Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Side 32
40
DV. MANUDAGUR 22. NOVEMBER1982.
Andlát
Hólmlaug Halldórsdóttlr lést 13. nóv-
ember. Hún fæddist aö Garöakoti í
Hólahreppi, Skagafirði, dóttir hjón-
anna Ingibjargar Jósepsdóttur og
Halldórs Gunnlaugssonar. Eftirlifandi
maöur hennar er Árni Stefánsson.
Varö þeim tveggja bama auöiö. Utför
Hólmlaugar verður gerö frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 13.30.
Magnús Ölafsson, Hofteigi 6, lést i
Borgarspítalanum 18. nóvember.
Vigdís Jóna Dagný Pálsdóttir, Faxa-
braut 25 Keflavík, lést aö morgni hins
19. nóv. í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Jarð-
arförin auglýst síöar.
Þorgerður Gróa Pálsdóttir frá Siglu-
firöi andaðist 14. nóvember. Utförin
hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinn-
ar látnu.
Vilemo Kaijser andaðist þann 17.
nóvember 1982. Jarðarförin fer fram í
Malexander kyrka föstudaginn 26. nóv.
kl. 13.
Guömundur Marel Gíslason veröur
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 23. nóv. kl. 15.
Auðbjörg Jónsdóttir, Hjarðarhaga 56,
lést 13. nóvember 1982. Jaröarförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
Elka Jónsdóttir, Eiríksgötu 13, veröur
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöju-
daginn 23. nóv. kl. 13.30.
Tilkynningar
Stórkonsert í Haf narbíói
Föstudaginn 26. nóv. stendur félagsskapurinn
Upp og ofan fyrir stórkonsert í Hafnarbiói. Er
konsertinn tileinkaöur loftköstulum félags-
manna. Meðal þeirra sem fram koma eru
Hjörtur Geirsson, Jói á hakanum, Trúðurinn,
Hin konunglega flugeldarokksveit, Vonbrigði
og Þeyr.
Konsertinn hefst kl. 10 og er aðgangseyrir
kr. 100. Félagsmenn fá að vanda 20% afslátt á
aðgangseyri.
Kvenfélag
Kópavogs
Fundur verður í félagsheimilinu fimmtudag-
inn 25. nóvember kl. 20.30. Venjuleg fundar-
störf, bingó.
Sjálfsbjörg
Reykjavík og
nágrenni
Skrifstofa félagsins, Hátúni 12, tekur á móti
munum á basar sem haldinn verður laugar-
daginn og sunnudaginn 4.-5. desember í
Sjálfsbjargarhúsinu.
Samtök um
kvennaathvarf
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 22.
nóvember kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Freyju-
götu 27.
Kvenfé/ag Kópavogs
verður með félagsvist þriðjudaginn 23.
nóvember í Félagsheimili Kópavogs kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Kvenfé/agið Seftjörn
varð að fresta fundinum í síðustu viku.
Ákveðið hefur verið að hafa skemmtifundinn
þriðjudaginn 23. nóvember kl. 20.30 í félags-
heimilinu á Seltjamamesi. Gestir fundarins
verða konur úr Kvenfélagi Grindavíkur.
Samtök gegn astma
og ofnæmi
halda kökubasar laugardaginn 27. nóvember
kl. 13.00. að Norðurbrún 1, gengið inn sjávar-
megin. Félagsmenn og velunnarar sem gefa
vilja kökur hafi samband við Báru í síma
32269 eða komi þeim á laugardaginn milli kl.
11 og 12.30 að Norðurbrún 1.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Sýnikennsla verður í félagsheimilinu að
Baldursgötu 9, þriðjudagskvöldið 23. nóvem-
ber kl. 20.30. Sýnikennslan er á vegum Slátur-
félags Suðurlands og verða kynntar nýjungar
í matargerð úr lambakjöti. Konur, fjöl-
mennið.
Kvenfélag
Neskirkju
Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðju-
daginn 23. þ.m. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu.
Skemmtiatriði, kaffiveitingar • Konur, takið
með ykkur gesti.
Frá Blindravinafélagi
íslands, Ingólfs-
stræti 16 Rvk
Dregið hefur verið í merkjasöluhappdrætti
sem selt var dagana 16.-17. október sl.
Vinningsnúmer eru þessi: 6426, 14051, 21306,
10241, 18431, 5465, 8169. Vinninga má vitja á
skrifstofu félagsins Ingólfsstræti 16
Reykjavík.
