Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982. Þáttur af Einari Benedl ktssyni „Vér þnrfum fórnar” — kvað Finar Benediktsson um aldamðtin þegar honum blöskraði eymdin og volæðið á fðlkinu i landinu. Þetta er liðin tíð en þurfum vér samt ekki fðrnar? , „Hér er ég, Einar Benediktsson, skáldið, hinn nýi víkingur Islands, fomi væringinn endurborinn, Egill Skalla- grímsson 20. aldar, lýt engum kóngi, ‘ vík ekki fyrir neinu ofurefli, er sjálfur konungborinn, frjáls og auðugur, kasta gullinu á torgin, komi allir og sjái, aöégerríkur.” Sagt er, að þjóðsagan geymi þessa mynd af Einari Benediktssyni. Og kannski ekki að tilefnislausu. Það er löngu vitaö mál, að Einar varð snemma staðgengill Islendinga í hvers konar ævintýrum og brá sér þá oft í gervi Egils, víkingsins. Og Einar fetaði í spor Egils á margan hátt.... Einar Benediktsson orti mörg sögu- leg kvæði um þá fornkappa á borð við Egil. Greinilegt er, að fomsögumar hafa veriö honum hugstæðar. En hvað sá hann í þeim? Var það hetjulundin, sem heillaði hann? Sá hann sjálfan sig í þessum sterku ofur- mönnum, þessum mönnum, sem fóru ótroðnar slóöir? Eða var það eitthvað ennþáannaö semheillaði? Við skyggnumst inn í söguheim Einars Benediktssonar. Hver er sögu- sýn hans? Hvemig notar skáldið söguleg efni og hver notar hann? Það voru umbrotatímar, bæði félags/egir og menningariegir Á tímum Einars Benediktssonar minnti margt í fari Islendinga á hina fornu víkingaöld. Það voru umbrota- tímar, bæði félagslegir og menningar- legir. Þá eins og á tímum víkinganna yfirgáfu menn óðul sín, þó ekki alfamir, og slitu erfðavenjur um stund til að festa rætur í nýjum jarðvegi. Sóttu enn í víking, reyndar ekki til að fara með ófriði og vopnum, heldur til að höggva menningarleg strandhögg. Ævintýraþráin blossaöi upp. Einar, eins og EgiU, bjó sig undir algera breytingu á högum sínum. Hann vildi leggja heiminn að fótskör Islands. Báðir voru þessir menn afburðaskáld meö sterka útþrá, en þó mjög tengdir landinu og heimfúsir. Og settust í helgan stein heima á Islandi, þegar aldur færöist yfir þá. Víkingar voru þeir báðir tveir, Egill og Einar, hvor eftir hætti sinnar samtíðar. Á söguöldinni var hinum örugga bardagamanni talið sið- feröilega rétt að ferðast um fjarlæg lönd og flytja þaöan auð f jár meö valdi hins sterkasta. Víkingurinn gekk uppá skip óvinarins, felldi alla erhannnáöi til, tók þá fjármuni sem til náðist. Egill Skallagrímsson og Einar Bene- diktsson héldu uppi hernaði í sömu löndum, í Englandi og á Norð- uriöndum. Egill leitaði meir í Aus .orveg með hemaö sinn, en Einar heimsótti í þess stað Vesturheim nokkrum sinnum vegna fyrirtækja sinna. Ættarmótiö er skýrt með þeim Einari og Agli eða gæti þessi lýsing Einars á Agli ekki alveg eins átt viö hann sjálfan? Hans óður var frelsisins einvalds rómur. Hans eiginn vilji var lög hans og dómur. Hans ljóð er svo heilnæmt sem laugandi bað,— hann lýsti og fræddi, hann söng ei, en kvað. Um drauma og vonir og ást kvað hann öngva, —hið innra var mannsins, en hitt það varlandsins. Það leynir sér ekki, að Einar er hrifinn af þessum sterku einstakl- ingum á borð við Egil, sem fara ótroðnar leiðir og hafa aö leiðarljósi: vilji er allt sem þarf. Þeim svipar saman, finnst honum, þótt hann sé kannski ekki alltaf sammála þeim. Einar Benediktsson 1864—1940. „Heimurinn stendur gáfu- mönnum íslands opinn" „Málsins vegna skilja Islendingar betur en nokkur önnur þjóð í heiminum bæði sína eigin fornöld og fornöld Norðurlanda eöa réttara sagt fom- norrænan anda. Það býr einmitt svo mikið í djúpi málsins sjálfs, er þeir einir finna. Þess vegna er þaö, að engin önnur skáld en íslensk finna hljómgrunn hjá sinni eigin þjóð, sem tekur svo vel undir, ef gripið er í hina gömlustrengi.” Eitthvað á þessa leið komst Einar Benediktsson eitt sinn að orði og ekki að tilefnislausu, því að býsna oft greip hann „í hina gömlu strengi”. Og til að fá „hljómgrunn” þarf skáldið aö leika vel á gömlu strengina, yrkja vel, ann- ars er betra að láta það ógert. Sögum- ar sjálfar em ritaðar svo vel og skáld- lega, að það er ekki heiglum hent að ætla sér aö hef ja frásögn þeirra upp í æöra veldi. Auk þess hefur alþýöa manna á öllum tímum verið of kunnug sögunum til aö þorandi sé aö bjóöa henni hvað sem er. Þess vegna em sögurnar háskalegt yrkisefni fyrir Islendinga, og hvergi þarf á meiri skáldsnilld að halda en í kveöskap út af þeim. Einar Benediktsson lék vel á gömlu strengina og fékk hljómgrunn. Hann yrkir um Njál, Egil, Snorra og Gretti meöal annarra í kvæðum