Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 3 ALVERIÐ TAPAR 350 MILUÓNUM í ÁR —eða um 30% af veltu eins og í fyrra 1 ár verður stórtap hjá íslenska ál- félaginu hf. annaö árið í röö. Tapið í fyrra var 207 milljónir króna en verð- ur í ár hátt í 350 milljónir. „Þetta er svo til sama niðurstaða bæði árin, talið i dollurum, tapið er um 30% af veltu,” sagði Ragnar Halldórsson forstjóri Isals í samtali við DV. Álverið hefur verið hrikalega lágt síöustu misseri. Það komst hæst í um tvö þúsund dollara á tonn um mitt ár 1980. Síöan hriðlækkaöi það og hefur undanfarið berið á bilinu 940—960 dollarar á tonn. „Við erum að vona að þetta sé botninn,” sagði Ragnar Halldórsson. Um 30% álvera í heiminum hefur verið lokað og mestur er samdráttur- inn í Japan þar sem hann er 70%. Til samanburðar milli ísals og Jámblendiverksmiöjunnar má nefna að á meðan fyrrnefnda fyrir- tækið tapar samsvarandi 30% af veltu er tap hins siðarnefnda um 48% af veltu. Stóriðjan berst því í bökk- um. HERB Tillaga kirkjuþings Sóknargjöld hverfi Nú er í bígerð að síðasti nef- skatturinn, sóknargjöldin, hverfi en í staðinn komi ákveöið hlutfall af út- svarsstofni. Fmmvarp til laga þessa efnis var til umræðu á kirkjuþingi sem nýlega varhaldiö. Kirkjuþing leggur til að prósentuhlutfall af útsvarsstofni verði 0,20—0,40% og það greiði útsvars- gjaldendur 16 ára og eldri. Heimilt skal þó vera að lækka eða fella niður sóknargjöld, t.d. ellilífeyrisþega og öryrkja ef ástæöa þykir til. Kirkjuþing felur kirkjuráði að kanna ítarlega hvort fjárhagsstaða einstakra safnaða skerðist við þessa breytingu en leggur til að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi reynist svo ekki ,vera. Ef sóknargjöldin hrökkva ekki til fy rir nauösynlegum útgjöldum sóknar, er heimilt skv. frumvarpinu að hækka þau allt að tvöfóldu, þó með samþykki ráðherra. Einnig á að verða heimilt að leggja á sérstakt kirkjubyggingar- gjald vegna byggingar kirkju eða safn- aðarheimilis í allt að 4 ár. -PÁ. Eldur kom upp i jeppabifreið er stóð ó horni Freyjugötu og Njarðargötu á laugardagskvöld. Slökkviliðið kom ó staðinn og réð niðurlögum hans. Billinn er mikið skemmdur eftir brunann, sórstaklega vélarrúm og mælaborð. Er rafmagnskerfi hans til að mynda ónýtt. Á myndinni sjóst slökkviliðsmenn i hita og þunga baráttunnar við eldinn. dvmyndS F I AT Vi/tu nýjan — nýrrí — eidrí — dýrarí — ódýrarí Komdu á þeim gamia og veldu sjáifur Ford Cortina 79,95.000 A.M.C. Concord st. '81,240.000 Fíat 125 P 77,35.000 Mazda 818 78,65.000 Fíat 128 76,40.000 Ford pickup 4x4 70,90.000 Ford Comet 73,40.000 Ford Comet 73,35.000 Lada 1500 '77,40.000 Polonez '80,85.000 BuickLeSabre 71,40.000 Mazda 818 74,35.000 Saab 99 sjálfsk. 73.55.000 þér Ert þú í skiptahugleiðingum? Við höfum nýja bfla og notaða. Umfram allt góða bfla. Komdu við hjá okkur og kynntu málin. Allt á sama stað. r—---------------------- —n | Opið iaugardag, ( | kl. 10-16 j I sunnudagkl. 13—17. j Egill Vilhjálmsson hf. Smiójuvegi 4 Kðp. Sími 77200 Sími 77720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.