Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Síða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
Guðmundur Ingólfsson - Nafnakall
Fjölbreyttur og velleikinn jass
Þaö var kominn tími til aö plata
meö Guðmundi Ingólfssyni liti dagsins
ljós. Þessi mjög svo ágæti píanóleikari
hefur veriö iðinn viö aö miðla okkur
áhugamönnum um jass af snilld sinni
og oft hefur manni hlýnaö um hjarta-
rætumar viö að hlusta á Guömund,
ásamt félögum sínum, taka létta
sveiflu á undanförnum árum.
Guömundur er okkar þekktasti jass-
leikari, virtur hér heima sem erlendis.
Einkum hefur hann leikiö í Noregi af
og til á undanfömum ámm og spilaö
meðal annars meö ekki ómerkari
manni en Dexter Gordon.
En sem betur fer hefur hann þó
haldið sig mest hér heima á klakanum
og blásið lífi í jassinn sem oft á tíðum
hefur ekki veitt af. En á allra síðustu
ámm er árangur erfiöisins farinn að
koma i ljós; jassinn er aö eignast
fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgar-
innar.
Nafnakall heitir frumburður Guö-
mundar og hefur hann látiö svo um
mælt að fjölbreytni í lagavali hafi
veriö honum efst í huga viö gerö
plötunnar og hefur sá ásetningur
tekist. Þaö er ábyggilegt aö það hefur
veriö erfitt fyrir Guömund aö ákveöa
hvaöa lög ættu nú aö vera á fyrstu
plötu hans því aö eftir að hafa leikið
jass rúm tuttugu ár hljóta mörg lög aö
hafa komið til greina á plötuna, en
pláss fyrir fá, því er fjölbreytnin látin
ráöa og árangurinn er mjög góöur,
jass í klassískum stíl eins og best verö-
urákosiö.
Platan byrjar á lagi Guömundar,
Blues fyrir Bimu (Þóröardóttur, eigin-
konu Guðmundar), og er það létt
djammaður blues þar sem allir með-
spilarar Guðmundar á plötunni koma
viö sögu, en þeir em Guðmundur Stein-
grímsson, trommur, Pálmi Gunnars-
son, bassi og Björn Thoroddsen, gítar.
Á fyrri hlið plötunnar em þrír vel
þekktir erlendir „standardar” sem
ýmsir þekktir jassleikarar hafa komið
nálægt í gegnum árin. Fyrsti þeirra er
Some Of These Days. Guömundur
vottar hinum látna snillingi Eroll
Garner viröingu sína meö því aö leika
lagiö í hinum auöþekkjanlega en vand-
meðfarna stíl Garners og ferst það
mjögvelúrhendi.
Næst er hiö gullfallega Lover Man
og eins og í Some Of These Days er það
útsett fyrir tríó. Nafnakall n er dúett
fyrir nafnana Ingólfsson og Stein-
grímsson og gefa þeir f rá sér hlj óð sem
maður er ekki vanur aö heyra frá þeim
en sýnir aö húmorinn er í lagi hjá
þeim.
Round About Midnight er lag sem
alltaf er unun að hlusta á og ekki
versnar það í snilldarmeöferð Guö-
mundar, en hann leikur það einn á
flygilinn.
Seinni hlið plötunnar er líflegri en
um leið ekki eins heilsteypt; byrjar á
titillagi plötunnar. Guömundur sest
viö rafmagnspianó og fer nettlega meö
þaö i ágætum blues. Mávaskelfir
Björns Thoroddsen er einnig blues og
kemur þar vel fram hversu efnilegur
gítarleikari Björn er og er gaman að
heyra þá Bjöm og Guðmund leika
saman, báðir eru mjög tekniskir á
hljóðfærisín.
Vem kan segla forutan vind er þjóð-
lag frá Alandseyjum. Tekur Guðmund-
ur þar fram harmóníku og hef ég ekki
heyrt hann áöur leika á nikkuna, en
þaö er eins og hann hafi ekki gert
annað, slíkt er öryggi hans. Lengsta
lag plötunnar er blues er nefnist Glór-
ey og er eftir Guömund og Pálma,
ágætt lag, þar sem Guðmundur fer
nettum höndum um flygilinn. Segir á
plötuumslagi að í þessu lagi leiki
Pálmi sitt fyrsta kontrabassasóló á
plötu. Platan endar á klassisku
íslensku stefi, Þey þey og ró ró, og
bregöur Guömundur aftur fyrir sig
nikkunni. Fallegt og hugljúft lag.
