Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. 15 SOGULEGAR SÆTTIR” YFIR MISTÖKUM ALLRA? þeirri einkennilegu stööu að ríkis- stjórnin er patt og stjórnarand- staöan er patt. Báöir aðilar hafa leikið sig fasta: ríkisstjórnin hefir sett bráöabirgöalög um efnahagsaö- gerðir, sem hún heflr ekki tryggt, að fáist samþykkt á alþingi. Slík vald- beiting er þingræðisleg niösla og ömurlegur pattleikur fyrir mann sem þóttist mynda núverandi ríkis- stjóm til aö b jarga sóma Alþingis. Á hinn bóginn er meginefni bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar til lag- færingar á efnahagsmálum þjóðar- búsins meö þeim hætti aö ýmist báðir eöa annarhvor stjómarand- stööuflokkurínn hefir beitt eöa taliö sig vilja beita líkum úrræöum fyrr og eiga því ekki auövelt meö aö deila á lögin né heldur fella þau á þingi, nema þeir kunni og bendi á önnur efnahagsúrræði betri sem þeir hafa ekki gert svo skilmerkilega aö almenningur hafi lagt eyru viö. Hér hefir stjórnarandstaöan leikiö sig patt. Hún hefir gætt þess eins aö benda á vitleysur ríkisstjórnarinnar, sundurlyndi, aðgerðarleysi, margs konar mistök en ekki hirt um að segja, hvernig eigi aö ráöa fram úr vandanum, hver úrræöi stjómarand- stööuflokkanna væru. I augum mannsins á götunni lítur þetta svo út: Eitthvaö varö aö gera. Líklega hefði hvaöa flokkur sem er fellt gengiö og „krukkað í kaupið”, enginn flokkur er saklaus af slíkum vinnubrögðum fyrr en hliðarráð- stafanirnar draga dám af sundur- lyndinu í ríkisstjórninni og koma því sennilega að litlu sem engu gagni. Hann yppir því öxlum og hugsar meö sjálfum sér: Þessir stjómmála- menn upp til hópa! Þá varöar ekkert umþjóðarhag. Hverju bættari? Auövitað er það dýrðlegt fyrir and- stæðinga Alþýðubandalagsins aö sjá þá súpa þá skál að „krukka í kaupið”, sem þaö hefir harödæmt aöra fyrir. Auövitað kitlar þaö mein- fýsi andstæðinga Framsóknarflokks- ins aö sjá hann verða gliðsa á „niöur- talningu” sinni og landbúnaðar- stefnu sem og stjórn sjávarútvegs- mála. Auövitaö hlægir þaö margan sem vitað hefir með sjálfum sér, aö leikbrögð Gunnars Thoroddsen til bjargar „þingræöinu og sóma alþingis” voru öll unnin í þágu eigin metnaðar að sjá þetta opinberast í þeim lokaleik að setja bráðabirgða- lög án vitaðs alþingisfýlgis og auðvit- aö mun þaö kitla hláturtaugar margra meinfýsinna stjómarsinna aö sjá og heyra stjómarandstöðuna fella á alþingi efnahagsúrræöi, sem þeir flokkar hafa gripið til fyrr að einhverju leyti, og munu kannski veröa aö grípa til eftir ný hjaöninga- víg. En hverju verður þjóðin bættari? Varöar engan um þjóöarhag? Væri ekki mennilegra af stjórnmála- flokkunum aö taka þegar í dag upp viðræður hver viö aöra, reyna aö finna, hvað best er hægt að gera til að bjarga þjóðarskútunni út úr brimgaröinum, áöur en hún fer upp? Er ekki þegar allt kemur til alls ánægjulegra að geta brosað yfir árangursríkum úrræðum og sam- starfi en hlæja aö vandræöum og mistökum annarra með allt í kalda- kolifyrir þjóösinni? Bragi Sigur jónsson fv.ráðherra. • „En hverju verður þjóðin bættari? Varðar engan um þjóðarhag? Væri ekki mennilegra af stjóramálaflokkum að taka þeg- ar í dag upp viðræður hver við aðra, reyna að finna, hvað best er hægt að gera til að bjarga þjóðarskútunni út úr brimgarðinum, áður en hún fer upp?” PANTANIR Sími 13010 HÁRGREIÐSLU- STOFAN KLAPPARSTÍG 29 SENDILL Á VÉLHJÚLI óskast sem fyrst, hálfan daginn eöa nokkra tíma á dag. Upplýsingar frá kl. 9—17 á Innheimtu- deild DV, Þverholti 11, sími 27022. Herraskótískan erhjá okkur Litir: Rautt, svart ogblátt leður Kr. 698,00 PÓSTSENDUM ALMA LAUGAVEGI 46 REYKJAVÍK SÍM119494 Auglýsing Eftirtaldir læknar (sérfræðingar) starfa ekki samkvæmt gildandi samningi um sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa: 1. Ásgeir Karlsson, geðlæknir. 2. Björa Guðbrandsson, baraalæknir. 3. Esra S. Pétursson, tauga- og geðlæknir. 4. Ingvar Kristjánsson, geðlæknir. 5. Jóhann Guðmundsson, bæklunarlæknir. 6. John E. G. Benedikz, taugalæknir (þó undanskilið, Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar). 7. Karl Strand, tauga- og geðlæknir. 8. Sigurður Samúelsson, lyf-, hjarta- og lungna- læknir. 9. Stefán Haraldsson, bæklunarlæknir. 10. Tómas Helgason, tauga- og geðlæknir. 11. Þórir Helgason, lyf- og efnaskiptalæknir. Sjúklingar, sem leita til ofangreindra lækna á stofu, gera það á eigin kostnað og án allrar þátt- töku sjúkrasamlaga í kostnaðinum. Reykjavik, 6. september 1982. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS — sjúkratryggingadeild — <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.