Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. 11 Hægt er að ná framleiðniaukningu sem næmi 600 milljónum á ári — með notkun rafeindatækja íhraðfrystiiðnaði Starfshópur á vegum Undirbúnings- félags rafeindaiðnaöarins hefur komist að þeirri niðurstöðu að ná megi 600 milljón krónum í framleiðniaukn- ingu í hraðfrystiiðnaðinum og hægt sé að spara 160 milljónir vegna olíu- kostnaðar með notkun rafeindatækj a. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem starfshópurinn hélt á dögunum. Er þetta gott dæmi um hversu mikil- væg þessi iðngrein getur reynst Islendingum. 10 íslensk rafeindafyrir- tæki hafa sett á stofn Undirbúnings- félag rafeindaiðnaðarins og vinnur starfshópur á þeirra vegum að 5 ára áætlun fyrir fyrirtækin. I starfshópn- um eiga sæti Jón Hjaltalin Magnússon, framkvæmdastjóri Undirbúnings- félagsins, Stefán Guðjohnsen, Gylfi Aðalsteinsson, Arnlaugur Guðmunds- son og Jóhann Briem. I tillögum hópsins að fimm ára áætlun er meðal annars lagt til aö sett verði á stofn þjónustumiðstöð rafeindaiðnaöarins. Einnig verði eitt framleiöslufyrirtæki eflt sem geti sinnt þörfumallra rafeindafyrirtækjanna. Myndi þjónustumiðstöðin búa yfir vel menntuðum mannskap sem myndi aðstoöa rafeindafyrirtækin og festa kaup á tækjum sem fyrirtækin hvert fyrir sig heföu ella ekki bolmagn til að verða sér úti um. Rafeindafyrirtækin myndu síðan hanna sinn útbúnaö hvert í sínu lagi en framleiðslufyrirtækið myndi fram- leiða vörumar. Rafeindafyrirtækin sjálf myndu síðan gæðaprófa vöramar aö f ramleiðslu lokinni og selja þær. Að sögn félaganna í starfshópnum eru möguleikar íslensks rafeinda- iönaöar gifurlega miklir. Likast til væri farsælast fyrir islensk rafeinda- fyrirtæki að beina athygli sinni að ýmsum sérhæföum sviðum, til dæmis sjávarútvegi og fiskiðnaði. Bestu möguleikamir virðast liggja í því að framleiða dýr sérhæfð tæki sem vita- skuld miðuöust við mjög þröngan markað. A móti kæmi að stóm fyrir- tækin hefðu ekki áhuga á þeim markaði. Starfshópurinn benti á að samvinna fyrirtækjanna kæmi í veg fyrir „offjár- festingu.” Miklar fjárhæðir myndu sparast við það að fyrirtækin keyptu ýmsa hluti saman. Um fyrirhugaða þjónustumiöstöð vildu þeir taka fram að stofnunin myndi taka gjald fyrir þjónustu sína og standa undir sér sjálf. Hlutverk hennar væri ýmiskonar ráögjöf og eins myndi hún verða eins konar tækja- Starfshópur Undirbúningsfélags rafeindaiðnaðarins hefur skiiað af sér drögum að 5 ára áætlun um uppbyggingu rafeindaiðnaðar. AUGLÝSING FRÁ SJÚKRALIÐASKÓLA ÍSLANDS Umsóknareyðublöö um skólavist í janúar 1983 liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlands- braut 6, 4. hæð, frá kl. 10—12 til loka umsóknar- frests 15. nóv. nk. Skólastjóri. banki. Starfshópurinn benti á að mikilvægt væri að ríkið aðstoðaði þennan unga iðnað með því að ríkisfyrirtæki beindu viöskiptum sinum til innlendra rafeindafyrirtækja. Það væri á allan hátt hagkvæmt fyrir ríkið, bæði hvað varðar gjaldeyrissparnað og sköpun atvinnu. Þeir tóku fram að þeir væru ekki að biðja um ölmusu frá ríkinu heldur um viðskipti. Þeir bentu á í þessu sambandi að sums staðar erlendis væru f jölþjóðafyrirtæki hrein- lega skylduð til að kaupa tæki og út- búr.að frá innlendum framleiðendum. Væri vert að hafaþetta í huga varöandi stóriðju og virkjunarframkvæmdir. Þeir sögöu æskilegt vera fyrir rafeindaiðnaðinn að sami háttur yrði hafður á við stóriðju og við virkjanir, að útboð væm bútuð niður. Það myndi auðvelda innlendu fyrirtækjunum mjög að taka þátt í f ramkvæmdum. ás. F0RSALA AÐGÖNGUMIÐA IFÁLKANUM, KARNABÆ og STUÐBÚÐINNI MIÐAVERÐ KR. 150.00 RISAROKK / Höllinni föstudaginn 10. sept. ki. 20—24. BARAFLOKKURINN EGÓ GRÝLURNAR ÞEYR ÞURSAFLOKKURINN EVRÓPUKEPPIMI KVENNALANDSLIOA ÍSLAND - SVlÞJÓÐ Kvennalandsleikur Fífuhvammsvelli Kópavogi í dag kl. 18.00 MÆTUM OG HVETJUM STELPURNAR TIL SIGURS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.