Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. 15 / úrslitaspymunni /standardfíokki sigraði Sœvar Pótursson Sœvar Karisson og sóst hór að Sævar Pótursson hefur strax i upphafi náð góðu forskoti. Septemberkeppni Kvartmíluklúbbsins SETTl NÝTT BRAUTARMET Gunnlaugur Cmilsson hefur verið iðinn við að mæta i keppni i sumar og tókst honum að sigra i annað sinn á laugardaginn. Með þeim sigri er hann búinn að tryggja sór Íslandsmeistaratitilinn igötubílaflokknum. Mlkll harka var í keppninni i skellinöðruflokknum og hlupu strákamir með hjólunum fyrstu metrana tilað vera fíjótari afstað. Þaö var heldur betur fjör á kvart- mílubrautinni við Straumsvik síöast- liöinn laugardag þegar Kvartmílu- klúbburinn hélt fimmtu kvartmílu- keppni sumarsins. Ovenjumargir keppendur mættu til leiks og var bar- áttan um fyrstu sætin mjög hörö í öllum flokkum. Mörg ár eru síðan áhorfendur hafa verið jafnmargir enda vair veöur hið besta, glaöa sól- skin, logn og mjög hlýtt. Þegar keppn- in var um þaö bil hálfnuð missti Valur Vífilsson stjórn á 440 Barracudunni sinni meö þeim afleiöingum aö hann þeyttist út af brautinni og valt nokkrar veltur. Var bíllinn gjörsamlega ónýtur eftir veltuna en öryggistækin í bílnum komu í veg fyrir aö Val sakaöi, en hann fékk ekki svo mikið sem eina skrámu. Áhorfendur þustu þegar að bílnum og var þaö mjög slæmt því þeir þvældust fyrir sjúkrabílnum sem var á staðnum og bilnum sem var meö slökkvitækin. En lögregluþjónar úr Hafnafiröi sem voru á staðnum voru snöggir til, sáu um að halda mannf jöldanum frá bíln- um og veittu með því mikilvæga að- stoð. Tafðist keppnin um einn og hálf- an tíma vegna þessa atviks og var fariö aö skyggja ansi mikið þegar keppninni lauk um kvöldmatarleytiö. Standardflokkur Allir keppendurnir í standardflokki óku Pontiac Firebird bílum og voru þrír þeirra á Trans Am. Allir voru bíl- arnir meö 400 cid. vélar en gamli Fire- birdinn hans Sævars Péturssonar skaraði þó fram úr en hann setti annaö Islandsmetiö sitt í standardflokki í sumar þegar hann fór kvartmíluna á 13.52 sek. Júlíus Bess varð að eftir- láta Sævari Karlssyni annaö sætiö þrátt fyrir aö hann næöi betri tíma en Sævar. Sævar var sneggri aö taka af stað og dugöi það honum til sigurs, því sá vinnur semundanerímark, jafnvel þó tími hans sé lakari. Besti tími Júlí- usar var 14.34 sek. en besti tímiSævars var 14.58 sek. Modified standard Eins og í standardflokki voru fjórir keppendur í M.S. flokki en einn þeirra, Guömundur Guðmundsson, heltist strax úr lestinni þegar vélin í Barra- cudunni hans bilaði. Þeir Jóhann Kristjánsson og Pétur Kjartansson spymtu fyrst og lauk þeirri' viðureign með sigri Jóhanns. Besti timinn sem Pétur náöi á 307 cid. Novunni sinni var 15.36 sek. Fyrir úrslitaspyrnumar viö Höskuld Guönason fékk Jóhann lánaöa slikka (keppnisdekk) undir 427 cid. Corvettuna og stóð hann þá jafnt aö vígi og Höskuldur en hann var einnig meö slikka undir 440 cid. Challangern- um sem hann keppti á. Eftir þrjár spymur stóð Jóhann uppi sem sigur- vegari í MJS. og var besti tími hans 13.15 sek. Besti tími Höskuldar var 13.37 sek. Street eliminator I götubílaflokknum var Gunnlaugur