Sportkafarafélag! Reykjavíkur
heldur kynningarfund á starfsemi sinni
mánudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Fundur-
inn verður haldinn að Fríkirkjuvegi 11 (húsi
Æskulýðsráðs Reykjavíkur), skráð verður á
námskeið félagsins. Allir áhugamenn um
sportköfun velkomnir.
Frá Skákfélagi
Hafnarfjarðar
Nýlokið er haustmóti Skákfélags Hafnar-
fjarðar. Keppendur voru 24.1 a-flokki sigraði
Ævar Stefánsson, hlaut 5,5 vinninga af 7
mögulegum. I öðru sæti varð Björn Fr.
Björnsson með 5 vinn. og í 3.-5. sæti Jóhann
Jónsson, Jón Magnússon og Sigurberg Elent-
ínusson með 4,5 v. I unglingaflokki sigraði
Þröstur Hjartarson, 2. varð Kristinn Ingva-
son og 3. Kristinn Sævaldsson. I flokki 12 ára
og yngri sigraði Sigurður Þór Daníelsson, 2.
Vikan 22. nóv.—27. nóv.
Útdregnar tölur í dag
7,14,
Upplýsingasími (91)28010
(Jm helgina
LÉTT YFIR KASTUÓSI
Jú, þaö ber ekki á öðru en aö
maöur sé aðeins oröin léttur, ha, hik.
Eitthvað á þessa leið mátti heyra í
Kastljósi á föstudagskvöld, þegar
helgin steig sín fyrstu skref. Og þaö
verður að segjast aö dagskrá rfltis-
fjölmiðlanna hafi bara veriö nokkuð
létt um helgina, þó auðvitað ekki eins
ogþauíKastljósinu.
Talandi um Kastljósið, þá kom
þessi þáttur mér mjög á óvart, ekki
síst áfengisþambiö. Þar gat aö líta
fjögur ungmenni taka athyglispróf
fyrst án áhrifa og síðan eftir aö
nokkrum dobbluöum haföi verið
skolaö niöur. Vissulega brýnt aö
reka sterkan áróöur gegn ölvunar-
akstri.
En þrátt fyrir þessar tilraunir
fannst mér einhvem veginn sem
áróöurinn gegn ölvunarakstrinum
kæmist ekki nógu vel til skila. Var
ekki nógu afgerandi. Vonandi hefur
þátturinn þó orðið til þess aö færri
ökumenn bjóöi okkur hinum og þeim
sjálfum upp á þá ógæfu að aka með
Bakkus í blóðinu.
,,Og hér í sjónvarpinu er komiö aö
Lööri,” sagöi kynnirinn á laugar-
dagskvöldinu og sýndi okkur hvernig
gott flúor virkar. Lööriö svíkur mann
aldrei og enn finnst mér þátturinn
vera frískur og fyndinn. Þó hef ég
heyrt hjá ýmsum að froðan þyki ekki
nægilega smeflin þessar vikurnar.
Hvaö um það, nýi glamorinn, ,,Svín-
iö”, virðist vera sannur „pokamaö-
ur” og ætlar greinilega að hreiöra
vel um sig viö hliðina á henni
Jessíku. Og hann virðist eiga létt
með aö hilla kvenfólkiö, kappinn sá,
þótt nýkominn sé úr bananaátinu.
Hans trikk er aö tala um litla sæta
fugla og falleg blóm þegar kvenfólk
er annars vegar. Alveg öruggt aö
maöur reynir þetta á dansgólfinu um
næstuhelgi.
Vegna rafmagnsleysis sá ég lítið af
Félagsheimilinu en heyrði þeim mun
meira skrækt. nokkuð dökkt yfir
þessum myndaf lokki að mínu mati.
Og þá er þaö hún Alice. Hún býr
ekki lengur hér, því miður. Stór-
skemmtileg mynd þar sem pjakkur-
inn var óborganlegur. Stráksi fór á
kostum og ætlaði ég að rifna úr hlátri
þegar kappinn byrjaöi að gapa.
Sannarlega góö stund fyrir framan
kassann.
Jæja, helgin er búin og best aö
drifa sig í háttinn. Biö að heilsa
öflum litlum sætum fuglum og falleg-
um blómum. Sjáumst um næstu
helgi. Blessá meöan.
