Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Side 19
DV. MANUDAGUR 22. NOVEMBER1982. 19 Menning Menning Menning Menning Morðsaga Gabriel Garcia Marquez: Frásögn um margboöaö morð. Guöbergur Bergsson þýddi. Iöunn 1982. Nú er nýjasta skáldsaga Gabriels Garcia Marques, Frásögn um marg- boðað morö, komin út á islenskri bók í þýðingu Guöbergs Bergssonar. Eins og leyndardóma eftir handa lesandanum. Hann fellur ekki í þá gryfju. Sagan er spumingarmerki sem skilið er eftir í hausnum á lesanda að lestri loknum. Þetta er ekki síst að kenna sérkenni- legu formi frásagnarinnar sem hefst 27 árum eftir morðið en lýkur með at- burðinum sjálfum. Höfundur tvinnar saman timasvið á listilegan hátt og — Marques er karabískur höfundur ihuðog hár; sögur hans lýsa hugsunar- hœtti og harmleik suðuramerískra manna, skrífar Matthias Viðar i dómi sinum. Myndin sýnir blaðamann að störfum i Bogota, Kolumbiu. kunnugt er hefur Guðbergur áður þýtt tvö verk eftir þennan kólombíska nóbelshöfund, Hundrað ára einsemd og Liðsforingjanum berst aldrei bréf. Allar hafa þessar bækur hlotið gífur- lega útbreiðslu um heiminn, sérlega Hundrað ára einsemd sem að dómi margra er besta verk Marquesar. Það er varla hægt að segja að Frásögnin auki mjög á hróður Marquesar sem rit- höfundar. Sagan er að visu rituð af frá- bærri íþrótt, stökustu snilld, eins og hans var von og vísa, en hugsunin rist- ir e.t.v. ekki jafndjúpt og oft áöur. Það er held ég rétt, sem bent hefur verið á, að sagan er einskonar millistig á milli Liðsforingjans og Hundrað ára ein- semdar. Að stíl sker hún sig í ætt við fyrri söguna: knöpp og hröð en auðug, laus við útúrdúra og málalengingar. Hún er ekki jafnstórbrotin og seinni sagan en f jallar þó um svipaðan veru- ieika: tíma og dauða — þessi ágeng- ustu viðfangsefni suðurameriskrar bókmennta. Eins og heiti sögunnar gefur til kynna fjallar hún um morö. Sögusviðið er kynblendingaþorp við Karabíska hafið. Maður nokkur aö nafni Bæjarð- ur San Roman, kynlegur kvistur, geng- ur að eiga stúlku nokkra með pompi og prakt. Brúðkaupsnóttina uppgötvar hann að eiginkonan er ekki hrein mey og skilar henni því aftur til föðurhúsa. Hún er spurð hver hafi prufukeyrt og nefnir fyrsta nafnið sem kemur upp í hugann: Santiagó Nasar. Sæmd fjöl- skyldunnar er í veði og bræður stúlk- unnar sitja fyrir sökudólginum, sem liklega er alsaklaus, og brytja hann í spað. Þessi morðsaga er ólík venjulegum reyfurum að því leyti að lesand- inn veit frá upphafi hver morðing- inn er. Samt tekst höfundi að halda uppi spennu söguna á enda með því, ekki síst, að gæða persónur og atburöi óvissu og dul. I tímaritsviðtali hefur Marques sagt að gallinn við leynilög- reglusögur væri sá að þær skildu enga rýfur þau „hlutlægu” tímaform sem viö öll könnumst við. Með þeim árangri að atburðarásin kristallast í einum úr- slitapunkti sem virðist safna í sig öll- um tíma. Morðið er jafnágengur veru- leiki að 27 árum liðnum sem á stund harmleiksins. Áratugir renna í örfá augnablik: klukkustundarbilið frá því að Santiagó Nasar heldur að heiman og þar til hann er skorinn eins og svín. Ur því er lif þorpsbúanna markað ógæfunni. Hvað gerðist?.Hvaða lögmál bjó í því óhugnanlega tilviljanasafni sem leiddi til morösins? Var þaö opin- berun? Dómur? Hvar lá ábyrgðin? Gabriel Garcia Marques er kara- bískur höfundur í húð og hár; sögur hans lýsa hugsunarhætti og harmleik suðurameriskra manna: dauða og harðstjórn, niðurlægingu og reisn. A dögunum sagöi hann að Frásögn um margboðað morð bæri sannleikanum vitni og væri tákn þess frelsis sem blóðidrifnir ribbaldar hafa kæft í lönd- um Suður-Ameríku. Ef til vill er þetta erindi flutt í lýsingunni á Bæjarði San Roman. Sá framandi hershöfðingja- sonur og auðkýfingur heillar þorpið um stundarsakir en er að lokum borinn á braut nær dauða en lífi. Hann einn bíöur ósigur, hann einn er fórnarlamb. Aðrir lifa áfram í dauða sinum og þján- ingu en með sæmdina óskerta. Á meðan svo er getur harmleikurinn ekki slökkt öll vonarljós. Marques hefur manna best lýst veru- leika Suður-Ameríku. En hann er ekki siöur heimssöngvari en átthagaskáld. I verkum sinum kryfur hann jaðaraö- stæður og þversagnir mannlífsins — hvar sem er. Söguhetjur hans er núm- er eitt manneskjur. Og erindi hans um „margboðað morð” á fullt erindi til okkar á tíma kjarnorkuslysa og marg- boðaðrar gjöreyðingar. Guðbergur Bergsson á þakkir skildar fyrir öndvegisþýðingar sínar á verk- um spænskra og suðuramerískra góð- skálda. Hann hefur ekki aðeins kynnt nóbelsskálds Bókmenntir Matthías Viðar Sæmundsson okkur vaxtarbroddinn i sagnaritun samtiðarinnar heldur og auögað ís- lenskar bókmenntir með sígildum meistaraverkum: Lazarusi frá Tormes og Don Quixoté. Islenskir rithöfundar geta margt lært af þessum stórvirkj- um og raunar þjóna þessar þýðingar litlum tilgangi verði þær ekki hluti af íslenskri bókmenntahefð samtímans. Jafnframt er þaö ánægjuefni að is- lensk bókaforlög eru í vaxandi mæli farin að gefa út erlendar öndvegisbók- menntir. Raunar er hneisa að fyrir- tæki eins og Menningarsjóður skuli ekki hafa haft forgöngu um slíkar út- gáfur. Hvað dvelur onninn langa: Dostóéfskí? MVS DÖMUR OG HERRAR! Nýtt 3ja vikna námskeið hefst 29. nóvember. Hinir vinsælu herratímar i {hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru siæmar í baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. JúdódeildÁrmanns ávntffla 99 Innritun og upplýsingar alla vi>*ka daga AArmUIH 04.. k|_ 13_22 ísíma 83295. KOMDU KRÖKKUNUMÁOVAKT! Faróu til þeirra umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræöur, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn Gautaborg Osió Stokkhólmur kr. 4.653.00 kr. 4.598.00 kr. 4.239.00 kr. 5.304.00 Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu fétagi ÓSA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.