Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 14
14
DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
I iðnaðinum felst vonin
Viö þessi tvö hunduð og f jörutíu þús-
und sem í sameiningu stöndum aö því
kraftaverki sem búseta í þessu landi er
borfumst í augu viö ýmsar grýlur nú á
þessum skammdegisdögum. Er þá
ekki átt viö þær sem bömin þekkja og
ofan komu af fjöllunum?
Heldur erátt við hinar efnahagslegu
og pólitísku grýlur. Sumar þeirra eiga
djúpar rætur langt úti í heimi og rekja
ættir sínar til atvinnuleysis, svartsýni,
minnkandi eftirspurnar og þar meö
þröngra markaösaðstæöna sem bitna á
lítilli þjóö eins og okkar sem byggir af-
komu sína á frumframleiöslugreinum
og sölu fullunninna vara til erlendra
þjóða. Við þessu veitist okkur erfitt aö
sporna. Og sama gildir um aflaminnk-
un sem veldur rýmun útflutnings-
tekna.
En aörar af þessum grýlum em því
HalldórÐnarsson
miður heimatilbúnar. Þær birtast í af-
leiöingunum af úreltri og rangri land-
búnaöarstefnu til margra ára. Þær
birtast í sífelldri útþenslu ríkisins og
auknu stofnanaveldi. Þær birtast í
óaröbærum f járfestingum. Þær birtast
í sundurlyndi landsfeöranna og úr-
ræðaleysi í þjóöaríþrótt Islendinga —
veröbólguglímunni.
En þessar heimatilbúnu grýlur
getum við kveöiö niöur. Og það er við-
fangsefni stjórnmála hér á landi næstu
missirin. Annars megum viö undirbúa
okkur undir svartnætti atvinnuleysis-
ins, sem þegar öllu er á botninn hvolft,
er það versta sem við getum staöiö
frammi fyrir.
En til þess aö árangur náist veröum
viö aö horfa jákvæöum augum fram á
veginn. Viö þurfum aö gera okkur
ljóst, hvar vaxtarbroddurinn er. Við
þurfum aö átta okkur á því, hvaöa at-
vinnugrein getur tekiö viö vinnufúsum
höndum í framtíðinni.
Allar efnahagsskýrslur og fram-
tíöarspár sýna aö iönaðurinn er eini
raunhæfi farvegurinn fyrir vinnuaflið
sem kemur út á markaöinn á næstu
árum. En það vantar almenna viður-
kenningu á þessum staöreyndum og
það vantar aö farið verði aö vinna í
samræmi viö þessar staðreyndir í sí-
vaxandimæli.
Eg er sannfæröur um aö íslenzkur
iðnaður mun standa undir þeim vonum
sem framtíð íslenzka velsældarþjóö-
félagsins byggist á. En til þess aö svo
megi veröa þurfa fleiri aö vera þeirrar
skoðunar en viö sem störfum í iönaðin-
um.
Okkar hlutverk er aö stuðla að hug-
A „Allar efnahagsskýrslur og framtíðar-
^ spár sýna að iðnaðurinn er eini raunhæfi
farvegurinn fyrir vinnuaflið sem kemur út á
markaðinn á næstu árum,” segir Halldór
Einarsson.
Að vinna prófkjör
á skrefamælingu
Eru þaö tilviljanir að nokkrir
þingmenn Reykjavíkur eru að gjöra
skrefatalninguna svonefndu aö
hávaðamáli enn á ný. Eða á kannski
prófkjörsbarátta þeirra þar ein-
hvernþáttí?
Var Ellert B. Schram ritstjóri aö
hefja þá baráttu 10. nóvember síöast-
liöinn, er hann ritar leiöara í Dag-
blaöiö-Vísi sem ber yfirskriftina
,,Burt meö skrefatalninguna”? En
grein þessi er samansett af
ósannindum og vanþekkingu. Þannig
segir Ellert aö skrefatalningin hafi
veriö þvinguö í gegn á höfuðborgar-
svæöiö, en ekki hróflaö viö skrefa-
talningu dreifbýlisins eöa innan-
bæjartöxtum annars staöar. Þetta
er alrangt, hrein ósannindi, því aö
þann 1. nóvember 1981 var alls
staðar á landinu þar sem sjálfvirkar
símstöövar eru tekin upp mæling á
innanbæjar- eöa innansveitar-
símtölum. Og lækkun lang-
línusímtala er aö sjálfsögðu sú sama
hvort heldur talaö er frá lands-
byggöinni til Reykjavíkur eöa frá
Reykjavik út á land. Síðan segir
hann aö óvildarmenn Reykjavíkur
hafi ekki mátt til þess hugsa aö þaö
væri ódýrara aö tala milli Háaleitis
og Sogamýrar en Akureyrar og
Hafnarfjarðar. Það hefur ekki verið
farið fram á neitt í þá átt. Heldur aö
þaö kosti jafnt aö tala frá Dalvík til
Akureyrar sem á milli Reykjavíkur
og Hafnarf jaröar. En í dag kostar 60
mínútna símtal á laugardegi eöa
sunnudegi milli Akureyrar og
Dalvíkur kr. 99,80 en símtal í 60
mínútur sömu daga á milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar kr. 0,99 eöa
hundraðfaldur munur. Þaö er þessi
mikli munur sem þarf að jafna. En
hvemig lítur dæmiö út á þeim tímum
sem skrefamælingin er á innan-
bæjarsímtölunum? Þá kostar
simtalið Dalvík-Akureyri í 60
mínútur kr. 198,60, en Reykjavík-
Hafnarfjöröur kr. 10,90 eöa rétt
tæpur 20 faldur munur.
