Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1982, Blaðsíða 34
42 DV. MÁNUDAGUR 22. NOVEMBER1982. BREIÐHOLTI SÍMI76225 Fersk blóm daglega. Verktakar Viljum taka á leigu tvo steypubíla frá 1. maí-1. október 1983. Kaup koma til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild DV fyrir 10. des. nk. merkt „Steypubílar”. ■ Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga Afmælísfundur verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20 í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskrám.a.: Jón Guðgeirsson læknir kynnir nýja göngudeild og fleira. Sænskur læknir kynnir nýtt lyf. Sýnd verður kvikmynd frá sænsku Psoriasissamtökunum. Kynntur verður nýr ódýr ljósalampi með UVB geislum. Fortíð og framtíð samtakanna rædd. Rætt um sólarferð til Lanzarote. Mætum öll á afmælisfundinn. SPOEX. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiöar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: DatsunSunny árg. ’81 Daihatsu Charade Runabout árg. ’79 Datsunl20Y árg. ’76 Galantl600 árg. ’80 Lada árg. ’79 DatsunCherry árg. ’80 Datsun 220e dísil árg. ’79 Simca 1508 g.t. árg. ’78 MinilOOO árg. ’78 Lada 1500 árg. ’80 Trabant árg. ’78 VW 1300 árg. ’73 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 22/11 1982 kl. 12—17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga f. kl. 17 23/11 ’82. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 5 Vistheimilið Sólborg auglýsir tU sölu eftirtalda muni og áhöld Fyrir miðstöðvarkerfi: 1 stk. vatnsgeymir án spírals en einangraöur, 2801 1 stk. vatnsgeymir án spírals en einangraður, 4801 1 stk. vatnsgeymir með spíral og einangraður, 800—10001 3 stk. þrýstikútar fyrir lokuð miðstöðvarkerfi, 901 dælur, rennilokar o. fl. Skrifstofuáhöld: Facit Model 1820 rafmagnsritvél, vals 42 cm Rex Rotary f jölritari, spritt Apeco ljósritunarvél. Annað: Bauknecht frystiskápur, 2951 Singer 2ou iðnaðarsaumavélar, 2 stk. hentugar fyrir skóla. Ericson innanhúss kallkerfi, 20 lína miðstöð ásamt sama fjölda taltækja. Sjúkrarúm barna. Upplýsingar veittar í síma 96—21755 kl. 9.00—16.30 mánud.- föstud. MIKLAT0RGI SIMI 22822 Nýjar bækur Nýjar bækur Hvað gerðist á íslandi 1981 Bókaútgáfan öm og örlygur hf. hefur sent frá sér bókina Hvað gerðist á Islandi 1981 — Árbók Islands eftir Steinar J. Lúövíksson. Er þetta þriðja bókin í árbókaflokki — áður hafa kom- ið út bækur um árin 1979 og 1980 eftir sama höfund. Hvað gerðist á Islandi 1981 er sam- tímasaga innlendra atburöa rakin i máli og myndum. Myndaritstjóri bókarinnar er Gunnar V. Ándrésson fréttaljósmyndari hjá Dagblaðinu & Vísi en ljósmyndir eftir flesta kunn- ustu fréttaljósmyndara landsins eru í bókinni, auk þess sem myndskreyting- ar eru eftir Gísla J. Ástþórsson sem túlkar með þeim skoplegu hliöina á ýmsum atburöum sem f jallað er um í bókinni. I bókinni er efninu skipt niður í flokka eftir eðli atburða og gangur mála rakinn í yfirlitsgreinum, þannig að lesendur eiga að fá glögga yfirsýn yfir hvemig mál hófust, hvernig þau þróuðust og hver málalok urðu, svo fremi að þau hafi þá legið fyrir. Bókin Hvað geröist á Islandi 1981 erí stóm broti og er hún 400 blaösíöur þannig að hún er mjög efnismikil, enda á þar að vera getið um flest það er frá- sagnarvert þótti á innlendum vett- vangi á árinu. Sem fyrr greinir er bók- in prýdd miklum f jölda mynda, og eru þær um 400 talsins. Bókin Hvað gerðist á Islandi 1981 er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en tvær fyrri bækumar höfðu verið prentaðar erlendis. Bókband er unnið hjá Arnarfelli, en kápuhönnun annaðist Sigurþór Jakobsson. Njóttu mín eftir IMettu Muskett Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja ástarsögu eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Netta Muskett hefur skrifað fjöldann allan af ástarsögum. Þrjár þeirra hafa komið út á íslensku og eru algjörlega uppseldar. Ástarsagan Njóttu min er spennandi og áhrifamikil saga ungrar stúlku og móður sem er ofurseld ástríðum sín- um. Um leið og hún