Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1982, Page 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Aldrei ofseint að kenna görnlum hundi að sitja” 1 111 ......... 1 1 ................ % .............. ■ * — segir Páll Eiríksson sem heldur hlýðninámskeið fyrir hunda Páll Elríksson með tvo af hundum sinum. „Því betur sem ég kynnist mannin- um, því vænna þykir mér um hundinn minn.” Þessi ummæli voru höfð eftir Friðrikimikla Prússakonungi. Víst er að hundurinn hefur reynst manninum góður félagi. Eru til ýmsar sögur af samskiptum manns og hunds og margar bráðskemmtilegar. A litlum grasbala úti á Álftanesi þar sem björgunarsveitarmenn þjálfa hunda sína, komu saman tveir tugir hunda um síðustu helgi, ásamt eigend- um sínum. Þar var að hefjast hlýðni- námskeiö fyrir hunda sem Páll Eiríks- son læknir stendur fyrir. Var mikið um ærsl og læti þennan fyrsta hundafund, enda fæstir þeirra vanir að umgangast dýr af sinni tegund. Reyndar hafði Páll orö á því að þessi hópur væri óvenju rólegur því oft vildi allt fara í vitleysu og slagsmál. Námskeiðiö hófst með því að Páll flutti stutta tölu um eöli hundsins og skýröi frá því út á _hvað námskeiðið gengur. Kvað hann þetta ekki síður vera kennsla fyrir eigandann en hund- inn. Það er jú eigandinn sem elur dýrið upp og mótast hegðun hundsins því af háttalagi eigandans. Hvert námskeið samanstendur af tíu kennslustundum. Að því loknu á hundurinn að vera hlýðinn og rólegur jafnvel þó hann sé innan um aðra gerðir þeirra. Sé þessari refsingu beitt ætti hundurinn að gera sér grein fyrir þvíhvaðeráseyði. Eitt er það sem hundahaldari má aldrei gleyma. Það er að hrósa hundin- um duglega þegar hann framkvæmir skipun eigandans á réttan hátt. Hann verður að finna hvenær hann hegðar sér rétt, ekki síður en þegar honum verður eitthvað á í messunni. Með því að hrósa hundinum treystir eigandinn venjurnar í sessi sem hann vill koma upp. Að loknum inngangsoröum Páls hófst námskeiðiö. Fór kennslustundin í það að láta eigendurna ganga með hundana á hæla sér. Það er nauðsyn- legt að hægt sé að teyma hundinn án átaka. Lýsti Páll þeirri óvenjulegu sjón þegar menn þurfa annaðhvort að draga hundinn á eftir sér eða þegar hundurinn dregur eigandann. Eru það hvimleiðar skepnur sem þannig láta. Gekk þessi æfing ágætlega þó að mismunandi væri hegöun hundanna. Allir virtust þeir þó vera viðráðanleg- ir. Páll lagði áherslu á að æfingarnar yrðu að vera skemmtun fyrir hundinn. Menn yrðu að vera upplífgandi við þá og því mættu æfingamar ekki standa yfir of lengiíhvertskipti. Sjálfur er Páll Eiríksson meö þrjá hunda á heimili sínu. Voru þetta fyrir- Þótt ótrúlegt megi virðast voru hundamir hinlr prúðustu þegar þeim var stillt upp ásamt eigendum sínum tD myndatöku. hunda. En oft vill það brenna við að menn komist í vandræði þegar hundar hittast og allt fari í bál og brand og enginn fái við neitt ráðið. Auk þess á hundurinn að geta sest, legið, beðið, staðið og hoppað allt eftir því hvers eigandinn æskir hverju sinni. Ekki á það að skipta máli hvort hundurinn er í ól eða gengur laus. Allt byggist þetta þó á því að eigandinn þjálfi hund sinn heima á milli kennslustunda. Hundar eru svipaðir börnum Það er engin furða þótt námskeið sem þessi séu vel sótt því lítil skemmtun er fólgin í því að vera með hund sem engu hlýðir og framkvæmir allt þveröfugt við þaö sem honum ber. Einnig ber þess að,> gæta að nágrannar