir.” — Hvar á þá að herða ólina? „Við ætlum okkur að spara við okkur á marga lund og erum raunar þegar famir að gera það. Við erum að draga saman í stjórnkerfinu. Við erum að leggja niður ýmsar nefndir og stjómir. Og við ætlum að fækka borgarfulltrú- um eins og vonandi allir vita. Þetta em aö vísu allt tiltölulega lítil atriöi. Við erum að hverfa frá byggð við Rauðavatn sem kostaði borgina stórar upphæöir að fara útí. Og þaö mun spara okkur heilmikiö. zVllt gengur þetta íspamaðarátt.” — Þýðir þetta ekki að allar fram- kvæmdir á vegum borgarinnar ganga hægar fyrir sig en áður hefur þekkzt? „Jú, kannski má segja það. En þetta kemur ekki til með að bitna á neinni þjónustu til að mynda. ” — Hægagangur framkvæmda. Verður bygging strandlengjunnar þá eilífðarverkefni sem loks dettur upp fyrir eins og nýi miðbærinn gerði? Ætíum að velja okkur ákveðin verkefni og klára þau „Eg held að það sé nú vaninn, og það þekkir hver bezt af sjálfum sér, að ef það er stefnan að nýta fjármunina vel þá fái þeir ekkert minna út úr þeim en þeir sem taka bara alltaf meiri og meiri skatta til eyðslu sinnar. Ef við skoðum til að mynda framkvæmda- tímabilið 1974—78, þá er það nú svo skrítiö að þaö er byggt miklu meira og gert miklu meira á allan máta fyrir minna fjármagn en gert var á árunum 1978—’82, þegar allir skattar voru hækkaöir.” — En strandlengjan verður samt sem áður eilíf ðarverkefni? „Ef við ættum að gera allt sem allir vilja og ráðast í framkvæmdir af ein- „Við viljum gera vel vlð Keldur.” „Ekki byggt á Reykjavíkurflugvelii í bráð.” „Borgin á um þessar mundir átta hundruð leiguíbúðir.” „Mikilsvert að byggja hús i mið- borginni fyrir eldra fólk. ” „Ég gæti vel hugsað mér að byggja þrjú til fjögur tólf til fjórtán hæða hús meðfram Skúlagötunni.” „Fasteignagjöld verða lækkuð núna við næstu fasteignaálagningu í desember.” • Ég þykist sjá fyrir það að í Kringiu- bæ byggist fijótt upp myndarieg þjónustustarfsemi! hverju heljarkappi þá er augljóst að við þyrftum að hækka skatta alveg stórkostlega. Viö ætlum ekki aö vinna þannig. Við ætlum bara að velja okkur ákveðin verkefni og klára þau, í staö þess að vera með mörg misjafnlega mikilvæg í gangi á hverjum tíma. Og ég held að það verði ekki minni kraftur í framkvæmdum þrátt fyrir þessa lækkun á fasteignagjöldum.” — Aður en við snúum okkur að öðru en lóða- og skipulagsmálum þá langar mig að spyrja þig hvort þú sért ekki á því að það verði fyrr eða síðar byggt viðhiðmargumtalaða Rauðavatn? „Eg er ekkert viss um það að það verði byggt við Rauðavatn. Við eigum á öðrum stöðum í Reykjavík lóðir upp á fjölgun íbúa um þrjátíu til fjörutíu þúsund manns. Þessi svæði ættu því að nægja til næstu ára og áratuga. Og eins og þú nefndir áðan þá eru hér lönd fyr- ir sunnan okkur eins og til dæmis Fífu- hvammslandið sem fara aö byggjast upp samfara þeim svæðum sem verða byggð innan landamerkja Reykjavík- ur í framtíðinni. Því er um nægt rými að ræða þó ekki verði seilzt inn á Ra uðavatnssvæðið. En það er eflaust ekki hægt að full- yrða neitt í sambandi við þetta Rauða- vatnssvæði. Eg segi því kannski, að eftir f immtíu til hundrað ár þá verðum við neydd til að byggja við Rauðavatn. Þóefast ég um það.” Miðbærinn hefur lengi verið tilskammar — Ef við víkjum þá að gamla miðbænum og samgöngum um hann. Hvað líður deiliskipulagi þessa borgar- hluta? „Það var samþykkt fyrir síðustu kosningar að hafa samkeppni um skipulag Kvosarinnar. Eftir kosningar var svo samþykkt að skipa nefnd sem hefði frumkvæði að því að reist yrði bílageymsla í miðbænum og þessi sam- keppni um Kvosina, sem ég nefndi, verður tengd þesáari nefnd þannig að samkeppni um skipulag Kvosarinnar