Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. Náttúrlækningabúðin Laugavegi 25, símar 10262 og 10263 og við Óðinstorg, sími 10228. Tii eiginmanna og unnusta: Ef þú ætlar að gefa þinni þessa bók, kannaðu þá fyrst, hvort hún sé ekki nú þegar búin að. kaupa hana. Við sendum bókina sem og aðrar vörur okkar i póstkörfu hvert á land sem er. Þeir, sem senda greiðslu með pöntun, losna við póst- kröfukostnað. Líkamsræktarbók Jane Fonda JANEFONMS WORKO'JT BOOK by Jane Fonda with photographs by Steve Schapiro Bókin, sem slegið hefur öll fyrri sölumet bóka um líkamsrækt. - Þetta er bókin, sem á erindi til allra íslenskra kvenna. - Bókin er á ensku, en létt aflestrar og kennslan byggir mest á myndum og texta þeim, sem með hverri mynd fylgir. - Bókin er mikið notuð í líkamsræktarskólum í mörgum löndum, einnig hér á landi. - Bókin er því aðgengileg öllum, jafnvel þeim, sem kunna lítið eða nánast ekkert í ensku. - Þetta er bókin, sem þúsundir íslenskra kvenna dreymir um að eignast. TEPPAHÖULIN ÁRMÚLA 22. - SÍMI 32501. Odgr og vönduð gœðateppi. TILKYNIMING til notenda kapalkerfis Video-son hf. Þár sem endurskoða þarf ýmis ákvæði núgildandi samninga milli Video-son hf. og notenda kapal- kerfis félagsins og samræma þarf efni samning- anna, er hér með sagt upp öllum samningum viö notendur kapalkerfisins. Uppsögnin er gerð með þeim fyrirvara, er samningar áskilja og miðast við þau tímamörk, sem í hinum einstöku samn- ingum greinir. A næstu mánuðum verður haft samband við not- endur kerfisins um væntanlega endurnýjun samn- inga. En þar til nýir samningar verða gerðir, er gert ráð fyrir, að starfsemi félagsins verði með svipuðum hætti og verið hefur að undanförnu. VIDEO-SON HF. íþróttir íþróttir íþróttir Danir fá ekki að vera með í stór- mótinu í Rostock — Austur-Þjóðver jar segja að þeir hafi ekki sótt um að vera með í mótinu í ár Danska landsliöið í handknattleik karla fær ekki að vera með í Eystrasaltskeppninni sem fram á að fara í Austur-Þýskalandi í desember. Danska handknattleiks- sambandið uppgötvaði þetta í síðustu viku þegar haft var samband við Þjððverjana og þeir beðnir um að senda upplýsingar um leikdaga og leikstaði. Svarið kom um hæl, en þar var nafn Danmerkur hvergi að finna. Austur-Þjóöverjarnir segja að Danir hafi sótt um að fá aö vera með í keppninni 1983 en ekki í ár. Þessu neita Danir og segjast hafa miðað sitt æfingaprógramm og leiki sína viö að mæta í mótið í Austur-Þýska- landi. „Þetta mót átti að vera aðal- upphitunin fyrir forkeppni ójympíuleikanna 1984 og það verður mikið áfall ef við fáum ekki að vera með í því,” segir Leif Mikkelsen, þjálfari landsliðsins. Er hann mjög heitur út í stjórnarmenn danska sambandsins út af þessu máli og kennir þeim um hvemig komið er. Þjóðimar sem þarna mæta eru heimsmeistararnir frá Sovét- ríkjunum, ólympíumeistarar Austur-Þýskalands, Rúmenar, Tékkar, Svíar og Islendingar. Mótið fer fram í Rostock og verður dagana 13. til 19. desember. -klp- Skapofsamaður- inn Drexler... Frá Axel Axelssyni — fréttamanni DV í V-Þýskalandi. — Manfred Drexler, fyrirliði Shalke 04, er nú ahnennt taiinn mesti skapofsa- maðurínn í „Bundesligunni”. Hann hefur fengið að sjá rauöa spjaldið tvisvar sinnum á stuttum tima, fyrir að sparka viljandi í mótherja sinn, þar sem hann hefur legið varaarlaus á vellinum. Drexler fékk fjögurra vikna bann á dögunum fyrír að sparka í Wolfgang Kraus hjá Bayem og á laugardaginn sparkaði hann viljandi í einn leikmann Bochum. Fyrir það fékk hann að sjá rauða spjaldið og á hann nú yfir höfði sér mjög þungan dóm. -AxeI/-SOS. Leif Mikkelsen — landsliðsþjálfari Dana. Fríðrik Guðmundsson, stjórnarmaður HSÍ: Lokað á blaðamenn „Vegna skrifa í Morgunblaðinu og DV þann 25. nóvember, þar sem blaðamenn skilja ekki hvers