Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Olíuskipti - síur og sugur — Athugasemd frá framkvæmdastjóra á smurstöð í síðustu viku var greint frá því hér á neytendasíöunni að olíusuga hefði verið tekin í notkun á bensínstöð viö Álfheima. Einnig að olíusuga hefði verið í notkun á bensínstöð í Breiðholti í rúmt ár og gefið góða raun. Orðrétt stóðífréttinni: þar hefur verið komið upp olíusugu og meö notkun þessa nýja tækis er hægt aö skipta um vélarolíu án þess aö lyfta þurfi bíl eða aka honum á gryfju. Tíð olíuskipti eru ódýr trygging fyrir góöri endingu vélar, auk þess sem hrein smurolía stuðlar að minni eldsneytiseyðslu. Olíusugan gerir ökumönnum sjálf- um mögulegt að skipta um vélarolíu á eigin bílum, á milli reglulegra heimsókna á verkstæði eða smur- stöðvar, þar sem skipt er um síu, smurt í koppa og þess háttar. — Vegna þessarar fréttar hefur okkur borist grein frá Snjólfi Fanndal fram- kvæmdastjóra á smurstöð í Kópavogi. -ÞG. Smurstöðvar bera ábyrgð á místökum Vert er að vekja athygli á því að í sambandi við olíuskipti og skiptingu á olíusíum er um að ræða vinnu sem unnin hefur verið undanfarin ár af sér- þjálfuðu starfsfólki smurstöðva. Jafnframt því að framkvæma þessa vinnu og sjá um þá þjónustu sem þetta varðar, þá er innifalið í þeirri vinnu og gjaldi, sem greitt er fyrir, trygging á faglegri ábyrgð sem þessir aðilar bera. Þannig aö ef einhver mistök verða, þá eru það smurstöðvar sem bera þar ábyrgðina og bíleigandi fær að fullu bætt það tjón, sem verður á hans bíl og að bætt er á olíu og skipt um síur bíleiganda að kostnaðarlausu. Þá má benda á að framleiðendur bifreiða gera ráð fýrir að skipt sé um olíu á bílunum með ákveðnu millibili og gefa út leiðbeiningar um það hvernig þaö skuU framkvæmt. Þá er aðeins um að ræða vanalega aftöppun af bifreiðum en ekki uppsog olíu með þeim hætti sem nú hefur verið tekin upp hér á landi. Olian ódýrari aftunnu,. en í smásöluumbúðum I framhaldi af því má benda á að notkun oUusugu tryggir engan veginn að þau óhreinindi og annaö sem sest hafa á botn vélanna séu tæmd, þar sem sUk óhreinindi safnast fyrir í botni viö aftöppunartappa. En uppsog með olíusugu fer fram í gegnum kvarðagat og olíusugan skilur oft eftir verulegt magn af oUu og að sjálfsögðu þaö sem er neðst og óhreinast. Einnig má geta þess að aftöppunartappar hafa oft í sér segul sem bindur málmsvarf og þarf aö hreinsa við aftöppun af vél. Ef litið er á kostnaðarliöi eða þaö sem hugsanlega mætti segja aö bif- reiðaeigandinn spari sér í útlögðum kostnaöi, þá fer þaö nokkuö eftir því hvar hapn skiptir um olíu. Það er hvort hann fer með bifreið sína á smurstöð og kaupir þar oUu af tunnu, sem er ódýrari en olían sem seld er í smásölu- pakkningum. Eða þá að hann fer á bensínstöð sem selur oUu í smá- sölupakkningum og notar þar oUusugu. Hann getur líka farið á bensínstöð sem hefur olíusugu og fengið olíu af tunnum. Kostnaðurinn við að skipta um olíu á smurstöð er kr. 34,- til kr. 64,-, og þá er innifaUn athugun á oUu, drifi, gír- kassao.fl. Þetta er sú upphæö sem bíleig- andinn gæti hugsanlega sparaö sér að hluta til með því að láta skipta um olíu á bensínstöð. Þar á móti kemur að ef hann fær oUu í smásöluumbúðum, þá getur hún verið, miðað við verðlagiö í dag, 20—30% dýrari heldur en oUa seld af tunnu eins og gert er á smur- stöövum. Miöaö við að olíumagn á bíl sé 3—4 Utrar, þá getur mismunurinn verið í kringum kr. 30,-, þannig aö sparnaðurinn fer að verða harla lítiU. Skipt um olíusíu Þá er hinn hluturinn, sem er aö skipta um oUusíu og er það kannski það sem öllu meira máU skiptir. Að olíusían sé rétt sett í skiptir mjög miklu máU, og eins aö sían sé af réttri gerö og passi í viðkomandi bil. SUkt er mjög mismunandi miUi bíla og eru margar mismunandi gerðir og framleiðsluaðilar að síum, svo að töluvert atriði er aö sá sem skiptir um oUusíu sé sérfróður um þau atriði. Vinna viö olíusíuskipti á smurstöð í dagkostarkr. 31,-ogerþarinnifalin á- byrgð eins og að framan greinir og skapar það bíleigendum öryggi. Auk þess sem þeir sem á smurstöövunum vinna eru sérfróðir um hinar ýmsu gerðir olíusía og fá reglulega nýjustu upplýsingar frá framleiðendum oUu- síanna svo og bifreiðainnflytjendum. Að lokum má benda á, varðandi olíuskiptin á smurstöðvunum, þá er eins og að framan greinir, athuguð olía á gírkassa og drifi og bætt á ef þarf því oft viU brenna við aö olíu vanti á þessa hluti og með því að fylgjast reglulega með því, má koma í veg fyrir skemmd- ir og stórtjón á þessum dýru hlutum. Ennfremur skal þess getið að athugun á rafgeymi, kælivökva, hemlavökva, stýrisvökva og fleiru er ávallt framkvæmt á smurstöðvum þegar oUuskipti fara fram. Snjólfur Fanndal, framkvæmdastjóri. Áttþúeinnmeð hem/ana í ó/agi? Ef svo er getum við bætt strax úr vandræðunum. Eigum fyrirliggjandi hemlavarahluti í ameríska, evrópska og j apanska bíla á m j ög hagstæðu ver ði. hf. Skeifunni 11. »************* FLOTT ÚRVAL TRÚLOFUNAR- HRINGA ; munstradir og sléttir í öllum breiddum. Sendum litmyndalista. Vid smídum hringana. JÖN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 70. S. 24910. TIL SÖLU Þessi létti og meðfærilegi söluturn hefur gegnt hlutverki sínu fyrir okkur og er því til sölu. Turninn er 1,5 m í þvermál, með góðu borði allan hring- inn og hillum innan í. Hægt er að taka „hattinn” ofan, og tveir menn bera turninn léttilega á milli sín. Turninn er byggður úr stál”prófílum” sem gera hann nógu sterkan til að mæta hverju sem er. Klæðning er krossviður, máluð hvít og rauö. Hæð með „hatti” er 3,5 m. Hentugur til aö nota innan húss sem utan. Verð samkomulag. Uppl. hjá Sam-útgáfunni, sími 83122. ítölsk leðurstígvél, ný sending. Leður. Stærðir 35—41. Litir: svartur, dökkbeige, blágrænn, rauður, vínrauður. Póstsendum. Verð kr. 1100. /H( Þingholtsstræti 1 Simi 29030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.