Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Qupperneq 33
DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Svona og svona Nú til dags er glfmt við ungilngavandamál, foreldra- vandamál, öldrunarvanda- mál, áfenglsvandamál og hver veit hvað. Það er nú samt staðreynd, hvað sem hver segir, að sé faöirinn svona og móðirin svona, þá verður barnið svona og svona'. Safna vörubílum Austur-Húnvetningar eru nú þegar byrjaðir að undir- búa sig undir framkvæmdir við Blönduvlrkjun. Sumir hafa til að mynda fjárfest í dýrum vörubQum, sem marg- ir hverjir hafa staðið verk- efnalitlir enn sem komið er. Það er nefnllega starfandi vörubílstjórafélag í sýslunni, sem hefur einkarétt á allri vörubilavinnu. Geti félags- menn ekki sinnt öllum þeim verkefnum sem fyrir iiggja, þá er leitað tfl vörubflstjóra-. félaganna í Skagafirði og vestur-sýslunum. Þetta gremst þeim bflstjórum á Blönduósi og nágrenni, sem fjárfest hafa í dýrum bflum, en ekki fengið inngöngu i bfl- stjórafélaglð. Það er sem sé ekki sopinn Blöndugróðinn fyrr en í ausuna er kominn! Traustvekjandi blialeiga Það þarf fleira en vörubfla til að byggja Blönduvirkjun. Bflaieigur hafa löngum blómstrað vel í nágrenni slikra virkjana og nú er búið að stofna Bilaieigu Blönduóss hf. Þegar litið er til stofnenda fyrirtækisins, og þeirrar að- stöðu sem starf þeirra veitir þeim, þá skyldi maður ætia að fyrirtækið sé pottþétt, ef eitthvert fyrirtæki getur þá verið pottþétt á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þessir framtakssömu menn eru: Árni Jóhannsson, kaupfélagsstjóri, Hilmar Kristjánsson, oddviti og framkvæmdastjóri tré- smiðjunnar Stíganda, Sigurð- ur Eymundsson, umdæmis- stjóri RARIK, Gunnar Rlchardsson, framkvæmda- stjóri Vélsmiðju Hún- vetninga, sem væntanlega sér um viðhaldiö á vögnun- um, og fimmta hjólið undir vagninum er Júlíus Fossdal, sem sér um rekstur ESSO skálans og afgreiðslu Arnar- flugs, en Kaupfélagið er með umboðið. Horð samkeppni BUaleiga Blönduóss er þegar komin með marga bfla, sem sumir hverjir munu vera í langtímaleigu hjá opinber- um fyrirtækjum, til að mynda hjá Vegagerðlnni. Ástæðan mun sú, að ekki náðist sam- komulag við starfsmenn Vegagerðarinnar um greiðsl- m- fyrir afiiot af þeirra eigin bflum. Þá var gripið til þess ráðs að setja bflaleigubfla undir starfsmennina. BUaleiga Akureyrar hefur verið með um 300 bfla í gangi í sumar. „Kennedy-bræðurn- ir”, sem eiga og reka Bfla- leigu Akureyrar, hafa hugsað sér að ná bita af Blöndu- virkjunarkökunni. Er því hafið stríð milU Bflaleigu Blönduóss og Bflaleigu Akureyrar um ákveðna við- skiptavini. Karlar undir Á bæjarstjórnarfundi á Akureyri i byrjun ágúst náðu konur meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar í fyrsta sinn. Aftur höfðu þær meirihluta á bæjarstjómar- fundi sl. þriðjudag. Gerðist þetta vegna þess, að bæjar- fulltrúar af karlkyninu tóku sér frí, en varamenn þeirraaf kvenkyninu komu inn. Þegar „ráðhúsherrann” okkar á Akureyri, hann Rögnvaldur Rögnvaldsson, ieit yfir bæjarstjórnarsalinn og sá hvers „kyns” var, þá varð bonum að orði: Bæjarstjómar breytast fundir brosir kynið þjáða. Karlar ientu konum undlr hvað skal nú til ráða? Undarlegur Lnnrf' porsti I Önefndur vinur minn, við getum kallað hann Andrés, datt hressllega í það um dag- inn og svolgraði stórum. Dag- inn eftir svolgraði hann vatn við þrálátum þorsta. „Eg botna bara ekkert i þessum þorsta i dag, eins og ég drakk þó mikið í gær,” umlaðl í Andrési á milli jvatnsglasanna! Umsjón: Gísli Sigurgeirsson Stetngrimur Gautur Kristjánsson i ræðustóli. Honum til hliðar era Jón G. Tómasson, Albert Guðmundsson og Alexand- er Stefánsson. DV-mynd GVA Sveitarfélög fái aukið svigrúm til fjármálaákvarðana —sagði lón G. Tómasson í f ramsöguræðu á landsþingi Sambands íslenskra sveif arf élaga „Allt frá árinu 1950 hafa skattar sveitarfélaga sem hlutfall af sköttum ríkisins ekki verið lægri en var á síðastliönu ári, ef frá eru