nýtur karlmanna er hún kvalin sektarkennd í hjóna- bandi sínu. Þetta er bók sem skilur eft- ir spurningu um það hvar hamingjuna er að finna. Bókin er 160 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Ferðin til sólar eftir Hjördísi Einarsdóttur 1 byrjun vikunnar kom út hjá Bóka- útgáfunni Helgafelli ljóðabókin Ferðin til sól^r eftir Hjördísi Einarsdóttur. Hjördís er fædd 11. júní 1930 og ólst upp í Reykjavík. Á uppvaxtarárum Hjördísar var það æösta takmark kon- unnar að eignast góðan maka og böm. Einnig vann Hjördis á skrifstofu í 10 ár og rak gistiheimili um skeið. Eftir hálfs árs spítalalegu og erfiöa upp- skurði ákvað hún aö hverfa aftur til náttúrunnar og hefur nú búið með manni sínum um nokkurra ára skeið að Hnúki í Klofningshreppi í Dala- sýslu. Hjördís er vel hagmælt og hefur fengist töluvert við að yrkja, bæði rím- að og órímað, þó að þetta sé hennar fyrsta ljóöabók. I Ferðin til sólar eru 27 órímuð ljóð er flest lýsa viðhorfi höfundar til sveitalífsins og sveitinni meö ferskum augum borgarbúans. Ferðin til sólar er 41 bls. — Kápu- mynd er eftir Lísbeti Sveinsdóttur, - sem er dóttir Hjördísar. Bókin er prentuð í Víkingsprenti. Óska- steinninn eftir Ármann Kr. Einarsson Bókaforlagiö Vaka hefur nú sent á markað bók eftir Ármann Kr. Einars- son sem heitir Oskasteinninn. Með bókinni vill forlagið kynna nýrri kyn- slóð ævintýraheim Ármanns og segir i kynningu aö bókin sé með öllum ein- kennum þessa vinsæla höfundar, hún sé ljúf og létt, góð og glettin. I þessari sögu er hversdagsleikinn ekki grár, heldur blandaöur lífi og lit — og áður en varir taka ótrúleg ævintýri að ger- ast. Oskasteinninn, sem Vaka gefur nú út, er aukin og endurskoöuö útgáfa Ár- manns af bókinni Oskasteinninn hans Ola. Hún kom út fyrir tveimur áratug- um, seldist þá upp og hefur verið ófáanleg síðan. Nú gefur Vaka nýrri kynslóö kost á að eignast sinn Oska- stein. Oskasteinninn er um 100 síður að stærð, teikningar í bókinni eru eftir Halldór Pétursson, en hún er sett og búin til prentunar hjá Korpus hf., en prentun og bókband annaöist Oddi hf. ÁRMANN KR. EINARSSON l P Jr 1 I •. • t' f t f M § Gilitrutt með myndum Brians Pilkingtons Iðunn hefur gefið út þjóðsöguna um Gilitrutt með litmyndum eftir Brian Pilkington. Bókin er með sama sniði og Ástarsaga úr f jöllunum eftir Guörúnu Helgadóttur sem út kom í fyrra og hefur nú verið gefin út í ýms- um löndum, en Brian gerði einnig myndir í þá bók. Er hún nú komin á Norðurlandamálunum öllum nema finnsku og síöast á færeysku. Gilitrutt er hér prentuð eftir texta þjóðsagna Jóns Ámasonar. Prentmyndastofan hf. litgreindi myndirnar en Oddi prentaði bókina. Ljósmynda- bókin eftir John Hedgecoe Bókaklúbbur Álmenna bókafélags- ins hefur sent frá sér mikla bók um ljósmyndatækni og ljósmyndagerð eft- ir J ohn Hedgecoe prófessor í Ijósmynd- un við Konunglega listaháskólann í London. Þessi bók er þannig úr garði gerð að hún hæfir jafnt byrjendum sem vönum ljósmyndurum, þ.e. hún fjallar um allt frá undirstöðuatriðum um töku mynda og vinnslu þeirra, til flókinna þátta eins og röðun á myndflöt, vinnu á ljósmyndastofu og myrkrastofutækni. Fyrstu kaflarnir fjalla um mynda- vélar, linsur og annan útbúnað viö myndatöku, síðan eru teknar fyrir svart-hvítar myndir, eiginleikar þeirra og vinnsla, þá litfilmur á sama hátt o.s.frv. Næst er fjallað í ítarlegu máli og með myndum um töku ljós- mynda og hagnýtingu ljóssins til að ná margs konar blæ og áhrifum, innihald mynda, mannamyndir, ljósmyndun hreyfingao.s.frv. Þá er fjallaö rækilega um myrkra- herbergið, síðan sérstök viðfangsefni svo sem um ljósmyndun í vatni, mynd- un stjarna og himingeimsins, geymslu filma og mynda o.m.fl. I lok bókarinn- ar eru glöggar skrár og skýringar orða. Mikill fjöldi skýringarmynda fylgir hverjumkafla. Ljósmyndabókin er 352 bls. að stærð og unnin bæði hér heima og suður á Italíu. Bókaklúbburinn gefur út þessa bók í samvinnu við bókaútgáfuna Setberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.