Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 1
HELGARBLAÐ II RITSTJÓRNSÍMI 86411 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ - VISIR 200. TBL. — 72. og 8. ARG. — LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982. Óhcetí er ad f Sedlabanka “rdvítugar de dis og StíSV r““?“r»r«6‘«W“S* "íaðtó W““fþ«s« fc“s“ fyrirhaga ,-lt{08ta í by99 byggingars09 Eiriaig W d ‘nÍrH 1 »rk«clct° 'fiirra «"* «r«»r rœf ™ w„ „g «"» Þ“Sci)lab»»k« » SSÖSST^ ^‘“9“ ó eitt sáttir skika- Byggingarsaga Sedlabankans ■ Þaö var fyrst byrjaö aö huga aö byggingu nýs Seölabanka- húss árið nítján hundruð sextíu og átta. Þá beindu menn ekki sjónum aö Arnarhóli sem fyrir- huguöu byggingarsvæöi, heldur lóð Thors Jensen aö Frí- kirkjuvegi ellefu. Þar skyldi hef ja framkvæmdir við það hús, sem síðar átti eftir aö verða eitt- hvert mesta bitbein manna í millum. Þetta ár var ákveðið að stofna til samkeppni um hönnun húss- ins. I henni tóku þátt fimm hóp- ar arkitekta, og reyndist sigur- vegarinn vera Guðmundur Kr. Guömundsson frá samnefndri verkfræöiskrifstofu. Hún er raunar enn — fjórtán árum síðar — aðalhönnunaraöili Seðla- bankabyggingarinnar. Strax á þessum árum var fyrirhugaðri byggingu bankans mótmælt harðlega, og rökin voru þau helst aö nýtt hús á þess- um stað myndi eyðileggja þá gömlu og virðulegu húsaröö, sem stendur meðfram Tjörninni aðaustan. Og mótmæli þessi höföu nokk- ur áhrif. Að minnsta kosti var horfið frá því að reisa Seðla- banka á þessari lóð. Þess heldur voru ákveðin makaskipti á lóðum. í stað Fríkirkjuvegar ell- efu var gamla kolaportið við Sölvhólsgötu fengið sem bygg- ingarsvæði undir bankann. Það var samþykkt i borgarráði og allt útlit var fyrir að nýr Seðla- banki Íslands myndi rísa innan fárra ára skammt norðan styttu Ingólfs Arnarsonar, viö hólinn sem kenndur er við föður þessa landnámsmanns. Þetta var árið nítján hundruð sjötíu og eitt. ,,Trektar”-útlit í kolaporti Þegar hér var komið sögu voru arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ölafur Sigurðsson byrjaðir að teikna byggingu á þessa lóð sem fræg er orðin fyrir „trektar”-útlit sitt. Sú bygging var samþykkt í skipulagsnefnd borgarinnar í nóvembermánuði árið nítján hundruð sjötíu og tvö, og mánuöi síöar i byggingarnefnd. Á næsta ári var grunnur bygg- ingarinnar boöinn út. Fram- kvæmdir voru hafnar og tekið að grafa mikinn grunn rétt norður af Ingólfi.Það ersá grunnur sem staðið hefur næsta óhreyfður í rétt tíu ár, ófáum til mikillar gremju. Mótmæli voru mikil gegn þessum framkvæmdum og margir mikilsvirtir einstakling- ar úr borgarlífinu skrifuðu undir lista þar sem þess var farið á leit að „þessum ótrúlegu spjöllum bankastjórnar og bankaráðs Seðlabankans” yrði þegar í staö hætt og hólnum yrði komiö í upp- runalegt horf. Sem fyrr virðast þessi mót- mæli hafa borið einhvern árang- ur. Alla vega lágu framkvæmdir niðri í fjögur ár, eða fram til tuttugasta og fjórða október árið nítján hundruð sjötíu og sjö. Þá var lagt til í skipulagsnefnd borgarinnar og samþykkt að skipta á lóöum Sænska frysti- hússins og gamla kolaportsins þar sem framkvæmdir við grunn bankans voru hafnar. Fyrirhug- uð bygging Seðlabankans var þannig færð til norðurs þar sem frystihúsið stóð áður. í gamla kolaportinu var þess heldur ákveðið að grafa ofan í jöröina bílageymsluhús borgarinnar sem í þeirri mynd myndi ekki raska upprunalegu útliti Arnar- hóls. Framkvœmdum lokid eftirþrjú ár Nýjar teikningar voru gerðar Framliald á síöum 2 og 3 Nýja Seðlabankahúsið eins og það mun líta út fullreist frá ArnarhóU: „Einungis þrjúþúsund fermetrar af bygging- unni skyggja á útsýnið,” segja arkitektarnir. „Útsýnið spillist samt sem áður, og því erum við að mótmæla,” segja andstæðingar bankabyggingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.