skilin árin 1973 og 1974, þegar sveitar- félögum var fyrirfram synjaö um heimild til 10 prósent álags á út- svörin,” sagði Jón G. Tómasson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, í framsöguræðu sinni á tólfta landsþingi sveitarfélaganna, sem hófst á Hótel Sögu í gær. „Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hafa skatttekjur hins opinbera í heild sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu hækkaö á liðnum fimm árum úr 31,6 af hundraöi árið 1977 í um 36,5 af hundraði árið 1981 og hafa aldrei verið hærri hér á landi frp því sem töflursína síðan 1950. Hlutursveitar- félaganna 1981 er um 7,3 af hundraði og hefur hækkað um 0,7 af hundraði frá 1977. Hlutur ríkisins er hins vegar 29,2 af hundraði og hefur hækkað um 4,2 af hundraði frá 1977,” sagði Jón G. Tómasson. Hann sagði ennfremur: „Þessar tölur segja okkur annars vegar aö ríkissjóður tekur stöðugt hærra hlutfall skattheimtunnar til sín en hins vegar gefa þær vísbend- ingu um að í heild sé hiö opinbera komið á efri mörkin í Skattheimt- unni. Sveitarstjómarmenn vilja þó ekki una því að við þá sé sagt eins og gjarnan hefur verið gert: Til þess að tryggja hallalausan rekstur ríkis- sjóðs hefur verið seiist svo djúpt í vasa skattborgaranna að ekkert svigrúm er eftir fyrir sveitarfélögin. Það hefur verið stefna okkar að sveitarfélögin eigi að fá aukiö svig- rúm til fjárhagslegrar ákvörð- unartöku og ég minni á að þannig var það í reynd fyrir aðeins einum áratug, þegar meginreglan var aö útsvörin áttu að brúa bil gjalda og tekna.” Síðarsagði Jón íræðusinni: „Sveitarfélögin geta enn síður sætt sig við þá stefnu, sem nú hefur ráðið hjá ríkisvaldinu í á annan áratug, og hafa margsinnis mótmælt henni, að ýmis þjónusta, sem þau láta í té, megi ekki veröleggjast með hliðsjón af tilkostnaöi, og þrátt fyrir allar yfirlýsingar er það í reynd frekleg skerðing á sjálfstjórnarrétti sveitar- félaga að svipta þau ákvörðunarrétti um gjaldskrár fyrirtækja sinna og stofnana. Þótt sveitarstjórnarmenn i vilji virða alla viðleitni til við- náms verðbólgunnar hljóta þeir enn aö ítreka kröfu sína um aö ríkið hætti afskiptum af þessum málum og að eftirlitshlutverk ríkisvaldsins beinist framvegis einungis aö því að tryggja aöfariðséað lögum. ’ ’ , I lok ræðu sinnar lýsti Jón G. Tómasson því yfir að hann hygðist láta af starfi formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tók Jón þá ákvörðun vegna þeirra breytinga sem ráögerðar eru á stjómsýslu Reykjavíkurborgar. En sem kunnugt er, er gert ráð fyrir að Jón taki við starfi borgarritara. -KMU. SAMKEPPNI UM VERKFRÆÐINGAHÚS Verkfræðingafélag íslands hefur efnt til samkeppni um Verkfræðingahús. Lóð hússins er við Suðurlandsbraut gegnt Hótel Esju og samlagður gólfflötur hússins er áætlaður um 2.500 ferm. Rétt til þátttöku hafa allir félagar í Arkitektafélagi íslands og aðrir þeir, sem leyfi hafa til aö leggja aðalteikningar fyrir Bygginganefnd Reykjavíkur og uppfylla ákvæði bygginga- laga nr. 54/1978. Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Gylfa Guöjónssyni, arkitekt, Úthlíð8, Reykjavík, sími 20629. Skilafrestur á tillögunum er til 1. des. 1982 kl. 19.00. Verkfræðingafélag íslands. INNROMMUN SIGURJONS Armúla 22 S»m« 31 788 ALRAMIVIAUSTAR MIKIÐ . ÚRVAL AF RAMMA- W USTUM V x FYRIR m MÁLVERK ' X. MYNDIR Tölvunámskeið Byrjendanámskeið Námskeiðin standa yffir í 2 vikur. Kennt er 2 stundir á dag virka daga, kl. 17.30—19.30 eða 20.00—22.00. Við kennsluna eru notaðar míkrótölvur af algengustu gerö. Námsefniö er allt á íslensku og ætlað byrjend- um sem ekki hafa komið nálægt tölvum áður. Á námskeiðunum er kennt m.a.: Grundvallaratriöi forritunarmálsins BASIC. Fjallað er um uppbyggingu, notkunarsvið og eiginleika hinna ýmsu geröa tölva. Kynning á tölvukerfum, hugbúnaði og vélbunaði, sem notuö eru viö rekstur fyrirtækja. TÖLVUSKÚLINN SMpholtil Simi 2 5400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.