Emilsson fremstur í flokki aö vanda á 383 cid. Chargernum sínum. Gunnlaug- ur sigraði í flokknum og var besti tími hans 13.65 sek., en hann átti erfiðan dag því keppinautar hans voru átta talsins. I ööra sæti lenti Jón Jóhanns- son sem keppti á Plymouth Valiant meö 440 cid. vél. Besti tími Jóns í keppninni var 13.64 sek. Street altered Benedikt Eyjólfsson hefur oröiö aö láta sér það lynda aö vera að dandalast einn í S.A. flokki í fyrri keppnunum í sumar. Þrátt fyrir þaö hefur hann sett nýtt Islandsmet í S.A. flokki í hverri keppni. A laugardaginn mættu þó fjór- ir menn til keppni og ætluöu þeir aö sjá til þess aö sigur Benedikts yröi ekki eins auðveldur að þessu sinni. Líkleg- astur til stórræöa voru þeir Valur Vífilsson og Siguröur Jakobsson. I fyrstu tímatökuferð sinni bræddi Sig- urður úr 351 cid. vélinni í Pintónum sem hann keppti á, og þaö svo harka- lega að ein stúnpilstöngin stóö út úr blokkinni. I fyrstu spyrnu sinni viö Benedikt lenti Valur fyrir utan braut, eins og fyrr sagði. Þór Myrdal, sem keppti á 401 cid. AMC Gremlin, og Haraldur Haraldss. á 350 cid. Vegu veittu Benedikt enga keppni. Benedikt hélt uppteknum hætti og bætti Islands- metið á S.A. flokki og fór kvartmíluna nú á 10.18 sek. en sá tími er jafnframt nýtt brautarmet. Daginn eftir fór Benedikt aftur upp á braut og þá tókst honum aö brjótast í gegnum 10 sek. múrinn. Fór hann kvartmíluna á 9.83 sek. með því aö nota nitrous oxide blönduá vélina. Mótorhjólaflokkur Langflestir keppendur voru í mótor- hjólaflokknum, eöa níu talsins, og var keppnin þar mjög hörö. Voru flestir strákanna búnir aö rifa allt þaö af h jól- unum, sem ekki kom þeim að beinurrf notum í spymunum, til þess aö létta þau. Adolf Adolfsson bar sigur úr být- um á 1100 cc Suzuki Katana hjólinu sinu og fór hann kvartmíluna á 11.53 sek. Annar varö Gunnar Geirsson á Honda CBX six en besti tími hans var 11.37 sek. Skellinöðruflokkur Kristinn Sigurösson sigraði í skelli- nöðmflokknum, en hann keppti á Honda 50 og náöi best 21.05 sek. tíma. Annar varð Geir Einarsson sem keppti einnig á Honda 50 en besti tími Geirs var21.24sek. Jóhann Kristjánsson. HJÓLBARÐA- VERKSMIÐJA Öskum eftir að ráða duglega menn til starfa í hjól- barðaverksmiðju vorri, helst eldri en 20 ára. Mikil vinna framundan. Góðlauníboði. BANDAG-hjólbarðasólunin hf., Dugguvogi 2. Sími 84111. BIFREIÐIN ER TIL SÖLU EF VIÐUNANDI TILBOÐ FÆST Pinin Ferína 130 Coupé 3200 Cubic. V—6 Ferrari vél. Borg Warning skipting, splittað drif. Klædd m/nautsleðri. Utvarp og segulband. Uppl. í sima 31579 eða Bílasölu Eggerts. Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á mín. í báðar áttir. Verð kr. 1.728, — m/söluskatti. Sendum hvert á land sem er. r VELAVEHSLUN / Ármúli 8 — 105 Reykjavik - Sími 8-5840. Sælkeraferð í Móseldalinn Fyrsta ferð Sælkeraklúbbsins á þessu starfsári verður til Lúxemborgar helgina 8. —11. október. Eitt þekktasta vín- ræktarhérað Evrópu „Móseldalurinn” heimsóttur. Einnig gefst þátttakendum kostur á að kynnast evrópskri matar- gerðarlist. Upplýsingar á söluskrifstofu Flugleiða Hótel Esju í síma 85011. Sælkeraklúbburinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.