bíður þess að nefndin hefji störf. Annars held ég miðbærinn í Reykja- vík hafi verið lengi til skammar og áform um aö halda honum meira og minna eins í þeirri niðurníðslu og hann hefur verið í til þessa eni að minu mati ófær. Ef viö horfum til dæmis eft- ir Lækjargötunni þá held ég að allir séu sammála um aö þar geti að líta eina mestu hryggðarmynd af götu að verasemtilerí nokkurri höfuðborg.” — Ert þú og þinn flokkur með ein- hverjar stórvægilegar hugmyndir um breytingar á miðbænum? „Viö höfum ekki ennþá sett upp nein ákveðin plön i þessu sambandi. Við höfum haldiö okkur ennþá við þessa samkeppnishugmynd og teljum okkur ekki fært að binda hana fyrirfram við það sem viö viljum. ” — Ert þú með einhverjar hugmyndir sjálfur um gamla miöbæinn? „Ég er með mjög margar hugmynd- ir sem ég vildi hrinda í f ramkvæmd.’ ’ — Að hverj u miðast þær? „Eg vil númer eitt, að þessi miðbæjarkvos verði gerð upp af nokkr- um stórhug en ekki að þessum kot- búskaparhætti sem mér hefur virzt hafa ríkttilþessa.” — Verða til dæmis opnaðar fleiri göngugötur? „Ekki er það á döfinni, nei.” — En varðveizla gamalla húsa. Verður hún í jafnmiklum mæli og verið hefurtil þessa? „Ég tel aö það þurfi að fara hóflegan milliveg í friðun og viðhaldi gamalla húsa. Það er ekki verjanlegt að mínu mati að standa algjörlega í vegi fyrir .....T. • Það verður a/ls ekki minni kraft- ur í framkvæmd- um þó lækkun fas teignagja/da komi til! því að hin eina og sanna miðborg Reykjavíkur geti byggzt upp. Hins vegar má heldur ekki ganga of fast fram í því að fella burtu svipmót sem mönnum þykir vænt um.” Hugmyndir manna um tilveru Grjótaþorps byggðar á röngum forsendum — Ertu með einhver viss hús í huga sem þið ætlið að rífa á næstunni? „Það eru engar sérstakar hugmynd- ir uppi um niðurrif ákveðinna húsa enn sem komiö er en það getur alveg komið til. Við verðum að gera okkur grein fyrirþví.” — Verður Grjótaþorp til að mynda máð af landakortinu? „Grjótaþorpiö er vandræðamál, vegna þess aö skipulag þess byggir á því að húsin þar hafi sögulegt gildi og þess vegna eigi þau að standa. En jafn- framt er gert ráö fyrir því að engin þessara húsa verði friðuð og jafnframt er gert ráð fyrir því að það megi rifa þau öll, bara að menn byggi sambæri- leg hús i staö þeirra sem verði rifin. Hvar er þá komin saga þessara húsa sem nú standa í Grjótaþorpi. Eg held því að þær hugmyndir manna um tilveru Grjótaþorps sem ræddar hafa verið séu algjörlega á röngum for- sendumbyggðar.” — En þaö má búast viö því að Grjótaþorp verði í þeirri mynd sem það er nú, næstu tíu árin eða svo? „Eg skal náttúrlega ekkert um það segja. Grjótaþorp er hryggðarmynd eins og það litur út í dag. Og ég held að þaö séu ekki allir sáttir við það skipu- lag sem að því var gert á sínum tíma. Við sjálfstæðismenn vorum það til að mynda ekki. Eg held að það væri hugsanlegt að vernda innra svæði Grjótaþorps í þeirri mynd sem það er en byggja hins vegar upp við Garðastrætið og hug- leiða mjög vel götumyndina við Aðal- stræti. Viö verðum að horfast í augu við það að þama stendur Morgunblaðs- höllin hvort sem mönnum líkar betur eða verr.. .” — Er hún ekki hryggðarmynd á skipulagi miðbæjarins? „Sumir segja það jú, en ég vil kannski ekki endilega taka undir það. En í þessari götumynd sem Aöalstræti er þá á hún alls ekki heima. Þannig aö menn komast ekki hjá því að gera annað tveggja; að rífa Morgunblaðs- höllina eða að taka eitthvert tillit til hennar í skipulagi næsta nágrennis.” Nóg verður um bílastæði í miðbænum í framtíðinni — Þú minntist á bílageymslur áðan. Hvar verða þær byggðar? „Aðalhagmyndimar hafa miðað að því að byggja þessar geymslur í tengslum við Kalkofnsveginn, milli