Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Karl getur ekki leikið í Dublin — Landsliðið í knattspyrnu byrjaðað undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn írlandi KarlÞórðarson. Karl Þórðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, sem leikur með franska liðinu Laval, hefur óskað eftir því að hann yrði ekki vaUnn í landsUðshóp íslands fyrir landsleikinn gegn írum í Dublin 13. október. Karl tUkynnti Jóhannesi Atlasyni landsiiðs- þjáUara, að meiðsU væru nú svo mikU hjá leikmönnum Laval að erfitt væri fyrir hann að fá frí frá Lavai, sem leikur í Frakklandi 15. október, eða að- eins tveimur dögum eftir landsleikinn í Dublin. Þetta kom fram þegar DV ræddi við Jóhannes Atlason landsUðsþjálfara, sem er nú þegar byrjaður að undirbúa landsliðið fyrir landsleikinn í Dublin. LandsUðsæfing var um sl. heigi með þeim leikmönnum sem eru hér heima og leikmönnum landsUðsins 21 árs og yngri. Eins og hefur komið fram þá leikur bæði landsliðið og 21 árs liðið á Spáni 27. október. Jóhannes veröur með landsliðsæf- ingu í dag og síðan aftur á fimmtudag- inn. LandsUðið heldur síðan tU Irlands á sunnudaginn kemur. — Er orðið ljóst hvaða „útlending- ar” koma tU að leika í Dublin? — Nei, ég hef verið aö ræða við at- vinnumenn okkar að undanförnu og j það verður ekki ljóst fyrr en á morgun hverjir eru tilbúnir í slaginn. Eg hef j ekki trú á að Ásgeir Sigurvinsson geti leikið leikinn þar sem hann á við meiðsli að stríða eins og hefur komið; fram, sagði Jóhannes. -sos Kínverski þjálfarínn leikur með TBR-íiðinu — í Evrópukeppni félagsliða í badminton í Antwerpen Jimmy Connors. Ekki orðið á slík — Þaö getur farið svo að kínverski þjálfarinn okkar You Zuorong leiki með okkur í Evrópukeppni félagsliða, sagði Sigfús Ægir Árnason, fyrirllði TBR-liðsins í badminton, sem er á för- um tU Belgíu tU að taka þátt í Evrópu- keppninni sem fer þar fram 15.—17. október. TBR-liðið leikur í riðli með norsku,| skosku og júgóslavnesku liði og það lið sem fer með sigur úr býtum mætir liði frá Hollandi. —Hverjir eru möguleikar ykkar? — Ég tel að möguleikarnir gegn Júgóslövum séu mjög góðir og þeir eru allnokkrir gegn Norðmönnum. Við vitum lítiö um skoska liöiö, en Skoiar eru sterkir í badminton. Spumingin er hvort að skoska liðið sé með marga sterka badmintonspilara í sínum her- búðum. Það sjáum við ekki fyrr en við ikomumtilBelgíu. Sigfús Ægir sagði að alls færu tíu badmintonspUarar frá TBR til Belgíu, auk þjálfarans Zuorong frá Kína. TBR-liðið er skipað þessum spilur- um: Kristín Magnúsdóttir, Kristín Berglind Kristjánsdóttir, Þórdís Edwald, Elisabet Þórðardóttir, Inga Kjartansdóttir, Broddi Kristjánsson, Sigfús Ægir Árnason, Þorsteinn P. Hængsson, Haraldur Komelíusson og Guðmundur Adolfsson. -SOSl I Derwall velur Kaltz aftur — sagði Bjöm Borg eftirað hafa tapað fyrirConnors íMontreal Jimmy Connors vann öruggan sigur á Birni Borg í úrslitaleik stór- mótsins í Montreal í gær, 6—4 og 6—3. Borg var ekki