Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 Hljómsveitln Fjötrar frá Litla-Hraum: Við kirjum rimlarokk ____A_______________ — Listin dafnar aldrei betur en í einrúmi. Og hvergi er meiri þörf fyrir tjáningu en í fjötrum. Því skyldi engan undra þótt fjölbreytt efni verði stundum til í innilokun bak við lás og slá í fangelsum. Hljóm- platan Rimlarokk er lítil grein af þeim meiði. Hún er unnin af nokkr- um föngum á Litla-Hrauni en birtist hér iandsmönnum fyrir hönd allra þeirra sem hrösun hef ur hent.— Þannig kemst Ásgeir Hannes Eiríksson frammámaður í félags- samtökunum Vernd að oröi í for- málsorðum aö plötunni Rimlarokki, sem út kom í þessari viku. Plata þessi verður að teljast einhver sú merkilegasta sem út hefur komið á þessu ári. Hún er að svo til öllu leyti unnin af núverandi eða fyrrverandi föngum, flestir texta hennar eru samdir innan fangelsismúra, svo og lög hennar. Og í heild sinni er hún hljóörituð undir lögregluvemd. Þaö er hljómsveitin Fjötrar frá Litla-Hrauni — vinir hennar og vandamenn — sem standa að gerð þessarar hljómskífu. Hún er skipuö þremur núverandi föngum, þeim Halldóri Fannar Ellertssyni söngv- ara og hljómborðsleikara, Sigurði Pálssyni bassaleikara, Sævai i Marinó Ciecielski gítarleikara, og einum fyrrverandi fanga, Rúnari Þór Péturssyni, sem syngur og lem- urhúðir. Rimlarokkið geymir tólf lög, sem öll eru samin af ofantöldum mönn- um. Halldór Fannar á flest laganna, eða átta. Rúnar Þór á tvö lög á plöt- unni, og þeir Sigurður og Sævar sitt lagið hvor. Þetta er rokk-plata eins og nafn hennar gefur til kynna. Lögin eru fersk og hressileg, laglínur einfaldar og grípandi. Utkoman kemur hverj- um manni á óvart, mjög á óvart þeg- Biðja um gleði og frið og að mega lifa í sátt við umhverf ið. — Hljómplatan Rimlarokk var tekin upp í septembermánuði í Stúdíó Nema að bænum Glóru í Hraun- gerðishreppi sem er bær ekki langt frá sjálfu Hrauninu. Stjórn upptöku annaöist Helgi Eiríkur Kristjánsson af sinni alkunnu snilid. Það kom fram á blaðamannafundi með aöstandendum Rimlarokks, sem haldinn var á Litla-Hrauni í vik- unni — og er það raunar fyrsti blaða- mannafundur sem fangar hafa feng- ið að halda hérlendis — að stefnan við gerð plötunnar hafi verið sú að láta fanga vinna sem flest handtök við gerð plötunnar. Raunin er líka sú. Þannig sá núverandi fangi um gerð umslags og annars útlits plöt- unnar, og heitir sá hönnuður Ragnar Hauksson. Ljósmyndir á textablaði og umslagi plötunnar vann einnig nú- verandi fangi, Ulfar Olafsson. Má svo áfram telja. „Platan er öll unnin innan fjölskyldunnar,” varð Asgeiri Hannesi að orði þegar þennan þátt Rimlarokksins bar á góma á blaða- mannafundinum. Rimlarokk er gefin út sem góð- gerðarplata. Með útgáfu hennar vilja flytjendur leggja sitt af mörk- um til að efla fangahjálp og áfengis- vamir. Þann vilja munu aöstandend- ur plötunnar sýna í verki með því að ánafna tveimur þriöju hlutum af væntanlegum tekjum til slíkra mála. Hljómskífan Rimlarokk með Fjötrum frá Litla-Hrauni er gefin út í þúsund eintökum í fyrstu atrennu, fæst hún á tónsnældu. Það er Pylsu- vagninn í Austurstræti sem sér um dreifingu hennar, en dreifingarstjór- inn er eini aðstandandi Rimlarokks- ins sem ekki situr inni, Ragnar Þór Pétursson trommari F jötra. -SER. ar tillit er tekið til þess. að hljóm- sveitin hafði einungis tvær vikur til að samæfa lögin áður en til hljóðrit- unarþeirrakom. Textar