Hverjir hefðu greitt?
I Dagblaöiö-Vísi ritar Jóhanna
Siguröardóttir alþingismaður
kjallaragrein 16. nóvember og f jallar
þar um óréttmæti skrefatalning-
arinnar og telur að þaö veröi aö
afnema hana og helst að hverfa til
fyrra ástands. Bendir Jóhanna á,
máli sínu til stuðnings, aö þær
breytingar sem uröu meö tilkomu
skrefatalningarinnar hafi leitt til
tekjutaps Pósts og síma um 22,8
milljónir króna. Og víst er það
staðreynd aö meö óbreyttri tíma-
lengd símtala heföu tekjur Pósts og
síma orðiö þessum milljónum hærri.
En hverjir heföu þaö veriö sem þær
hefðu greitt? Jú, einmitt dreifbýlið,
landsbyggðin. Og þrátt fyrir aö sím-
gjöld dreifbýlisbúa hafi lækkað,
standa þeir enn undir 50% af síma-
tekjum Landssímans þó að þeir séu
aöeins41% símnotenda.
Þaö er undarleg jafnaöar-
mennska aö vilja enn auka þennan
mismun. Eg vona aö þingmenn dreif-
býlisins láti ekki staðar numiö meö
því jöfnunarskrefi sem stigið var
meö skrefatalningunni 1. nóvember
1981. En það vantar mikiö á aö hlutur
landsbyggöarinnar sé þar aö fullu
réttur. Þannig eru símnotendur á
svæðisnúmeri 91, það er Reykjavík,
Mosfellssveit, Bessastaöahreppur,
Garöabær, Kópavogur, Seltjarnar-
nes og Hafnarfjörður á einu og sama
gjaldsvæði. En notendur annarra
svæðisnúmera, t.d. 96 eöa 99 verða
aö una því aö vera skipt í þrjú mis-
munandi gjaldsvæöi. Þannig eru
Akureyri og Dalvík með svæðisnúm-
er 96, en hlutfallið á gjöldum milli
þeirra og höfuðborgarsvæöisins er
Kjallarinn
GaröarHannesson
eins og áöur er getið. Það sama dæmi
gildir um aöra staöi á landinu, svo
sem Seyðisfjörður-Reyðarfjörður,
Akranes-Borgames, Selfoss-Hella.
Þaö er talað um aö atkvæöamunur á
milli fámennustu kjördæmanna og
Reykjavíkur sé allt aö fimmfaldur,
en hér er þaö hundraðfaldur munur á
60 minútna símtali laugardaga og
sunnudaga og á öörum dögum frá
19.00 aö kvöldi til kl. 8.00 aö morgni.
Þaö þarf enga stjómarskrár-
breytingu til aö jafna þennan mun,
en það þarf pólitískan vilja.
Garöar Hannesson,
stöðvarstjóri
Pósts & síma, Hverageröi.
Segjum samringum upp
£ „Ef maöur ber saman það sem stjórn-
málamenn segja um ástandið og skoðar
þær tillögur, sem fyrir liggja, verður ekki séð
annað en þjóðareining ríki um kjaraskeröingar
br á ðabir g ðalaganna. ’ ’
Rúnar Sveinbjömsson
Augljóst er að nú eru miklir erfið-
leikar hjá islenska auðvaldinu. Nú
eins og alltaf þegar svo ber við eru
rekin upp ramakvein, heimtaðaraö-
geröir af hálfu ríkisvaldsins og
verkafólki uppálagtaöspara og sýna
skilning á vanda þjóöarbúsins. Auð-
veldasta leiðin og sú sem alltaf er
farin á einhvern hátt er árás á kjör
launafólks í þessu landi. Olafslög
skertu kaupmátt launa reglubundiö
meö skerðingu á kaupmætti launa.