sinum, þessa sterku einstaklinga, sem voru og em heimagangar á hverju heimili. Það var því ekki ráöist á garðinn, þar sem hann var lægstur. En Einari rann blóð- ið til skyldunnar, eins og hann sjálfur sagði: „Heimurinn stendur gáfumönn- um Islands opinn og allt það, sem af- staða lands vors, uppmni og saga þjóö- arinnar og síðast en ekki síst, vort fagra mál, gefur Væringjum landsins í veganesti er ekki lítils vert. Fá þjóð- emi munu búa böm sín betur úr garði — og ef til vill mun hvergi jafn smáum hóp ætlað svo mikið að vinna. ” Svo mörg voru þau orð. Veganesti Væringjans Þegar Einar Benediktsson leitar fanga í fomsögunum tekur hann oftast fyrir ákveðna einstaklinga og yrkir um þá. Um Gretti Ásmundarson segir hann: Hann ætið var gæfunnar olnbogabara, úthýstur, flæmdur um skóg of hjara, en mótlæti mannvitiö skapar. Um N jál segir Einar: Og svo var NjáU í huga háU, en hjartað þó sem guU, ef á var reynt. UmEgil: Af þótta og viti hann réð sinu ráði, réttsýnn á dáðir þess, er hann f jáði. TU verðleiks og gUdis hann virti hvera mann, — en vó jafnt að því, er hann smáði. Og um Snorra segir hann: Hver er sá, sem guðs um geim glöggar mennsku auga renndi? Þetta eru snjallar lýsingar á mönn- unum, sem kvæðin eru kveðin um, svo snjallar, að mennirnir standa næstum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okkar. Grettir, EgiU, NjáU, Snorri: þetta eru mennimir, sem kannski eru einna eftirminnilegastir úr fornöld- inni. Þetta eru sterkir einstaklingar, bráögáfaðir og skáldmæltir. Þeir eru vitrastir, hafa ráö undir rifi hverju og hafa oftast rétt fyrir sér, en síðast en ekki síst eru þeir, hver á sinn máta, hetjan uppmáluð og þeir mæta örlög- um sinum með sigurbros á vör. Það er því augljóst á hvaöa mið Einar leitar. Hann sækist eftir félagsskap þessara ofurmenna, sem skara framúr á öllum sviðum og óttast ekkert. Þess vegna lýsa áðurnefnd kvæði ekki síst skáld- inu sjálfu um leiö og mönnunum, sem þau eru ort um. Þau sýna ekki aðeins meðferð skáldsins á yrkisefninu heldur og hitt, að hvers konar mönnum hann dáist, hvaða viljastefna, viðfangsefni og listatök eiga hug hans sjálfs og hjarta. Af sögu og breytni þessara einstakl- inga, svo og einstökum atvikum dregur svo skáldiö oft á tíöum siðlega, heimspekilega og pólitíska lærdóma. Einar boðar nýja tíma og betri eftir ládeyöu undangenginna ára, enda er viljiallt semþarf. Aftur og aftur reynir skáldiö aö blása nýjum metnaði í brjóst þjóðar- innar og tengja líf hennar aftur til Egils og Snorra og sýna þannig, hve einangruö þjóð norður við heimskauts- baug getur átt heillandi sýnir, hvernig hún á djörfum augnablikum lífsins getur bætt sér upp í draumum og óskum f átækt og smæð. „ Vérþurfum fórnar" Einar brýtur á stundum til mergjar ástæðuna fyrir því, að þjóöin glataði frelsinu og varð að þola þungar raunir öldum saman. Hann sér og finnur, aö þjóöina hefur skort vonina og trúna á landið, en þaö er ekki öll nótt úti enn. Hann líkir oft á tíðum lundarfari samtiöarmanna sinna við lundemi Njáls og hvetur þá til dáða. Hann segir þeim að það sem á vanti sé neisti sá er Njáll bjó yfir „Hann byggði á þegnsins viti og hreysti”, segir Einar. Og hvar er nú vitið og viskan? spyr hann. Við verðum að leggja hart aö okkur til að ná Njáli „með viljans stál stælt og seigt og hreint”, en til þess að við getum komist með tærnar, þar sem Njáll og félagar höfðu hælana, verðum við að vera samtaka: „Vér þurfum stjórnar, vér þurfum fóraar aOs þvergirðings, ef land skal standa, alls öfugstraums og cinráðs vanda.” r Kannskierþað einmitthéröðru fremur, sem við ættum aö taka heil- ræði Einars til fyrirmyndar. Þegar allt virðist stefna í kaldakol, þurfum við þá ekki að fórna einhverjum lífsgæðunum um stundarsakir til að hafa það enn betra á eftir? „íslendingurinn á að geta ort, só hann maður með mönnum " Einar Benediktsson var eldheitur ættjaröarvinur og trúði blint á norrænan kynstofn. Ifenn hefur tröllatrú á islensku þjóðareðli, sem kemur fram í því, einkum er á líður ævi hans, að Islendingum sé ætlað forystuhlutverk á sviöi heims- menningarinnar. Honum svíður lágkúran og meðalmennskan. Islendingar eiga aö verða „væringjar” nútímans „vikingar andans um staöi og hirðir". Sjálfur var Einar Benediktsson væringinn meðal íslenskra skálda og minnsta kosti. Hann fór víðar og sá og heyrði fleira en önnur skáld á þessum tíma og jafnvel enn þann dag í dag. Hann hjó á ferðum sínum strandhögg og fékk nasasjón af útlendum yrkisefnum. Með þeim hætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.