Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Page 12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Augtýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgretðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1». Áskriftarverö á mánuði 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Övæntúrslit Hin óvænta niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hlýtur að draga dilk á eftir sér. Sjöunda sætið er engan veginn frambærileg útkoma fyrir formann flokksins og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Geir Hall- grímsson. Ekki er hægt að sjá, að flokkadrættir hafi ráðið miklu í þessari niöurstöðu, því að tíu efstu menn náðu bindandi kjöri, rúmlega helmingi greiddra atkvæða. Svo mikil samstaða um efstu menn er sjaldgæf í prófkjöri. Úrslitin eru svo eindregin, að kjörnefnd er skylt að gera tillögu um tíu efstu menn framboðslistans i Reykjavík í sömu röð og tölurnar sýna. Samkvæmt því yrði Geir í baráttusætinu, næst á eftir Pétri Sigurðssyni. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins getur breytt tillögu kjörnefndar eða hafnað henni. Því er hugsanlegt, að upp komi hugmyndir um að lagfæra stöðu formannsins á list- anum, ef menn telja slíkt ekki bara vera salt í sárin. Albert Guðmundsson varð efstur í prófkjörinu með 6027 atkvæöi af 8155 mögulegum. Þessi útkoma hlýtur að teljast mikill sigur Alberts, sem greinilega er ekki eins umdeildur í flokknum og hann hefur oft áöur veriö. Næst á eftir Albert fylgja varaformaður flokksins, Friðrik Sophusson, með 5670 atkvæði, og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Birgir ísleifur Gunnarsson með 5608 atkvæði. Þeir fá góða traustsyfirlýsingu. I fjórða og fimmta sæti komu svo Ellert B. Schram og Ragnhildur Helgadóttir með glæsibrag á ný inn í stjórn- málin eftir nokkurra ára hlé. Ellert hlaut 5386 atkvæði og Ragnhildur 5137, hvort tveggja öflugt fylgi. Sinn hvorum megin við sjöunda sæti Geirs Hallgríms- sonar urðu svo Pétur Sigurðsson í sjötta sæti með 4698 atkvæði og Guðmundur H. Garðarsson í áttunda með 4199 atkvæöi. Hvort tveggja er mjög frambærilegt í saman- burði við 4414 atkvæði Geirs. Síðastir með bindandi kosningu urðu tveir af ungu mönnunum. Jón Magnússon hafði vinninginn meö 4173 atkvæði, en Geir H. Haarde fékk 4107 atkvæði. Aörir frambjóðendur í prófkjörinu hlutu innan við 3000 atkvæði. Allir þessir tíu menn, sem hér hafa verið nafngreindir, hlutu yfir helming atkvæða og þar með almennt traust stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. I þessum hópi er Geir Hallgrímsson, svo að ósigur hans er alls ekki alger. Of snemmt er að gera því skóna, að úrslitin muni leiða til, að Geir leggi niður formennsku í flokknum. I próf- kjörinu var veriö aö velja þingmannsefni, en ekki flokks- forustu. En niðurstaðan veikir stöðu hans. Þátttaka í prófkjörinu reyndist verða eftir vonum og gefur Sjálfstæðisflokknum tilefni til bjartsýni á fylgi í alþingiskosningum, þveröfugt viö Alþýðuflokkinn, sem náði ekki einu sinni 2000 manns í prófkjöri um helgina. Þannig voru bæði skin og skúrir í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Til að byrja með munu skúrirnar vekja mesta athygli, meðan flokksforustan í Reykjavík er að átta sig á, hvernig beri að bregðast við breyttum aðstæðum. Til langs tíma verður þó meira skin af góðri þátttöku kjósenda og glæsilegri útkomu