plötunnar eru yfirleitt góð- ir, innihaldsríkir og vel saman sett-1 ir, lausir við fordóma eða samúðar- hjal. Þeir eru beinskeyttir og lýsa á einfaldan en raunsæjan hátt ólánslífi afbrotamannsins innan sem utan fangelsismúranna, þeirri hringiðu sem líf hans ræðst af. Bakkus kemur oftlega fyrir í textunum, í lögum er bera nöfn á borð viö Pollurinn, Rón- inn og Endaslag. önnur nöfn texta segja meira um innihald sitt en orð- fínar setningar; Hringrás, Hvítflibb- ar, Vítahringur, Minning, Draumur- inn, Ferillinn og Rimlarokk. Til að átta okkur betur á innihaldi plötunnar skulum við aftur líta í f ormálsorð Ásgeirs Hannesar: — I Rimiarokki segir af högum fólks utan gátta i samfélagi okkar eins og lifið kemur flytjendum fyrir sjónir í tónum og tali. Við deilum kjörum með rifnum utangarðsmanni og fylgjum hringrás manna í víta- hring afbrota og afplánunar. Stönd- um alein andspænis sannleikanum í áfengismeðferð á Silungapolii. Heyr- um dæmda menn brjóta hver annan til mergjar í leit að betrun á bitur- leika. Og loks sjáum við breyska menn gráta uppi við vegg og gera upp hug sinn frammi fyrir guði: Nokkrir aðstandenda Rimlarokksins á blaðamannafundi sem haldinn var á Hrauninu í tilefni útkomu þessarar fyrstu plötu sem fangar hafa unnið að. 1 forgrunni myndarinnar sitja þrir fjórðu hljómsveitarinnar Fjötra, þeir Halidór Fannar Ellertsson, hljómborðsleikari og söngvari, Sævar Marinó Ciecielski gítarleikari og Rúnar Þór Ellertsson trommuleikari. t bakgrunni sést í Úlfar Óiafsson en hann tók ljósmyndir á umslag og textablað plötunn- ar. Á borðbrúninni sitja svo þeir Ragnar Hauksson, hönnuður umslags, og Björgvin Einarsson fangahjálpari sem lagði drjúgan skerf í gerð Rimlarokksins. DV-myndir: Gunnar V. Andrésson. að hafa plötnna eins jákvæða og hægt var” — segir Sævar MarinóCiecielski, gítaristi Fjötra, um Rimlarokkiö „Þaö er jafnan nóg um stráka héma sem kunna aö leika á hljóð- færi. Ef þeir hafa ekki þegar lært á eitt slíkt þegar þeir koma hingað þá fara þeir fljótlega að fikta við það eftir að afplánunin hefst,” segir Sævar Marinó Ciecielski gítarieikari hljómsveitarinnar Fjötra en við hann eigum við stutt spjall um Rimlarokkið og rokk yfirleitt hér á eftir. Sævar hefur, að sögn, um árabil gutlað á streng jahljóðfæri þá einkum gítar og kunni því gripin áður en hann hóf afplánun sína á Litla- Hrauni fyrir um s jö árum. ,,Já, ég var mikið í músík í gamla daga. En ég pældi aldrei í plötugerð. Komst ekki einu sinni svo langt að vera í hljómsveit. Gutlaði á gítar svona mest fyrir sjálfan mig. Tónlistin eraða/ dægradvöfín á Hrauninu Tónlistin er mönnum aðalaf- þreyingin héma á Hrauninu. Ef menn em ekki að fást við að semja á sín hljóðfæri þá er hlustaö á tækin frá morgni til kvölds. Það er mikið pælt í músík héma.” — Hvaö kom til aö þið fangar ákváöuö að gefa út plötu? „Ætli upphafið megi ekki rekja til Bubba Morthens en hann heimsótti okkur einhverntíma í fyrra og varð mjög hrifinn af þeirri grósku sem hér er í músíkinni. Hann fékk þá hug- mynd að fá nokkra fanga til liös við sig í upptökur. Siöan lognaðist þáttur Bubba út af en við fangarnir tókum meira að hugsa um þetta upp á eigin spýtur. Það vom svo þeir Halldór Fannar og Rúnar trommari sem ýttu þessari plötugerð úr vör. Eg og Siggi Páls bættumst svo seinna í hópinn og úr varð hljómsveitin Fjötrar — ekki vantaði fmmsamda efnið, þannig að ekkert stóð í veginum