Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1982, Blaðsíða 1
Hækkun orkuverös forgangskrafa tilAlusuisse Hjörieifur heimtar fyrirframgreiðslu Iðnaöarráðherra hefur nú gert hækkun orkuverös til álversins í Straumsvík aöþiuigamiðjuviðræöna viö Alusuisse. Hann krefst þeirrar hækkunar strax, síðan sé-hann til viöræöu um önnur mál. Alusuisse hafnar þessu og vill afgreiða eldri samskiptamál og nýja samninga í einu lagi. Fundir ráöherrans og dr. Paul Möller, formanns framkvæmda- stjórnar Alusuisse, í gær og fyrradag snerust í raun ekki um annaö en þetta. I lok funda sömu manna í nóvem- ber afhenti iðnaöarráöherra dr. Möller þessa sérstöku kröfu og ítrek- aöi hana meö telexskeyti til aöal- stööva Alusuisse. Alusuisse svaraði þessari kröfu bréflega og dr. Möller ítrekaöi síöan þaö svar á fundunum nú. Samkvæmt áreiöanlegum heimild- um DV var Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra ósveigjanlegur í af- stööu sinni. Hins vegar kveöst hann reiðubúinn til þess að ræöa hvaö sem er þegar hann hafi fengiö fram hækkuná orkuveröinu. Alusuisse-menn líta hins vegar á kröfu ráöherra sem hann heimti fyrirframgreiðslu vegna ógerðra samninga. Munu þeir telja afstööu hans fremur pólitíska en viöskipta- lega; meö þessari kröfu hafni hann í rauninni aö viðurkenna jafnrétti samningsaðila. HEEB Sextánþyriur hafahrapað áíslandi -sjábls. 20-21 DVkannar bóksöluna — sjá bls. 3 Hverjirsætuá þingihefði63 sætareglangilt ísíðustu kosningum? — sjá bls. 11 16 dagartUjóla Hvar sem er á byggdu bóli, í höllum og hreysum er undirbúningur jólanna hafinn. Á dögunum var þessi götumynd tekin fyrir framan stórverslun eina í Parísarborg. Jólaskraut, litadýrd og jólasveinar á vappi setja svip á stórborgir jafnt sem smábýli. Fidringur tilhlökkunar hríslast um smáhjörtu og önnur. DV-mynd: ÞG. Hneykslanlegt að raða flokksbróöur —segir GeirH. Haarde um stofnsamning Kísilmálmverksmiðjunnar „Ég tel hneykslanlegt að iðnaðar- ráöherra skuli fá flokksbróður sinn, lögmann úti í bæ.til að gera þennan stofnsamning fyrir 128 þúsund, þegar ráðuneytið hefur starfandi ágæta lögfræðinga,” sagöi Geir H. Haarde, stjómarmaöur í Kísilmálm- verksmiðjunni hf., í samtali við DV í morgun. Skýrt var frá því í blaðinu í gær að lögfræðikostnaður vegna geröar stofnsamnings fyrir verk- smiöjuna væri 128 þúsund. „Viö í stjórninni fengum nýlega reiknisyfirlit yfir reksturinn frá stofnun félagsins og þar er liöurinn „lögfræöileg aöstoö viö stofnun félagsins”. Stjórnarmönnum hefur veriö tjáö að reikningurinn sé frá lögfræðingi sem iðnaöarráöherra fékk til að gera stofnsamninginn og undirbúa stofnun félagsins. Mér skilst að þessi kostnaöur sé reiknaöur sem prósentur af hlutafé. Ég tel aö þetta sé tiltölulega einfalt mál fyrir vanan lögfræðing, hér er um venjulegt hlutafélag að ræöa og slíkir samningar nánast í formála- bókum. Þaö er því fráleitt aö senda svo háan reikning fyrir þessu og al- gjörlega á ábyrgð ráöherrans.” JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.