Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 20
DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 Fridjón Guðröðarson, sýslumadur Austur-Skaftf elli um sjálfan sig, Skaftfellinga, starf sýslnmann Sýslumannssykur Já, eg Jafn-rammíslenskur siöur og að drekka kaffi er viðtöl eru tekin er að spyrja menn hvaöan þeir séu ættaöir. Frá einum albesta staö á íslandi er frá einum albesta stað á lslandi, Norðfirði. Fæddur í Neskaupstað 1. ágúst 1936 og þar viðloðandi þar til ég flyst til Reykjavíkur eftir nám við lagadeild Háskóla Islands. Vann þar alltaf á sumrum og þykir sá staður alltaf ekkert merkiiegri en Höfn, svona að ýmsuleyti.” — Hvernig bær var Neskaupstaöur þegar þú varst að alast þar upp? .Jíeskaupstaður var geysilega áhugaverður og skemmtilegur staður fyrir krakka og unglinga að alast upp. Eg náöi í skottið á því skeiði þegar hver útgerð átti sína bryggju. Beitingaskúrinn stóð frammi á bryggju og hver trilla lagði þar aö eftir aö hafa landaö hjá kaupfélaginu eða samvinnufélaginu eftir atvikum og þarna var þessi ekta bryggjustemmn- ing. Við strákamir höföum aðgang að| fjörunni og bátum og fórum oft ferðir um fjörðinn á róörarbátum. Þetta var tómt sólskin og ánægja. Eg átti afa og ömmu inni í Norðfjarðarsveit og stutt þangaö að fara. Eg fékk því bæði að! njóta sjávar og sveitar. Eg tel að það hafi veriö ákaflega þroskandi fyrirj ungling, ef svo má að orði komast, að alast upp þarna. Eg vann í búð og á skrifstofu, viö flugvallargerð og í síldarbræðslu á sumrum. Þetta var á meðan ég var í háskóla, þurfti að þéna mikið, enda var ég með fjölskyldu. Það var sem sé ákaflega gott að koma austur, fá mikla og góða vinnu. Fara svo suöur að hausti og geta lifað í átta mánuði af kaupinu með fjölskyldu! Þettavarhægt! Þaö var ákaflega áhugavert að fylgjast með þeim pólitisku skylming- um sem alltaf fóru fram í Neskaup- stað. Eg var alltaf í minnihlutahópnum þar, þvíaðég varekkisósíalisti. Þetta var mikil hörkubarátta og mikið af hæfu fólki á báða bóga. Voru prýðilegir menn í forystu í bæjarmálunum og síðan áttu þeir sína verðugu andstæðinga. Ýmsa menn sem ég dáðist að, svo sem karl faðir minn, sem var kaupfélagsstjóri og framsóknarmaður, og svo ýmsir góðir og gegnir útgerðarmenn sem ströggluðu við að vera íhald! Þetta var svona blandað mannlíf þarna á upp- vaxtarárum mínum. Þrátt fyrir allt fékk þetta allt notið sín og á síldarár- unum, til dæmis, mynduðu heima- aöilar með sér samtök um rekstur sildarplana og hleyptu ekki inn í það aökomumönnum. Þeir áttu þetta og síðan hættu þeir ekki að gera út smá- bátana, eins og víða var gert, svo að þegar síldin fór var ekkert tómarúm. Var ekkert farið burt meö fjármagnið og atvinnutækin voru til á staðnum. Norðfirðingar gerðu þarna að mínu mati, ákaflega skynsamlegan hlut. Norðfjörður: Mekka Og það hefur verið vel staðið þar að atvinnumálum. Að minnsta kosti meðan ég fylgdist þar vel með. Það hefur verið þama ° samvinnurekstur og einkareksturíýmsaráttir og þaðgefur hvort ööru aðhald og ballans. Ætli ég láti þetta ekki nægja um þá Mekku semj ég kalla Norðfjörð gjarnan þegar ég er að stríða Hornfirðingum. Þykir þeim lítið til koma! ” Friðjón vill samt ekki viðurkenna að rigur sé milli Homfirðinga og Austfirð- inga. Hann segir að í raun hafi Höfn byggst upp þannig aö Austfirðingar hafi komiö þangað og gert út á vetrar- vertíð ásamt heimamönnum. Var það aðallega á árunum milli ’20 og ’30 og framundir 1960. „Það er nú svo að það er varla nokkur Austfirðingur sem er kominn yfir miðjan aldur sem ekki hefur verið á vertíö á Höfn. Nema þeir sem hafa farið í skóla, oröið embættis- menn eða eitthvað þaðan af verra!” ,Jín þetta var nú svona útúrdúr” „segir Friðjón og fær sérkandís. Bestuárir — En þú ákvaöst að ganga mennta- veginn ... Jú, síðan var ég nú svo heppinn að fara í besta menntaskóla á Islandi, MA.! Það var nú