Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. 9 Útlönd . Útlönd Útlönd Útlönd Kristófer Kólnmbus var ekki í nýlenduleit samkvæmt söguskýring- um á allsherjarþinginu. Deilt um Kólumbus og Leif heppna á allsherjaipinginu Tíu ár til 500 ára afmælis landafundar Kólumbusar, en átján ár í1000 ára afmæli Vínlandsfundar — íslenski fulltrúinn fékk spænskumælandi ríkin á móti sér Nokkur rimma varð á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóöanna í gær um hver mundi hafa fundiö Ameríku — Kólumbus, Leifur heppni eða papar. Niðurstaðan varð sú aö alisherjar- þingið frestaði til næsta mánudags ákvörðun um hvort halda skyldi upp á 500 ára afmæli þess, þegar Kristóf- er Kólumbus kom til nýja heimsins. Kólumbus, sem styrktur var til leiöangursins af Isabellu Spánar- drottningu, kom á skipi sínu til San Salvador 12. október 1492. Reuter-fréttastofan segir aö full- trúi Islands — sennilegast Höröur Helgason sendiherra — hafi hreyft andmælum við fullyröingum um að Kólumbus hafi fundið Ameríku 1492. Segir fréttastofan að íslenski fulltrúinn hafi bent á að Leifur Eiríksson, norrænn maður, hafi komið til Ameríku árið 1000, og því væri réttara fyrir Sameinuðu þjóðirnar eftir 18 ár að minnast þúsund ára afmælis sjóferðar hans, ef gera ætti á annaö borð einhvern dagamun út af fundi Ameríku. Noel Dorr, fulltrúi írlands, bland- aði sér í þessar umræður og sagöi að írskir munkar hefðu ferðast til Ameríku löngu áður en Kólumbus komþangaö. • Jaime de Pinies, f ulltrúi Spánar, svaraði því og sagði að framlag Ir- lands til Ameríku hefði aðallega verið til lögreglunnar í New Y ork þar sem margir írskir innflytjendur eða írskættaðir menn hafa starfað. — Síðar tók hann fram að hann hefði verið að gera að gamni sínu. Þessi þræta haföi þær óvenjulegu afleiðingar í för með sér að Banda- ríkin og Kúba — sem yfirleitt eru á öndverðum meiði um öll mál — sneru bökum saman til stuönings ályktunar um að Sameinuöu þjóöirn- ar mundu eftir tíu ár minnast 500 ára afmælis landafundarKólumbusar. Fulltrúi Islands skaut því að að þetta væri sennilega í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar stæðu frammi fy rir samþykkt um að heiðra nýlendustefnuna. Fulltrúar Suður-Ameríkulandanna brugðu þá viö og sögðu að trúin og hugsjónin heföu drifið Kólumbus vestur yfir haf en ekki ósk um að gera Ameríku að nýlendu. Spænski fulltrúinn sagði að Spáni hefði ekki gengið þaö til að gera nýja heiminn aö nýlendu sinni. Þessar síðasttöldu söguskýringar koma einhverjum kannski spánskt fyrir sjónir. Launadeila hjá Sameinuðu þjóðunum Launþegasamtök starfsfólks á vegum Sameinuöu þjóðanna hafa hót- að verkfalli ef kröfur þeirra um launa- hækkanir, meiri framavonir og afnám pólitískrar mismununar verði ekki uppfylltar. Það er alþjóðlegt bandalag opin- berra starfsmanna, sem gætir hags- muna um 30 þúsunda starfsmanna hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóð- anna, er standa utan við starfsmanna- félag S.þ. Hið síðarnefnda semur hins vegar fyrir hönd 10 þúsunda starfs- manna S.þ. og þá meðal annars þeirra 6 þúsunda sem vinna við aðal- stöðvarnar í Ne w Y ork. Laun hjá starfsfólki Sameinuöu þjóð- anna hafa ekki verið hækkuð í átta ár en nú er krafist 10% hækkunar. Þeim hefur verið gert tilboð um 5% hækkun. Fyrsti einkaspítalinn Nú stendur fyrir dyrum opnun faldlega að heita Einkaspítalinn í tæki og eiga aðeins hluthafar rétt á fyrsta einkaspítalans í Danmörku. Kaupmannahöfn. meðferð við hann. Hver daggjöldin Hann veröur í Hörsholm og á ein- Spítalinn verður hluthafafyrir- verðaerennekkiákveðiö. Þrfggja, fímm og sjö daga lúxusreisur til Þriggja, fimm og sjö daga ferðir til London. Verð frá: 4.885 kr. Höfum gert mjög góða samninga viö fyrsta flokks hótel m.a.: LONDON TARA við Kensington High Street, ST. GEORGE’S við Oxford Circus. Ath. Ferðamiðstöðin er eina ísl. ferða- skrifstofan með samninga við þessi ve! staösettu hótel. Sérhæfð þjónusta — vingjarnleg þjón- usta. IDNDON B ferða.. Íii MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 S. 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.