Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. .Aðstoóarritstjóri: HAÚKÚR HELGASON. . " , . • ■ Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON 09 ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 84611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 1». Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Er vilji i sandkassanum? Ekkert svigrúm er til sandkassaleikja á alþingi, þegar mæta þarf þjóðarteknamissi, sem mun samtals nema tíundu hverri krónu á þessu ári og hinu næsta. Viö slíkar aðstæður dugar engum að fara með ábyrgðarlaust rugl út íloftiö. Alþingi hefur í löggjafarvaldinu töluverð áhrif á dreif- ingu tapsins. Meö því að gera ekki neitt hefur alþingi einnig áhrif, sem í því tilviki birtast í örari skuldasöfnun í útlöndum, svona rétt á meðan lánstraustið endist. Nú þegar fer fjórða hver króna af útflutningstekjum okkar til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum skuldum. Við getum ekki haldið lengra eftir þeirri braut án þess aö lenda í vítahring, sem er mun verri en núver- andi vandi. Hluti af lausn vandans er, að alþingi samþykki bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar. Þar með fylgja þrjú hliðar- frumvörp, sem í sjálfu sér eru ekki lífsnauðsynleg, en eru alténd mikilvægur þáttur í friði á vinnumarkaðinum. Þar sem þjóðartekjurnar fara að tveimur þriðju hlutum í einkaneyzlu, er óhjákvæmilegt, að áfallið í hinu fyrra hafi veruleg áhrif á hið síðara. Þjóðin verður að herða svonefnda sultaról, þótt lýðskrumarar haldi öðru fram. Bráöabirgðalögin hafa í för meö sér 6% minnkun kaup- máttar ráðstöfunartekna fólks á næsta ári, til viðbótar því 1%, sem verður á þessu ári. Þetta eru harðir kostir og ná þó ekki sama tíunda hlutanum og samdráttur þjóðar- teknanna. Ástæðulaust er aö gera lítiö úr byrðunum, sem bráða- birgðalögin leggja á herðar þjóðarinnar. Margar fjöl- skyldur berjast í bökkum nú þegar og sjá enga greiða leið til að taka á sig 6% kaupmáttarrýrnun til viðbótar. En tapi þjóðarinnar verður að dreifa, hvað sem tautar og raular. Bráðabirgðalögin gera ráð fyrir, að þjóðin taki sem neytendur á sig tæplega hehning þjóðartapsins. Lögin eiga að minnka 10% viðskiptahalla þessa árs í 6% á hinu næsta. Bráðabirgðalögin eru bráðnauðsynleg forsenda þess, að þjóðin sigrist á erfiðleikunum. En viö þau ein má ekki sitja. Ríkið sjálft verður að taka þátt í samdrættinum, sem forráðamenn þjóðarinnar ætla heimilunum að bera. Svonefnd samneyzla, það er ríkisrekstur, hefur aukizt ár frá ári, mælt í raunverulegum verðmætum. Nýja fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir, að dokað verði við á þess- ari leið, að samneyzlan standi í stað á næsta ári. Þetta er til bóta, en ekki nægilega. Öbreytt samneyzla þýðir, að samdrátturinn kemur þyngra niður annars staðar, þar á meðal á ráðstöfunartekjum almennings. Alþingi ber því að skera niður samneyzluáform frum- varpsins. Svo er enn ekki komið fram á alþingi þriðja lykilmálið, lánsfjáráætlunin. Þar mun koma fram, hve mikið ríkis- stjómin hyggst taka að láni á næsta ári til að kosta fram- kvæmdir. Þar hefur oft afgangi vandans verið kastað á herðar bama okkar. Hin gífurlega þörf ríkisins á erlendu lánsfé til ótal nytsamlegra verkefna stafar af, að innlendum spamaöi hefur meira eða minna verið sóað í landbúnað, nýja skut- togara og önnur gæluverkefni, næstum því sykurver! Sú liðna sóun verður ekki aftur tekin. 1 staðinn verðum viö nú að þola nauðsynlegan niðurskurð erlendra lána til nytjaverka, meðan verið er að afnema viðskiptahallann. I því eins og ööm er vilji allt, sem þarf. En er hann til í sandkassa alþingis? Jónas Kristjánsson. Stjórnarskrárnefndað störfum. HMoryundaffur- inn í mótun ókjömir aðilar fái að binda hendur þingheims, segir kroppmikill fram- sóknarmaður. — Það er alveg ljóst, aö þjóðin mun ekki líða slíkt. Þið sjáið bara hvað er talað illa um alla þessa þrýstihópa. Hvað segja þeir ekki í blöðunum. „Hættuleg áhrif umboðslausra aðila,” segja þeir. Þeir verða vitlausir út af minnsta togara, eöa skammtíma flugleyfum. Heldurðu aö þeir taki nokkru sinni í mál að leyfa þrýstihóp sem er ekki einu sinni áþreif anlegur? — Við Jústiníanus og Sólon rædd- umþetta ásemínarieinusinni.. . —Þetta er fyrst og fremst spuming um verklag, segir ópólitískur sjálfstæðismaður í stjómarandstöðu. — Við