Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 TOFRAFLAUTAN - IMÐSLKGIR SAMSETNINGIIR TALS OG T»M Þaö þarf ekki aö segja þeim sem þekkja Töfraflautuna hvers konar verk er á feröinni. Hinir mega vita aö þetta er einhver unaðslegasti samsetningur tals og tóna sem hugsast getur, Enginn skyldi láta’ orðið „ópera” aftra sér frá þvi að fara í Islensku óperuna og sjá og heyra hvaö boöiö er upp á, Þarna er eitthvaö fyrir þig, alveg sama þó þér sé illa við óperu og jafnvel klassíska tónlist yfirleitt. Yfir Töfraflautunni svífur einhver guðleg feguröargyöja sem alla snertir jafnt. Töfraflautan er sambland af gamni og alvöru, ævintýri fyrir börn um vonda drottningu og góöan prest, töfraflautu sem dýr dansa eftir og töfraklukku sem hrekur óvininn á braut. Hún er lofsöngur um ást manns og konu og ákall um andlegt frelsi og friö. Loks er hún helgileikur og trúarjátning Mozarts, Töfraflautan var samin áriö 1791 á síðasta æviári skapara sins. Mozart spannar í óperunni allt sviö mann- legrar reynslu og tilfinninga, frá bamslegri lífsgleöi til dýpstu raka tilverunnar. Utkoman er samt mjög heilsteypt listaveric, einfalt þar sem tónlistin smýgur í hlustandann en ótrúlega margbrotiö undir yfir- borðinu. Nánast hver tónn er gripandi en við síendurtekna hlustun finnast fleiri og fleiri tónaperlur. Þetta tvinnast svo þannig viö textann og atburðarásina á sviöinu aö varla er hægt aö hugsa sér aö geti verið ööru vísi. Þaö er því engin tilviljun aö Töfra- flautan hefur veriö svo ástsæl í óperuhúsum um víöa veröld sem raun ber vitni. Og margir sáu snilldargerð Ingmars Bergman á óperunni. Hún var sýnd í sjón- varpinu fyrir nokkrum árum. Þjóö- leikhúsið færöi óperuna líka upp áriö 1956 og er einn söngvarinn úr þeirri sýningu í sýningu Islensku óperunnar, Guömundur Jónsson. Margir aðrir úr hópi okkar bestu söngvara stíga nú líka á fjalimar og miöla okkur sem sitjum úti í sal einhverju af þeim guölega innblæstri sem Mozart fékk til aö skapa Töfra- flautuna. JBH segir Þórhildur Þorleifsdóttir ieikstióri Uppsetning á óperu er ekkert smá- mál og eins goti aö sterkar hendur stýri verki. Leikrit þarf leikstjóra, ópera lika en hún lætur sér það ekki nægja. Þar þarf lika hljómsveitar- stjóra. Undir góðri samvinnu þess- ara tveggja stjóra hlýtur aö vera komið hvort vel tekst til eöa illa. Daginn fyrir frumsýningu var Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri Töfraflautunnar, hitt aö máli. Allt var aö smella saman, bara eftir að stilla nokkur ljós sem að vísu getur verið tímafrekt og vandasamt verk. Margir leikhúsgestir gera sér víst ekki grein fyrir hvað liggur á bak við sýningu á sviði, hvort heldur á óperu eöa leikriti. — En hvaö segir Þórhildur leik- stjóri um Töfraflautuna? „I raun er best aö hafa sem fæst orö en hlusta bara á hana. Það er ekki miklu viö tónlistina að bæta. Auðvitaö er söguþráöur en gildiö iiggur fyrst og fremst í ótrúlegri músík. Þarna em hinir eilífu elskendur sem þurfa aö standast ýmsar þrautir til að ná sáman. Og hinar klassísku andstæöur: Ljós — myrkur og gott — vont eru mikið notaöar.” — Þaö er sagt aö frímúrarareglan fái umf jöllun í Töfraflautunni, hvaða skoöun hefurþúá því? ,,Eg legg ekkert upp úr þessu meö frímúrarana.” — Hvaöa leið valdir þú annars í túlkuninni? „Ég hugsaöi mikið um Töfraflaut- una í allt sumar og hvaöa leiö væri skynsamlegust. I