Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 3 Landsþing mennta og framhalds- skólanemenda: Húsnæðismál skólanna sett á oddinn Landsþing Mennta- og framhalds- skólanemenda var haldið á Akranesi dagana 22.-24. október. Þar var lagður grundvöllur aö nýju skipulagi samtakanna sem miðar að þvi aö virkja sem flesta til starfsins og auka sparnaö viö fundahöld. Fram kom að nú sér fyrir endann á tveim stærstu baráttumálum samtak- anna, mötuneytismálinu svokallaöa og reglugerðarmálinu sem margir muna eftir frá því í fyrrahaust. Nýtt baráttu- mál samtakanna verður húsnæðismál skólanna. Einnig var ákveðið aö Landssambandiö myndi aftur, eftir hlé, beita sér fyrir auknum menning- artengslum í sem viðustum skilningi. Nýr framkvæmdastjóri sambands- ins er Sveinn Gislason, Menntaskólan- um í Kópavogi. JBH Skáksveit Flugleiða með forystu Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir á alþjóðlegu skákmóti flugfélaga, sem fram fer í Tampa í Flórída, er sveit Flugleiða í efsta sæti með tveggja og hálfs vinnings forskot á næstu sveitir. Sex umferðir hafa verið tefldar af átta. Flugleiðasveitin hefurlagtsveitir Air Lingus, KLM, Lufthansa og Brítish Airways, allar með f jórum vinningum gegn engum, gert jafntefli við Pakist- an Air, 2—2, en tapað fyrir brasiliska flugfélaginu Varig með 1 1/2 gegn 2 1/2. Flugleiðir hafa 191/2 vinning. Næstu félög eru Pakistan Air og Varig með 17 vinninga hvort. Mótinu lýkur um helg- ina. -KMU. Landbúnaðarráðherra spurðurá Alþingi: Hvarvar kjötf jallið? Landbúnaöarráðherra ihugar nú væntanlega skráningu á sögu kinda- kjötsfjallsins sem sagt var nálægt 2.000 tonnum á þyngd í sumar. Matthías Bjarnason hefur krafið ráð- herrann um skrá yfir kindakjöts- birgðir og heimilisföng þeirra frá mán- uði til mánaðar fram á haust. Ennfremur spyr þingmaðurinn um upphæð afuröalána út á þessar óseldu birgðir og hver hafi fengið þau. Svör ráðherra eru væntanleg í sam- einuðu Alþingi i næstu viku, ef marka máþingsköp. HERB BÍLASÝNING Við sýnum um helgina '83 árgerðirnar af hinum frábæru Suzuki bílum. Til sýnis verða Suzuki Fox jeppi og pickup, Suzuki Alto, 2ja og 4ra dyra fólksbílar, Suzuki ST90 sendibíll. Notið tækifærið og kynnið ykkur hina lipru og sparneytnu Suzuki bíla — því hagstæðari bílakaup bjóðast varla í dag. $ sunnu^M—- Sveinn Egiisson hf., Sketfan 17, Rdk. S. 85100. ÍUNNUDAGSUNNUDAG SUNNUDAGSUNNUDAQ F0RELDRAR: Bjóðið börnunum á spennandi skemmtun. Öil fjölskyldan skemmtir sér saman á bingói. Þorgeir og Magnús skemmta í hléi. Ekki láta sér leiðast á sunnudegi. Öll fjölskyldan á BINGÖ FJ0LSKYLDUBING0 í Sigtúni kl. 3.30 — Húsið opnað kl. 2.30. GLÆSILEGIR VINNINGAR. ALLIR FRÁ HLJÓMBÆ. M.A. glæsilegar hljómflutningssamstæður og stereo-ferða-, útvarps- og kassettu- tæki frá SHARP. Stjórnendur: Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson Skemmtun í hléi: Þorgeir og Magnús bregöa á leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.