Góöur endapunktur á skemmtilegri
plötu.
Eins og fram hefur komiö er Nafna-
kall meö f jölbreyttri tónlist og er þaö
bæði kostur og galli aö mínu mati.
Kosturinn er sá aö þú færð aö heyra
hversu f jölhæfur og góður hljómborös-
leikari Guömundur er. Gallinn er sá
aö platan er ekki eins heilsteypt fyrir
bragðiö, en persónulega hefur mér
alltaf fundist Guðmundur bestur við
flygilinn þar sem hann er meistari
tækninnar.
Aöstoöarhljóöfæraleikarar Guö-
mundar skila sínu hlutverki veL Guö-
mundur Steingrímsson er okkar
traustasti trymbill og samspil nafn-
anna er meö ágætum, enda þekkja þeir
vel hvor annan. Bjöm er góður gítar-
leikari, þrátt fyrir ungan aldur, og
Pálmi er bassaleikari í stööugri fram-
för.. Þaö er vonandi aö Nafnakall sé
aöeins byrjunin á plötugerð Guðmund-
ar. Viö megum til meö aö eiga meira á
plasti með þessum ágæta píanó-
leikara.
HK.
Guðmundur Ingóltsson.
Chicago
Chicago - Chicago 16
EKKI ENN RISIN
ÚR LÆGÐINNI
UB40 - UB44:
Örugglega ein
besta plata ársins
Michael McDonald -
If That’s What It
Takes:
Svæfandi í
meira lagi
If That’s What It Takes heitir fyrsta
sólóplata hljómborðsleikarans Mich-
ael McDonald sem út kom fyrir
skömmu. Michael McDonald hefur í
gegnum tíöina getið sér gott orö meö
stóru nöfnunum Steely Dan og Doobie
Brothers — en hann gekk úr Steely yfir
í Doobies áriö 1975. Segja má með
nokkrum rétti aö hann hafi lagt gítar-
leikarana hjá Doobies aö velli því aö
hlutur McDonalds óx meö hverri plötu
sem hljómsveitin sendi frá sér. Og aö
lokum var hann allt í öllu.
McDonald hefur samiö mörg góð lög
á sínum ferii og nægir aö minna á
Doobieslögin Real Love, Takin’ It To
The Streets, It Keeps You Runnin’ og
Minute By Minute. Aukinheldur f jölda
laga sem aörar stjörnur hafa nýtt sér á
framabrautinni, til að mynda „hitlög”
Kenny Loggins (sem þeir sömdu
saman) What A Fool Believes og This
Is It. Þaö er því ýmislegt spunnið í
McDonald en samt sem áöur eru þeir
hæfileikar vandfundnir á þessari
fýrstu sólóplötu hans.
Innihaid If That’s What It Takes er
dæmigert „sterilt”, ameriskt rokk af
ljúfu h'nunni (til aögreiningar frá
harðari línunni sem meðal annars
Survivor, Loverboy og Joumey standa
fyrir). Lögin eru flest hver hvorki fugl
né fiskur, útsetningamar einhæfar og
allt rennur saman í eitt. I Keep For-
gettin’ er víst hitlagið á plötunni og er
enda eitt hiö skásta og titillagiö hefur
einnig notið nokkurra vinsælda; hvers
vegna ermér ómögulegt aö skilja.
„Þræl-rútíneraðir-stúdíógæjar” sjá
um undirleik aö miklu leyti. Má nefna
Porcaro-bræðuma og Steve Gadd. Og
svo eru bitastæðari menn sem standa
ekki undir nafni þetta sinniö — saxó-
fónleikararnir Edgar Winter og Tom
Scott og fleiri. Kenny Loggins bregður
fyrir í einu laginu eins og til aö bæta
einu stjömunaf ninu viö. Hans hlutur er
lítill og slappur. Enda hefur maðurinn
að minu mati vart borið sitt barr síöan
hann sagði skiliö viö félaga sinn
Messina. Semsagt: hljóðfæraleikur er
yfirmáta pottþéttur, en alls ekki léleg-
ur eins og gefur aö skilja.