september sneri ég mér svo meira aö músikinni en efnis- legum atriöum óperunnar. Viö skulum segja aö ég hafi sleppt lógík- inni og bundið mig viö tónlistina. Ing- mar Bergman segir einhvers staöar vegna uppfærslu sinnar aö endalaust sé hægt aö brjóta heilann um aö hitt og þetta gangi ekki upp. Eina leiöin sé aö gleyma því og hafa gaman af þversögnunum.” — Hefurðu gaman af klassiskri tónlist? „Já, þaö hef ég alltaf haft. Að vísu lifir maöur í hljóömenguðum heimi og kýs því gjaman þögnina. En af óperum hef ég alltaf haft gaman, ég hugsa til dæmis aö þaö séu ekki mörg systkini á Islandi sem hafa gefiö hvort öðru óperuplötur í jólagjöf á táningaaldri, eins og viö gerðum.” — Er betra eöa verra aö stjórna óperu en leikriti? „Þaö er erfitt aö gera upp á milli verkefna. Eg fer ekki út i aö raöa i forréttindaröð. Allt sem gert er á sviði, hvort sem það er ópera, ballett eða leikrit, er frá sömu rót runniö. Leikhúsið sjálft meö sinum undar- lega og óskýranlega krafti skiptir öflu máli og því óþarft aö skilja á milli tjáningarformanna. Þaö getur verið eitt form í einu eöa samruni allra, eins og mér finnst vera í þessari sýn- ingu. Aö vísu er enginn baflett en þaö bregður fyrir dansi. Þessi ópera er miklu veigameira verk en aðrar óperur sem ég hef sett upp og skemmtilegri aö fást viö þess vegna. Svo er yfir þessu ævintýrablær, eitt- hvaö sem spennir sig út fyrir raunveruleikann. Ég hef alltaf veriö hrifinafslíku.” — Töfraflautan er engin smáópera, hvernig hefur gengið aö láta aflt smella saman? „Þaö hafa verið margir tæknilegir erfiöleikar. Sýningin brýtur húsið eiginlega utan af sér. Gamla bíó hefur allt til að bera fyrir óperu, nema sviö. I verkinu eru örar sviösskiptingar og líka örar stemmningarbreytingar. Frá tækni- legu sjónarmiöi er sýningin því erfið og væri lika í öörum húsum.” — Nú er vitað mál aö margir sáu uppfærslu Ingmars Bergman á Töfraflautunni í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og munu seint gleyma henni. Tekuröu tillit til þess sem Bergman gerði? „Ég sá reyndar ekki þessa mynd og íhugaði því þegar þetta kom til aö fá filmuna lánaöa — en hætti við það. Á þessu stigi finnst mér langbest aö vita ekkert um þá sýningu, einhvem tíma seinna gæti verið gaman aö sjá hana. Þessa sýningu verður aö meta á sínum eigin forsendum en ekki for- sendum Bergmans. ” — Helduröu aö þeir sem sáu Berg- man-myndina komi ekki til meö aö gera of miklar kröfur til ykkar? ,,Sjálfsagt gera þeir þaö en ég vil aö fólk viröi líka aö hægt er aö setja upp s vo stórbrotið verk héma. ” — Nú em margir sem ekkert vilja með óperu hafa og fara kannski ekki á þannig sýningar vegna þess aö þeir halda aö þær séu allar hundleiðinleg- ar. Getur Töfraflautan höföaö til þeirralíka? „Þaö held ég. Þaö er svo óskaplega margt líflegt í þessari sýningu og slegiö á marga létta strengi. Þarna em lög sem allir þekkja, þó þeir viti ekki aö þau séu úr Töfrafla utunni.” — Erþettaþáóperafyriralla? „Töfraflautan er kjörin fyrir þá sem halda að ópera sé ekkert fyrir „sig”. I öllum sínum fjölbreytileika og fegurð er hún fyrir alla.” JBH Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri höndá vandasamt verk. meö Áma Baldvinssyni sem annast lýsingu. Þau voru að leggja síðustu í öllum sínum fjölbreytileiha og fegurð er hún fyrir cilici99 «1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.