vegna þeim var meinaður aðgangur að bún- ingsklefa islenska liðsins að loknum leik við Frakkland, óska ég eftir að koma á framfæri eftirfarandi: Að leik loknum vill þjálfari fá frið til þess að tala við Uð sitt og einnig teljum við æskilegt að leikmenn fái að fara i bað og slaka á í friði í nokkrar minútur. Eftir það er blaða- mönnum frjálst að ræða við þá. Þá skal minnt á blaðamannafund sem haldinn var á skrifstofu HSÍ nú í haust og þessi mál rædd. Bauðst stjóm HSÍ þá tU að halda blaðamannafund eftir hvem lands- leik þar sem þjálfarar beggja Uða svo og tveir íslenskir leikmenn mundu mæta. Þessu höfnuðu blaðamenn á þeirri forsendu að öll blöðin gætu þá verið með sömu svörin og viðtöl við sömu menn. Samþykktu blaðamenn þá að bíða með viðtöl viö leikmenn þar tU þeir heföu faríð í bað. Að lokum vU ég minna á orð Sig- mundar O. Steinarssonar (SOS) blaðamanns DV við þessar umræður þar sem hann sagði að ísland væri sennUega eini staöurinn í heiminum þar sem blaðamenn gætu farið inn í búningsklefa strax að leik loknum og sagðist hann vera hissa á að þetta skuU ekki hafa verið stöðvað fyrr”. Friðrik Guðmundsson. Ekki sagt rétt f rá Þaö sem Friðrik Guðmundsson, stjórnamiaður HSI, nefnir nafn mitt í bréfi sínu til DV vil ég taka eftir- farandifram: Friðrik hefur eitthvað misskilið umræður þær sem áttu sér stað á fundi HSI , þegar blaðamannafundi eftir landsleiki bar á góma. Blaða- menn afþökkuðu þá fundi á þeim for- sendum sem Friðrik segir réttUega frá. Aftur á móti var aldrei sam- þykkt af blaðamönnum að bíða í 25— 30 mín. með að taka viðtöl, eða þar til leikmenn væru búnir í baði. Ef það hefði verið samþykkt, hvers vegna var blaðamönnum ekki meinaður aðgangur að búningsklefa landsliösins eftir leikina gegn V- Þjóöverjum? Var bann Friðriks ekki gengið í gUdi þá? Það er rétt að ég sagði að það væri ekki á mörgum stööum í heiminum sem blaðamenn fengju aö fara inn í búningsklefa eftir landsleiki, enda er það svo erlendis þar sem blööin eru miklu fleiri heldur en á Islandi. Eg sé í anda 50—60 blaðamenn vera samankomna inni í búningsklefa eftir leiki — um 9—10 blaðamenn á einn leikmann. Þaö hefur aftur á móti tiðkast um áraraðir að íslenskir blaðamenn (þrír til f jórir!) hafi ávaUt fengið að fara inn í búningsklefa eftir leiki íslenskra landsliöa — bæði hér og erlendis, þannig að þeir geti unnið sín störf. Friðrik segir ósatt. Þegar hann segir í bréfi sínu að ég hafi sagst:— vera hissa á að þetta skuU ekki hafa verið stöðvað fyrr. Eg sagði það aldrei. —„Stöðvað fyrr?” Furðulegt að hann skuU segja þetta því að það kom aldrei fram á fundinum að ákveðið væri að meina blaðamönnum aðgang að búnings- klefa landsUösins. HSI hefur aldrei gefið út þá yfirlýsingu. Hvað var þá stöðvað? Ef það hefði verið tUkynnt hefðu blaðamenn DV og Morgunblaðsins ekki gert tUraun til að komast inn í búningsklefann. Og ef það hefði verið samþykkt af stjóm HSI að setja bann á blaða- menn hefði JúUus Hafstein, for- maður HSI, sagt þeim blaðamönn- um þaö sem kvörtuðu við hann út af framkomu Friðriks, þegar hann vísaði þeim frá búningsklef anum. Getur verið að Friörik hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að útiloka blaðamenn frá búningsklefa lands- liösins — án þess að láta JúUus Haf- stein vita? Að lokum þetta: Ef stjórn HSl og landsUösþjálfari óska ekki eftir blaöamönnum inn í búningsklefa eftir leiki og setur reglur um það, þá er frumskilyrði að blaöamenn séu látnir vita um það fyrirfram, þannig að þeir geti forðast búningsklefa landsUðsins í framtíðmni. Það er stjómar HSI, ef hún óskar eftir því að hætt sé að fjalla um landsleiki í blöðunum þannig að sjónarmið landsUðsþjálfara og leikmanna komi fram. -SOS íþróttir íþróttir íþrótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.