Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. 13 NYJAFNAÐARSTEFNA - ÞRÓTTUR FRAMTÍDAR Þegar ég var í skóla á árunum eftir 1968 virtist vaxtarbroddur pólitískrar hugmyndafræði liggja þar sem menn kölluðu nývinstri- stefnu. Magnús heitinn Kjartansson skynjaði sennilega og skildi þessa hreyfingu á undan öðrum hér heima. Þetta var krafa um nýtt gildismat, annað en hagvöxt. Þetta var hreyfing gegn styrjöldinni í Víet- nam, krafan um móral. Þetta var uppreisn gegn gildismati foreldra. Umfram allt var þetta krafan um eitthvað sem menn kölluðu „frjálst skólakerfi”. Þar hófst uppreisnin og þar lauk henni. Þetta varaði ekki lengi og fjaraði út. Hugmyndafræðin varð mikið til gjaldþrota, endaði í sérvisku. Nú eru erlendir blaðamenn aö gamna sér við það aö spurja: Hvað varö um ’68 kynslóðina? 1 Ameríku eru þeir gjarnan á- stundunarsömustu hugsuöir á veröbréfamarkaðinum í New York. Hjá okkur? Þröstur Olafsson er haröasti, best greiddi og sléttasti klippti samninganaglinn í f jármála- ráðuneytinu. Hugmyndafræðin skildi auðvitað sitthvað eftir, eins og gengur, en mestan part fjaraði hún út, það sem ekki endaði í hreinni vitleysu. Við tók nýfrjálshyggjan, sú sem Hannes Gissurarson og Jónas Haralz hafa verið að þýða úr erlend- um bókum og blöðum. Eftir 1975 virtist sem þarna væri nýr vaxta- broddur. Rekendur fyrirtækjanna fengu á tilfinninguna að verið væri að búa til hugmyndafræði fyrir sig, réttlæta sig. Þessi hugmynda- bylgja ætlar að verða enn skammlífari en hin fyrri. Hún hófst af sjálfri sér sem andsvar við ný- vinstristefnunni, Heimdellingar allra landa tóku að stúdera gamla M«u-x — semauðvitaðvarágætt — tilþessað andæfa honum. En í ljós hefur komið, eins og jafnan áður, að fyrirtækin vilja ekkert hafa með „frjálshyggju” að gera, nema þegar það hentar þeim, og hafa mikið til misst áhugann. Umræðan um nýfrjálshyggjuna, aö svo miklu leyti sem hún er ekki umfjöllun um Adam Smith annars vegar og almenn sannindi eins og þau að við kaupum vörur lægra verði, og ekki hærra verði, þegar við getum, er að þróast í hreina sérvisku. Menn ræða, í alvöru að því er virðist, hvort lögregla og dómstólar eigi ekki heldur heima hjá einkaframtakinu — hvort við eigum ekki aö stofna fyrirtækið Glæpur og refsing hf., sem síðan ákveði hvort þjófnaður sé réttur eða rangur, leyfilegur eða óleyfilegur. Sem sagt: Hugmyndafræði á útleið. Einnig vegna þess að ríkis- stjómir, sem hafa talið sig nálægt slíkri hugmyndafræði, hafa brugðist. Thatcher-stjómin á Bretlandi hefur sýnt samviskuleysi andspænis at- vinnuleysi. Þess vegna er Thatcher- stjómin vond stjórn, að mati þess sem þessar línur ritar. Og þess vegna er þessi hugmyndafræði í svo örri hnignun — hana vantar samvisku. Valddreifing — stefna næstu framtíðar Jafnaðarmenn, þar sem þeir sækja djarfast fram, hafa verið að endurskilgreina rætur sínar. Þær rætur liggja víðar en í þýsku miðstýringunni frá því um aldamót, sem flaut raunar bæði í austur, undir merkjum einræöis, en einnig í vestur og norður, undir merkjum