ýmissa frambjóðenda, sem greinilega munu láta að sér kveða á næsta kjörtíma- bili alþingis, næsta tímabili stjórnmálasögunnar. Jónas Kristjánsson FLUORBLÖNDUN VATNSER FEIGDARFLAN Þá eru flúoráhangendur aftur komnir á kreik, eftir góða hvíld sem þeir töldu sig hafa unnið vel fyrir með flúorþinginu. En þetta þing átti aö ryöja þeim braut með þá hættuiegu áætlun að flúorblanda drykkjarvatn okkar. Fyrir nokkrum árum voru baráttu- menn fyrir hreinu vatni taldir af þessum aðilum vera fámennur öfga- hópur. Nú bregður svo við að einn talsmaður þessara afla segir: „Þaö vekur furðu hve margir vilja reyna flúorbætingu drykkjarvatnsins”. Áður sögöu þessir menn að þeir væru málsvarar hins þögla meirihluta en fengju ekki komið málum fram vegna háværra og vökulla öfga- manna! „Stóri bróðir" Sverrir Einarsson segir í grein Sigurður Herlufsen Kansas. Lafayetta og Monroe í Louisi- ana. New Bedford í Massachusetts. Bellaire, Houghton, Mancelona og Pentwater í Michigan. Clarksdale í Mississippi, Columbia Falls og Kali- spell í Montana. Grand Isiand, Ver- digne og West Point í Nebraska. Berlin i New Hampshire, Vineland í New Jersey. Accord, Fredonia, New Paltz, Onondaga County, Baldwin Village, Tully Village og Victor Vill- age í New York ríki. Claremore í Oklahoma .Portland í Oregon, Athens og Palestine í Texas, La Center í Washington-ríki, Landers í Wyom- ing. Fregnir af slikum atkvæðagreiðsl- um frá öðrum löndum eru einnig handbærar t.d. 5 borgum í Kanada og tveim í Nýja-Sjálandi. Mergur málsins er hins vegar sá, Vilji yfirgnæfandi meirihluta: Engan flúor í drykkjar- vatnið — samkvæmt skoðanakönnun DV spuróor/ ffúor*önnun/nni. a mn ftrfiuliui mMm mvl," «*g<V a/nn m&- Yfirgnæfandi meirihluti lands- inanna er þvi andvígur aö flúor veröi settur i drykkjarvatn. Þetta cru niöurstööur skoöanaköruiunar sem DVhefurgert. Af-heildinni voru 18,8 af hundraöi þvi fylgjandi, aö flúor yröi settur i vatniö. 53,7 af hundraöi voru þvi and- vigir. 22.8 af hundraöi voru óákveön- ir og4,7 vilduekkisvara. Þetta þýðir aö 74% eöa þrir af hverjum fjómm þeirra, sem tóku af- Tugir milljóna manna um viöa ver- öld neyta nú vatns í fæðu með flúor- innihaidi. Alþjóöaheilbrigöismála- stofnunin (WHO) mælir meö flúor- bætingu neysluvatns. Bandaríkja- mcnn tiafa um 50 óra reynsiu af flúorblöndun. A Irlandi var flúorbæt- ing neysluvatns lögboöin fyrir um tuttugu árum. Utvortis flúormeöferö fer fram með flúorburstun, skolun eöa penslun. Hafa Danir til aö mynda lagt mikla grunnskóla fyrir 500 nemendur, hvort tveggja með öllum búnaöi. Eöa þá 4 stór kcppnisíþróttahus. Hér er ekki talinn meö kostnaöur borgar- anna og öll þau óþægindi sem af tannskemmdum stafa. Flúorþing var haldiö hér á landi i sept. sl. Þátttakendur voru innlendir og erlendir visindamenn. Þeir er- lendu frá Noröurlöndunum, Irlandi og Bandaríkjunum. Alit meömælend- ur flúors i drykkjarvatn. Töluvert þekkingarleysi er um hættur af f lúor, hvort heldur er i töfl- um, tannkremi eöa munnskoli og flúorblöndum drykkjarvatns. En sá reginmunur er á aö drykkjarvatnið er sameign okkar aUra en hver ein- staklingur ræöur sinni flúor-inntöku þegar þaö er í töfluformi, tannkremi eða munnskol. Náttúrulegur flúor nefnist kalsium-flúor. Hann er úti um allt í náttúrunni og oftast I eölulegu sam- ræmi viö önnur efni sem halda eitur- áhrifum hans í skefjum. Þessi efni eru kalk, fosfór, og magnesium en öU eru þaumikUsverðnæringarefnL Tilbúinn flúor nefnist natrium- j fiúor. Hann er talinn um 20 sinnum j eitraöri en kalsiumflúor. 