Jón G. Hauksson
varð Lúðvík Arnarson og 3. Marinó Jónsson.
Hausthraðskákmótið verður þriðjudaginn 23.
nóvember, kl. 19.30. Teflt er í íþróttahúsinu
við Strandgötu og er öllum heimil þátttaka.
Unglingaæfingar eru á þriðjudögum, kl. 17 til
19.
Foreldra- og
vinafélag
Kópavogshælis
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 23.
nóvember nk. kl. 20.30 í matsal Kópavogshæl-
is. Aríðandi umræður um sundlaug hælisins,
vetrarstarfið o.fl.
/
Rithöfundakynning
Bókasafnið í Mosfellssveit gengst fyrir rithöf-
undakynningu á mánudagskvöldið 22. nóv.
nk. kl. 20.30. Auður Haralds kemur og les úr
verkum sínum, m.a. úr nýrri bók sem kemur
úr fyrir þessi jól og nefnist Hlustarðu á
Mozart? eða Ævintýri fyrir rosknar vonsvikn-
ar konur og eldri menn. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Náttúruverkur
blað Félags verkfræðinema og Félags
náttúrurfræðinema viö Háskóla Islands, er
komið út. Er það 9. árgangur þess rits.
Sem fyrr hefur verið leitast við aö hafa í
blaðinu nokkuð f jölbreytt efni, bæði fræðandi,
gagnrýnið og skemmtilegt. Fjallað er um
málefni sem eru í brennidepli um þessar
mundir, s.s. stóriðju, 33. fund Alþjóðahval-
veiðiráðsins, vatnatilgátuna um frumþróun
mannsins, skaðvalda á fósturþroskum, erfða-
verkfræði og náttúruvernd.
Náttúruverkur hefur löngum haft það að
leiðarljósi að stuðla að aukinni og gagnrýnni
umræðu um samskipti manns og náttúru,
vísindi og hlutverk þeirra. Slík umræða er
ákaflega mikilvæg í samfélagi þar sem tækni-
væðingin er í algleymingi, sérfræðingaveldið
vex stöðugt og maðurinn fjarlægist náttúruna
æ meir.
Blaðið fæst víða í bókaverslunum og í
Bóksölu stúdenta v/Hringbraut. Áskriftar-
síminn er 38708.
Fjalakötturinn
Fimmtudaginn 18. nóv. 1982 hófust sýningar
á myndinni Roots, Rock, Reggae. Sú mynd er
gerð á Jamaica 1978, leikstjóri er Jeremy
Marre. Hér er reynt að gefa aimenningi inn-
sýn í það umhverfi sem reggaetónlistin er
sprottin úr. Fram kemur hljómsveitin Ras
Michael and the sons of Negus. Þeir leika á
þau sérstöku ásláttarhljóðfæri sem eru ein-
kennandi fyrir reggaetónlistina. Einnig koma
fram margir fleiri tónlistarmenn og má þar
nefna Bob Marley. Stór hluti af reggae er
rastafari, lifsskoðun þeirra er trúa á Jah.
Rastafarimenningin á rætur sínar að rekja til
fátækrahverfa Kingston, höfuðborgar
Jamaica. Þar, líkt og í flestum stórborgum
þriðja heimsins, eru andstæðurnar hrópandi.
Tónlistin fer ekki varhluta af þessu en þó
beinist pólitík hennar frekar að tilfinningum
fólksins en pólitískri sannfæringu, líkt og í
blústóniist bandarískra negra nítjándu aldar.
Einnig verður sýnd á mánudag myndin
Hnífur í vatninu. Leikstjóri er Roman
Polanski og er myndin gerð í Póllandi 1962.
Þetta er fyrsta mynd hans i fullri lengd og
hefur hlotið fjölda verðlauna. Hún fjailar um
ung hjón sem ætla að eyða helgi um borð í
seglskútu. Á leiðinni taka þau upp í bílinn
ungan puttaling og þegar á leiðarenda er
komið bjóða þau honum að koma með á segl-
skútunni. Milli þessa fólks myndast mikil
spenna.
Yfirlitssýning á verkum
Jóns Þorleifssonar í
Listasafni íslands
Vegna ágætrar aðsóknar að yfirlitssýn-
ingunni á verkum Jóns Þorleifssonar í Lista-
safni Islands hefur verið ákveðið að fram-
lengja hana um eina viku.
