Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 4
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Eplalykt af „vinnandi mönnum” Á Íslandi hefur til skamms tíma ekki veríð til fólk sem „klippti kúpona”, eins og það heitir að lifa á rentum. Nú er þetta breytt og ber að þakka það gegndarlausri samneyslu, sem krefst stórra lána hjá almenn- ingi utan skattfjár. Híkisskuldabréf margfaldast í upphæðum á stuttu timabili og venjuleg skuldabréf ganga manna á meðal með stórum afföllum, þrátt fyrir háa vexti. Þeir sem lifa á því að „klippa kúpona” eru því afsprengi of mikillar eyðslu sem vinstri menn telja upphaf allrar velferðar. En þeir gæta ekki alltaf tungu sinnar sem skyldi þegar þeir eru aö mala á opinberum vettvangi, með tungutaki sem er skekkt eins og gengi krónunnar. Nýlega kom fram skýrt dæmi um þetta í útvarpi. Þar var einhver skuldabréfasmiöurinn að flytja erindi um jólin og minntist meðal annars á epli og bækur. Hann sagði eitthvað á þá leið aö epli hefðu veríð sjaldgæf á heimilum „vinnandi manna” og þá einnig lyktin sem þeim fylgdi sem þessi afkomandi „vinnandi manna” virð- ist vilja gera að einskonar jólalykt. Um það leyti sem epli voru heldur fátíð hér á landi ríkti yfirleitt ekki sá gorgeir samneyslufólks að balda því fram aö hér byggju óvinnandi menn og „vinnandi menn”. Atvinnuleysi var þá enn talið geta verið mátulegt til að hafa stjórn á efnahagsmálum, svo gáfulegt og mannúðlegt sem þaö kann nú að vera. „Vinnandi menn” voru þá á stundum taldir þeir sem voru ofan á í þjóðfélaginu og þurftu ekki miklar áhyggjur að hafa hvorki af eplum eða jólalyktinni. En sam- neyslumaöur í útvarpi átti auðvitað ekki við slíka „vinnandi menn”, heldur þá menn sem voru honum að skapi, þurftu að bera sæmdarheiti, lifðu í heiðursfátækt, stundum atvinnulausir og án epla, og voru hið skíra gull samfélagsins, öndvert við pakkið, sem vann ekki og lifði á eigum sinum án þess að dýfa hendi í kalt vatn. Sannleikurinn er sá að slíkt fólk fannst varía á tíma „vinn- andi manna” og eplalyktar. Það finnst aftur á móti nú, þökk sé samneyslunni og þeim kostnaði, sem henni er samfara. Samneyslumaður í útvarpi, sem talar um „vinnandi menn” af nokkrum drýgindum í bland við eplalykt og jól, gætir ekki að því, að engir bafa gert meira að því að gera þjóðfélagið svo rang- snúið að fjöldi manns getur nú lifað á dauðum peningum einum eneinmitt þeir, sem stofnað hafa til fjárþarfar umfram efni. „Vinnandi menn” samkvæmt skoðun þessa útvarps- manns, voru nánast heilagir, þótt þeir væru kannski atvinnulausir sex mánuði á ári, og þráðu ekkert heitara en fá að moka kolum eða sklpa upp sementi, sem voru með sóðalegrí störfum. En hvers vegna þá að kalla þá „vinnandi menn”? Hofróðugangur svokallaðra menntaðra verkalýðssinna á sér yfirleitt lítil takmörk. Með póli- tiskum athöfnum sínum frá ári til árs, valda þeir meiri kjaramismun í þjóðfélaginu en nokkur hópur annar. Og hvenær sem þessi eyðslulýður fer að rekja minningar sínar, þá kemur hann að einhverju sem hann nefnir „vinnandi menn”. Og það fer um hann sæluhrollur að hugsa til þeirra úr miðju veisluborði samneyslunnar, þar sem eplalyktin er týnd fyrir löngu, eða þykir þá svo ómerkileg að ekki sé orð á henni hafandi. „Vinn- andi menn” í huga þessa fólks eru ekki annað en horfin kynslóð með áróðursgildi, runnin upp úr tíma, þegar allir unnu sem gátu og fengu, stéttaskiptingin hafði ekki veríð fundin upp og ríkisskuldabréfin og „kúponarnir” biðu einhvers staðar í framtíðinni til að standa undir veisluborði samneyslunnar. Guðsþakkarvert væri ef sam- neyslufólkið hefði kurteisi til að bera til að minnast ekki á „vinnandi menn”. Það hefur búið til og heldur við afkomu fólks, sem er ekki annað en „kúponistar”, sem það metur mikið meira en „vinnandi menn”. Kúponistar halda samneyslunni uppi í bili, og er það lið sem menntaðir verkalýðssinnar byggja afkomu sína á. Svarthöfði. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.