eins skarpur í leik sínum gegn Connors og hann hafði verið í undanúrslitunum gegn Tékkanum Ivan Lendl. Greinilegt að hann hefur enn ekki úthald í erfiða leiki dag eftir dag. „Mér urðu á mistök — mistök, sem ekki hefðu átt sér stað hjá mér fyrir ári,” sagði Borg eftir leikinn við Connors, en hann sló knöttinn hvað eftir annað í netið í auðveldum stöðum. -hsim. Bræðumir Berad og Karl-Heinz Förster hjá Stuttgart og Klaus og Thomas Állofs, sem Ieika með 1. FC Köln og Kaiserslautera, eru í 19 manna landslíðshóp Jupp Derwall, landsliðs- þjálfara V-Þýskalands, sem hann hef- ur valið fyrir vináttulandsleik gegn Englendingum á Wembley 13. október. Derwall hefur þá valiö Manny Kaltz hjá Hamburger SV að nýju í landsliö sitt. Uli Stielike hjá Real Madrid fær ekki leyfi hjá spánska liðinu tii að leika leikinn. Landsliöshópur Derwall er skipaður STAÐAN Staðan er nú þessi í 1. deildar- keppninni: KR—Valur 21—16 FH KR Valur Vikingur Þróttur Stjarnan Fram ÍR 1 kvöld leika Fram og ÍR í Laugardalshöllinni kl. 20. Á miðvikudag leika Víkingur — ValurogFH —KR. Víðirtil Belgíu tslenska landsliðið í badminton leik- ur landsleik gegn Belgiumönnum i Antwerpen, eftir að Evrópukeppni félagsliða lýkur þar 17. október.. Badmintonspilararair úr TBR lelka með landsllðinu og þar að auki heldur Viðir Bragason frá Akranesi til móts við TBR-llðið. -SOS Miðará hálfvirði Skoska knattspyrausambandið hef- ur ákveðið að aðgöngumlðar á leik Skotlands og A-Þýskalands á Hampd- en Park í Glasgow 13. október verði aðeins seldir á hálfu verði. Þannig vfll sambandið þakka áhangendum skoska landsliðsins hinn góða stuðning sem þeir veittu Skotum í HM á Spánl i sumar. -SOS þessum leikmönnum: • Markverðir: Bernd Franke (Braunschweig) og Toni Schumacher (Köln). • Varaarleikmenn: B. Förster og K—H. Förster, Stuttgart, Hannes, Mönchengladbach, Hieronymus og Kaltz, Hamburger og Strack, Köln. • Miðvallarspilarar: Brigel, Kaiserslautern, Drammler, Bayem, Engels, Köln, Matthaeus, Mönchengladbach og Miiller, Inter Milan. • Sóknarleikmenn: Klaus Allofs og Littbarski, Köln, Thomas Allofs, Kaiserslautem, Meier, Bremen, Milewski, Hamburger og Karl-Heinz Rummenigge, Bayem. -SOS Manfred Kaltz. Heimsmet Kanada- manns í fjórsundi — Alex Baumann synti 200 m á 2:02,25 mín. Kanadamaðurinn Alex Bau-i mann, 18 ára og f æddur í Tékkósló- vakíu, setti nýtt heimsmet i 200 m. fjórsundi á samveldisleikunum í Brisbane í gær. Synti vegalengdina á 2:02,25 min. og bættl eigið heims- met, sem hann setti í Heidelberg í V-Þýzkalandl fyrir 14 mánuðum, um 53 sekúndubrot. Það var 2:02,78 min. Baumann, sem hefur átt við meiðsli að stríða, hafði algjöra yfir- burði í sundinu. Var næstum f jórum sekúndum á undan næsta manni, Skotanum Robin Brew. Kanadamaðurinn Jeffrey Sheehan varð þriðji. Eftir 100 m í fjórsundinu í gær var Baumann með 0,2 sek. lakarí tíma en þegar hann setti heimsmet- ið í Heidelberg. Hins vegar gekk honum mjög vel í bringusundinu, synti 50 metrana á 34,7 