Einn helsti tilgangur bráöabirgða-
laganna er aö skeröa vísitöluna um
helming nú 1. desember næstkom-
andi eöa um nærri 10%. Með þessum
aðgerðum eru ómældar milljónir
færöar frá verkafólki til atvinnurek-
enda.
Fyrir hvaö er svo verkafólk aö
blæða? Jú, þaö er fyrst og fremst
óstjórn auðvaldsins. Offjárfesting í
sjávarútvegi, skraninnflutningur og
fleira sem verkafólk hefur ekkert
meö að gera. Þetta efnahagsástand
er aö fullu á ábyrgð þeirra sem fara
meö stjóm efnahagsmála og at-
vinnurekstrar.
Ef ég keypti mér stórt hús og nýjan
bíl get ég ekki vænst aðstoðar frá rík-
inu, ef ég stend ekki undir afborgun-
um, þegar að skuldadögum kemur.
En þetta gera t.d. útgerðarmenn.
Þeir minnka á engan hátt einka-
neysluna, þeir kaupa ný skip, standa
ekki undir afborgunum, en þá kemur
rikisstjómin og hleypur undir bagga
og allt verður í fínu lagi áfram.
Verkafólk sníöur sér stakk eftir vexti
en þaö gera atvinnurekendur ekki.
Svo er verkalýðurinn látinn borga
brúsann þegar offjárfestingin og
villt samkeppnin hefur fariö með allt
tilfjandans.
. Ríkisstjórn
og Alþingi
Augljóst er aö verkafólk hefur ekk-
ert aö sækja til alþingismanna eða
ríkisstjórnar. A þingi eru allir sam-
mála um innihald bráöabirgöalag-
anna nema sjálfstæöismenn og krat-
ar vilja ganga lengra í átt til skerö-
ingar. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðuflokkur lýstu því yfir fyrir síð-
ustu kosningar aö endurskoöa þyrfti
vísitölukerfiö þannig aö koma mætti
í veg fyrir víxlverkun kaupgjalds og
verölags sem á aö vera aöalverð-
bólguvaldurinn. Þaö aö koma í veg
fyrir víxlverkun kaupgjalds og verö-
lags í gegnum vísitölu er ekkert
annaö en að leggja vísitölukerfið niö-
ur.
Maður á erfitt meö að trúa aö á Al-
þingi sé stjómmálalegt öngþveiti. Ef
maður ber saman þaö sem stjórn-
málamenn segja um ástandið og
skoðar þær tillögur, sem fyrir liggja,
veröur ekki séð annaö en aö þjóöar-
eining ríki um kjaraskeröingar
bráöabirgöalaganna síðan Alþýöu-
bandalagið geröist kjaraskerðingar-
flokkur.
Þáttur verkalýðs-
hreyfíngarinnar
Eins og menn muna var á síðasta
ASl-þingi kosin forysta sem endur-
speglar ríkisstjómarmynstrið. Á
þessu þingi kaus alþýðubandalags-
fólk sjálfstæöismann á móti alþýðu-
flokksmanni. Síöan hefur stefna ASI
verið eitt allsherjarumburðarlyndi
gagnvart ríkisstjóminni.
Nægir þar aö minna á þá samninga
sem hafa verið gerðir síöan þessi
stjórn tók viö. I lok samningstíma-
bilsins hefur verkafólk alltaf staðið
verr. Þó kastar fyrst tólfunum þegar
samningar hafa veriö undirritaðir og
stjórnin skeröir þá um heil 9% án
þess nokkuö sé aö gert utan venju-
legra mótmæla.
Seg/um samningunum upp
Þaö ætti að vera augljóst mál aö
þetta er einungis forsmekkurinn aö
því sem koma skal. Sú ríkisstjóm
sem tekur viö af þessari verður
áreiðanlega síst betri en sú sem nú
situr. Því er nauðsynlegt fyrir verka-
lýöshreyfinguna aö fara aö spyma
við fótum, búa sig undir átök og gefa
skit í allar ríkisstjórnir.
I þeim samningum sem nú eru í
gildi eru ákvæði um heimild til upp-
sagnar ef hróflað er við visitölunni
meö lögum. Nú hefur þaö gerst og
þess vegna eru samningar uppsegj-
anlegir.
Hvort verkafólki tekst aö verja
laun sín ræðst fyrst og fremst af
styrkleika verkalýðshreyfingarinn-
ar. Þarhafa kosningar og ríkisstjórn
ekkert aö segja eins og nú er ástatt.
Nægir þar að benda á afstöðu verka-
lýösflokkanna, Alþýöuflokks og Al-
þýðubandalags. Alþýöubandalagiö
hefur sýnt þaö í ríkisstjórn og Al-
þýðuflokkurinn meö afstööu sinni til
vísitölunnar.
Rúnar Sveinbjörnsson
rafvirki.