höfum komiö okkur upp ákveðnum vinnu- reglum, miðað við þær forsendur sem nú gilda. Sumum finnst þær ekki algóðar kannski, og ég neita því ekki, að stundum vinnast mál seint eftir þeim, en þau vinnast þó aö lokum. Ef við förum nú að bæta inn óvissuþátt- um eins og sannfæringu, eöa sam- visku, verðum við að breyta um verklag. Ef viö fömm aö binda okkur af slíku, siglum við beint út í óvissuna. Getum við gert þjóðinni þá skráveifu? — Eins og Lýcúrgus sagöi við Habeas Corpus .. . — Drengir góðir, segir alþýðu- flokksmaöur og hellir kaffi í bolla. — Megum við mismuna þegnunum á þennan hátt. Verður ekki að gæta jafnréttis? Okkur kemur væntanlega saman um að til eru þeir Islending- ar sem enga samvisku hafa, eða sannfæringu. — Já, segir alþýöubandalags- maður af framsóknarkyni. — Og höfum við kannað byggðaþáttinn í þessu. Em til samanburöar- rannsóknir á samvisku og sann- færingarkrafti í þéttbýli annarsveg- ar og dreif býli hinsvegar? Að lokum náðist svo samkomulag um að fresta umræðu um þetta mál, meðan félagsfræðileg könnun á gmndvelli byggðastefnu fer fram á samvisku og sannfæringarkrafti Islendinga. Enn einu sinni tókst dr. Bunsen meö mælsku sinni að fá nefndarmenn til aö ræða saman og ná samkomulagi. Og enn er fram- tíðin í smíðum í stjómarskrámefnd. -ÓBG. Rétt einu sinni komu upp erfiðleikar í stjómarskrárnefndinni. Á löngum, reykmettuðum f undi, kom upp vandamál, sem virtist í upphafi óyfirstíganlegt, og það var ekki fyrr en löngu eftir miðnætti, sem for- manninum, í krafti ofurmannlegrar þoiinmæði sinnar og samnings- lipurðar, tókst að afstýra því aö upp úr viðræðunum slitnaði, en viðræðuslit hefðu auðvitaö haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í framtíðinni, (eöa „afdrifaríkar afleiðingar”, eins og þeir segja í sjónvarpinu). Og þaö er einmitt framtíðin sem er að veöi, kæru lesendur, efist ekki um þaö. Oábyrgir götustrákar henda gaman aö landsfeðrum vorum og Alþingi og líkja þingmönnum við Prúðuleikara. Þetta er að sjálfsögðu vítavert athæfi og lítið fyndið. En eins og sagt er: „öllu gamni fylgir nokkur alvara”. Það á við, jafnvel þegar lítið er gaman. Því formaður stjórnarskrárnefndar getur sagt um nefndina sína, eins og einn Prúöuleikaranna, dr. Bunsen Honeydew, segir um rannsóknar- stofuna sína: „Where the future is being made, today! ” Og þaö reyndi svo sannarlega á alla fortöluhæfileika dr. Bunsens, og samningslipurð hans, á fundi stjóm- arskrámefndarinnar um daginn, þegar ágreiningurinn kom Upp. Á- greiningurinn snerist um samvisku þingmanna, og sannfæringu þeirra. „Og lá viö klofningi út af því?” segja hótfyndnir lesendur og brosa. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi,” bæta þeir síðan við og rifna úr hlátri. Við skulum ekki reyna að tjasla þeim saman, heldur snúa okkur að efninu. Bak við byrgða glugga á jarðhæð hótels nokkurs úti á landi, sitja þing- menn og reyna að skipuleggja fram- tíðina. Þeir reyna að skipuleggja framtíð sína, og framtíð þjóðarinn- ar. En það kemur upp ágreiningur. I stuttu máli snýst hann um oröalag einnar greinar hugsanlegrar stjóm- arskrár. Alltso, þegar kemur til at- kvæðagreiðslu á þingi, skulu þá þing- menn bundnir eingöngu af sann- færingu sinni, eða skulu þeir kannski frekar bundnir af samvisku sinni? Það er spurningin! Hysteriskir nefndarmenn snúa sér til formannsins og biðja hann aö skera úr. — Þegar um svo flókið og margþætt vandamál er fjallað, verður ekki hjá því komist að rifja upp forsögu þess. Þegar ég og Olf- ljótur.. . — 0, Guð! segir yfirspenntur alþýðubandalagsmaður. Dr. Bunsen ætlar að svara, en alþýðubandalagsmaðurinn heldur á- fram. — Ef hann fer að tala um for- sögu málsins enn einu sinni, hendi ég mér út um gluggann. — Eg geri dagskrártillögu, for- w Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skrifar maður, segir vakandi alþýðuflokks- maður. — Eg legg til að fundi verði frestað, og boðað til næsta fundar á morgun, á efstu hæð í Húsi verslunarinnar. Þar getum við tekið upp þráðinn, þar sem hann er nú. Dr. Bunsen vísar dagskrár- tillögunni fram á gang, og segir henni að taka fyrsta áætlunarbíl í bæinn. Hann snýr sér síðan aftur að efninu. — Þegar Magnús lagabætir bað mig um skriflega álitsgerð. .. — Það kemur ekki til greina, að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.