Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. „Smáárekstrar” um helgar kosta íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins Rúmar át ján milljónir á ári! Um fimmtíu árekstrar urðu á Stór- Reykjavíkursvæðinu um helgina, flestir smávægilegir. Að sögn lög- reglunnar er þetta vanalegur fjöldi óhappa í umferðinni miðað við þennan árstíma, þegar hálka er talsverð og skammdegi hindrar útsýn. En þrátt fyrir að flestir árekstrar á helgidögum teljist smávægilegir í oröum lögreglunnar, er ljóst að viðgerðarkostnaður vegna þeirra er mikill. Saklaus beygla á frambretti, svo dæmi sé tekið, er nefnilega ekki svo saklaus þegar í krónum er talið. Blaðið leitaði til réttingamanns á einu bifreiðaverkstæði borgarinnar og innti hann eftir því hver kostnaöur bíleigenda væri vegna algengustu „smáárekstra” íumferðinni. Hann tók dæmi og sagði að ef um réttingu á einu frambretti og bílhurö væri að ræöa færi kostnaður vegna réttingar varla undir fimm þúsund krónum. Þá væri eftir að sprauta yfir viðgerðina og væri algengt verð þess umtvö þúsund krónur. Ef tryggingum er sleppt kostar hver „smáárekstur” því að minnsta kosti sjö þúsund krónur og þaðan af meira ef skemmdimar eru verri. Lauslega reiknað kostuðu því þeir fimmtíu „smáárekstrar” sem lögregl- an talaöi um hér aö ofan um þrjú- hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Og þar eð fimmtíu og tvær helgar eru í árinu má í framhaldi af þessu álykta aö þessir títtnefndu „smáárekstrar" kosti íbúa Stór-Reykjavíkursvæðsins átján milljónir og þrjúhundruð þúsund krónur á ári og er þá öllum stórá- rekstrum sleppt svo og bílskemmdum á virkumdögum. -SER. Um fimmtíu smáárekstrar urðu ó Stór-Reykjavíkursvæðinu um helgina. Það kostar sitt þegar tii viðgerðar kemur. -DV-mynd S. Eldavél og vifta á aðeins kr. 9-813 í hvítu og kr. 10.923 í lit. 5 litir Aðalfundur Sambands sparisjóða: R*ddu skipulagsmál J1 J ^ og aukna samvinnu Kanaríeyjaferðir Við bjóðum ótrúlegt ferðaúrval til Gran Canary með viðkomu í hinni heillandi borg, Amsterdam. Dvalið verður á hinni sólríku suðurströnd Gran Canary, Playa del Inglés, og í boði er gisting í góðum íbúðum, smáhýsum (bungalows) og Só/skinsparadís allan ársins hring Kanaríeyjar hafa frá alda öðli veríð sveipaðar töfra- Ijóma sakir verðursældar og fagurrar náttúru og hafa notið mikilla vinsælda sem vetraroríofsstaður. Skipulagsmál sparisjóðanna og hugmyndir um aukna samvinnu þeirra voru aðalmálin á aöalfundi Sambands íslenskra sparisjóða sem haldinn var fyrir skömmu. I ræöu Baldvins Tryggvasonar, for- manns, kom fram að innlánsaukning í innlánsstofnunum er verulega minni en var á síðasta ári. Lausafjárstaða flestra sparisjóöanna gagnvart Seðla- banka Islands er eins og stendur betri en flestra viðskiptabankanna. Á aðalfundinum kom fram ein- dreginn vilji til aukinnar samvinnu milli sparisjóðanna og er nýtt frumvarp um sparisjóði, sem lagt veröur fram á Alþingi talið skapa möguleika til þess. Einnig var rætt um hugsanlega lánastofnun sparisjóðanna, sem m.a. væri ætlað að hafa með hendi greiöslu- miðlun milli þeirra. Þá voru Sambandi sparisjóða sett ný lög sem kveða á um rýmri starfsheimildir stjómar, þannig að styrkja megi samstarf spari- sjóðanna. -JBH. Lýst eftir vitnum Lýst er eftir vitnum að utaníkeyrslu sem varð undir Hafnarfjalli á milli kiukkan 6 og 7 síðastliðinn sunnudag. Málavextir eru þeir að tveimur bílum, hvítum Benz og svartri Toyota Cressida var lagt við vegarbrún undir Hafnarfjalli. Höfðu þeir verið á leið i bæinn. Tvær bifreiöir komu akandi á leið í Borgames. Annar bíllinn, líklega gulur Saab, keyrði utan í Toyotuna en hélt á- fram. Hugsanlegt er talið að ökumaður brúns, amerísks bíls sem keyrði í humátt áeftirbílnumsemkeyrðiutan í geti boriö vitni. Hann eða þeir sem hugsanlega hafa séö utaníkeyrsluna eru beðnir um að snúa sér til lög- reglunnar í Borgarnesi. -ás. Óveðríð á sunnudag: Björgunarsveitir veittu liðsinni I óveörinu sem geysaði á suðvestur- landi síðdegis á sunnudag komu björgunarsveitir lögreglunni í Reykja- vík til aðstoðar. Að sögn Bjarka Elíassonar, yfirlög- regluþjóns, kom Björgunarsveit Ingólfs með f jóra bíla og tuttugu menn til aðstoðar. Hjálparsveit skáta var meö ellefu bíla og þrjátíu og átta menn og Flugbjörgunarsveitin fjóra bíla og tuttugu og fimm menn. Þá leigði lög- reglan sex jeppa og var einnig með rútuíförum. „Við emm afskaplega þakklátir fyrir aðstoö þessara manna svo og allra er veittu lögreglunni liðsinni í óveðrinu,” sagði Bjarki Elíasson að lokum. -JGH. BROTTFÖR ALLA ÞRIÐJUDAGA Verð frá 11.647,- VERO MiDAD VID 20/11 '82. l'ótelum. Á Playa del Inglés eru góðar baðstrendur, frábærir veitingastaðir og fjöl- breytt skemmtanalíf fyrir fólk á öllum aldri. íslensk fararstjórn. asi Ferðaskrifstofan Laugavegi 66.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.