auðvitað vegna þess að ég þurfti að fara að heiman og fara í heimavist, og fannst betra að fara til Akureyrar en suður. Það var ekki um aðra skóla að ræða þá. Norðfirðingar höföu mikið leitað til' M.A. í gegnum tíðina. Þar var ég í f jögur ár, stúdent ’56 og líkaði ákaflega vel þar. Upp úr því fer ég aö hyggja á. frekara nám og var aldrei í neinum vafa um í hvað ég ætlaöi. Ég tók þessu með rólegheitum og vann mikið með á vetrum. — Horfir þú til menntaskólaáranna með glýju í augum, eins og svor margir? „Það er nú ekkert vafamál að þetta voru bestu árin, sem maöur hefur lifað. Þetta var kannski eini timinn sem maður var í vernduðu umhverfi og gat verið alveg áhyggjulaus, temmilegt að gera en menn svona potuðust þetta áfram. Mikiö félagslif var af því að heimavistin var eiginlega eins og stór fjölskylda yfir hundrað manns þar. Og svo var það náttúrlega' fólkið í bænum. Það var hægt að blanda þessu saman á jákvæðan hátt. Maður haföi skólann sem sérstakan heim og svo hafði maöur h'ka bæinn þar sem ýmislegt gott var að finna, enda Akureyri með betri bæjum! Þama gat ég haldiö áfram að stunda það sport, sem ég hef alltaf stundað, skíði og sund. Þá var að vísu ekki þessi voðalega skíðadella sem er þar núna, en þeir sem höfðu áhuga gátu skotist upp í fjallið og stundað sína íþrótt. Og veðurfar á Akureyri er eins og allir vita, frábært. Þessar stillur, frost og snjóar. Þeirsem börðu til bókar Svo voru þama náttúrlega ýmsir snillingar sem voru að berja mann til bókar. Þórarinn heitinn B jömsson var skólameistari, ljúfur og góður maður og tók alla nemendur eins og bömin sín. Þarna vom hörkukallar eins og Steindór gamli Steindórson sem var þá yfirkennari og er ennþá að í fræðunum. Sigurður Pálsson enskukennari og Gísh Jónsson, sem þama er enn. Það var sem sé mikiö og gott kennarahð og mikil festa. Þama voru tradisjónir í heiðri hafðar og maöur kynntist ýmsu góðu þarna. Þetta er hinn afgerandi tími í þroska minum á Akureyri og hjá Þórami Þórarinssyni skólastjóra á Eiðum, hinummiklaskólamanni. — Vafðist það aldrei fýrir þér í hvaða nám þú færir eftirstúdentspróf? „Nei, ég var einhvem veginn búinn að bíta í mig að fara í lögfræði, þótt ég hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á henni er ég fór að bryðja hana. Hún er samt sem áður mjög áhugaverð. Ég var farinn að hugsa um viss störf, t.d. það sem ég er nú í, og vildi frekar komast út á land sem embættismaður heldur en aö fara að praktísera. Síðan varð það svo að ég lendi í tíu ár hjá tryggingafélagi efth- að ég kom úr há- skóla. En mig langaði aUtaf út á land. Eg kunni aldrei við mig í Reykjavík. Nei, það er ekkert sérstakt að henni, en Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Austur-SkaftfeUinga, hefur verið tölu- vert í sviðsljósinu að undanfömu. Það( má segja að hinn 16. ágúst síðastUðinn hafi verið upphafið að því, en þá var sem kunnugt er ráðist á tvær franskar stúlkur í lögsagnammdæmi sýslu- mannsins á Höfn, önnur myrt en hin limlest. Sýslumaður stjórnaði sjálfur leitinni að hinum gmnaöa og yfir- heyrslum yfir honum, eftir að hann náðist. Ymsir urðu tU aö hrósa sýslu- manni fyrir framgöngu hans í þessu erfiða máli en aðrir töldu hann hafa verið of lausmálgan við blaðamenn. En sýslumaöur Austur-Skaftfellinga þarf að snúast í ýmsu, og sem betur fer er næsta sjaldgæft að atburðir af þessu tagi eigi sér stað í Skaftafellssýslunni. Blaðamaöur og ljósmyndari DV vom á Höfn á dögunum og röbbuðu viö Frið- jón sýslumann Guðröðarson um mann- inn sjálfan, starf sýslumanns Skaftfell- inga, heimabyggð sýslumannsins, landsbyggðina almennt og atburöina í siunar. Er blaðamann og ljósmyndara DV bar að garði hafði sýslumaður sýnilega nóg að gera, en af ljúfmennsku veitti hann okkur áheyrn, en varaði okkur þó við að síminn væri vís til að ónáða okkur. Og það kom á daginn að sýslungar Friðjóns þurftu að