Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 37 OÆGRADVCL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL aftan sig. Og El/i virðist hafa gaman af þessu öllu saman þvi brosið er i meira lagi breitt. Talið frá vinstri: Þóra Daviðsdóttir, Hulda Sigurlin Þórðar- dóttir, íris Magnúsdóttir og Þóra Björg Thoroddsen. Litinneftir sýningar Við spurðum hann fyrst hvort hann færi oft á danshús? „Nei, það geri ég ekki. Helst að ég líti hér inn eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu en að öðru leyti fer ég ekki á svona staði. ” Sigurður hefur verið mikið í Grikk- landi og við báðum hann að gera samanburö á ballferðum í þessum tveimur löndum. „Að mörgu leyti erum við mjög líkir Grikkjum. Viö erum opnir í eðli okkar en þurfum aö brjóta ísinn. Það má kannski segja að við verðum Grikkir eftir um þrjú glös. En hvað ballferöir snertir liggur munurinn aðallega í því aö öll fjöl- skyldan skemmtir sér saman í Grikk- landi. Þar er ekkert kynslóðabil.” íslendingar söngelskir — Enhvaöumdansinn? „Grikkir eru frægir fyrir danskunn- áttu sína. En þeir dansa allt öðru vísi en við Islendingar. Þegar við dönsum er áberandi hve mikill „rytmi ” er í okkur . Einnig erum við söngelskir og er mjög algengt að fólk syngi þau lög sem leikin eru fyrir dansi. Þá vita líka allir hve almenn kunnátta okkur er í söngtextum.” Talið barst næst aö hinni svokölluðu vínmenningu sem svo er oft kölluð. Sig- urður sagði aö sér fyndist drykkju- venjur okkar hafa batnað mikið á síðustu árum. Utúrdrykkja væri áber- andi minni en áður. Sagðist Sigurður ekki vera í neinum vafa um að opnunartími skemmtistaðanna hefði haft mikið að segja í þessum efnum. Listin blundar í öllum En 'um hvað skyldi fólk helst ræða þegar það er lítið eitt við skál. Fáum álit Sigurðar á því. „Eflaust talar fólk um allt milli himins og jarðar. En mér finnst þó áberandi hve margir ræða um skáldskap, ljóðlist og al- mennar bókmenntir, þegar þeir eru komnir á visst stig. Skiptir þá ekki máli hvort menn eru harðsnúnir fjár- málamenn eða starfi við eitthvaö annað. Staðreyndin er nefnilega sú að listin blundar í okkur öllum.” Að lokum ræddum við um komutíma fólks á danshúsin. Sigurður sagði aö við værum alveg sér á parti í þessum efnum, miðað við það sem hann þekkti til erlendis. „Hér fyllast staðimir ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá koma langflestir á staðina,” sagði Sigurður. „Viðfórumá batt um hverja helgi Það var líf og fjör í Þjóðleikhús- við barína og biðu eftir drykk, aðrir kjallaranum þegar við litum þar inn sátu í kertaljómanum við borðin og eitt föstudagsakvöldiö. Sumir stóðu röbbuðu saman. Dansgólfiö iðaði af fjöri og mátti sjá danspörin stíga dans- sporin af mikilli fimi. Þegar við lituðumst betur um sáum við tvo þjóðkunna rithöfunda spjalla saman í einu hominu. Það vom þeir Kristján Albertsson og Sigurður A. Magnússon. Eftir að hafa tylit okkur við hliöina á þeim, ræddum við stutt- lega við Sigurð um ballferðir og dans- húsamenningu. „Við fömm á ball um hverja helgi,” sögðu fjórar eitilhressar stúlkur sem við rákumst á í Broadway. Þær heita Þóra Davíðsdóttir, Hulda Sigurlín Þórðardóttir, Iris Magnúsdóttir og Þóra Björg Thoroddsen. Aðspurðar sögðust þær fara út til að hitta fólk og þær færa oftast í Broadway. „Aðalatriðið er að fara á þá staði þar sem maður þekkir einhvem. Það skiptir mestu máli. En ef stór hópur fer saman, skiptir í raun litlu máli hvert farið er.” Það var Hulda Sigurlín sem mælti þessi orð. Það kom fram hjá þeim að oftast færi fólk í partí fyrir böllin. Og oft væri það þannig að ef partíin þættu mjög skemmtileg drægi f ólk að fara á ballið. En svo loksins, þegar lagt væri af stað, þætti ballið svo ekki eins skemmtilegt að reiknað hefði verið með. Þá sögöu þær stöllur aö það væri mjög áberandi hve fólk kæmi á sama tíma á skemmtistaðina. Enda væri algengt að stórar biöraðir mynduðust. En hvað með hinn stórkostlega dag „daginn eftir?” Þóra Björg svaraði því snyrtilega. „Hann er það leíðin-' legasta viö þetta allt saman. Manni verður ekkert úr verki. En maður lifir auðvitað á því allan daginn hafi balliö verið skemmtilegt. ” Þær sögðu einnig að drykkja væri misjöfn eftir kvöldum. Þó væri sjald- gæft að sjá mjög ölvað fólk. „En það er alltaf gaman að sjá hvemig fólk hleypur á barina rétt fyrir lokun þeirra. Margir eru jafnvel með fullt glas fyrir,” sögðu þær brosandi að lokum. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Einar Ólason r Allt í botni á dansgólfinu. Og það er sungið með á fullu „Úti alla nóttina, tralla-lalla-la." „Jibbí jey, það er kominn sautjándi júní." „Ég fer á puttanum, puttanum." Einhvern tíma voru Stuðmenn með lagið „Haltu kj. snúðu skapti". Og einn stældi þetta lag nýlega með því að syngja í talstöð inn á sjónvarps- sendingu frá Alþingi þar sem sagði„Haldiði. Við botnum þetta lag hans og syngjum: „Það er nefni- lega það, , Við verðum Grikkir eftir um þrjú glös” — Sigurður A. Magnússon í spjalli um ballferðir í Þjóðleikhúskjallaranum Tvœr kunnar kempur á ritvellinum, Kristján Albertsson og Sigurður A. Magnússon, rseða saman i Þjóðleikhúskjallaranum: „Drykkjuvenjur íslendinga hafa batnað mikið á siðustu árum. Útúrdrykkja er nú áberandi minni á danshúsum en áður," sagði Sigurður. Ballferðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.