Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Síða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. Furðu lostnir yfir ákvörðun borgarráðs —segir Hallgrímur Steinarsson, eigandi efnaverksmiðjunnar Eims Efnaverksmlðjan Etmur séð frá Seljavegi. Á myndlnní má sjá bina umdeildu turna sem íbúasamtökin hafa farið fram á að verði f jarlægðir. „Það er þó auðvitað það sama og láta fjarlægja verksmiðjuna,” segir Hallgrimur Steinarsson, eigandi verksmiðjunnar. „Við erum að sjálfsögðu undrandi og furðu lostnir yfir þessari ákvöröun borgarráðs um brottrekst- ur fyrirtækisins. Þá er það líka undarlegt aö þetta skuli vera sett í fjölmiðla áöur en okkur er gerð grein fyrir þessari ákvörðun. Það er þó ef til vill þaö sem vænta mátti frá borgarráöi og í anda þess sem á undan hefur gengið frá þeirra hendi gagnvart fyrirtækinu,” sagði Hallgrímur Steinarsson eigandi efnaverksmiðjunnar Eims er DV spurði hann um ákvörðun borgar- ráðs um að verksmiðjan flytji frá Seljavegi. „Það sem undrar okkur mest er þó það að allar þær kvartanir sem íbúasamtökin hér hafa látið frá sér fara á hendur fyrirtæki okkar hafa verið rannsakaðar og enginn fótur fundist fyrir þeim. Enda hljótum við að spyrja okkur að því hver hin raunverulega orsök fyrir brott- rekstrinum sé,” sagði Hallgrímur. — Nú hafa íbúasamtökin talað um að þið hafið ekki sótt um starfsleyfi fyrir 15. september 1972. „Við hófum þennan rekstur 1968. Eiturefnanefnd sem heyrir undir Heilbrigðisefti-litið var sett á laggirnar 1972 og þar áttum viö víst að melda okkur inn. En við framleiö- um kolsýru sem er alls ekki eitur. Og því töldum við óþarft að tilkynna okkur. En um leið og þetta kom upp í vor sóttum við um leyfið en það hef- ur ekkert svar komið ennþá. ” — Hvað með öryggissjónarmið eins og hættu á bruna og sprengingum eins og bent hfur verið á? „Við höfum bréf upp á það frá Vinnueftirlitinu að þaö sjái ekkert athugavert við öryggið hér. Og sprengihættan er engin. I bréfi Vinnueftirlitsins kemur ennfremur fram að það hafi skoðaö fyrirtækið minnst einu sinni á ári og hafi allt öryggi jafnan verið í lagi. Og um tækin sem við settum upp og tókum í notkun um síðustu áramót segir Vinnueftirlitið að þau séu af full- komnustu gerð og allur öryggis- búnaður til fyrirmyndar. Enda sáu þeir ekkert athugarvert viö það út frá öryggissjónarmiöi að okkur yrði leyfð útbygging á lóðinni hér að Seljavegil2.” — Ibúasamtökin tala um eldhættu og fleiri hættur vegna efnisins mónóetanolamin sem þið notið viö vinnslu kolsýrunnar. Þá kom einnig fram að Vinnueftirlitinu er ekki kunnugt um að alvarlegt slys eða óhapp hafi orðið í sams konar verk- smiöjum í Norðvestur-Evrópu. „Þetta efni er álíka eldfimt og hráolía og það vita allir að hún er ekki eldfim. Slökkviliðsstj óri kannaöi meðal annars málið og hann hafði ekkert við þetta að athuga. Og við geymum efnið í þeim tunnum, sem framleiðendur senda okkur og veröum við aö gera ráð fyrir að þeir fari eftir því sjálfir sem þeir ráð- leggja öörum. Ég segi þetta vegna þess að íbúarnir hafa haldiö því f ram að tunnumar væru ekki nógu traust- ar.” — Hvað um mengun og útblástur frá verksmiðjunni? „Við mengunarmælingar sem gerðar hafa verið hér kom í ljós að hámark af brennisteinsdíoxiði reyndist aðeins vera 9.8 milligrömm í rúmmetra. Við bámm þetta undir Jóhann Jakobsson, efnafræðing og taldi hann þetta ekki vera neina mengun. Iöntæknistofnunin hefur athugað útblásturinn frá verksmiðj- unni og höfðu þeir ekkert við hann að athuga og töldu hann mjög lítinn. — Ibúasamtökin hafa gert kröfu um að þið settuö þak á verksmiðjuna og létuð múrhúða veggina. „Við höfum farið fram á að byggja fleiri hæöir á húsið. Ástæða þess að við erum ekki búnir að því er sú, að borgin hafði lofað makaskiptum við rikissjóð á lóöarspildu hér til