annað en að fá leyfi fyrir upptöku.” Æfðum saman ítværvikur fyrir upptöku — Þaöhefurgengiðáfallalaust? „Já, ætli megi ekki segja það. Og ber mörgum mönnum að þakka í því sambandi, þá kannski helst yfir- fangaverðinum Helga Gunnarssyni og Birni Einarssyni fangahjálpara. Þeir komu því þannig í kring að af upptökum gat orðið. ’ Við fengum svo ekki nema tveggja vikna tima til að æfa lögin saman og miðað við útkomuna þá getur maöur ekki veriðannað en ánægður.” — Kannski að verði framhald á plötuútgáfu fanga? „Við fangar höfum að sjálfsögðu ofboöslega mikið að segja en það eru takmörk fyrir því hvað þjóðfélagið vill hlusta mikið og lengi á okkar boð- skap. Við gætum gefið út þr jár plötur til sem innihéldu það eitt sem við teldum að betur mætti fara í fang- elsismálum. Hins vegar var það staðfastur ásetningur okkar Fjötramanna með plötunni Rimlarokk að hafa hana eins j ákvæða og frekast yrði unnt. Þó textarnir séu stólaðir upp á viðhorf fanga yfirleitt — ekki aöeins hljóm- sveitarmeölimanna — þá teljum við að viö séum ekkert að barma okkur um of hvað boöskap plötunnar snert- ir. Hvernig ekki á aðfífafífinu — Hver finnst þér vera aðal boð- skapurplötunnar? „Við erum að reyna að segja fólki hvernig ekki á að lifa lifinu. Við leggjum áherslu á það hversu öll vímuefni eru mönnum hættuleg, hvaöa ömurlegu afleiðingar þau hafa haft fyrir okkur og hvaöa afleiðingar þau geta haft fyrir aðra. Þetta finnst mér vera boðskapur plötunnar; við flettum ofan af ljótri fortíö okkar í því skyni að aövara fólk.” — Núerþettanokkurskonarrokk- plata, ef einu lagi hennar sleppir, en það erlag þitt, Minning, sem er róleg melódía. Ertu sáttur við heildarsvip plötunnar músíklega séö? „Já, eins og ég sagði áðan þá er ég ánægður meö útkomuna þegar tillit er tekið til þess að við höfðum aðeins tveggja vikna tíma til samæfingar. Eg er mjög mikill rokkunnandi en tel mig þó meta blúsinn heldur meira. Það er svo mikill fílingur í því að hlusta á blúsinn.” Töluvert ort á Hrauninu — Ríkur þáttur af svip plötunnar eru textar hennar. Sumir þeirra jaðra við ljóð að mínu mati. Er mikið ort á Hrauninu? , ,J á, það er töluvert ort héma með- al okkar. Hraunið gista að jafnaði miklir hæfileikamenn, ef því er aö skipta. En þetta eru þá menn sem hafa tekið bokkuna fram yfir lista- gyðjuna — rétt eins og margur annar Islands listasonurinn — og list þeirra hefur því verið útskúfuð úr menning- unni. Þaö er aldrei hlustaö á rök þessara manna. Þeir eru einfaldlega stimplaöir sem úrhrök þjóöfélagsins, punktur og basta.” — Víkjum að öðru. Eruð þið að reyna að skapa öörum föngum for- dæmi með boöskap Rimlarokksins ? „Platan er áskorun til þeirra fanga og annarra afbrotamanna sem vilja bæta sig, þeirra sem vilja snúa blaöinu við, þeirra sem vilja koma sér upp úr drykkju og ræfilsskap og hefja nýtt líf. Við bendum þeim á leiðir, á meðferðarstofnanimar og starfsemi Verndar og heimili hennar ogfleira mátelja. öðrum þræði er þessi plata gefin út til að breyta viðhorfi fólks til fanga. Það er nóg af fordómum í kringum okkur, sumir þeirra eiga rétt á sér, aðrir ekki. Við emm að segja fólkinu í landinu að það era til fangar sem vilja bæta sig, viö eram aö biðja þaö sama fólk að gefa þessum föngum rúm og tækifæri til að þeim verði auðið aö hefja nýtt og heilbrigt líf.” -SER. vara fólk,"segirSævarmeðalannarsiviðtalinuhór tilhliðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.