Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 1
 r r mm ■■■ GEIR HALLGRIMSSON LENTI í SJÖUNDA SÆTI —Albert Guðmundsson og Ellert B. Schram sigurvegarar prófkjörsins Albert Guömundsson varö efstur í prófkjöri Sjáifstæðismanna í Reykjavík. Geir Hallgrímsson, formaöur flokksins, galt hins vegar afhroð og lenti í 7. sæti. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru nú 5 kjördæmakjömir og 1 uppbótar- maöur. Kosningin nú er bindandi fyrir 10 efstu menn þar sem þeir fá meira en 50% greiddra atkvæöa. Talningin fór fram fyrir luktum dyrum Valhallar, húss Sjálfstæöisflokksins, en fram- bjóðendur héldu sig annaöhvort heima eða á kosningaskrifstofum sinum. Dróst talningin mjög, fyrstu tölur voru ekki birtar fyrr en undir 1 þó byrjaö væri að telja um 18 í gær- kvöldi. Klukkan 4 lágu endanleg úr- slit fyrir. Strax er fyrstu tölur komu var ljóst aö Geir kæmi illa út og baráttan um efsta sætiö yröi milli Alberts og Friöriks Sophussonar, sem lenti loks í 2. sæti. Einnig skiptust þeir Jón Magnússon, Geir H. Haarde og Guömundur H. Garöarsson á aö vera í sætunum 8 til 10. Lítil spenna fylgdi þó talningunni en talsverö eftir- vænting, menn einblíndu greinilega annars vegar á ófarir Geirs og hins vegar mjög óvænta frammistöðu Ellerts B. Schram. Þeim Sjálfstæðis- mönnum sem DV ræddi viö i nótt bar saman um að þessir tveir þættir prófkjörsins skyggöu á allt ahnaö. Sennilegt væri aö kjósendur flokks- tas væru aö gera kröfu um nýja for- ystu, prófkjörið væri augljóst van- traust á Geir Hallgrímsson. Það þyrfti þó ekki aö þýða aö bent væri á eftirmann. Hugir margra Sjálfstæðismanna í nótt voru blendnir. Sumir glöddust yfir sigri, aðrir hörmuöu tap. Einn sagði að í raun væri flokkurtan í sárum vegna slæmrar útreiðarGeirs Hallgrímssonar. JBH Nú verða ermar brett- arupp — sagði Eilert B. Schram þegar4. sætið í próf kjörinu vartryggt „Þetta er dómur kjósenda,” sagði Ellert B. Schram um niöurstööur próf- kjörsins. „Ég er ákaflega glaöur yfir úrslitunum hvaö mig sjálfan snertir. Eg vissi aö ég átti á brattann að sækja og geröi mér ekki von um aö veröa svona ofarlega. Eg er afskaplega þakklátur því fólki sem studdi mig.” En eru flokksmenn ekki i rauninni aö sýna aö þeir vilji nýja forystu? „Þaö er veriö aö velja frambjóðend- ur til þtagkosninga. Svona próf- kosntagar eru ekki aðferö til aö velja forystu í flokki heldur snúast þær um annaö. Og menn gjalda þess stundum að vera forystumenn. Þaö næöir um þá sem eru á toppnum.” Hvaða augum lítur þú á úrslitin? , Ji'ólkiö vill aö eitthvað sér gert og ég get aöetas sagt á þessari stundu, aö nú verða ermar brettar upp. Hvaöa fólk telur þú aö hafi stutt þig í prófkjörtau? „Þetta er þverskurður af Reyk- víkingum og sjálfstæðismönnum. Svona er stemmningta í borgtani í augnablikinu. Þegar 8 þúsund manns taka þátt í prófkjöri þá segir þaö staa sögu. Þessi mikli fjöldi þýöir aö hið raunverulega álit almenntags kemur fram.” jbh Þurfum að staldra við og íhuga stöðuna vel — sagði Albert Guðmundsson þegar úrslit prófkjörsins lágufyrirínótt „Þetta er nú svo nýafstaðið aö maöur getur ekki túlkaö úrslitta néitt ennþá,” sagöi AlbertGuömundsson, er blaðamenn DV hittu hann strax aö lok- tani tatatagu í nótt. „En þau gefa okkur ástæöu til að staldra viö og íhuga stööuna gaumgæfilega.” „Hverju þakkar þú þessi úrslit? .JEtagöngu stuöntagsmönnum mínum undir forystu dóttur minnar sem hefur unniö etas og herforingi. Ég vil senda þeim öllum kveöjur og þakkir fyrir vel unnta störf.” Telur þú að kjósendurnir í próf- kjörinu hafi verið aö sýna stuöntag sinn við þig til f ormanns í flokknum? „Eg vil ekki túlka þetta prófkjör á einn eða annan hátt. Formaður er kjörinn á Landsfundi. Prófkjör fjallar ekkert um f ormannsk jör. ” En helduröu aö etahverra verulegra breytinga sé að vænta hjá Sjálfstæðis- flokknum á næstunni í kjölfar þessara úrslita? ,Jíg geri mér ekki grein fyrir því. Aö sjálfsögöu þarf ég etas og fleiri aö átta mig á útkomunni. Ég bjóst ekki viö þessúm úrslitum nú.” -JBH. Unnið við talningu atkvæða í Valhöll i nótt. DV-mynd:Einar Ólason Ellert B. Schram ásamt móður sinni Aldísi Albert Guðmundsson á heimili sínu ínótt. Brynjólfsdóttur og Ágústu Jóhannsdóttur. D V-mynd: Einar Ólason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.