bera undir hann eitt og annaö, og greinilegt að sýslumenn þurfa að vasast í fleiru en flestir hyggja. Að sjálfsögðu skaffaði sýslumaður kaffi, en hitt kom okkur meira á óvart að ekki var boðið upp á hvítan sykur heldiu'kandís! „Já, þetta heitir á máli innfæddra sýslumannssykur, því aö hann hafði ekki fengist í kaupfélaginu frá því um nítján hundruð og þrjátíu, fyrr en ég fór aö spyrja um hann. Þá var fariö að flytja hann aftur inn til Hafnar. Þetta er miklu hollara en hvítur sykur, samkvæmt kokkabókum gamalla manna í Suðursveit. Ég tel mig ekki nota sykur með kaffi því að kandis er ekki sykur í þessum almenna vonda skilningi.” „Þaðþarf Austfirðing tilað vekja upp áhættufaktorinn íSka það gæti verið eitthvað aö mér! Hún er fyrir okkur sveitamenn dálítiö erfið á sumrin. Eg hugsa að svona þegar fram í sækti gæti ég hugsað mér að vera í Reykjavík en ég bjó þarna í 16 ár, fyrst í skóla og svo í starfi en ég var alltaf með augað úti á landi. En svo lét ég kylfu ráða kasti og sótti um þetta starf, þegar var auglýst hér lögreglustjóra- starf til umsóknar. Vafalaust miklu hæfarienég Þetta var nýtt embætti, stofnað 1. janúar 1974. Þá lét: ég vaða á þetta, eins og sagt er og sótti um ásamt fjórum öðrum mönnum, sem töldu sig miklu hæfari en ée oe voru bað nokkum embættistima, en ég treysti dómgreind þáverandi dómsmála- ráöherra og hef alltaf gert, en það var Olafur Jóhannesson. Eg kem hér í janúar 1974. Næsta skref er svo að sýslan er svo alveg limuð frá vestur- sýslunni, en fram að þeim tíma höfðum við sinnt öllum opinberum málum, en skatturinn og veðmálabækumar vom áfram í Vík, nema fyrir Hafnarhrepp, þangaðtil 1. janúar 1977. sveitimar, aflokaðar af vötnum. En landfræðilega, veðurfarslega og að ýmsu leyti er þetta frekar Suðurland, þó aö þetta tilheyri Austfirðinga- fjórðungnum. Þannig að þetta er afar ólíkt Austf jörðum og fólkið er nokkuð frábmgöið líka. Það er hægara, prúðara, ekki eins „impúlsíft” og Austfirðingar, þeir eru dálítið hressir og glaðbeittir. Eðli Skatfellinga er hins vegar varfærni, hann er orðvar, prúður, talar hægt og hugsar djúpt, og það er ekkert vanhugsað! — Er ekki sagt um þá að þeir séu allra Islendinga gefnastir fyrir „understatement”? „Jú, þaö er nú eitt. En nota bene. Þetta á ekki lengur við nema um sveitimar. Gæðaflokkurinn Austur- Skaftfellingar Það er kannski ekki nema helmingur Hafharbúa sem er hægt að flokka undir gæðamatið Austur-Skaft- fellingur. En það væri stjömuflokkur ef þessu væri jafnað til suðkindar! En ég hef alltaf talið að ég væri lukkunnar Það var nákvæmlega sama funksjón hjá lögreglustjóraembættinu og bæjarfógeta, en hét þó það, enda Höfn til allrar guðslukku ekki kaupstaður.” Austur-Skaftfellingar sérstakur þjóðfíokkur — Var einhver sérstök ástæöa fyrir aðþú valdirHöfn? i „Ég var náttúrlega með ákveðna „Austurlandsglýju” í augum, en það var raunar misskilningur hjá mér, því að þetta er Suöurland. En mannlífið er mjög blandað hér. Skaftfellingar,, Austur-Skaftfellingar em eiginlega alveg sérstakur þjóðflokkur. Þessi sýsla var eyland sérstaklega pamfíll að komast í þetta hérað. Þeir hafa kennt mér mikið og það endar með því að ég fer héöan mjög skólaður í ýmsa veru. Ég hef haft jafnvel meiri kynni af öræfingum en öðmm íbúum í sýslunni, ég hef um langt skeið farið þangað einu sinni í mánuði og haft þar viðtalstíma. Og það em þeir sem hafa lifað lengst við hvað mesta einangrun. Þroskað með sér félagslegan skilning og félagslega uppbyggingu og er óvenjuframþróað fólk, lesið og skyn- samlegt og má náttúrlega ekki vamm sitt vita til orðs eða æðis. Og sveitafólk almennt er ákaflega viökunnanlegt fólk. Og ég hef kynnst því miklu meira en Hafnarbúum. Þó ég hafi haft við þá ágæt samskipti, hefur hugur minn frekar stefnt tilsveitanna.” Lifað átta mánuði af sumarkaupinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.