hans og hafnarinnar. Þar ætti að vera hægt að koma fyrir bifreiðageymslum fyrir tólf hundmð til tvö þúsund bíla.” — Er það nægjanlegt ef litið er til langstíma? „Já, ég held það. Því jafnframt þess- ari bílageymslu koma til sögunnar ým- is ný bilastæöi. Má þar nefna geymsl- una í kjallara nýja Seðlabankahússins fyrir bifreiðar starfsfólks þar og svo verður reist bifreiðageymsluhús við hliðina á bankanum. Það koma bíla- geymslur í húsi sem á næstunni verður farið að reisa við hliðina á Hótel Borg. Þannig aö þegar á heildina er litið þá ættum við ekki að þurfa að örvænta um bílastæði í miðbæ borgarinnar þegar litið er til langs tíma.” ' / • Það þarf að fara hóflegan milliveg í friðun og viðhaldi gamalla húsa! — Haiskipsportiö myndi þannig hverfa í stað bílageymsluhúss? „Ja, það myndi alla vega þrengja töluvert að því. Aðstaöa Hafskips á þessum stað er að vísu bundin í samn- ingum til nokkurra ára en ég vonast til að það verði hægt að semja við það fyrirtæki á farsælan hátt svo hægt verði að hefja framkvæmdir við bíla- geymsluhúsið einsfljótt og unnt er.” — Þú segir að bilageymsluhúsiö þar mundi þrengja töluvert að aöstööu Hafskips. Er þetta port ekki einn af helztu ágöllum miöbæjarins að þínu mati? ,^Ég held að það færi ekkert illa á því að þetta port fjarlægðist að einhverjum hluta og þar risi myndarlegt bíla- geymsluhús.” — Það hefur verið talað um fram- hald hraðbrautarinnar frá Skúlagötu yfir höfnina tU að losa um umferöar- hnútinn við Tryggvagötu. Talað var um að ráðast ekki í þessa framkvæmd fyrr en árið 1995. Ætlar þú aö leggja þig fram um það að þessum fram- kvæmdum verði flýtt? „Eg býst síður við því. Eins og þú nefnir réttUega þá var hugmyndin sú aö ráöast í þetta 1995 og ég er ekki far- inn að sjá fram á að breyting veröi þar á.” Hraðbrautín yfír höfnina ekki lögð á næstu árum — En er ekki brýn þörf á því að þessi hraöbraut verði byggð fyrr? „Eg held aö við ættum fyrst að sjá, þegar bifreiðageymslumar hafa veriö teknar í notkun, hvort umferðar- hnúturinn við Tryggvagötu leysist ekki. Þá fyrst er ástæða tU að athuga hvort þessi hraðbraut er aðkaUandi.” — Verður nýr miðbær reistur? ,ÆIkki sem nýr miðbær. En ég á samt sem áður von á því að hinn svo- nefndi Kringlubær muni í framtíðinni létta mjög undir því þjónustuálagi sem gamU miðbærinn býr núna við. Hann er mjög vel staðsettur í borgarlandinu og því er ákaflega hentugt að þar rísi mikUvæg þjónustumiðstöð.” — En hefur það ekki sýnt sig að þar vUlenginn byggja? „Ég þykist sjá þaö fyrir þegar aö þama geti komizt upp myndarleg starfsemi.” — Hvað bendir í þá átt? „Ja, eins og ég sagði áðan, þá vil ég ekki segja frá því enn sem komiö er. En þetta mál er í athugun núna, og ég á von á þvi að sú athugun sæti þeim tíðindum að Kringlubær byggist upp hrattog vel.” — Víkjumað öðru.Áaðdragaaðein- hverju ráði úr umsvifum borgarbákns- ins á þessu k jörtímabiU? „Já, aUar okkar hugmyndir ganga nú í þá veru að minnka og draga úr því. Eg er að vísu ekki búinn aö sitja héma nema í sjötíu—áttatíu daga og þaö hefur-eitt og annaö gerzt í þá vem. Afram verður haldið á þeirri braut. ” — Hvaöa þætti á að fella burt úr borgarbákninu? „Við erum með allmargar hug- myndir í vinnslu, sem miða að þessu, ai það er ekki tímabært að ég skýri frá þeim í blööum. Það er eðlUegra að ég skýri frá þeim fyrst innan borgar- kerfisins.” — Em þetta veigamiklar breyting- ar? „Já, það eru aUmargar veigamiklar breytingar sem ég vil gera.” — Og munu þessar breytingar bitna á einhverjusérstöku? „Það veröur bara að koma á daginn, á hverju þessar breytingar bitna, ef þær bitna þá á einhverj u. ” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.