sek. Hefur aldrei náö svo góðum tima á bríng- unni, reyndar aldrei synt þá innan við 35 sekúndur í 200 m f jórsundi. I skríðsundinu i fjórsundinu, það er 50 m þar, var tími hans 0,10 sek. lakari en í Heidelberg. -hsím. Ragnar Hermannsson sést hér stökkva upp og síðan sendi hann knöttinn í netið hjá Val. Theódór Guðfinnsson náði ekki að stöðva hann. Þeir reyndu að taka Alfreð og Anders-Dahl Nielsen úr umferð á lokasprettinum en KR-ingar sáu við þeim og unnu 21-16 Það gekk á ýmsu þegar KR-ingar lögðu Valsmenn að velli, 21—16, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Það var stiginn mikill darraðardans undir lok leiksins og gekk á ýmsu. • Þorbjöra Jensson, fyrirliði Valsmanna, fékk að sjá rauða spjaldið hjá dómurum leiksins — þegar staðan var 14—12 fyrir KR og 16 min. til leiksloka. • Valsmenn tóku þá Alfreð Gíslason og Danann Anders-Dahl Nielsen úr umferð, þegar staðan var 17—14 fyrir KR og 8 mín. til leiksloka. Það dugðiekkert. • Jens Einarsson, markvörður KR-inga, varði mjög vel undir lokin og KR-ingar skoruðu þrjú mörk úr hraöupphlaupum eftir að Jens hafði varið og náðu sex marka forskoti, 21—15. Valsmenn veittu KR-ingum lengi harða keppni — komust yfir, 3—1, en þá kom slæmur kafli hjá þeim og skoruðu þeir ekki mark í 7 min. KR-ingar þökkuöu fyrir sig með því að skora fjögur mörk í röð og komast yfir, 5—3. Þeir höfðu svo yfir, 10—9, í leikhléi. Valsmenn jöfnuðu 10—10 í upp- hafi seinni hálfleiksins en síöan ekki söguna meir. KR-ingar náðu yfirhöndinni og eftir að Þorbjöm Jensson, kletturinn í vöm Vals- manna, var farinn af leikvelli, hrundi leikur V alsmanna. Það er óhætt að segja að KR- ingar hafi unnið þennan leik á því hvað þeir eru með jafnsterka! leikmenn, sem hafa yfir að ráða reynslu — þegar út í hörku er komið. Valsmenn eru aftur á móti með marga unga leikmenn í sínum herbúöum, sem hafa ekki öðlast reynslu — vantar yfir- vegun í leik sinn þegar mikiö liggurvið. Það mátti sjá leikmenn Vals og KR gera marga fallega hluti í leiknum. Markvarsla landsliös- markvaröanna Gísla Felix Bjarnasonar og Jens Einars- sonar hjá KR og Valsmannsins Einars Þorvarðarsonar, var mjög góö — þeir vörðu oft með miklumglæsibrag. Jón Pétur Jónsson var frískast- ur hjá Val — skoraði sex mörk. Aftur á móti var Theódór Guöfinnsson slakur. Hann átti góöan leik með Val gegn Þrótti um sl. helgi, en nú lék hann langt undir getu. Gunnar Lúðvíksson átti góða spretti — nálgast óðum sitt gamla góða form, sem færði honum landsliðssæti fyrir tveimur árum. Léleg nýting Alfreðs KR-ingar voru jafngóðir. Alfreð skoraði mest — sex mörk. Sex mörk? Þaö segir ekki alla söguna, því að hann skoraði þau úr þrettán sóknarlotum. 