lýðræðis. Ræturnar liggja einnig og ekki síður þar, sem stundum var ranglega kallað stjórnleysisstefna, en betur væri kallað valddreifingarstefna. Þessi stefna varð ekki slíkt afl, sem hún hefði átt að verða, af ýmsum sögulegum ástæöum. En hún var til staðar — og ekki síst í latneskum löndum. Franski jafnaðarmanna- flokkurinn sækir mikiö til þessarar sögu. Ahersla þeirra á valddreifingu „valdið á gólfið” í fyrirtækjunum, og aukið lýðræði í smáu og stóru reyndist sigursæl í kosningum. Sama virðist vera að gerast á Spáni og víðar. Hins vegar ganga launþega- sjóöir sænsku jafnaöarmannanna þvert á þessa hugmyndafræði — og enda er andstaða innan flokksins þar mikil og vaxandi. Sú andstaða kemur einmitt frá fólki sem vill minni einingar og meira lýðræði. Launþegasjóðirnir sænsku eru væntanlega leifar miöstýringahug- myndafræðinnar, fjarstýring fyrir- tækja er einfaldlega úr sér gengin. Þessar nýju áherslur á skyn- samlega hagstjórn (hallalaus fjár- lög, raunvexti, hreint og svikalaust efnahagslíf), smáar og frjálsar einingar í rekstri og félagslifi, dreift vald og aukið beint lýðræði (til dæmis í verkalýðshreyfingu), ásamt með styrku velferðarkerfi, sem er auðvitað undirstaða siðmenningar, virðist vera hugmyndafræði á sigur- leið. Við sjáum það í kringum okkur. Viðsjáumþaðhér. Pilsfaldakapítalisminn Hugmyndir í þessa veru gera auðvitað ráð fyrir því, að í fyrsta lagi sé ágóöi mikilvægt afl í efnahags- vélinni, og í öðru lagi eigi f jármagns- hyggja við á fjölmörgum sviðum, og sé besta tækiö til þess að fást við f jöl- mörg úrlausnarefni. Að vísu hefur Galbraith rétt fyrir sér þegar hann VilmundurGylfason segir, að þegar fyrirtæki eru komin yfir ákveðna stærö, virðist engu höfuömáli skipta hvort þau eru ríkis- rekin eða í einkaeign. Hegðunar- munstur og rekstur lýtur sömu lög- málum. Okkar vandi er sá, að þorri íslenskra framleiðenda (at- vinnurekenda) er engir kapítalist- ar, þora ekki að taka á sig þá ábyrgð og þær skyldur, þá áhættu, sem at- vinnurekstri, og þá frjálsum at- vinnurekstri, á að fylgja. íslenskir kapítalistar tóku traustataki hina kratísku hugmynd almanna- trygginganna, sem auövitað er einhver merkilegasta félagsbylting samtímans, og notuðu hugmyndina til þess að búa til öryggisnet undir sjálfasig. Þeirrar náttúru er hið ríkisrekna öryggisnet, sem strengt er undir bændur, með ýmsum hætti, bæði að því er verðákvarðanir vöru þeirra varðar, og til dæmis með útflutnings- bótum. En ekki aðeins þar. Utgerðin hefur komið sér upp nákvæmlega sama kerfi. Með því að láta ríkis- valdið í raun ákvarða fiskverð og síðan gengi, hafa kapítaiistarnir gefist upp, látið strengja undir sig öryggisnet, sem spýtir þeim aftur upp í loftið, þegar þeir með réttu ættu að fara á hausinn. I skjóli þessa ríkisrekna kapítalisma þróast síðan margháttuð spilling og margháttað óréttlæti. Nýir tímar gera ráð fyrir nýjum lausnum. Islenskur atvinnurekstur (undanskilinn er viss þáttur verslunar og viss þáttur iðnaðar) er rekinn á merkantílískum forsendum, þess