aö gera lóðina homrétta við Seljaveg. Og við höfum margoft reynt að fá þau fram en án árangurs. Lóöin hefur því ekki „Tckln, sem við settnm upp og tókum í notkun um síðustu áramót segir Vinnueftlrlitið að séu af fullkomnustu gerð og allur öryggisbúnaður til fyrir- myndar.” verið talin byggingarhæf og þess vegna hefur okkur verið neitaö um byggingarleyfi. Sóttum til dæmis í fyrra um að byggja hér stigahús við endann en ekkert hefur komið út úr því.” — Hvað með útlit og umgengni hér viðverksmiðjuna? „Við mótmælum því algjörlega að umgengni hér sé slæm og okkur til skammar. Ég bendi mönnum einfaldlega á að skoða þau fyrirtæki hér í grenndinni og gera samanburð Annars er það greinilegt að íbúarnir ætlast til að svæðið frá Holtsgötu að Ánanausti sjávarmegin við Seljaveg- inn verði gert opið. En á þessu svæði eru fyrirtæki eins og vélsmiðjan Héöinn, Járnsteypan, Pétur Snæ- land, Vita- og hafnarmálastjóm, Landhelgisgæslan ásamt okkur. Viö erum næstir fólkinu og því verðum við fyrstir fyrir barðinu á því. — Hverjir eru helstu viðskiptavin- irfyrirtækisins? „Við framleiðum kolsýru og erum eina fyrirtækið sem það gerir hér á landi. Helstu viðskiptavinir okkar eru gosdrykkjaverksmiðjumar, vél- smiðjur, spítalarnir og aörir sem þurfa að nota kolsýru.” Að lokum gat Hallgrímur þess að um 17 manns ynnu hjá fyrirtækinu. -JGH Jón Laxtíal með„Der Welt- sanger" — eða Garðar Hólm upp á þýzku Jón Laxdal leikari mun leika gestaleik á fjölum Þjóðleikhússins sunnudaginn 12. september, en þá mun hann færa upp sitt eigið leikrit, Der Weltsanger. Verkið var fmmsýnt í Þýskalandi árið 1979 en hefur síðan verið tekið til sýninga víöa í þýskumælandi löndum. I leikritinu er aðeins eitt hlutverk sem er í höndum Jóns Laxdal. Er það hlutverk heimssöngvarans Valgardo Herrlico sem hefst við í gamalli og gleymdri skonsu á háa- lofti ríkisóperunnar í smábæ einum. Þaðan hlustar hann á ómana af Wagner-óperum á meðan hann furðar sig á því hvers vegna hann varð ekki eins frægur og Caruso, Gigli og allir þeir pamfílar. Þetta verður eina sýningin á verkinu hér á landi. Sýningin er sem fyrr segir í Þjóðleikhúsinu og hefst klukkan 20. -ÓEF. Friðardagur kirkjunnará sunnudag Sunnudagurinn 12. september verður friðardagur kirkjunnar sam- kvæmt tilmælum sem prestastefnan, sem haldin var í sumar beindi til biskupslslands. Biskup hefur skrifað prestum og söfnuðum landsins bréf og fariö fram á aö sérstaklega verði fjallað um friöarmál í kirkjum landsins næst- komandi sunnudag. Utvarps- guösþjónusta dagsins verður frá Dómkirkjunni og mun forseti sam- einaös þings, Jón Helgason, stíga þar í stólinn. Vmsir gestir munu prédika í öðrum kirkjum landsins, bæði stjórnmálamenn og guðfræðingar, og verður nánar frá því greint í messutilkynningum á laugardag. Biskup hefur að undanförnu átt viðræður við forystumenn stjórn- málaflokkanna um hvernig stuðla megi að auknum upplýsingum og umræðum um friöarmál. Hafa þær umræður verið gagnlegar og hefur komið fram mikill vilji stjómmála- flokkanna til samstarfs viö kirkjuna íþessumáli. ÖEF Piltur höfuð- kúpubrotnaði er tvö reiðhjól skullu saman Tólf ára piltur sem var á reiöhjóli höfuðkúpubrotnaði nýlega á Isafiröi er hann lenti í árekstri við pilt á öðru reiöhjóli. Áreksturinn varð fyrir utan versl- unina Hamraborg. Hjólaði annar piltanna út af bilastæöi verslunar- innar en varö þá fyrir 14 ára pilti sem kom hjólandi eftir Hafnar- strætinu. Skullu þeir harkalega saman með þeim afleiöingum að báöir voru fluttir á sjúkrahúsið á Isafirði. Reyndist annar þeirra höfuðkúpubrotinn en hinn hlaut stóranskurðáfæti. Ekki er vitaö til að drengimer hafi veriö á mikilli ferð þegar þetta gerðist en á þessum stað er jafn- slétta og umferð almennt ekki hröð. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.