38,4% nýting, sem er ekki nægilega góður árangur hjá landsliðs- manni. Anders-Dahl Nielsen olli vonbrigðum. Var oft með knött- inn og skilaöi honum nokkuð vel. Hann reyndi aðeins einu sinni skot — og það var mark. Því ekki fleiri skot, Anders-Dahl? Haukur Geirmundsson var öruggur í vítaköstum. Einu skotin sem hann rey ndi í leiknum — óvenjulegt hjá þessum snögga leikmanni, sem getur ógnaö mikið í homum, þegar hann leggur sig fram. Gunnar Gísla- son reyndi heldur ekki mikið. Nýting KR-inga var 53,8% í leiknum — þeir skoruðu 21 mark úr 39 sóknarlotum. Valsmenn voru með 41% nýtingu —16 mörk úr 39 sóknarlotum. Nauðgunarmálið í Svíþ jóð: Breskur blaða- maður handtekinn — Bresku hlöðin sit ja um stúlkuna, sem kærði fjóra leikmenn Southampton Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. Seint á sunnudagskvöld var breskur blaðamaður handtekinn í Nörrköping. Þótti hafa verið of aðgángsharður við sænsku stúlkuna, sem kærði fjóra leik- menn enska liðsins Southampton fyrir nauðgun. Breski blaðamaðurinn mun koma fyrir dómstól í Norrköping. Flest stærstu blöð Bretlands hafa sent fréttamenn til Norrköping vegna nauðgunarmálsins. Þeir hafa setið um sænsku stúlkuna dag og nótt í Norrköp- ing. Margir hverjir gerst mjög ágengir á heimili hennar. Sagt er aö einn þeirra hafi boöið stúlkunni þrjátíu þús- und sterlingspund fyrir einkaviðtal um atburöinn. Stúlkan kærði manninn til lögreglunnar í Norrköping og var sá breski handtekinn. Þótti lögreglunni að hann hefði gengið of langt í aðgerð- umsínum. Leikmennirnir tveir, Steve Moran og Mark Wright, sem handteknir voru í Norrköping sl. fimmtudag eftir að sænska stúlkan hafði kært nauögun til Brady ekki með gegn Islendingum? Það getur farið svo að Liam Brady, sem leikur með ítalska liðinu Samp- doria, leiki ekki með írlandi gegn Is- landi í Evrópukeppni landsliða í Dublin 13. október. Brady á við melðsli að stríða. — Ekki mun ég sakna Brady í Dublin, sagði Jóhannes Atlason lands- liðsþjálfari. — Brady var yfirburða- maður á miðjunni þegar Irar léku gegn Hollendingum í Rotterdam. Þaö veikir írska liðið því mikið ef hann getur ekki leikið, sagði Jóhannes. | Margir kunnir leikmenn leika með Irlandi eins og Frank Stapleton hjá Manchester United, Tony Galvin, Tottenham, David O’Leary, Arsenal, Mark Lawrenson, Liverpool, Chris Llam Brady. I Hougton, Tottenham og Ronnie Whel- I an, Liverpool, svo einhverjir séu nefndir. -SOS. Mörkin skoruðu þessir leik- menn: KR: Alfreð 5, Haukur G. 4/4, Ragnar 3, Gunnar Gislason 2, Jóhannes S. 2, Friðrik 1, Anders 1, Haukur O. 1, Guðmundur Albertsson 1 og Stefán Halldórs- sonl. Valur: Jón Pétur 6, Gunnar L. 4, Þorbjöm Guðmundsson 2, Theódór 1/1, Júlíus 1, Jakob 1 og Steindór 1. -sos. Stein kallar á James Bett Jock Stein, landsliðseinvaldur Skotlands, hefur ekki valið fimm kunna leikmenn, sem hafa leikið yfir 300 landsleiki fyrir Skotland, í landslið sitt fyrir Evrópuleik gegn A-Þjóðverj- um i næstu viku. Það er þeir Kenny Dalglish, Liverpool, Asa Hartford, Man. City, Danny McGrain, Celtic, Joe Jordan, Southampton og Alan Rough, markvörð. — Við verðum að fara að horfa fram á veginn og til HM1986. Það er kominn timi til aö yngja upp landslið okkar, sagði Stein, þegar hann tilkynnti landsliðshóp sinn í gær. Stein hefur valið fimmtán leikmenn sem voru í HM á Spáni í lið sitt. Hann hefur valið James Bett í landsliðshóp- inn og er hann einn af þremur miö- vallarspilurum. Hinir eru Graeme Souness hjá Liverpool og Gordon Strachan hjá Aberdeen. Það er ljóst að !Bett, sem lék eitt sinn með Val, er framtíðarleikmaður Skotlands. -SOS Borga fyrir leikmann með matvörum! Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. Allt bendir nú til þess að miðherji Leck Poznan, Marek Skurczynskl, sem er 28 ára og má því leika með liði utan PóUands, muni ínuan skamms undirrita samning við Trelleborg, sem leikur í 2. deild í Svíþjóð. Það óvenjulega við þetta mál er að Trelleborg mun greiða Poznan- Uðinu kaupverð leikmannsins með matvörum, ekki i peningum. Einn af stjórnarmönnum TreUeborgar er læknir og var sem slíkur nýlega á ferð í PóUandi. Ræddi hann þá við forráöamenn Lech um miðherjann og þeir sögöu honum þá að þeir vUdu fá matvæli fyrir hann. Matar- skorturinn í PóUandi væri geigvæn- legur. Marek Skurczynski lék hér á Is- landi i haust i Evrópukeppni bikarhafa þegar Vestmannaeyjar og LechlékuáKópavogsveUi. GAJ/hsim. lögreglunnar, koma fyrir rétt í Norrköping í dag. Eftir þau réttarhöld verður tekin ákvörðun um hvort ítrek- að verður að fá tvo aðra leikmenn Southampton framselda, þá Peter WeUs og Steve WUliams. Þá má geta þess að bresk blöð hafa birt mynd, sem þau segja af hjúkrunarkonunni sem kærði ensku leikmennina. Hins vegar reyndist það ekki rétt. Myndin var af vinkonu henn- ar. GAJ/hsím. Robson velur fjóra nýliða —íenska landsliðshópinn Bobby Robson, landsliðsein- valdur Englands, hefur vaUð f jóra nýUða í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsIeUdnn gegn V-Þýska- landi á Wembley 13. október. Það eru þeir Luther BUssett og John Baraes hjá Watford, Gary Mabbutt hjá Tottenham og Mark Chamberlain, Stoke, en aUir þessir ungu leikmenn hafa staðið sig vel að undanförau. Þeir fá nú tækifæri í enska lands- liðshópnum vegna meiðsla Trevor Francis, Glenn Hoddle og Steve CoppeU, sem eru meiddir. -sos. Þrjú mörk Andrésar — en nægðu skammt gegn Frölunda Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttamanni DV í Svíþjóð. önnur umferð i Allsvenskan í handknattleiknum var háð um belgina og eftir hana hafa þrjú Uð fuU hús stiga, það er Gautaborgar- liðin Frölunda og Warta, svo og Karlskrona. Hafa fjögur stig. GUIF tapaði á heimavelU fyrir Frölunda, 23—27, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 14-12. LandsUðs- maðurinn Bobban Andersson var góður hjá GUIF í fyrri hálfleik. Hafði síðan ekki úthald. Andrés Kristjánsson skoraðl þrjú af mörk- umGUIF. í öðrum leikjum urðu úrsUt þessi. Drott—Kroppskultur 29—17 Heim —Visby/Göte 27—22 H43—Karlskrona 17—19 Warta—Lugi 23—18 Vikingaraa—Ystad 16—19 Drott, Heim, Lugi, Ystad, Göte og GUIF hafa tvö stig, H43 (Lundi eins og Lugi), Vikingaraa Helsing- borg og Kroppskultur hafa ekkert stig. GAJ/hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.