þáttar í merkantílískum for- sendum sem Adam Smith gerði uppreisn gegn, þegar hann ritaði Auðæfi þjóðanna (1776). Það eru ríkisafskipti og höft hvers konar, sem eru ekki sett að kröfu pólitíkusa, eins og atvinnurekendur halda gjarnan sjálfir fram, heldur að kröfu þeirra sjálfra. Þeir hafa búið til tryggingakerfi fyrir sjálfa sig, sem er miklu dýrara og miklu spilltara og auk þess ómerkilegt sem hið félagslega almannatrygginga- kerfi er ekki. ' Sá vængur efnahagslífsins, sem rekinn er á forsendum frjáls- magnsins á þá að lúta lögmálum fjármagnsins. Þar á að vera hvort tveggja, áhætta og ábyrgð. Þess vegna á að reka landbúnað sam- kvæmt lögmáli markaðar. Og þess vegna á að semja frjálst um fiskverð, án afskipta ríkisvaldsins og þess vegna án ábyrgðar ríkis- valdsins. Ef þeir síðan semja um verð sem þeir ekki geta greitt — þá erþaðþeirra vandi. t samfélagi lítilla eininga, dreifðs ákvörðunarvalds og beinnar þátt- töku í ákvörðun hvers konar, verður einstaklingurinn ábyrgur gerða sinna. Það gleymist of oft í þessari umræðu að stærstur hluti íslenskrar framleiðslu (landbúnaðar, sjávarút- vegur) er rekinn á ríkisábyrgð — og ríkið borgar mismuninn, hver sem hann er. Hiö valddreifða þjóðfélag verður hins vegar aö gera ráð fyrir ábyrgð — og alvörukapítalistum. Það þarf lagasetningu gegn auðhringum og verðsamsærum — en umfram allt verða menn, hvort sem þeir semja um laun, félagsleg réttindi, fiskverö eða verð á land- búnaöarafurðum, að bera sjálfir á- byrgð á því sem þeir eru að gera, án afskipta rikisvaldsins, án afskipta stórumömmu. Það þarf ekki að lesa lauslegar þýðingar Jónasar H. Haralz á Adam Smith til þess aö vita að öll reynum við að versla svo ódýrt og hagkvæmt sem við getum. En það þarf ekki að skoða Morgunblaðið lengi til þess að komast aö raun um að Sjálfstæðis- flokkurinn, hafi hann einhverja hug- myndafræði, er merkantíliskur stjórnmálaflokkur, stjómlyndur ríkisafskiptaflokkur í þágu nokkurra svokallaðra fjármagnseigenda. Þessi einfalda staðreynd hefur of lengi villt of mörgum sýn. Menn hafa of lengi haldiö að þeir væru að velja yfir sig einhvers konar frelsi til at- hafna, en hafa samt stöðugt sokkið dýpra og dýpra í miðstýringu, ríkis- styrkta atvinnuvegi, niðurgreidd lán — óheilbrigt stjórakerfi. Gegn þessu ástandi verða vald- dreifingarmenn að andæfa. Það er mikill þróttur í þessari hugmynda- frasði víða annars staðar. Okkar sér- íslensku aöstæður kalla auðvitaö á séríslenskar lausnir. En aöalatriöið verður að vera, aö menn og samtök þeirra í vaxandi mæli beri sjálfir á- byrgð á þeim ákvörðunum sem þeir taka. Vilmundur Gylfason. „Þegar ég var í skóla á árunum eftir 1968 ^ virtist vaxtarbroddur pólitískrar hug- myndafræði liggja þar sem menn kölluðu nývinstristefnu... Nú eru erlendir blaðamenn að gamna sér við það að spyrja: Hvað varð um ’68 kynslóðina?. ... Hjá okkur? Þröstur Ölafs- son er harðasti, best greiddi og sléttast klippti samninganaglinn í f jármálaráðuneytinu. ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.