Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Page 11
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982. 11 „Miðuð við þekkingu og áhugasvið 6-10 ára barna” — segja höfundar bókarinnar Húsdýrin okkar Höfundar bókarinnar Húsdýrin okkar, Stefán Aðalsteinsson, höfundur taxtans, og Kristján Ingi Einarsson sem tók Ijósmyndirnar sem bókina prýða. Húsdýrin okkar heitir ný íslensk bamabók sem Bjallan hefur sent frá sér. Höfundur texta bókarinnar er Stefán Aðalsteinsson en Kristján Ingi Einarsson tók þær 70 litmyndir sem í bókinni eru. I fréttatilkynningu frá Bjöllunni segir m.a.: „I bókinni er lýst húsdýrum: kúnni, kindinni, geitinni, svíninu, hestinum, hundinum, kettin- um og hænunni. Um öll þessi dýr er getið hvað pabbinn, mamman og af- kvæmið heitir. Þá kemur líka fram á hverju dýrin lifa og til hvers þau eru notuð hvertfyrir sig.” Blaðamaður DV rabbaði við höfunda bókarinnar þá Stefán Aðalsteinsson og Kristján Inga Einarsson. Stefán sagði að þeir hefðu báðir unnið viö bækur fyrir Bjölluna, en þá hvor í sínu lagL Hann hefði skrifað bók um sauökindina og þá hefði komið til tals að þörf væri á bók um ÖU húsdýrin. Kristján Ingi hafði tekið myndimar í barnabókina Krakkar Krakkar fyrir BjöUuna og forlagið hefði síðan átt hugmyndina að þvi að þeir ynnu saman að bók um ÖU húsdýrin. Stefán sagði að í bókinni væri fjallað um átta dýrategundir og miðaö væri við þekkingu og áhugasvið sex tU tíu ára barna. Kristján Ingi sagði að þaö væri mikU dirfska af forlaginu að ráðast í að gefa út bók með svo mörgum Utmyndum því það væri mjög dýrt, sérstaklega þar sem hér væri á ferðinni barnabók og hingað til hefði verið talið aö bama- bækur mættu ekki kosta jafnmikið og bækur fyrir fullorðna. Hann sagði að í raun væri verið að láta reyna á hvort skilningur væri fyrir hendi á því að barnabækur þyrftu aö vera jafnvand- aðar (ef ekki vandaðri) en bækur fyrir fuUorðna. Um myndanotkun í bókinni sögðu þeir Stefán og Kristján að bæöi texti og myndir sköpuöu eina heUd en þær væra einnig nauðsynlegar fyrir yngstu börnin sem ekki lesa og hvettu þau tU að frá að vita meira um dýrin. Síðan væri heilmikUl fróðleikur í lesmálinu sem læs böm ættu þama aðgang að. Að lokum sögöu þeir að þeir væru DV-myndBj. Bj. ekki í vafa um að ÖU böm ættu skiUð að eignast þessa bók. Þeir sögðust vona að foreldrar, ömmur og afar brygðust ekki bömum sínum þ ví þeim veitti ekki af þessari bók nú þegar börnin kynnt- ust ekki dýrunum í eins ríkum mæU og áður, öU böm hefðu gaman af dýrum.ás. TEPPAHÖLUN Ármúla 22 - Slmi 32501 Ódýru og vönduðu Berber ullarteppin komin aftur. Verð aðeins kr. 298 ferm. PRÓFKJÖR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS: JÓNAS BJARNASON ER FULLTRÚI ÞEIRRA SEM VILJA BREYTINGAR - VILT ÞÚ BREYTA KJÖRDÆMASKIPUNINNI 0G GERA KOSNINGARÉTT JAFNAN? - VILT ÞÚ LYFTA ATVINNULÍFINU UPP ÚR STÖÐNUN? - VILT ÞÚ EFLA STÖÐU NEYTENDA? • ÞESS VEGNA KJÓSUM VIÐ HANN STUÐNINGSMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.