Þaö lýsir þessari plötu kannski einna
best aö þrisvar sinnum sofnaöi ég út
frá henni. Þaö er sannarlega ekkert á
henni sem heldur manni við efnið.
-TT
Það var rétt fyrir 1970 sem tvær
bandarískar hljómsveitir blésu nýju
lífi í popptónlistina og innleiddu tónlist
þar sem blásturshljóöfæri vom mjög
áberandi og varö músíkin jassaðri
fyrir vikiö. Þetta voru Blood, Sweat
And Tears og Chicago. Hleyptu þær
fjöri í bandarískt tónlistarlíf og veitti
ekki af. En því miður uröu dagar
Blood, Sweat And Tears ekki langir,
þeir náöu aldrei aö fylgja eftir hinni
frábæru fyrstu plötu sinni sem í dag er
talin meðal „klassískra” verka. En
meölimir Blood, Sweat And Tears eru
flestir ef ekki allir enn í fullu f jöri og
eru virtir sem hljóöfæraleikarar.
Chicago aftur á móti blómstraði á
næstu áram og hver ágætis platan af
annarri leit dagsins ljós. Og þótt
fyrstu fjórar plötur þeirra hafi allar
veriö tvöföld albúm kom það ekki aö
sök, frjósemin í tónlistarsköpun þeirra
var með ólíkindum. Gitarleikarinn
Terry Kath sá um rokkið og Robert
Lamm og James Pankow sömdu eilítiö
flóknari lög meö jassívafi er urðu til
þess að blásturshljóöfærin nutu sín vel.
Seinna fór aö bera meira á öðram
meðlimum, sérstaklega Peter Cetera
sem einn hefur samiö öll þau fallegu og
rólegu lög sem einkennt hafa Chicago
á seinni árum.
En fljótt skipast veöur í lofti. Terry
Kath skaut sig, slysaskot aö því er sagt
er, og var þá eins og allt púöur færi úr
hljómsveitinni og undanfarin ár hefur
virst sem Chicago hafi lifað eingöngu á
fomri frægö.
Eftir nokkurt hlé kemur nú Chicago
16 á markaöinn, og enn era þaö sömu
meðlimir sem skipa hljómsveitina og
geröu í byrjun að undanskildum Terry
Kath aö s jálfsögðu. Og það þarf ekki að
spyrja aö því að þegar Peter Cetera
hittir á rétta tóninn er útkoman frábær
og hefur lag hans, Hard To Say I’m
Sorry, trónaö undanfarnar vikur í
efstu sætum vinsældalista um allan
heim, enda mjög fallegt lag og
geysilega vel aö því unnið á allan hátt.
Það var því meö tilhlökkun aö ég
setti Chicago 16 á fóninn, en en þvi
miður, vonbrigðin uröu nokkur. Þrátt
fyrir nokkra góöa spretti boðar platan
ekki nýtt tímabil fyrir Chicago. Flest
lögin eru rétt í meöallagi og Hard To
Say I’m Sorry er langbest. Aö vísu
sýnir hljómsveitin sitt rétta andlit í
Get Away sem fylgir strax á eftir
Hard To Say I’m Sorry, sterkt spilaö
af blásturssveitinni, en þaö er stutt
gaman.
Það sem kemur mest á óvart í sam-
bandi við Chicago 16 er hversu lítill
hlutur Roberts Lamm er orðinn. Þessi
ágæti hljómborösleikari Chicago, er á
árum áöur var talinn höfuö hljóm-
sveitarinnar og þeirra afkastamesti
tónlistarhöfundur, á hér aöeins þátt í
tilurð eins lags, Get Away, og þaö
aðeins að einum þriðja.