geta oröið fyrir miklu ónæði séu þeir geltandi í tíma og ótíma. Oft er það þó vegna þess að þeim líður illa og eru vanhirtir þegar þeir láta þannig — óánægðirmeðtilveruna. Vitaskuldætti fólk sem ekki hefur tima eða áhuga á að sinna hundum sínum almennilega, alls ekki að hafa sh'k dýr. Dýrinu líður illa og þaö veldur nágrönnum ónæði. I máli Páls kom fram að hundar væru í raun á margan hátt svipaðir börnum. Þeir reyna að komast eins langt og þeir mögulega geta. Eigand- inn verður því að vera sjálfum sér samkvæmur. Ekki þýðir að banna hundinum eitt í dag og leyfa honum það svo á morgun. Fáihundurinn einu HUNDAEFTIRUT í GARÐABÆ Þrátt fyrir að hundahald sé bannaö í Reykjavík er talið að þar séu nú um tvö þúsund hundar. Virö- ist vera lítið eftirlit með þessum dýr- um og oft valda þau nágrönnum ónæði. I Garðabæ þurfa menn að fá leyfi til að halda hund og kostar það nú 600 krónur árlega aö sögn Jónu Bjarkan en hún sér um hundaeftirlitið á vegum bæjarins. Hún er gift Páli Eiríkssyni lækni og er þvi ekkert einkennilegt aö Páll hafi sagt að fjöl- skyldan „sé öll farin í hundana”. Jóna kvaðst reyna að fylgjast með því að allir hundar í bænum væru skráðir. Ef hún kæmist að því að ein- hver væri með óskráðan hund þá sendi hún viðkomandi bréf og beindi þeim tilmælum til hans aö skrá hund- inn. Oftast væri við þessum óskum orðið. „I leyfisg jaldinu er innifalin trygg- ing fyrir því tjóni sem hundurinn kann að valda. Einnig árlegt hreinsunargjald á hundinum og reynt er aö standa straum af skrifstofukostnaði sem af hunda- haldinu hlýst til dæmis launum hundaeftirlitsmanns,” sagði Jóna ennfremur. Hún sagði að nú væru á skrá i Garðabæ 186 hundar. Ekki bærist mikið af kvörtunum vegna þeirra en þó væri alltaf eitthvað um slíkt. „Það vill oft brenna við að fólk sem fær sér hund geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil vinna fylgir þessu. Eigendumir missa svo áhugann en treysta sér ekki til að aflífa hundinn. Verði ég vör við brot á reglunum kajri ég það til bæjarfógeta. Það hefur komið tvisvar fyrir og var það vegna þess að hundarnir voru látnir ganga lausir sem er stranglega bannað. 1 báöum tilvikunum fóru eigendumir fram á að fá að bæta ráð sitt og ég hef ekki fengiö kvartanir út af þessum hundum síðan. Brjóti hundeigandi reglugerðina um hunda- hald er heimilt að fjarlægja hundinn. Nái ég hundi sem er laus þá fer ég með hann heim viti ég hvar hann á heima og sekta viökomandi um 150 krónur. Flestir vilja nú losna við að fá margar slikar heimsóknir,” sagði Jónaaðlokum. sinni að vera í hjónarúminu getur reynst erfitt að koma honum í skilning um að í næsta skipti sé hann ekki æski- legur þar. Einnig verður öll fjölskyld- an að vera samhent í uppeldinu og þar verður líka að gæta þess að samræmi sé í aðgerðum allra þeirra sem hund- inn umgangast. Páll sagði að hundurinn væri í eðli HUNDAR GunnlaugurS. Gunnlaugsson sínu vanadýr. Erfitt væri að brjóta gamlar venjur en auðvelt að koma nýj- umá. Aldrei má sparka í hund Eitt af því sem aldrei má gera við hund er að berja hann eða sparka í hann. Það þekkir hann ekki úr sinu eigin umhverfi og skilur því ekki að um eiginlega refsingu sé að ræða. Vilji menn og þurfi að hegna hundi sínum þá taldi Páll bestu aðferðina vera að taka í hnakkadrambiö á honum og hrista hann. Það er sú aðferð sem tíkin notar við hvolpa sína misliki henni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.