1 Noregi er kalksnautt bergvatn j eins og hjá okkurogþar erflúoit Höfundur þakkar DV fyrir að h/eypa af stað skoðanakönnun um f/úormá/ið. sinni í DV þann 15. nóvember aö í Bandaríkjunum hafi þessum málum verið skipaö af fólkinu sjálfu, en stóri bróðir hafi ekki veriö með puttana í spilinu. Þarna er staðreyndum alveg snúið við. Stóri bróðir (Bandaríska heilbrigðisráöið) bauð hverjum og einum sem vildi blanda flúor í drykkjarvatnið svimandi fjárupp- hæðir til að koma þessu fjárfreka „heilbrigðisframtaki” á laggirnar. Árið 1979 var ráðgert að eyða 6.200.000 dollurum til að flúorblanda drykkjarvatn fyrir 435 borgir og 1000 skóla. Það þekkja allir að borgir eru aldrei ofhaldnar af fjármunum og siíkar greiðslur eru oft vel þegnar og eru það afl sem úrslitum ræður hvort flúorherferð yfirvaldanna (stóra bróður) nái fram að ganga. Þegar þessi flúorherferð hófst á sínum tíma (um 1944), var opinber umræða eða skoöanakannanir um vilja fólksins alls ekki til. En svo gerðist það með árunum að fram komu sannanir um skaðsemi þessarar aðgerðar og fólk fór að kynna sér hvað væri á seyði. Þegar raddir fólksins fóru að verða háværari gegn þessum ósóma fóru svo aö fara fram atkvæðagreiöslur um hvernig ætti aö skipa þessum málum. Atkvæðagreiðslur Samkvæmt því sem ég hef í hönd- um hefur þessum atkvæðagreiðslum lyktað þannig að flúorblöndun hefur veriö hafnað víðast hvar. Árið 1980 var flúorblöndun hafnað meö atkvæðagreiðslum, annaðhvort almennings eða borgarstjóma/sveit- arstjóma á eftirtöldum stöðum: I Show Low í Arizona, Garden Grove í Kalifomíu, Boca Raton í Flórída, Port Wentwarth og Macon í Georgiu, Evansdale, Nashue og West Union í Iowa, Abilene, Augusta, Desoto, Endora, Humboldt Union, Wamego, og Winfield, allt borgir í að þar sem flúorblöndum hefur verið þröngvað inn á fólkið, hefur sjálfs- ákvörðunarréttur einstaklinga verið fyrir borð borinn. Það var vel að ein- hver sem lagði orð í belg fyrir skömmu í flúorumræðunni komst þannig aö orði að flúoráhangendur væru öfgafullur minnihluti sem vildi skipa málum eftir sínu höfði án tillits til annarra sjónarmiöa. Þaö er sem betur fer ekki í tísku þessa stundina að stóri bróðir stjómi öllu okkar lífi. Ó/yfjan í vatnið? Á Sverri Einarssyni mátti skilja að vatnið okkar væri alls ekki þetta gæðavatn sem látið væri að liggja og lesa mátti milli línanna að þess vegna væri í góðu lagi aö blanda ólyfjan(flúor)íþað! Því hefur verið haldiö fram ámm saman af vísindamönnum að saman- lögö flúomeysla manna væri of há. I tímaritinu Science 2. júlí 1982 er því haldið fram aö þau mörk sem áöur þóttu ömgg væm í það minnsta tvisvar sinnum lægri en talið hafði verið. Kemur það heim og saman við flúorslysið í Japan þar sem 6000 börnum voru dæmdar skaðabætur vegna flúorskemmda, þó svo að börnin fengju aðeins hálfan þann flúorskammt sem talið var öruggt að innbyrða (þau fengu 0.5 ppm en 1.0 til 1.2 ppm var talið öruggt). Að lokum vil ég færa DV þakkir fyrir að hleypa af stað skoðanakönn- un um afstöðu fólks til þessa máls. Sigurður Herlufsen „Samkvæmt því sem ég hef í höndunum ™ hefur þessum atkvæðagreiðslum lyktað þannig að flúorblöndun hefur verið hafnað víðasthvar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.