Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 16
16. DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Spurningin Ferðu oft í bíó? ElLsabet Ásmundsdóttir, vinnur á Landspítalanum: Fer allt of sjaldan. Fór mikiö hér áður en hef ekki gefið mér tíma undanfarin ár. Hvers konar myndir ferðu á? Hef mest gaman af spennandi njósnamyndum. Davíð Steinþórsson, bílstjóri: Nei, fer mjög sjaldan, enda hefur maöur videó. Uppáhaldsleikarinn? Eigum við ekki aö segja að ég haldi mest upp á Peter Ustinov og þá hef ég einnig mjög gamanaf Jack Nicholsson. Valgerður Rúnarsdóttir nemi: Já, ég fer nokkuö oft, svona einu sinni í viku. Annars kemur þetta í kippum. Stund- um fer maður ekkert, en í annan tíma oft. Uppáhaldsleikari? Goldie Hawn er sú besta. Gyða Bjömsdóttir, nemi: Fer svona þrisvar i mánuði. I hvaða bíói líður þér best? Sennilega Háskólabíói. Alltaf á- k veðin tilfinning að f ara þangað. Karl Sölvi Guðmundsson, sjómaður: Nei, mjög sjaldan. Hef til dæmis ekk- ert farið á þessu ári, enda starfa ég sem sjómaður og því ekki auðhlaupiö að fara oft. Uppáhaldsleikari? Enginn sérstakur, margir m jög góðir. Öra Thors, sjómaður i veikindafríi: Jú, ég fer mjög oft í bíó. Sá til dæmis þrjár sýningar siöastliðinn sunnudag. Bestu myndimar? Afþreyingar- myndir bestar, en er á móti rúss- neskum afþreyingarmyndum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Mest allt er þetta svœði, að gæsluvellinum meðtöldum, en túnbrekkunni undanskHinni, líkast landslagi i smágrýttum dauðadal," segir Heimabúinn H.G. DV-mynd: Einar Ólason. MYRKUR í UÓSHÐMUM — og lítil von um „grænt jarðsamband H.G. skrifar: Eg bý við götuna Ljósheima í höfuð- borginni. Gatan og húsin eru komin á þrítugsaldurinn. Norðan götunnar eru „opin svæði”; næst henni líklega bíla- stæði (eða bílskúrastæði) ofanvert við götuna, þar næst opinn leikvöllur og sparkvöllur og enn ofar gæsluvöllur fyrir böm og austar einhvers konar túnbrekka. Mest allt er þetta svæði, að gæsluvellinum meðtöldum en tún- brekkunni undanskilinni, líkast lands- lagi í smágrýttum dauðadal. Og mitt í honum stendur líkt og eyðimerkurein- búi steinkubbur frá Rafmagnsveit- unni, með margra ára gömlu sóöalegu krotiá veggjunum. Mest af þessum „opnu svæðum” mun eiga að þjóna fleiri götum. Lík- lega er svo um steinkubbinn einnig. Þessi viðskilnaður er viðurstyggð og kaffærir alla Ljósheimana í myrkri annars eða þriðja flokks borgarbyggð ar, sem ég hélt að ekki ætti að vera til lengur. Síst þó í svo tiltölulega nýlega byggðri og ákaflega fjölmennri götu, miðaö við nýjustu hverfin. Heimahverfið er af þessum sökum sér í lagi ekki aðlaöandi fyrir barna- fólk, þótt það bjóði því í öðrum efnum betri aðstæður en flest önnur hverfi borgarinnar. Dauðadalurinn er óþol- andi fyrir alla Heimabúa. Nú man ég eftir áminningu um þetta í Vísi fyrir svo sem ári. En nákvæm- lega ekkert hefur breyst. Ég bið því DV að spyrja borgaryfirvöld og stjórn- endur Rafmagnsveitu Reykjavíkur um, þaö, hvort þetta sé ákveðið ævarandi ástand. Eða hvort búast megi viö því að „opnu svæðin” (með bamagæslu- vellinum) við Ljósheima verði í náinni framtíð eöa yfirleitt útbúin fyrir fólk meö