Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR 21. AGUST1982. Spáð í suilin — spák „Spái í spil og bolla. Timapant- anirí síma....” „Spái í spil og les í lófa. Upplýs- ingar í síma....” „Spái fyrir þá, sem eru hlaðnir þunga og erfiði dagsins. Upplýs- ingar í síma....” Auglýsingar af þessu tagi birt- ast mjög oft í dagblöðunum. Þetta eru svokallaðar spákonur, sem svo auglýsa. Þær munu vera átta talsins í Reykjavík einni. Er þá átt við þær, sem taka gjald fyrir að segja fólki fyrir um óorðna hluti. öll viljum við vita, hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er þó erfitt við að eiga því að enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eins og þar stendur. Eða hvað? Texlií Kristín Þorsteinsdéttir Myndir s Gunnar V. Andrésson Við heimsóttum eina þessara spákvenna á dögunum. Sú heitir Stella og býr í austurborginni. „Þetta er í fjölskyldunni" Stella spáir í spil og bolla. „Ég hef fengizt við þetta alveg síðan ég var unglingur,” segir Stella. ,,En ég hef ekki auglýst mig sem spákonu og tekið gjald fyrir spádómana nema síðustu tvö eðaþrjúár.” — Af hverju byrjaðir þú á þessu? „Þetta bara er í fjölskyldunni, reyndar í báðum ættum. ” — Hefuröumikiðaðgera? „Já,alvegnóg.” — Hvað þýöir það? Kemur fólk til þín á hverjum degi? „Já, það má segja það. Annars takmarka ég þetta Ég tek ekki alla, sem vilja koma.” — Hvers vegna ekki? Eftir hverju fer það? „ Dragðu nokkur spil.... „Fólk hringir hingað og pantar tíma. Það fer svo eftir röddinni, hvort það fær tíma eða ekki.” — Eftir röddinni? „ Já, ég lærði einu sinni sálar- og uppeldisfræði og ég er mjög glögg á raddir. Ef þær eru frekjulegar fær viðkomandi ekki tíma. Ef hins vegar viðkomandi er niðurdreginn í röddinni fær hann tíma eins og skot.” — Hvar lærðirðu þessi fræði? ,,Ég stundaði þau í fimm ár hjá bréf askóla SlS og ASI. ’ ’ — Þarf fólk að bíða lengi eftir aðfátíma? „Nei, yfirleitt reyni ég að gefa fólki tíma samdægurs, nema eitt- hvaðsérstaktsé.” — Nú segir þú, að þetta sé í ættinni. Er þetta þá meðfæddur hæfileiki, sem ekki er hægt að læra? „Já, ég er alveg sannfærð um, að þetta er eitthvað, sem maður hefur í sér. Þetta lærist ekki.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.