Á sýningunni eru alls 107 listaverk, oliumál-
verk, steinprent og vantslitamyndir og er
elsta myndin frá 1914.
Yfirlitssýningunni lýkur sunnudaginn 28.
nóvember og er því hver síðastur að nota
þetta einstæða tækifæri til að kynnast verkum
Jóns Þorleifssonar, en flest verkanna eru í
einkaeign.
Sýningin verður opin daglega, virka daga
kl. 13:30—16 enumhelgarkl. 13.30—22.
Karlakór
Reykjavíkur
heldur þrenna hljómleika i Háskólabíól
Næstkomandi miðvikudag, föstudag og
laugardag (24., 26. og 27. nóvember) heldur
Karlakór Reykjavíkur tónleika fyrir styrktar-
félaga sína og gesti í Háskólabíói og hefjast
þeir kl. 19 miðvikúdag og föstudag en kl. 15 á
laugardag.
Á söngskrá kórsins eru að vanda íslensk og
erlend lög en í nokkrum þeirra syngja einsöng
þeir Hilmar Þorleifsson, tenór; Hjálmar
Kjartansson, bassi; Hreiðar Pálmason, barí-
tón, og Snorri Þórðarson, barítón. Guðrún A.
Kristinsdóttir aðstoðar með píanóleik.
Páll Pampichler Pálsson er stjórnandi en
hann er nýkominn frá Vínarborg þar sem
hann stjórnaði 2. áskriftartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar tónlistarmanna í Wiener-
Neustadt. Á tónleikum þessum voru m.a. flutt
tvö nútímaverk tileinkuð Páli eftir tónskáldin
Wemer Schulze („Snúnmgur”) og Herbert
Zagler („Kaleidoskop”). Auk þeirra var flutt
4. sinfónía Brahms.
Páll fékk þar mjög góöa dóma og segir t.d.
blaöiö Niederösterreichische Landeszeitung í
Wiener-Neustadt, eftir að hafa hælt báðum
nútímaverkunum, að Páll Pampichler sé
maður sem hægt sé að gefa hrósyrði. Túlkun
hans á þessum verkum hafi algjörlega verið í
anda tónskáldanna og hann hafi sýnt
nákvæmni og vandvirkni í hvívetna, ekki síst f
síðari hluta efnisskrárinnar, er leikin var 4.
sinfónía Brahms, sem sé viðkvæmt verk, en
þar hafi Páll þó sýnt ákveðni og áhrifamikla
túlkun.
Peter Schuster, sem gagnrýnina skrifar,
bætir við að Páll sé viðkunnanlegri í fram-
komu á sviði en hinn mikli skari „Show-diri-
gent”. Hann sé fyrst og fremst samvisku-
samur stjórnandi í orðsins fyllstu merkingu
og vinni af nákvæmni eftir verkum tónskáld-
anna og formi þau með hljómsveitinni í anda
þeirra af mikilli snifld.
Minningarspjöld
Minningarspjöld Mígrensamtakanna eru seld
á eftirtöldum stöðum: Blómabúðinni Gríms--
bæ, Bókabúðinni Kleppsvegi 150, Félagi ein-
stæðra foreldra, hjá Erlu síma 52683, Björgu
s. 36871, og hjá Regínu s. 32576.
Minningarspjöld
Langholtskirkju
Minningarspjöld Langhoitskirkju fást á eftir-
töldum stööum: Versl. Holtablóminu Lang-
holtsvegi 126, sími 36711, Versl. S. Kárason,
Njálsgötu, sími 34095. Safnaðarheimili Lang-
holtskirkju og hjá Ragnheiöi Finnsdóttur
Álfheimum 12, sími 32646.
Minningarspjöld
Kvenfélags
Hafnarfjarðarkirkju
fást í bókabúð Böðvars, Blómabúðinni
Burkna, bókabúð Olivers Sterns og verslun
Þórðar Þórðarsonar.
Minningarkort Sjálfsbjargar.
Reykjavík:
Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16.
Garðs Apótek, Sogavegi 108
Verslunm Búðargerði 10
Afmæli
70 ára afmæli á i dag, mánudaginn 22.
nóvember, Björn Guðmundsson, for-
stjóri verslunarinnar Brynju. — Hann
tekur á móti gestum í Snorrabæ
(Austurbæjarbíói) kL 4—7 síðdegis.
"""".\
Fé/agasam tökí
Framleiði og útvega alls konar
félaasmerki.