Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982, Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sér$tæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð Það kemnr að því að hiln drepur þig Hinn tæplega sextugi stórpólitikus, Walter Seibert, geröi út um örlög sín, þegar hann sagöi hinni 28 ára gömlu ástkonu sinni upp fyrir aðra eldri. Hann varð aldrei landstjóri, því þaö fór sem fór, alveg eins og vinir hans höföuspáö. .. Þau e/skuðu h vort annað Hin fagra ljóska, June Joy Milton, var helmingi yngri en Walter Seibert. Hann var 59 ára, hún aöeins 28. Þrátt fyrir aldursmuninn elskuðu þau hvort annað. Hún var fyrrve'randi ljós- myndafyrirsæta og hreint augnayndi. Hann var stjómmálamaöur á uppleiö, var aö vinna sér fastan sess meöal fína fólksins í St. Louis. Auk þess var hann frambjóöandi repúblikana sem land- stjóri í Missouri. Walter Seibert var mjög myndar- legur maöur. Hann vissi, aö hann leit út fyrir aö vera minnst tuttugu árum yngri en hann í raun og veru var. Enda var hann kunnur kvennabósi. Og þaö var því ekki laust viö, aö þaö kitlaði hégómagirnd hans, þegar hin unga og fagra vinkona hans, June Joy, sagðiaö fyrr dræpi hún hann en sjá á eftir honum í faöm annarrar konu! En böggull fylgdi skammrifi: June Joy meinti það sem hún sagði. Enda átti eftir aö koma á daginn, að fram- kvæmdimar urðu meiri en menn áttu voná! Fullkominn útá i(ið en brogað einka/if Walter hafði hellt sér út í pólitíkina fyrir nokkrum árum og nú var hann að vinna sér sess þar. Á flokksþingi repúblikana 1979 var hann tilnefndur f rambjóðandi flokksins viö næsta land- stjórakjör í Missouri. Hann var talinn sigurstranglegur. Enda var hann orðinn vel þekktur og alls staöar báru | menn honum góða sögu. Líka hinir j- fyrir utan raöir repúblikana. Einkalif hans var aftur á móti brogað, en hann passaði sig þó á því aö halda því aðeins fyrir sig. Hann skyldi ekki láta þaö veröa sér aö falli. En sannleikurinn var sá, aö hann átti vin- konur út um allt, sem hann hitti misoft. Þær heimsóttu hann til skiptis í lúxus- villu hans í Webster-Grove hverfinu í St. Louis. Og það sem fram fór innan veggja þess húss var einkamál Walter Seiberts. Hann haföi komiö sér vel fyrir í húsi sínu. Og hann naut þess í ríkum mæli aö dvelja í félagsskap fagurra kvenna. Enda voru þær margar, sem gengu út og inn i húsi hans. Þær dásömuöu allar gjafmildi hans. Hann gaf þeim pelsa og skartgripi og í staðinn fékk hann ýmis sambönd við menn á réttum stööum. Hingaö til haföi þetta gengiö árekstralaust fyrir sig og enginn haföi séð ástæðu til aö kvarta. Svo varþað íjanúar 1979... Walter Seibert haföi lengi haft einka- ritara. Alice Firman hét hún. En þegar hún tók upp á því aö gifta sig, sagöi hún stöðunni upp. Þaö var í janúar 1979. Hún mælti meö June Joy nokk- urri Milton sem eftirmanni sínum. Joy, eins og Walter fór fljótlega aö kalla nýja einkaritarann, var framúr- skarandi sem einkaritari. Hún hafði lag á því aö halda öllu í röð og reglu á skrifstofunni og hún vissi upp á hár hvert og hvenær Walter skyldi á fundi og annaö í þeim dúr. Walter mat hana mikils. Joy var nú laus og liöug, en nýlega hafði hún staöiö í hjónaskilnaði. Walter haföi veriö ekkill í nokkur ár. Hann haföi misst konu sína, sem hann hafði veriö kvæntur í tuttugu ár. Þetta höföu veriö góö ár og hamingjusöm fyrir báða aðila. Walter var staöráöinn í aö gifta sig aldrei aftur. .^Eftir að Sara dó, hef ég engan áhuga á aö binda mig aftur,” trúöi hann Joseph Haughin, besta vini sínum, fyrir. „Hjónaband okkar Söru var fullkomiö. Slíkt upplifir maður aöeins einu sinni á ævinni. Eg tek ekki þá áhættu og lenda svo kannski í dýrum hjónaskilnaði eöa einhverju hneyksli. Eg á bara mínar hjákonur og borga fyrir mig í hvert sinn. Eg er ánægðurmeöþaö.” Ekki haföi Joy unnið nema viku hjá Walter, þegar fyrstu „yfirvinnutím- arnir” byrjuðu! Or því varö siöbúinn kvöldverður og gisting í lúxusvillunni í WebsterGrove. Jnne Joy Milton, fyrirsætan fyrrverandi. Það átti eftir að koma á daginn að hún meinti það sem hún sagði. „Passaðu þig á henni þessari,” sagði Joseph Haughin við góðvin sinn, Walt- er Seibert. Joseph sagði þetta fremur i gamni en alvöru, samt... Kathy Gatten. Hún kom því öllu af stað þegar Walter Seibert fékk áhuga á henni. Joy varð sjúk/ega afbrýðisöm Frá upphafi gerði Walter Joy grein fyrir því, aö um fast samband gæti aldrei oröiö aö ræöa af hans hálfu — bæði vegna aldursmunarins og ekki síst vegna pólitísks frama hans. Þaö gæti ekki einungis skemmt fyrir honum prívat og persónulega heldur og öllum flokknum. Þess vegna var honum ómögulegt aö koma fram með henni opinberlega, nema auðvitað hún væri í hlutverki einkaritarans. Hvaö þau geröu í frístundum sínum væri þeirra mál, og engra annarra. Joy Milton sætti sig alveg viö þetta. Hún var svo hrifin af Walter og þaö dró enginn í efa. „Mér heföi verið alveg sama þótt hann hefði verið 95 ára,” hefur hún sagt. „Eg elskaði hann af öllu hjarta. Ég tilbað hann. Eg hefði gifst honum hvenær sem var og hvar sem var, hefði hann aðeins nefnt þaö. Ég elskaöi hann meira en nokkum annan mann.” Ef til vill heföi Walter átt að vara sig á að vera í tygjum við stúlku á borð viö Joy. Það yröi aldrei auðvelt aö losa sig viö hana. Ekki síst vegna þess aö Walter var eini maöurinn sem hún hafði verið með eftir að hún skildi. Þaö furöaði sig þvi enginn á því að hún var sjúklega afbrýöisöm. En þaö var lika eina veilan í persónuleika hennar. Hún vakti yfir hverju fótmáli Walters. Ef einhver kvenmaður svo mikiö sem yrti á hann, lét hún sér ekki nægja að líta viðkomandi dráps- augum, heldur lét hún orð fylgja: „Heyrðu vinkona,” gat hún átt til meö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.