Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 12
„Félagið hvetur til þess, að hafið verði skipulegt viðnám gegn iítt takmorkuðum innflutningi fólks af óskyldum kynstofnum tU landsins.” Þorsteinn Guðjónsson stjórnarmaður og taismaður féiagsins Nor- ræntmannkyn. (DV-myndir: EO). A. Stefnumið og starfssvið Félagid heitir Norrœnt mannkyn og felst í nafni þess að hinn norrœni þáttur megi ekki hverfa úr litrófi mannkynsins. Tryggö fólks við uppruna sinn og um- hyggja fyrir afkomendum er grundvöll- ur þessa félags. Tilgangur félagsins er að stuðla að varð- veislu hins íslenskaþjóðstofns, sem kom- inn er af landnámsmönnum, meðal annars með því að stemma stigu við inn- flutningi fólks afóskyldum kynstofnum. Aðferðir félagsins skulu vera í samrœmi við menningarartíeifð íslendinga oij þar af leiðandi lýðrœðislegar og mannúðleg- ar. Félagið starfar að eflingu og útbreiðslu mannfrœðilegrar þekkingar. • Starfssvið félagsins er landfrœðilega ís- land allt, og œtternislega meðal fólks sem er af íslensku bergi brotið, hvar sem er á jörðunni, þess sem sýnir áhuga á þessum málum. Ennfremur hvetur fé- lagið til sambands við þá, sem vinna að líkum markmiðum með öðrum þjóðum. • Hver sem gerist félagi, lýsir með því yfir stuðningi sínum við nafn félagsins og til- gang þess. • Heimili félagsins og varnarþing er í fé- lagsheimilinu Borg í Grímsnesi. „Nýlega var stofnað félagið Norrænt mannkyn, sem er samtök áhugafólks um varðveislu hins íslenska þjóð- stofns, samkvæmt því sem vilji þjóðar- innar sjálfrar dugir til. Félagið hyggst beita sér fyrir fræðslu um mannfræði- leg efni og hvetur til þess að hafið verði skipulegt viönám gegn lítt takmörkuð- um innflutningi fólks af óskyldum kyn- stofnumtU landsins.” Svo segir í fréttatUkynningu, sem félagiö Norrænt mannkyn sendi frá sér fyrir skömmu. Formaður félagsins var kjörinn Böðvar Guðmundsson, Brúar- holti í Árnessýslu. Aðrir í stjóm bænd- umir Sigurjón Bláfeld, Ingólfshvoli og Stefán Guðmundsson, Túni, báðir úr Árnessýslu, svo og Þorsteinn Guðjóns- son úr Kópavogi sem og er talsmaöur félagsins. Okkur lék forvitni á að kynnast þess- um félagsskap, markmiðum hans og fyrirmynd. Við heimsóttum Þorstein. „íslenskir bændur alltaf verið vakandi" — Hver voru tUdrög þess, að félagiö Norrænt mannkyn var stofnað? „Við höfðum í langan tíma orðið vör við töluverðan áhuga fólks fyrir stofn- un félags af þessu tagi. Svo höfðum við spurnir af því, að fyrir austan fjall væri einhver hreyfing í þessa átt. Þar væru fundir haldnir um þetta málefni. Við fómm aö sækja þessa fundi og upp úr því var félagiö stofnað.” — Við? „Viöhjónin.” — Nú vekur þaö athygU, að þrir af fjórum stjórnarmönnum em bændur fyrir austan fjall, svo og er heimUi félagsins og vamarþing í félagsheimU- inu Borg í Grímsnesi. Hvernig stendur áþessu? „Það get ég ekki skýrt. Þú verður að leita aftur til landnámsaldar tU að leita ástæðunnar fyrir því. Hins vegar hafa íslenskir bændur aUtaf verið vakandi fyrir því, sem beturmætti fara.” — Þú segir, aö félagsmenn séu um tíu talsins. Em þaö niu bændur og svo þú? „Já, það em hémmbU allt bændur í félaginu.” — Em félagsmenn aðeins karl- menn? „Nei, konan mín er í félaginu. En þú veist, að stundum vUja konur ekki vera meö á annan hátt en þann að standa við hliö eiginmanna sinna og láta þaö nægja.” — Þú segist hafa orðið var við tölu- verðan áhuga meðal fólks fyrir stofnun félags af þessu tagi. Hafa þá ekki bæst margir nýir félagar í hópinn? ,,Nei, ekki er það nú. Það er svo stutt síöan félagið var stofnað, aö þaö hefur ekki reynt á það ennþá.” — Áttu von á, að það bætist margir við? „Þaö hefur ekki reynt á það ennþá.” „Stefnuskráin gegnsýrð af lýðræðislegum hugsunarhætti" — I fréttatilkynningu ykkar segir, að félagiö miði starfsemi sína viðfað að hafa áhrif á þróun og stefnu þessara mála. Hvemig ætlið þiö að snúa ykkur íþví? „ Við hugsuðum okkar gang mjög vel áður en við settum markmið okkar á blað. Niðurstaðan varð sú, að stefnu- skrá okkar er gegnsýrð af lýðræðisleg- um hugsunarhætti. Og það er mjög fmmlegt, að okkur skyldi takast að setja fram þetta málefni einmitt á þann hátt. Okkur hefur sem sagt tekist að marka stefnu á lýðræðislegum gmndvelli. Það er byrjunarskrefið. Hverjar framkvæmdir verða, á eftir að koma í ljós, þegar sýnt er, hversu mikið fylgi við f áum. ” — En eitthvað hljótið þið aö hafa i huga. Ætlið þið til dæmis í skólana meö fyrirlestra eða slíkt? „Það höfum við ekki ákveðið, en vel getur komið til greina aö hafa ein- hverja fræðslu um mannfræðileg efni.” — Emð þið alfariö á móti því, að út- lendingar, hvort heldur gulir, svartir eða hvítir, setjist hér að? „Við gemm greinarmun á þessu fólki og setjum það ekki allt undir samahatt.” — Setjið þið ykkur þá einungis upp á móti lituöu fólki? „Við viljum koma í veg fyrir óstööv- andi flóð þessa fólks til landsins.” — Er þá í lagi, að til dæmis Bretar setjisthérað? „Það er ekkert hundrað prósent í lagi, en við gerum greinarmun á fólki.” — Þú talar um, að félagið byggi á lýðræðislegum gmndvelli. Er það lýð- ræðislegt aö segja: þú mátt koma, en ekkiþú? „Við emm alltaf að hæla Löppum og Grænlendingum fyrir að halda sínu þjóðareðli. Alveg eins ætti það að gilda um allt sem heitir norrænt. Það er tal- aö um erfðafræðilega gerð þjóöar. Ef við töium um islensku þjóðina, þá breytist hún lítið, ef hingað flyst fólk frá líkum þjóðum. Hins vegar breytist hún mjög mikið ef hingað flyst fólk af ólíkum þ jóðernum. ” „Ofsókn að bendla stefn- una við kynþáttaofsóknir" — Er þetta ekki hreinn og klár rasismi af ykkar hálf u? „Rasismi? Viö notum íslensk orö. Ut- lend hugtök em svo óljós, að ómögu- legt er að vita, hvaða merking er í þau lögð.” — Segjum þá kynþáttaofsóknir? „Það er ofsókn gegn svona stefnu að bendla hana við kynþáttaofsóknir.” — Nú eru Ku Klux Klan meö mikla herferð í gangi í Ameríku gegn lituðu fólki. Styðjiö þiö þá? „Það er ekki hægt að bera saman Bandarikin og íslenskt þjóðfélag. En

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.