Chicago 16 hefur að mínum dómi
ýmsa vankanta sem helst era fólgnir í
því aö lögin í heild era ekki nógu
skemmtileg og þrátt fyrir aö allur
hljóöfæraleikur sé pottþéttur, eins og
við aö búast, nægir það ekki. Platan er
langt frá því að vera eins góö og bestu
plötur Chicago, sem eru 2. og 7. af þeim
er ég hef heyrt. En platan hefur aukið
vinsældir hljómsveitarinnar aftur og
enginn vafi er á því aö Chicago 17 á
eftir aö lita dagsins ljós, og er þá bara
að vona aö aukiö sjáifstraust komi til
meö aö hafa áhrif á tónlistarsköpun
þeirra félaga til batnaðar. Því þrátt
fyrir allt er Chicago ein af þeim fáu
hljómsveitum er hefursitt eigiö sánd.
HK.
Frá því Bob Marley lést hefur raggí-
tónlistin átt erfitt uppdráttar; hún
hefur alténd ekki verið líkt því eins
áberandi og áður, sér i lagi hefur raggí
aö hætti Jamaicabúa ekki veriö ýkja
fyrirferðarmikið í dægurlagaheimin-
um siöustu misserin. Þar með er ekki
sagt að áhrifa raggítónlistar gæti ekki í
popptónlist samtimans, langt því fra,
— það er nánast sama hvert litið er í
fjölskrúðugum heimi poppsins;
hvarvetna má merkja einhvers konar
áhrif raggísins.
Ein stórbrotnasta hljómsveit okkar
tíma er UB40 (þetta er nú sagt meira
og minna í trúnaöii). Ubbamir leika
raggí að eigin sögn, sem í sjáifu sér er
ástæðulaust aö rengja. En þeirra raggí
er allt ööravisi en raggí Marleys,
miklu „breskara” ef svo má aö orði
komast, enda meölimir UB40 allir
fæddiríBretlandi.
NÝJAR
PLÖTUR
Hljómsveitin telur átta liðsmenn,
f jóra dökka og fjóra hvíta — og heima-
borgin er Birmingham. Þeir era:
James Brown (leikur á trommur og
syngur), Ali Campbell (syngur og leik-
ur á gítar), Robin Campbell (leikur á
gítar og syngur), Norman Lamont
Hassan (leikur á básúnu og ásláttar--
hljóöfæri), Earl Falconer (leikur á
bassa), Brian Travers (leikur á saxó-
fón), Michael Virtue (leikur á hljóm-
borð) og Astro (leikur á trompet).
Ubbamir vora fljótt teknir í tölu
breskra stórhljómsveita og fyrsta
breiðskífan þeirra „Signing Off” var
hátt á vinsældalista i rúmlega ár!
Tónlist þeirra þótti strax áhrifamikil.
Seiöandi, letilegi raggítakturinn hreif
marga og þótt lögin væru hreint ekki
samkvæmt forskrift ,„hit”-laganna
leið ekki á löngu þar til 2ja laga plötur
UB40 fóra að þoka sér upp í efri kant
vinsældalistans breska. Textamir
þóttu lika einkar bitastæöir og þar fór
ádeilan á þjóöfélagiö ekkert leynt. í
landi j ámfrúarinnar, þar sem atvinnu-
leysi er griöarlegt, hittu textar UB40
beintímark.
önnur breiöskífan kom út í maímán-
uði á siðasta ári, Present Arms aö
nafni, og í nóvember sama ár kom
þriöja platan, „döbbuö” útgáfa: „Pre-
senlArmsinDub”.
UB40 er eins og nafnið gefur til
kynna fjórða breiðskífan og gersemi
eins og hinar fyrri, — ástæöulaust aö
hafa um það langt mál! Fyrsta platan,
Signing Off er þó eftirlæti mitt enn sem
komiö er. Tónlist Ubbanna hefur lítið
breyst, aö vísu er hún á köflum oröin
ögn „poppaðri” en mér finnst æskilegt
en almennt talað er þessi nýja plata
kærkomið framhald á listasögu UB40.
Textamir hafa iitlu tapað af broddi
sínum, enn er stungiö á þjóðféiagskýl-
unum og endurtekin krafan um réttlæti
eða eins og segir í laginu „I Won’t
Close My Eyes”: „I Won’ t close my
eyes/To the sufferers plight./ln a
world full of sadness/I won’t close my
eyes/. — Our cries for justice are shots
inthedark/...”
Bestu lög: I Won’t Close My Eyes,
Don’t Do the Crime, Love Is All (Is All-
right).
-Gsal.
UB40