Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1982, Blaðsíða 24
í I t ! Eins og sést á myndinni er steinninn í stærra lagi og hlýtur að teljast fjölmörg tonn. Hann barst hingað til lands með grænlenzkum ísjaka, að því er sögur herma. DV-myndir Bjaraleifur. Axarfjarðar. Svo vikiö sé aftur aö grænlenzka steininum sem fyrst var nefndur hér að framan þá fylgir honum dálítil saga. Herma munnmæli að vinnumenn tveir í Ytri-Tungu (bæ á vestur Tjörnesi) hafi lagt hug á sömu stúlku. Þar kom aö lokum aö annar ruddi hinum úr vegi og reri síðan með hann á sjó fram og sökkti til að leyna verknaöinum. En líkið rak upp hjá steininufii sem æ síðan hefur borið nafngift- ina Torfasteinn eftir manninum sem drepinn var. -SER. Það er ekki á hverjum útkjálka landsins að finna jafnsérstæðan steinhnullung og þann er getur að líta á myndunum hér til hliðar. Þessi steinn er í flæðarmálinu á vesturbakka Tjörness í Suður- Þingeyjarsýslu. Það sem merkilegt er við hann, er að hann er talinn hafa borizt hingaö til lands fyrir einhverjum hundruðum ára með hafisjaka frá Grænlandi. Hvort afkomendur norrænu víkinganna — er hurfu sporlaust þaðan af landi brott fyrir nokkrum öldum — flutu með honum hingað til lands, vitum viö ekki! Aö minnsta kosti eru engin merki þess að sjá á þessum land- flótta hnullungi. Grænlenzki steinninn er mjög stór, eins og vel sést á myndunum, og hlýtur aö vega fjölmörg tonn. Hann er grænleitur og að sögn kunnugra harðari en gler. Hafa margir ferðamenn, sem lagt hafa leið sína að þessum steini, reynt aö höggva mylsnur úr honum til minja en jafnan án árangurs. Mun þessi steinn vera úr graníti en sú steintegund þekkist ekki í jarövegi landsins. Að sögn Karls Grönvolds, jarð- fræðings hjá Norrænu eldfjalla- stöðinni, er talsvert mikið af grjóti við strendur landsins sem borizt hefur með ísjökum frá Grænlandi í aldanna rás. Einnig er nokkuð mikið af erlendum steintegundum við íslenzkar strendur sem borizt hafa hingað úr ballestum skipa. Þessa aðskotasteina er aðallega að finna við Norðurland allt vestur á Snæfellsnes og að líkindum mest viðVestfirði. HACKVÆMAST ER AÐ VERSLA VIÐ Ég óska eftir aö fá sendan KAYS pöntunarlista í póstkröfu á aöeins kr.59,- aö viöb. póstburöarg i. vlöbótarllstl sendur síðar. Nafn........................................... Heimilisfang................................... Staóur..........................Póstnr......... ■ Hagkvæmnin og þægindin erulvegna þess aö þú getur valiö úr ótrúlega mörgum vöru- tegundum, fleiri en nokkur önnur verslun hér- lendis hefur uppá aö bjóöa og þaö í róleg- heitum heima hjá þér. Viö sjáum síðan um allt umstang viö innflutninglnn, en þú bíöur í aöeins 3-4 vikur og færö síöan vöruna í næsta pósthús. m m v'- S§hhk CHUI OKHIfl ' PS i1 Tnl. «■ B.MAGNUSSON SÆVANGI »9 -SiMI 52866 • P.H. 410 - HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.