grænt jarðsamband og löngun til eðlilegrar lífsfyllingar. Eða hvort sýna þurfi hnefaréttinn. Bréfiö skrifaði ég eftir að hafa átt leið fram hjá „öðrum viöhorfum” við Einimelinn. Þargaf á aö líta. Framkvæmdaleysi íbúa tefur fyrirfrágangi — samkvæmt svari gatnamálastjóra Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri, svarar H.G.: Varðandi þetta lesandabréf um opið svæði við norðanverða Ljósheima, skal eftirfarandi upplýst: Næst götunni eru skv. mæliblaði, tveir reitir ætlaðir fyrir bílskúra og bílastæði fyrir fjölbylishúsin sunnan- vert við götuna. Austasti reiturinn til- heyrir fjölbýlishúsinu nr. 20—22 við Ljósheima og er ófrágenginn af hálfu íbúöaeigenda. Ibúðaeigendur hinna fjölbýlishús- anna hafa gengiö frá sínum spildum öllum malbikuðum, en sleppt bíl- skúrunum. Vegna þess að bílskúrunum er sleppt, stendur spennistöð Raf- magnsveitunnar einmana eftir, en hún átti að falla inn í bilskúraheildina. Fyrir norðan þessa bílskúra og bíla- stæðisreiti er brekka, sem borgin á eftir að ganga frá og verður það gert þegar íbúöaeigendur fjölbýlishússins nr. 20—22 hafa gengið frá sinum bíla- stæðum og ættu þeir að fylgja fordæmi nágranna sinna í þeim efnum. Nyrst eru síðan leikvöllur, gæsluvöllur og sparkvöllur, sem ekki verður séö að séu til lýta fyrir umhverfið, en alltaf má fegra og bæta og sitt sýnist hverj- um. SPENNISTODIN ATT1AÐ VERA HLUTIAF BÍLSKÚRALENGJU —segir í svari raf magnsstjóra Aðalsteinn Guöjohusen, rafmagns- stjóri, svararH.G.: Umræddur „steinkubbur” er spenni- stöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem sér 600—700 íbúum við Ljósheima og Gnoðarvog fyrir raforku. Um alllangt skeið var sú stefna ríkjandi hjá skipu- lags- og byggingaryfirvöldum, að spennistöðvar skyldu byggðar sem hluti af væntanlegri bílskúra-„lengju”. Spennistöövar verða óhjákvæmilega meðal fyrstu bygginga í nýjum hverf- um, og þar sem ekkert hefur orðiö úr byggingu bílskúra, hafa spennistööv- arnar oröið eins konar „einbúar”. Á síðari árum hefur þetta breyst. Þær stöðvar sem nú eru byggðar, eru mun minni fyrirferðar og njóta sín betur sem sjálfstæðar einingar. Spennistöðvahús Rafmagnsveitunn- ar eru að jafnaöi máluö á 4—5 ára fresti og er því málun stöðvarinnar við Ljósheima að verða timabær. Krot það á veggjum stöövarinnar, sem bréfrit- ari víkur að, réttlætir ef til vill skjótari aðgerðir en ella. Hins vegar er það ógemingur fyrir starfsmenn Raf- magnsveitunnar að koma í veg fyrir krot og sóðaskap af þessu tagi, sem er því miður algengt fyrirbæri — og bitn- ar í mjög ríkum mæli á mannvirkjum Rafmagnsveitunnar, spennistöðvum, Ijósastólpum og tengiskápum í gang- stéttum. I íbúðarhverfum er vakandi auga sjálfra íbúanna eflaust besta vopniö til þess að hafa hemil á umhverfisspill- ingu af þessu tagi. Skólamir gætu einn- ig veitt þessum málstað liðsinni. „Steinkubburinn", semH. G. minn- ist á, er ein spennistöðva Rafmagnsveitu Reykjavikur. Um krotíð segir Aðalsteinn Guðjohn- sen, rafmagnsstjóri: „í ibúðahverf- um er vakandi auga sjétfra ibúanna eflaust besta vopnið tílþess að hafa hemil á umhverfisspillingu afþessu tagi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.